Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Sæplasts hf. minnkar um 53% á milli ára Skattgreiðslur setja strik í reikninginn Úr reikningum nj. ársins 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 964 532 +81% Rekstrargjöld 893 464 +93% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -29 -19 +153% Tekju- og eignarskattar -20 -3 +667% Hagnaður af reglulegri starfsemi 22 46 -52% Hlutdeild minnihluta 4 - Söluhagnaður eigna 9 - Hagnaður ársins 26 55 -53% Efnahagsreikningur 31. des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 2.101 671 +213% Eigið fé 669 354 +89% Skuldir 1.432 317 +352% Skuldir og eigið fé samtals 2.101 671 +213% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 7,03% 17,10% Eiginfjárhlutfall 32% 53% Veltufjárhlutfall 1,65 3,27 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 107 86 +24% HAGNAÐUR af rekstri Sæplasts hf. lækkaði um um tæplega 53% á milli ára. A árinu 1999 nam hann tæpum 26 milljónum króna en árið áður um 55 milljónum króna. Hagnaður af reglu- legri starfsemi samstæðunnar lækk- aði í svipuðu hlutfalli, var 22 milljónir króna nú en 46 milljónir á árinu 1998. Mest munar þai- um að félagið greiðir nú mun meiri skatta en árið áður. Hins vegar hækkaði veltufé frá rekstri um rúm 24%, nam 107 milljón- um króna árið 1999 en var 86 milljónir króna árið áður. Tekjur samstæðunnar námu 964 milljónum króna á árinu og jukust um 81% frá fyrra ári en tekjur móðurfé- lagsins drógust saman um 64 milljón- ir króna frá fyrra ári vegna sölu á röradeild félagsins auk þess sem sala á innanlandsmarkaði var minni. Eigið fé var 669 milljónir króna í lok árs 1999 og er það hækkun um tæpar 315 milljónir króna frá lokum árs 1998, en félagið bauð út nýtt hlutafé í lok árs 1999. Eiginfjárhlut- fall samstæðunnar reyndist 32% og arðsemi eigin fjár var 7%. Veltufé f rá rekstri rúmar 100 milljónir Steinþór Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sæplasts, segist sáttur við af- komu félagsins. Ekkert óvenjulegt hafí komið upp og eðiilegar skýringar séu á minnkandi heildarafkomu. Hann segir að salan í desember hafi reyndar dregist lítillega saman og verið minni en vænst var. Megin- ástæðu minnkandi heildarafkomu segir hann hins vegar vera að félagið sé nú í fyrsta sinn í langan tíma að greiða skatta. „Afkoma félagsins fýrir fjár- magnsliði og skatta er svipuð og árið áður og við erum að fá rúmar 100 milljónir króna í veltufé frá rekstrin- um, sem er mjög gott. Ekki má gleyma því að við rákum sum dóttur- félaganna aðeins hluta ársins, t.d. var Kanadaverksmiðjan ekki í rekstri nema í 8 mánuði og Noregsverk- smiðjan ekki nema 6 mánuði. Því má ekki líta á þetta sem heilsárstölu," segir Steinþór og er með því að vísa til þess að Sæpiast keypti á árinu 1999 verksmiðjur í Noregi og Kanada og tók við rekstri þeirra í maí annars vegar og um mitt árið hins vegar. Töluverður kostnaður af fjárf estingum Hvað móðurfélagið varðai' segir Steinþór félagið sjaldan hafa skilað jafn góðri afkomu og nú þrátt fyrir að hagnaður fyrir fjármagnsliði hafi lækkað úr 68 í 54 milljónir króna á milli ára og hagnaður fyrir skatta úr 49 í 20 milljónir króna. „Þessi lækkun skýrist fyrst og fremst af því að móðurfélagið er að bera vaxtakostnað dótturfélaganna að miklu leyti,“ segir Steinþór og bætir við að auk þess hafi töluverður kostnaður orðið af fjárfestingum fé- lagsins í rekstri nokkurra verksmiðja á síðasta ári. Þá varð tap af dóttur- félögum Sæplasts á Indlandi og í Noregi. Samþætting starfsemi móðurfé- lags og nýrra dótturfélaga mun þó hafa tekist vel og hefur rekstur Sæ- plasts samstæðunnar gengið vel það sem af er árinu 2000. Steinþór segist bjartsýnn á það sem framundan er. Horfurnar séu góðar auk þess sem nú sé unnið að endurskipulagningu á stjómskipuriti félagsins, enda hafi umtalsverðar breytingar orðið á rekstrinum. Breytingar á stjóm- skipulaginu verða kynntar í lok mars- mánaðar. Vonir bundnar við útrás í Morgunpunktum Kaupþings hf. í gær segir um afkomu Sæplasts: „Uppgjör félagsins veldur nokkr- um vonbrigðum en miklar væntingar era bundnar við útrás félagsins og því brýnt að fjárfestingar félagsins skili töluverðri framlegð á árinu. Hagnað- ur fyrir afskriftir og fjármagnsliði jókst þó á milli ára og veltufé félags- ins hefm- einnig aukist. Ljóst er hins vegai- að stjórnendur eiga nokkurt verk fyrir höndum við að vinna úr þeim fjárfestingum sem félagið stóð í á síðasta ári. Að mati greiningardeildar era tækifærin fyrir hendi í rekstrinum. Margt spennandi er að gerast og þá sérstaklega fjárfestingar er tengjast útrás félagsins. Til lengri tíma litið og ef félagið nær tökum á fjárfestingum sínum, ætti félagið að vera spennandi fjárfestingarkostur fyrir áhættu- sæknari fjárfesta til lengri tíma litið.“ Frosti Reyr Rúnarsson, verðbréfa- miðlari hjá Fjárvangi, segir að af- koma Sæplasts hafi valdið nokkrum vonbrigðum hjá Fjárvangi. „Hagnaður ársins hjá samstæð- unni var rámar 25 milljónir en hagn- aður móðurfélagsins árið 1998 var um 55 milljónir sem er óviðunandi ái’ang- ur. Arðsemi eigin fjár félagsins hefur lækkað úr 17% í 7% og era sú útkoma lakari en við höfðum gert ráð fyrir. Þó má búast við því að þær fjárfest- ingar sem félagið réðst í á síðastliðnu rekstrarári muni skila aukinni hag- ræðingu árið 2000. Það má gera ráð fyrir að auknum samlegðaráhrifum á þessu ári, t.d. vegna þróunarmála, þar sem launakostnaður er mjög mis- jafn á þeim svæðum sem Sæplast hf. er með starfsemi. Einnig býður rekst- ur félagsins upp á hagræðingarmögu- leika í framleiðslu og sölu í ljósi vax- andi stærðar sinnar og má búast við ' því að það muni leiða til betri afkomu fyrir rekstrarárið 2000. Jafnframt má gera ráð fyrir að félagið njóti hag- stæðari kjara á markaði í innkaupum á hráefni vegna stærðar sinnar. Af ofangreindu má segja að rekst- ur síðasta árs hafi verið undir vænt- ingum en þó verði spennandi að sjá hvort stjómendum félagsins takist að ná fram hagræðingu í rekstrinum og skila betri afkomu á yfirstandandi rekstrai’áii." íllfTEIfÍIlf iptinzií tl iibit *Trr[TBlrÉi>iir Til þjónustu á nýjum stað! „Þau umskipti hafa nú orðið að ég er fluttur til Lúxemborgar þar sem ég mun starfa við stýringu eignasafna hjá Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Því miður hefur mér ekki gefist tóm til að kveðja ykkur öll en verð sem fyrr til þjónustu reiðubúinn enda er óþarfi að setja fjarlægðirnar fyrir sig. Ef þú rekst á þessar línur geturðu sent mér bréf eða tölvupóst og færð þá svar um hæl." Einar Bjarni Sigurðsson Kaupthing Bank Luxembourg S.A. 12 Rue Guillaume Schneider L-2522 Luxembourg. einar@kaupthing.lu Kaupthing Bank Luxembourg S.A. veitir alhliða einkabankaþjónustu. Undir þá starfsemi fetlur eignastýring, verðbréfamiðlun, lánveitingar, útgáfa kreditkorta og fjármálaráðgjöf, svo eitthvað sé nefnt. | Að auki veitir KBL sérhæfða fyrirtækjaþjónustu, svo sem milligöngu við lánveitingar og útgáfu skuldabréfa erlendis auk þess sem félagið hefur annast stofnun og rekstur eignarhatdsfélaga. : KAUI’ I I IIN'C, BANK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.