Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 49
- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 49; KIRKJUSTARF FRÉTTIR Hallgrímskirkja Safnadarstarf Fræðsluerindi og aftansöngur ALLA miðvikudaga á föstu verður fræðsla og bænagjörð kl. 18 í Lang- holtskirkju. í dag kl. 18 mun dr. Ein- ar G. Jónsson, vísindamaður hjá Árnastofnun, fjalla um Guðbrand biskup Þorláksson, en Langholts- kirkja er helguð minningu Guð- brands og ber nafn hans. Allir eru velkomnir. Föstumessa í Hallgríms- kirkju í KVÖLD, miðvikudagskvöld, kl. 20 verður föstumessa í Hallgrímskirkju fl í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjarts- | sonar. Að venju verður sungið úr Passíusálmunum og annar hluti písl- arsögu Jesú Krists lesinn. Organisti er Hörður Askelsson. Samskipti og lífshamingja ANNA Valdimarsdóttir, sálfræðing- ur mun ílytja fræðsluerindi, sem hún nefnir Samskipti og lífshamingja í Strandbergi, safnaðarheimili Hafn- arfjarðarkirkju í kvöld, miðviku- dagskvöldið 22. mars kl. 20.30 og bjóða síðan til fyrirspurna og sam- ræðna að því loknu. Erindið fjallar um gildi og þýðingu samskipti í þroskaferli barna og ungmenna og ávallt síðar á lífsferli og hvað það er sem úrslitum veldur um farsæld og lífsgæfu. Erindið er einkum ætlað foreldrum fenningai'barna en er að sjálfsögðu ! opið öllum. Prestar Hafnarfjarðarkirlqu. Áskirkja. Föstumessa kl. 20.30. Passíusálmar Hallgríms Pétursson- ar sungnir. Píslarsaga guðspjallanna lesin og sóknarprestur flytur hug- leiðingu. Sr. Arni Bergur Sigur- björnsson. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnað- arheimilinu. Hádegisbænir ki. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur máls- verður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffiveitingar. TTT- starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Unglingastarf kl. 19.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Lestur passíusálma kl. 12.15. Föstuguðs- þjónusta kl. 20. Sr. Jón D. Hró- bjartsson. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrir- bænir kl. 18. Langholtskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 13-17. Spil, lestur, handavinna. Kaffi og meðlæti kl. 15. Djákni flytur hugvekju. Söngstund undir stjórn Jóns Stefánssonar organista. Fræðsluerindi og aftan- söngur kl. 18. Dr. Einar G. Jónsson, vísindamaður hjá Amastofnun, fjall- ar um Guðbrand biskup Þorláksson, en Langholtskirkja er helguð minn- ingu Guðbrands og ber nafn hans. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Kii'kjuprakkarar kl. 14.30. Starf fyrir 6-9 ára börn.TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára börn. Fermingartími kl. 19.15.Unglingakvöld kl. 20 í sam- vinnu við Laugameskirkju, Þrótt- heima og Blómaval. Neskirkja. Foreldi'amorgunn kl. 10- 12. Ragna Marinósdóttir og Ása Gunnarsdóttir kynna Umhyggjufé- lag til stuðnings langveikum börn- um. Föstumessa kl. 20. Sunginn passíusálmur. Prestur sr. Gylfí Jóns- son. Seltjarnameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára böm kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl.13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Hvers væntum við? Lífið og eilífðin. Biblíulestur í Árbæjarkirkju á mið- vikudagskvöldum í mars frá kl. 20.30-22. (1.3.—22.3.). Fyrirlestrar verða haldnir um gmndvallartexta úr Nýja testamentinu sem fjalla um hina síðustu tíma, endurkomu Krists, upprisuna, dóminn og eilíft líf. Þetta em efni sem snerta alla menn. Rétt er að geta þess að Nýja testamentið vill hugga með boðskap sínum en ekki hræða. Allir velkomn- ir. Á eftir fyrirlestri verða umræður yfir kaffibolla. Fyrirlesari dr. Sigur- jón Ámi Eyjólfsson héraðsprestur. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu á eftir. Kirkjuprakkarar, starf íyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT- starf 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM & K og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Léttur hádegisverður. Kirkjukrakkar, 7-9 ára starf í Engjaskóla, kl. 17-18. Æskulýðs- starf fyrir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45- 18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyi'rðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl.13. Kefiavikurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samvemstund í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshóp- ai'. Alfanámskeið hefst í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús unglinga í KFUM & K húsinu. Akraneskirkja. Unglingakórinn. Söngæfing í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 17.30. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30. Krakkaklúbbur, unglingafræðsla. Kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Állir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan. I kvöld verður 10. hluti námskeiðs um Opinberunarbók Jóhannesar á sjónvarpsstöðinni Omega og í beinni útsendingu á FM 107. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson. Efni: Eyðandi eldur. Áll- ir velkomnir í Omega. Verkleg námskeið fyrir stjórn- málakonur Við bflafiota Útfararstofu íslands. Frá vinstri: Baldur Bóbó Frederik- sen, Sverrir Olsen og Sverrir Einarsson, sem er eigandi fyrirtækisins. Utfararstofa Islands fær liðsauka NEFND um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum stendur nú fyrir verk- legum framhaldsnámskeiðum til þess að efla starf stjórnmálakvenna. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Há- skóla Islands og verða haldin 31. mars til 1. apríl og 3.-5. apríl. Um er að ræða framhald nám- skeiðsins: Efling stjórnmálakvenna - félagsmál, ræður, greinaskrif og fjölmiðlar, sem yfir 80 konur tóku þátt í. Nemendur vinna hagnýt verkefni og fá fræðslu og þjálfun í félagsmálastarfi, greinaskrifum, ræðuflutningi og í samskiptum við fjölmiðla. Kennarar verða: Guðlaug Guðmundsdóttir íslenskufræðingur, Ingibjörg Frímannsdóttir málfræð- ingur, Sigrún Stefánsdóttir MS í kennslutækni og dr. Sigrún Stef- ánsdóttir fjölmiðlafræðingur. Skráning fer fram hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands. Nánari upplýsingar fást á Skrif- stofu jafnréttismála hjá Unu Maríu Óskarsdóttur verkefnisstjóra nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. NÝVERIÐ gekk til liðs við Út- fararstofu íslands Baldur Fred- eriksen útfararstjóri. Baldur hefur starfað hjá útfararþjónustu Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma, síðar Útfararstofu Kirkju- garðanna, sl. 12 ár. Einnig hefur Útfararstofa íslands tekið í notk- un nýjan líkbíl af Cadillac-gerð, silfurgráan að lit, en fyrir er svart- ur líkbíll. Ennfremur hefur útfar- arstofan fengið Toyota Landcruis- er sem notaður er ef fara þarf með kistur út á land í mikilli ófærð, en það hefur færst mikið í vöxt að > fyrirtækið sinni athöfnum á lands- byggðinni, segir í fréttatilkynn- ingu. Málstofa um sam- starf Háskólans og Flugmálastjórnar UM langt árabil hefur verið viðamik- ið samstarf Flugmálastjórnar og verkfræðideildar Háskóla íslands. Samstarf þetta hefur einkum náð til rannsóknar- og þróunarverkefna í flugumferðarstjórnun. Samstarf þetta var styrkt enn frekar á á síðasta ári er gerður var tímabundinn samningur um að Pét- ur K. Maack, prófessor við iðnaðar- og vélaverkfræðiskor, gegndi starfi framkvæmdastjóra flugöryggissviðs Flugmálastjórnar. Hann hefur þó jafnframt áfram nokkrar starfs- skyldur við Háskóla fslands. Verk- efni Péturs er að leiða og samhæfa Rætt um verðgildi náttúrunnar OPIN málstofa um hagrænar leiðir til að meta verðgildi náttúru fer fram fimmtudaginn 23. mars kl. 16.00 till8.00 í Seðlabanka íslands. Hagfræðingarnir Páll Harðarson og Magnús Harðarson flytja erindi um þær hagfræðilegu leiðir sem m.a. hefur verið beitt til að átta sig á því hversu mikils virði lítt eða ósnortin náttúra er í peningum talið. í erindinu verður skýrt hvað felst í hugtakinu hagrænt gildi og farið yfir helstu aðferðir við að meta það. Mest verður fjallað um skilyrt verðmætamat, en það er sú aðferð sem langmest hefur verið beitt til að meta verðgildi náttúrunnar. Rætt verður um þá gagnrýni sem komið hefur fram á skilyrt verð- mætamat og hvaða aðferðir hafa verið þróaðar til að mæta þeirri gagnrýni. Þá verður fjallað um ým- is próf sem nota má til að kanna áreiðanleika mats á verðgildi nátt- úru. Að lokum verða gefin dæmi um notkun skilyrts verðmætamats til að meta gildi náttúrunnar og dregnir fram helstu styrkleikar og veikleikar þeirra athugana. Að framsöguerindi loknu verður tími til fyrirspurna og umræðna. Það er verkefnisstjórn um rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, Þjóðhagsstofnun og Landvernd sem boða til þessarar málstofu. þær umfangsmiklu breytingar sem eru að eiga sér stað í stjórnun flugör- yggismála í Evrópu með gæða- stjórnun að leiðarljósi. í tilefni þessa efnir iðnaðai'- og vélaverkfræðiskor til málstofu fimmtudaginn 23. mars kl 16.00 í húsi verkfræðideildar Háskóla ís- lands, Hjarðarhaga 2-6, stofu 158. Pétur mun þar spjalla um tengsl gæðastjórnunar og alþjóðlegra flug- öryggiskrafna. Málstofustjóri er Magnús Þór Jónsson, skorarformað- ur véla- og iðnaðarverkfræðiskorar, og er málstofan opin öllum meðan húsrúm leyfir. Málstofa um Evrópuráðið og eftirlits- hlutverk þess FIMMTUDAGINN 23. mars kl. 17.15 mun Lára Margrét Ragnars- dóttir alþingismaður fjalla um eft- irlitsferð Evrópuráðsins til Moskvu og Tsjetsjníu. Lára Margrét er formaður sendinefndar íslands á Evrópu- ráðsþinginu og var nýverið í Tsje- tsjníu sem fulltrúi sérskipaðrar sendinefndar Evrópuráðsins til að kanna meint mannréttindabrot rússneska hersins. Áður hefur hún farið í kosningaeftirlitsferðir til Litháen árið 1992, Sarajevo árið 1997 og Albaníu árið 1998. Málstofan verður haldin í Litlu Brekku, sal Lækjarbrekku, og er öllum opin og að lokinni framsögu verða umræður. Fyrirlestur um þróun og sögu físki- skipaflotans FIMMTUDAGINN 23. mars held- ur Emil Ragnarsson skipaverk- fræðingur fyrirlestur í boði Rann- sóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Islands um þró- un og sögu íslenska fiskiskipaflot- ans í hálfa öld, eftir 1945. Fyrir- lesturinn verður fluttur í Sjó- minjasafni íslands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, og hefst kl. 20:30. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir. Fyrirlesturinn byggist á rann- sóknarverkefni Emils Ragnarsson- ar um tæknilega þróun og sögu is- lenska fiskiskipaflotans í hálfa öld, sem styrkt er af vísindasjóði Rannsóknarráðs íslands og rann- sóknarsjóði Háskólans á Akureyri. í fyrirlestrinum verður fjallað um þróun í gerð og búnaði fiskiskipa- flotans 1945-2000, dregin upp mynd af stöðu skipastólsins við lok síðari heimsstyrjaldar og þeirri endurnýjum sem átt hefur sér stað síðan. Sérstök áhersla verður lögð á þau tímabil sem þungamiðja end- urnýjunar lá. Fundur um kjör fjölskyld- . unnar HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra verður frummælandi á opnum hádegisverðarfundi um kjör fjölskyldunnar og kjarasamn- inga á Hótel Borg. Fundurinn verður í hádeginu föstudaginn 24. mars og stendur frá kl. 12 til 13.30. Það eru þingmenn Framsóknar- flokksins í Reykjavík, Ólafur Örn Haraldsson og Jónína Bjartmarz, sem boða til þessa fundar, og eru allir velkomnir. Hádegisverður kostar 1.300 kr. Lögreglumynd hjá Alliance Francaise LÖGREGLUMYND um leigu- morðingjann Jef Costello verður sýnd hjá Alliance Francaise, Aust- urstræti 3 miðvikudaginn 22. mars kl. 20. Myndin heitir Le Samourai' og er með íslenskum texta. Píanóleikari í næturklúbbi bjargar Costello frá lögreglunni með því að gefa honum fjarvistar-^ sönnun. Gagntekinn af þessari óþekktu konu reynir hann að kom- ast að hinu sanna um hana. f HERBALIFE ' DREIFINGARAÐILINN ÞINN Heimir Bergmann sjáifstæður dreifingaraðili. S. 698 3600. ^^etfancjjjTeimbergSislandiæis. y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.