Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nýtt hlutafélag um rekstur Leifsstöðvar hefur starfsemi 1. október næstkomandi
Mikilvægt að hagsmunir starfs-
manna verði hafðir að leiðarljösi
Morgunblaðið/Kristinn
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kynnti nýtt frumvarp til laga um
stofnun hlutafélags um rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir
starfsmönnum stöðvarinnar í gær.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Farþegafjöldi, starfsmenn og skuldir 1988-2005 ÁÆTLAÐ 1988 1995 1999 2001 2005
Farþegafjöldi (þús.) 806 900 1.315 1.450 1.850
Starfsmenn 135 175 290 330 400
Langtímaskuldir 2,4 4,1 4,5 8,6 7,7
(milljarðar kr.) 'fr n "íp r? ^——a V n f/
F' " • ^ " £=r L ^ 4- 4* i x
NÝTT hlutafélag um rekstur Flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar mun
formlega hefja starfsemi 1. október
næstkomandi ef frumvarp til laga
um stofnun þess verður samþykkt á
Alþingi. Þetta kom fram í máli Hall-
dórs Asgrímsson utanríkisráðherra
á starfsmannafundi í Leifsstöð í
gær. Á fundinum, sem um 150
starfsmenn flugstöðvarinnar og frí-
hafnarinnar sóttu, lagði Halldór
ríka áherslu á að hagsmunir þeirra
yrðu hafðir að leiðarljósi í gegnum
þetta breytingarferli.
„Við erum að fara út í þessar
breytingar til að efla þessa flugstöð
en hún er náttúrlega ekkert án dug-
mikils starfsfólks og hagsmunir
hennar eru jafnframt ykkar hags-
munir,“ sagði Halldór og bætti því
við að fundurinn væri fyrst og
fremst haldinn til að eyða óvissu
starfsmanna um framtíð sína hjá
fyrirtækinu. Réttindi og skyldur
þeirra myndu færast til hins nýja
hlutafélags.
Að sögn Halldórs mun ekki koma
til uppsagna í kjölfar breytinganna
heldur þvert á móti mun verða þörf
á fleiri starfsmönnum vegna fyrir-
hugaðrar stækkunar flugstöðvar-
innar.
Hratt unnið í málinu innan
utanríkisráðuneytisins
Halldór sagði að mjög hratt hefði
verið unnið í málinu innan utanrík-
isráðuneytisins, svokölluð flug-
stöðvarnefnd hefði skilað áliti sínu
fyrir viku og fyrirhugað var að
leggja frumvarpið fyrir Alþingi í
gærkvöldi. Samkvæmt frumvarp-
inu verður flugstöðin og fríhöfnin
sameinuð og hlutafélag stofnað 1.
september næstkomandi. Utanrík-
isráðherra mun sjálfur skipa stjórn
félagsins, sem verður í eigu ríkisins,
stjórnin mun síðan ráða forstjóra
og taka formlega við rekstrinum 1.
október eins og áður sagði.
„Þetta er stórt fyrirtæki og það
verður að reka það þannig að það
standi undir sér. Það er mikilvægt
að það komi að þessu sjálfstæð
stjórn sem getur einbeitt sér að
rekstrinum. Það er ekki eðlilegt að
þetta sé ein deild í utanríkisráðu-
neytinu." Halldór sagði að í frum-
varpinu væru engar heimildir til að
selja hlutabréf í fyrirtækinu um það
þyrfti Alþingi að taka sjálfstæða
ákvörðun síðar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var
tekin í notkun árið 1987 og sagði
Halldór að bygging hennar hefði
eingöngu verið fjármögnuð með
lánum og að lítið hefði verið hugað
að endurgreiðslu þeirra. Árið 1988
hefðu skuldirnar numið 2,4 millj-
örðum króna og að þær hefðu auk-
ist í 4,5 milljarða á síðasta ári. Hann
sagði að fyrst árið 1998 hefðu náðst
einhver tök á skuldaþróuninni og
aðeins verið hægt að borga lánin
niður.
„Fram að því voru lánin mikið í
vanskilum og á dráttarvöxtum og
það hafði ekki verið hugað að þess-
um málum með þeim hætti sem
hefði þurft að gera. Ég ætla ekki að
fara að ásaka neinn í þessu sam-
bandi, en þetta er samt sannleikur-
inn í málinu."
Heildarkostnaður vegna
stækkunar er 5 til 6 milljarðar
Árið 1988 fóru 806 þúsund far-
þegar um Leifsstöð, en þeim hefur
síðan fjölgað smám saman og á síð-
asta ári fóru um 1.315 þúsund far-
þegar um stöðina. Gert er ráð fyrir
að árlegum komum farþega til
Leifsstöðvar muni fjölga um rúm
500 þúsund á næstu 5 árum.
Halldór sagði að vegna þessarar
miklu fjölgunar og vegna Shengen-
samkomulagsins hefði verið ákveð-
ið að stækka Leifsstöð um tæpa 16
þúsund fermetra á næstu árum, en
núverandi flugstöð væri um 17 þús-
und fermetrar. Hann sagði að heild-
arkostnaður vegna stækkunarinnar
væri áætlaður um 5 til 6 milljarðar
króna.
„Það segir sig sjálft að til þess að
standa undir þessum miklu fjárfest-
ingum þá þarf að tryggja skilvirka
og nútímalega þjónustu við farþega
og fyrirtæki og því er nauðsynlegt
breyta rekstrarfyrirkomulaginu og
tekjumyndun hér í flugstöðinni.
Þegar rekstur flugstöðvar og frí-
hafnar verður sameinaður munu
allar tekjur fríhafnarinnar ganga til
flugstöðvarinnar. Þ.e.a.s. þær munu
ekki lengur renna til ríkisins heldur
til þessarar byggingar, á móti mun
fyrirtækið borga tekju- og eignar-
skatt til ríkisins eins og önnur fyrir-
tæki í landinu. Jafnframt mun það
borga arð af því hlutafé sem ríkið
kemur til með að eiga.“
Vöknuðu
í 50 stiga
frosti
ÍSLENSKU norðurpólsfararnir
komust 4,64 km á þriðjudag áleiðis
að norðurpólnum og hafa lagt að
baki 45,4 km af 800 km langri leið.
Þrettándi dagurinn hófst í gær,
miðvikudag, og hafa þeir nú geng-
ið 4,1 km á dag að meðaltali, sem
er nokkru minna en í síðustu viku.
„Okkur líður vel, en það var
mjög kalt í morgun [gærmorgun]
þegar við vöknuðum, eða 50 stiga
frost,“ sagði Haraldur Örn Ólafs-
son í gær við bakvarðarsveitina á
Islandi. „Það var erfítt að fara upp
úr svefnpokanum og var kaldara í
nótt [fyrrinótt] en við höfum
nokkru sinni upplifað áður. Þótt
við værum með grímu fyrir and-
litinu var erfitt að hafa nefbrodd-
inn upp úr pokanum í þessu mikla
frosti," sagði Haraldur.
Hann sagði að veður á þriðjudag
hefði verið ágætt, stormurinn væri
genginn niður, sólin skini í logni
og 40 stiga frosti. „Það var stífara
skíðafæri og minna um lausamjöll
en áður. En á móti kom að spenn-
an í ísnum hefur aukist mikið. Það
var töluvert um brak og bresti í
ísnum á göngunni og við erum nú
farnir að sjá nýfrosnar vakir í
fyrsta sinn. Það er greinilega
meiri hreyfing á ísnum en áður.
Það er auðveldara að draga sleð-
ana, en við þurftum að fara yfir
marga erfiða íshryggi á leið okkar
og það tafði okkur,“ sagði hann.
Þeir lentu í því á þriðjudag að
skinn losnaði undan einu skíðanna,
en þeim tókst að líma það aftur á
um kvöldið yfir hita frá prímus í
tjaldinu. Þeir sögðust við hesta-
heilsu og báðu fyrir kveðjur heim.
Stöðvun rekstrar vegna vanskila á vörslusköttum í Reykjavík
Fulltrúi Landsvirkjunar um fullyrð-
ingar um Sultartangavirkjun
Fráleitar og
vart svara-
verðar
14 fyrirtæki innsigluð
vegna vanskila 1999
STÖÐVUN atvinnurekstrar vegna
vanskila á vörslusköttum er tiltölu-
lega sjaldan beitt. Samkvæmt yfir-
liti tollstjórans í Reykjavík yfir
stöðvun atvinnurekstrar gjaldenda
vegna vanskila á síðasta ári kemur
fram að í 14 tilvikum þurfti að inn-
sigla fyrirtæki vegna vanskila en í
104 tilvikum gerðu viðkomandi upp
vanskil þegar lokun átti að fara
fram. Alls voru 1.800 vanskilamál í
vinnslu hjá tollstjóraembættinu
um síðustu áramót.
Þessar upplýsingar koma fram í
svari Geirs H. Haarde fjármála-
ráðherra á Alþingi við fyrirspurn
Jóhönnu Sigurðardóttur alþingis-
manns um framkvæmd skattskila.
I svarinu kemur fram að nú eru til
skoðunar tillögur í fjármálaráðu-
neytinu sem lúta að frekari tak-
mörkunum atvinnuumsvifa þeirra
sem skulda skatta, einkum virðis-
aukaskatt.
547 lentu á lokunarlista inn-
heimtumanna ríkissjóðs
Samkvæmt yfirliti tollstjórans í
Reykjavík um vanskil á vörslu-
Stöðvun atvinnurekstrar gjaldenda vegna vanskila á vörslusköttum árið 1999
Aðilar sem lentu í vanskilum Fjöldi
- greiddu samkvæmt greiðsluáskorun áður en kom til stöðvunar 9.612
- lentu á aðgerðarlista (lokunaríista) 547
- sömdu um greiðslu áður en kom til stöðvunar 56
- fundust ekki eða ekki var haegt að loka hjá 181
- gerðu upp vanskil þegar lokun átti að fara fram 104
Innsiglanir 14
Mál í vinnslu um áramót 1.800
sköttum í atvinnurekstri á árinu
1999 greiddu samtals 9.612 aðilar
skv. greiðsluáskorun áður en kom
til stöðvunar atvinnurekstrar. 547
lentu hins vegar á lokunarlista og
sömdu 56 um greiðslu áður en kom
til stöðvunar. 181 fannst hins veg-
ar ekki eða ekki var hægt að
stöðva atvinnurekstur hans af öðr-
um ástæðum.
I svari fjármálaráðherra kemur
einnig fram að nefnd sem ráðherra
skipaði 1997 til að leggja drög að
verklagsreglum við afskriftir
skattkrafna hefur nú skilað tillög-
um sínum til ráðherra og eru þær
til skoðunar í ráðuneytinu.
Þá er verið að kanna í ráðuneyt-
inu í samráði við undirstofnanir
hvernig unnt er að bæta verklag
við áætlanir skatta og eiga tillögur
að liggja fyrir með vorinu. Auk
þessa er um þessar mundir unnið
að gerð verklagsreglna varðandi
gjaldþrotaskipti hjá embætti toll-
stjórans í Reykjavík, að því er
fram kemur í svari fjármálaráð-
herra.
LANDSVIRKJUN segir að full-
yrðingar Guðmundar Gunnarsson-
ar, formanns Rafiðnaðarsambands-
ins, þess efnis að Sultartanga-
virkjun sé „faglegur ruslahaugur"
séu fráleitar og í raun ekki svara-
verðar, en í Morgunblaðinu í gær
er skýrt frá fullyrðingum þessa efn-
is á heimasíðu Rafiðnaðarsam-
bandsins, þar sem meðal annars
kemur fram að erlend fyrirtæki
komist upp með ótrúlega lélegan
frágang við virkjunina.
Guðmundur Pétursson, raf-
magnsverkfræðingur og verkefnis-
stjóri Landsvirkjunar við Sultar-
tangavirkjun, segir að langstærstur
hluti uppsetningar búnaðar við
Sultartangavirkjun hafi verið unn-
inn af íslenskum rafiðnaðarmönn-
um og væru fullyrðingar formanns
Rafiðnaðarsambandsins réttar, sem
þær auðvitað væru ekki, væru þær
áfellisdómur yfir starfi íslenskra
rafiðnaðarmanna við virkjunina.
Guðmundur sagði að nokkrir er-
lendir rafiðnaðarmenn, m.a. 5-8
írskir, hefðu verið fengnir til starfa
við uppsetningu virkjunarinnar
tímabundið þegar íslenskir rafiðn-
aðarmenn hefðu ekki fengist til
starfa vegna þenslu á innanlands-
markaði. Þessir erlendu iðnaðar-
menn hefðu í hæsta lagi sett upp
u.þ.b. 5% þess rafbúnaðar sem um
væri að ræða í virkjuninni. Hins
vegar hefðu um og yfir 40 íslenskir
rafiðnaðarmenn verið að störfum
þar við uppsetningu búnaðar þegar
mest var umleikis síðastliðið sumar.
Guðmundur sagði að ekki hefðu
komið upp fleiri vandamál í sam-
bandi við uppsetningu búnaðar í
Sultartangavirkjun en í öðrum
virkjunum áður, þrátt fyrir mjög
nauman framkvæmdatíma og mikið
álag á iðnaðarmenn. Auðvitað væri
alltaf eitthvað um hluti sem betur
mættu fara, en þannig væri það í
öllum framkvæmdum og Sultar-
tangavirkjun væri þar engin undan-
tekning. Virkjunin hefði fullkom-
lega staðið undir væntingum eftir
að hún var gangsett og engin telj-
andi vandamál komið upp, enda
hefði eftirlit með framkvæmdum
verið mjög nákvæmt og í höndum
sjálfstæðs eftirlitsaðila, auk Lands-
virkjunar. Vél- og rafbúnaður virkj-
unarinnar væri allt viðurkenndur
búnaður í háum gæðaflokki sam-
kvæmt alþjóðlegum stöðlum. Full-
yrðingar um annað væru ósæmileg-
ar og alrangar.
Guðmundur bætti því við að ekki
væri hægt að taka fullyrðingar for-
manns Rafiðnaðarsambandsins al-
varlega af framangreindum orsök-
um. Að öllum líkindum væru þær
settar fram vegna þeirra viðræðna
um kjarasamninga sem nú stæðu
yfir og bæri að skoða þær í því ljósi.