Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 40
^40 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
. Hvar er vatnið?
Á ALÞJÓÐLEGUM degi vatnsins
er áhugavert að huga að mikilvæg-
ustu matvælum jarðarbúa, vatninu.
Hér verður stiklað á stóru og fjallað
um vatnsforða jarðar og litið sérstak-
lega á það vatnsmagn sem til er á
jörðinni og telst hæft neysluvatn.
Einnig verður fjallað um stöðu vatns-
verndar og vatnsgæða hér á landi.
Vatnsforði jarðar
Heildar vatnsforði jarðarinnar er
áætlaður um 1,38 milljarðar km3
(Heimild A. Baumgartner, Die Welt-
wasserbilanz.) Salt vatn, sem sjór, er
um 97,4% af heildar vatnsmagninu.
Osalt vatn og það vatn sem bundið er í
-heimskautaís og öðrum jöklum er
áætlað um 36 milljónir km3. Ekki er
nú talið vera meira af neysluhæfu
vatni á jörðinni en sem nemur 3,6
milljónum km3. Það er einungis 0,27%
alls vatnsforða jarðarinnar. Þetta eru
tölur sem erfítt er að setja í samhengi
við atriði í okkar daglega lífi. Því er
kosið að stilla þessum tölulegu upp-
lýsingum upp á myndrænan hátt.
Þannig geta lesendur frek-
ar gert sér grein fyrir
magninu. Vatnsbirgðum
jai’ðar er hér á eftir stillt
upp í teninga, þar sem
lengdir hliða teninganna
eru merktar þekktum fjar-
lægðum.
Vatnsvernd og vatns-
gæði á Islandi
Samkvæmt lögum nr. 93
frá 1995 um matvæli er
neysluvatn skilgreint sem
matvæli og vatnsveitur
matvælafyrirtæki. Mat-
vælaframleiðsla lýtur
ströngum gæðakröfum.
Það á því einnig við um vatnsveitur
því vatn er mikilvægast allra mat-
væla. Þegar grannt er skoðað kemur í
ljós að ekkert kemur í stað þess.
Reglugerð nr. 319 frá 1995 um
neysluvatn fjallar m.a. um kröfur um
eiginleika, efnainnihald, sýnatöku og
vatnsvernd. Við gerum miklar kröfur
til neysluvatns. Það skal vera tært,
lyktarlaust og um leið bragðgott.
Laust við örverur, vírusa, skordýr,
óhreinindi og sand. Við gerum þær
kröfm- að það sé kalt og að efnainni-
hald þess sé innan vissra marka. Það
á ekki að valda tæringu og það skal
vera í nægu magni og með nægum
þrýstingi við allar hugsanlegar að-
stæður, s.s. þurrkatímabil, asahláku
og stórbruna. Að lokum má við þetta
bæta að við förum fram á að vatn með
öllum þessum kostum sé ódýrt. Með
tilkomu reglugerðar nr. 522 frá 1994
um matvælaeftirlit og hollustuhætti
við framleiðslu og dreifingu matvæla
er kveðið á um að
vatnsveitur skuli
starfi'ækja innra
eftirlit. Á alþjóðleg-
um degi vatnsins
hefur takmarkaður
fjöldi vatnsveitna á
Islandi komið á
innra eftirliti, þrátt
fyrir lagalega
skyldu þar að lút-
andi.
Árið 1989 voru
um 61% íbúa lands-
ins tengdir veitu-
kerfum sem vinna
vatn úr borholum.
Um 32% lands-
manna nýta sér vatn úr uppsprettum
og lindum, tæplega 3% þjóðarinnar
notar enn vatn úr brunnum og hlutfall
þeirra sem nýta sér yfirborðsvatn er
um 3%. Súluritið (Heimild HVR1989)
sýnir hvernig ástand neysluvatns-
sýna var á tímabilinu 1985-1989 eftir
tegundum vatnsbóla hér á landi. Það
er ljóst að gölluðum sýnum fjölgar
eftir því sem vatnið er unnið úr efri
jarðlögum. Ekki er við því að búast að
ástand vatnsbóla né neysluvatnsgæða
hafi breyst mikið til batnaðai’ fram á
þennan dag. Því búa sumir lands-
menn enn við neysluvatn á sumum
tímum árs, sem ekki uppfyllir kröfur.
Ein ástæða fyrir þessu kann að
vera sú að skilgreiningu vatnsvernd-
arsvæða með tilheyrandi vemdarað-
gerðum er ekki lokið á landsvísu.
Hinn 3. desember 1998 var haldin
ráðstefna um auðlindir ferskvatns á
Islandi á vegum íslensku vatnafræði-
nefndarinnar. Verkfræðistofan Línu-
Hafsteinn Helgason
Tegund vatnsbóla
Vatnsdagur
Nú þegar jarðarbúar
eru 6 milljarðar, segír
Hafsteinn Helgason,
þarf að halda vel utan
um vatnsvernd og
mengandi starfsemi.
hönnun kannaði við það tækifæri
stöðu vatnsverndarmála um landið.
Könnunin náði til allra vatnsveitna
sem eru félagar í Samorku, en þær
eru 25 talsins. Svörun var 60%. Kom
fram að 5 af 15 vatnsveitum sem svör-
uðu, hafa ekki sinnt afmörkun vatns-
vemdarsvæða. Athyglisvert var að
sjá að einungis 4 af 15 vatnsveitum
hafa girt af svokallað bmnnsvæði en
það er sá hluti vatnsvemdarsvæða
sem næstur er vatnsvinnslunni. Á
60% allra vatnsverndarsvæða em úti-
vistar- og tómstundasvæði. Einungis
2 af 15 vatnsveitum hafa merkt vatns-
verndarsvæði með þar til gerðum
skiltum. Eðli málsins samkvæmt era
fjarsvæði vatnsbóla oftast mjög víð-
feðm. Samkvæmt könnuninni er bú-
fjárhald stundað á um 70% allra
vatnsverndarsvæða. Á þremur stöð-
um þar sem búfjárhald tíðkast er um
vinnslu yfirborðsvatns að ræða. Ljóst
er að slíkar aðstæður geta aukið ör-
vemmengun í neysluvatni.
Það er ljóst, nú þegar jarðarbúar
telja 6 milljarða, að vel þarf að halda
utan um vatnsvernd og mengandi
starfsemi á jörðinni til að spilla ekki
um of þessari miklu og mikilvægu
auðlind, nýtanlegu neysluvatni. Hér á
landi er biýnt að halda áfram því
starfi sem hafið er og tengist afmörk-
un vatnsverndarsvæða og uppbygg-
ingu innra gæðaeftirlits hjá vatnsveit-
um.
Höfundur er verkfræðingur og
sviðsstjóri umhverfis- og öryggis-
sviðs Línuhönnunar hf.
LINDASMÁRI
- RAÐHÚS -
Við vorum að fá í einkasölu glæsilegt ca 170 fm hús á
einni hæð, með innbyggðum bílskúr. Húsið er full-
búið. Fjögur rúmgóð svefnherbergi, glæsilegt eldhús
og parket. [ risi er ca 50 fm rými sem ekki hefur verið
innréttað en gefur möguleika á stækkun hússins.
Verð 18,5 m.
Upplýsingar veitir
Valhöll fasteignasala - sími 588 4477.
æknifræðingar - tæknifræðingar
Aðalfundur
Tæknifræðingafélags
íslands
Aðalfundur Tæknifræðingafélags íslands
fyrir starfsárið 1999-2000 verður haldinn
föstudaginn 24. mars 2000 í Verkfræðihúsi
aðEngjateigi 9, Reykjavík, kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Boðið verður upp á léttar veitingar
að loknum aðalfundarstörfum.
Stjórn TFf
I
m
TakallrsfiiBsaféias íslasfis
Samráð íslenskra
tryggingafélaga
LÍKLEGA stunda
engin fyrirtæki jafn
mikið samráð um að
stjórna markaðnum og
tryggingafélögin þrjú,
sem ráða nálega 95% af
bílatryggingamarkaðn-
um. Þetta era VÍS, TM
og Sjóvá-Almennar.
Fáheyrt er að þessi
þrjú fyrirtæki, sem
ættu að vera í hörku
samkeppni sína á milli,
skuli komast upp með
að reka sameiginlega
skrifstofu - Samband
íslenskra tryggingafé-
laga, SÍT - til að geta
stillt saman strengi sína varðandi
tryggingamarkaðinn.
Það er á vettvangi SÍT - sem gæti
reyndar verið skammstöfun fyrir
Samráð íslenskra tryggingafélaga -
sem tryggingafélögin taka sameigin-
legar ákvarðanir um það hvernig
þau ætla að hagnast sem mest á ís-
lenskum neytendum - ekki síst bíl-
eigendum.
Nýjustu skilaboðin til bíleigenda
voru kynnt fyrir skömmu á ársfundi
SÍT. Þar sagði Benedikt Jóhannes-
son, stærðfræðingur og stór hluthafi
í Sjóvá-Almennum, að iðgjöld bíla-
trygginga þyrftu að hækka um 50%
til viðbótar við þær iðgjaldahækkan-
ir sem dundu yfir síðastliðið sumar.
Óhugnanleg staðreynd
Sú staðreynd að stærðfræðingur-
inn boðaði þessar verðhækkanir á
sameiginlegum fundi með öðrum
fyrirtækjum í atvinnugreininni er
óhugnanleg. Þetta sýnir að engin
samkeppni er milli tryggingafélag-
anna. Þau stunda opinskátt og kær-
leiksríkt verðsamráð fyrir opnum
tjöldum. Tryggingafélögin hafa eng-
ar áhyggjur af samkeppnisyfirvöld-
um enda hafa þau enga ástæða til að
hafa áhyggjur af þeim.
Tryggingafélögin hafa heldur
engar áhyggjur af viðskiptavinum
sínum. Þau vita að þeir eru illa upp-
lýstir um eðli samráðs þessara fyrir-
tækja og hverju þeir era að tapa.
Þau vita að viðskipta-
vinir eru seinþreyttir
til aðgerða. Einstaka
maður byrstir sig
reyndar við trygginga-
félagið sitt og_ hótar að
tiyggja hjá FÍB-trygg-
ingu ef hann fái ekki
betri kjör. Það dugar
yfirleitt ágætlega,
menn fá tímabundna
iðgjaldalækkun og láta
sig hafa það að vera
áfram hjá gamla trygg-
ingafélaginu. En þeir
fá lækkunina aðeins ef
þeir era með hótanir.
Þeir sem engu hóta
borga fullt verð.
Að þessu leyti hefur tilkoma FÍB
tryggingar haft jákvæð áhrif á ið-
gjöld bílatrygginga fyrir einstaka
menn. Að öðra leyti hefur FÍB
trygging ekki náð þeim árangri að
Bílatryggingar
*
Islensku trygginga-
félögin stunda opinskátt
samráð, segir Runólfur
—
Olafsson, og hafa engar
áhyggjur af samkeppn-
isyfirvöldum.
skapa hér þá samkeppni sem er svo
mikilvæg fyrir almenning. Til þess
er FÍB trygging enn of lítil. íslensku
tryggingafélögin tóku á sig mörg
hundruð milljóna króna tap (að eigin
sögn) til að koma í veg fyrir að við-
skiptavinir flykktust til FÍB-trygg-
ingar þegar hún hóf starfsemi síðla
árs 1996. Þá lækkuðu tryggingafé-
lögin iðgjöld veralega, þótt þau
hefðu áður sagt að enginn grandvöll-
ur væri fyrir slíkri lækkun.
Það nægði mörgum værakæram
bíleigendum að hafa fengið iðgjalda-
lækkunina hjá sínu tryggingafélagi
með hjálp FIB, þannig að þeir fóra
ekkert. Til viðbótar eru svo tugþús-
undir bíleigenda sem geta ekkert
farið. Þeir era bundnir trygginga-
félögunum mörg ár fram í tímann
vegna þess að þau hafa lánað til bíla-
kaupanna. Fyrir vikið hefur FIB-
trygging aðeins um 5% bíleigenda í
viðskiptum. FIB-trygging er ein-
faldlega ekki nógu öflugt fyrii-tæki
og hefur minna svigrúm en skyldi til
að veita verðsamkeppni. Samt sem
áður er ánægjulegt til þess að vita að
iðgjöld FÍB-tryggingar era lægri en
hjá hinum tryggingafélögunum,
nema í yngstu aldurshópunum.
Samráð á samráð ofan
I alvöra þjóðfélögum, þar sem al-
vöru samkeppnisyfirvöld tryggja
hag neytenda, gæti þetta aldrei
gerst. En hér á landi er slík neyt-
endavernd ekki fyrir hendi. Islensku
tryggingafélögin komust upp með að
niðurgreiða iðgjöld bílatrygginga
sinna í eitt til tvö ár meðan þau vora
að hefta uppgang FÍB-tryggingar.
Talsmenn félaganna hafa viðurkennt
niðurgreiðslurnar opinberlega. Náið
samráð tryggingafélaganna þykir
meira en sjálfsagt. Sagt er frá sam-
ráðsfundum þeirra í fjölmiðlum sem
hinum merkustu fréttum.
Nefna má nýlegt dæmi. Þegar
Trygging hf. hætti rekstri sl. haust
og rann saman við Tryggingamið-
stöðina, vora viðskiptavinir Trygg-
ingar lausir allra sinna mála í 30
daga og hvaða tryggingafélag sem
er gat tekið þá fyrirvaralaust í við-
skipti. Þetta var álitlegur biti fyrir
tryggingafélögin að bera sig eftir
með sölumennsku og auglýsingum.
En hvorki VÍS né Sjóvá-Almennar
lyftu litla fingri til að ná þessum við-
skiptavinum. En félögin voru búin
að ákveða sín á milli að Tiygginga-
miðstöðin fengi alla viðskiptavini
Trygginga hf. óáreitt. Milli þeirra
ríkir ekki samkeppni, heldur sam-
ráð.
Þetta verður að breytast. Það er
mjög dýrkeypt fyrir neytendm- þeg-
ar skortur er á samkeppni.
Runólfur Ólafsson
Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB.