Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 29 LISTIR Enginn flýr örlög sín irlæti og hroka, því vel upplýstur almenningur er sterkasti banda- maður listarinnar og nú ríður á að vinna traust hans á nýrri öld. Að öðrum kosti tæmast öll listhús jafn- vel þótt þeim verði breytt í Tívolí og Disneylönd, eins og listrýnar eru farnir að nefna stórframnínga margs konar úti í heimi, en þá eru þau ekki ekta slík heldur tilbúnar og blóðlitlar eftirlíkingar. Ei heldur gengur að lífga upp sýningar með siðlausum athöfnum til að ögra og storka gestum og gera það í nafni listafrelsi, því slíkt er dæmt til að hverfa fljótlega af vettvangi líkt og klámið í Kaupmannahöfn forðum, en skilja eftir sig andleysi og leiða. Nú þegar má sjá þess merki að nýjabrumið sé á undanhaldi og minnkar aðsóknin óhjákvæmilega aftur, en þá eru kannski mikilvæg- ustu fastagestirnir búnir að fá nóg fyrir lífstíð, koma aldri aftur og þarmeð var ávinningurinn minni en enginn. Varðar nú heimsendi að byggja upp trausta og stigmagn- andi aðsókn á listviðburði, biðla hér frekar til fólks með hjarta fyrir varanlegum og lifandi gildum en fíkla í stundargaman hjóm og yflr- borð. Vík að þessu síðasta vegna þess að Grönningen hef- ur glatað nokkru af virðuleika sínum og sér- stöðu með því að opna sýningar sínar framníngum sem minna á klámbylgjuna fyrrnefndu og þá er eins og við manninn mælt að fólk kemst í varnarstöðu og önnur sam- tök taka forystuna, bæði um að- sókn sem aðra velgengni. M er það sem tók meira en 80 ár að byggja upp fallið fyrir róða. Sjálfur tek ég þessum hlutum sem öðrum fyrir- bærum mannlífsins og dettur ekki í hug að láta hneykslast svo lengi sem þeir fara fram í sínu rétta um- hverfi og kórréttu samhengi. Á lík- an hátt elska ég vatn og fer í sund- laugarnar eða undir sturtu eins oft og ég get, en ég vil síður sofna und- ir blautri sæng og heldur vil ég hafa snjóinn þótt fagur sé fyrir ut- an glugga minn en innan. Þær eru orðnar margar Grönn- ingen-sýningarnar sem ég hefi skoðað um dagana og brátt er hálf öld síðan ég sá þá fyrstu svo ein- hver ætti yfirsýnin að vera, þessi var síður en svo sú hrifmesta, helst saknaði ég nú sterkari danskra ein- kenna, sem fyrrum hefði þótt saga til næsta bæjar. Tel þá ekki endi- lega þurfa að leita til útlandsins eftir sterkum einstaklingum í heið- urssalinn (í ár var það Anish Kapoor), sem ég gagnrýni þó alls ekki. Desembristarnir ollu mér í fyrstu vonbrigðum en unnu mikið á við aðra skoðun, sem Grönningen gerði ekki, að einstökum lista- mönnum undanskildum. En það hefur litla þýðingu að segja frá sýn- ingunum hér þar sem þær eru báð- ar afstaðnar, en læt tvö málverk frá Grönningen og tvær höggmyndir frá Desembristerne tala sínu máli. Þetta var annars í fyrsta skipti sem ég kem á slíka framnínga í Kaup- mannahöfn daginn fyrir opnun og fékk alla mögulega þjónustu sem blaðamaður, var áberandi hve vel hafði verið gengið frá öllu, ekkert á síðasta snúningi nema veggspjaldið á Desembristerne. KVIKMYNDIR It í ó b o r g i n Cider House Rules ★ ★V!2 Leiksljóri Lasse Hallström. Hand- ritshöfundur John Irving, byggt á eigin skáldsögu. Tónskáld Rachel Portman. Kvikmyndatökustjóri Oli- ver Stapleton. Aðalleikendur Toby Maguire, Charlize Theron, Delroy Lindo, Paul Rudd, Michael Caine, Jane Alexander, Kathy Baker, Kate Nelligan, Erykah Badu. Lengd 120 mín. Bandarísk. Miramax 1999. EFNIÐ er athyglisvert og bókin hans Johns Irving vafalaust forvitni- leg og óvenjuleg, líkt og aðrar skáld- sögur þessa tragikómíska höfundar. Sem hefur skemmt lesendum sínum með verkum á borð við The World According To Garp og The Hotel New Hampshire, sem báðar urðu að mistækum myndum. Nú sá Imng sjálfur um kvikmyndagerðina og tekst að kreista safann úr verkinu á köflum, samtölin oft eðlileg og hnitmiðuð, persónur og kringum- stæður einstakar og höfundurinn til- nefndur til Oskars. Meira kemur á óvart að leikstjórinn, sá sænski Lasse Hallström, er líka í flokki út- TONLIST II1 j ó m d i s k a r KRÍTARHRINGURINN Tónlist eftir Pétur Grétarsson. 16 tónlistaratriði úr sýningu Þjóðleik- hússins á leikriti Bertolts Brechts, Krítarhringurinn í Kákasus. Meðal flytjenda (söngur): Arnar Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Ingvar Sigurðsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Pét- ur Grétarsson. Hljóðfæraleikarar auk Péturs Grétarssonar (slagverk, harmonikka) eru Eyjólfur B. Al- freðsson (viola), Hilmar Jensson (gítar), Matthías M.D. Hemstock (trommur og slagverk). Pétur Grét- arsson: forritun, upptökur, master- ing. Heildartmii 59.07. Útgefandi: Pétur Grétarsson (pegre@- mmedia.is). Menningarsjóður FIH styrkti útgáfuna. í NÓVEMBERMÁNUÐI sl. var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu eitt af merkari verkum Bertolts Brechts, Krítarhringurinn í Kákasus, í leik- stjórn Stefans Metz, sem hefur starfað við Theatre de Complicite. Leikhúsið var stofnað í London árið 1983 og byrjaði feril sinn sem nokk- urskonar farandleikhús; í dag er það víðfrægt um allan heim og marg- verðlaunað fyinr ferskar og nýstár- legar sýningar, sem við köllum stundum „100% leikhús“. Tónlistina við sýningarnar gerði Pétur Grétarsson, en hún er nú komin út á hljómdiski - sem ek „svíta í 16 atriðum, sem hafa öll sína valinna í ár ásamt myndinni. Hall- ström hefur ekki tekist að fylgja eftir myndinni Mitt liv som hund (85), sem kom honum á kortið í Vesturheimi. Að undanskilinni perlunni Whats Eating Gilbert Grape (93), hafa verk- in hans flest verið lítið meira en í rösku meðallagi. Þar með talin Cider House Rules. Aðalsögupersónan er Homer Wells (Toby Maguire), ungur maður alinn upp á munaðarleysingjahæli í Maine og nánast ættleiddur af yfir- manni þess, dr. Wilbur Smith (Michael Caine). Læknirinn telur það skyldu sína að framkvæma fóst- ureyðingar hjá ungum mæðnim sem ekki treysta sér, aðstæðnanna vegna, til að eignast börn. Með ár- unum hefur Homer orðið hans hægri hönd, Wilbur kennt honum fjölmargt í læknisfræðinni með slíkum árangri að hann hyggst láta Homer taka við starfi sínu - á fölskum prófskírtein- um reyndar, þar sem hans starfsdag- ar eru senn á enda. Homer greinir hinsvegar á við lækninn, ekki síst titla eða nöfn. Þau eru mörg hver sungin, oftast í sláandi vel gerðum og skemmtilegum (stundum „gen- íal“) útfærslum tónskáldsins, sem einnig tekur þátt í flutningnum. Hér er um að ræða leikhústónlist í háum gæðaflokki, sem hæfði einkar vel magnaðri og stílfærðri uppfærslu Þjóðleikhússins á Krítarhringnum. Heiti atriðanna (svo sem Páska- dagsmorgunn í Núka; Gakktu ósmeykur til on-ustu - með yndisleg- um strófum fyi’ir lágfiðlu, skondið og átakanlegt; Borgin brennur; Fjórir hershöfðingjar - einnig svolít- ið fyndið; eða Asdak eða Lúdóvíka eða Lágstemmdur, en ærslafullur brúðkaupsútfararsálmamars - sem ber nafngift með rentu; eða Faðir þinn er fantur, drjóli - svo nefnd séu nokkur sýnishorn) eru sumhver nokkuð upplýsandi um innihald, endaþótt tónskáldið komi iðulega á óvart með furðu fjölbreyttum út- setningum á meðferð efnisins, ýmist átakanlegar og stundum skáldlegar og svolítið þunglyndislegar stemn- ingar, sem eru einsog „muldrandi taktur tímans,“ eða skrýtnir og skondnir „karikatúrar“ - og stund- um allt þetta í einu. Með öðrum orð- um við hæfi og mjög í anda Brechts. Hljóðfæraleikur er allur framúrska- randi góður og hljóðfæri einstaklega vel valin til flutnings á þessari tónl- ist. Sama má segja um hljóðritun. Leikarar standa sig einnig mjög vel í söng, sem getur verið nokkuð snúinn á köflum. Þetta er áreiðan- lega með betri hljómdiskum með leikhústónlist sem rekið hafa á mín- ar fjörur, fyrr og síðar. Oddur Björnsson hvað snertir fóstureyðingarnar og heldur útí heiminn utan hælisins þegar tækifærið býðst, í félagsskap ungra ógiftra elskenda. Hún, Candy Kendall (Charlize Theron), hefur notið hinnar vafasömu þjónustu Dr. Wilburs, hann, Wally Worthington (Paiul Rudd), er sonur eplabúgarðs- eiganda og hefur látið skrá sig í her- inn, myndin hefst skömmu eftir árásina á Pearl Harbour. Homer lendir í ástarævintýii með hinni einmana Candy þegar Willy er floginn á vígstöðvarnar í Austurlönd- um fjær, tínir epli á Worthington- búgarðinum, vingast við vinnufélaga sína, farandverkamennina, leggui- humargildrur í sjó ásamt Candy og föður hennar. Framkvæmir fóstur- eyðingu er hann kemst að óhugnan- legu leyndaiTnáli sem býr að baki þungunarinnar en finnur að lokum sitt hlutverk í lífinu. Örlög hans hafa verið löngu ráðin. Mikið tilfinningaflæði sem virkar þó ekki alltaf sem skyldi á áhorfand- ann. Irving er ábyrgur fyrir textan- LEIKLIST Friimleikliúsið f K e f I a v í k EKKERTKLÁM Leikfélag Keflavíkur. Höfundar: Júlíus Guðmundsson, Ómar Ólafsson, Hulda Ólafsdóttir, Jón Marino Sigurðsson, Aron B. Magnússon og Arnar Fells Gunn- arsson. Leikstjóri: Júlíus Guðmundsson. Sunnudagurinn 19. mars REVÍUGERÐ stendur með blóma í Keflavík og hefur gert það um skeið. Reyndar ekki bara revíugerð, heldur hefur stór hluti af verkefnum Leikfélags Keflavíkur verið heima- brennt undanfarin ár og margir lagt þar hönd á penna eða lyklaborð. Svo hefur náttúrulega leikhúsið myndar- lega sem félagið er búið að koma sér upp verið vítamínsprauta fyrir alla starfsemi. Sannarlega eftirbreyti- verður stuðningur bæjaryfirvalda við menninguna heimavið. Ekkert klám er reyndar ekki revía í viðteknum íslenskum skilningi, en gömlu revíurnar okkar eru reyndar ekki revíur í viðteknum erlendum skilningi. Þetta stefnir nú í að verða full flókið svo best að segja bara að Ekkert klám samanstendur af stutt- um ótengdum atriðum, ýmist sungn- um eða leiknum, enginn söguþráður eða kynnir eða nokkur hlutur tengh- atriðin saman. Semsagt: Revía eða kabarett, hvaða máli skiptir það svo sem, þetta snýst um hvort fyrirbær- ið er fyndið eða ekki. Sýningin Ekkert klám er á köflum bráðfyndin. Það gefur augaleið að sýning sem samanstendur af yfir um sem úrvalsleikurum gengur ekki alltaf of vel að túlka á sannfærandi hátt, útkoman hangir í lausu lofti. Ómenni myndarinnar er nánast fyr- irgefið, þar hjálpar vissulega til sterkur leikur Delroys Lindo. Aðal- persónan er alltof flöt í léttvægum meðförum Maguire og ekkert of vel skrifuð að auki. Efinn í afstöðu hans til fóstureyðinga ristir engan veginn djípt. Annað kemst betur til skila. Yfir- burðaþáttur Cider House Rules er tvímælalaust stórleikur Michaels Caine í hlutverki Wilburs, læknisins góða, með veikan punkt fyrir hjúkr- unarfræðingum og eterflöskunni. Caine tekur upp þráðinn þar sem hann skildi við hann í Little Voice, töfrar stórleik fram úr erminni, sannfærandi og fyrirhafnarlaust. Annar bm-ðarás myndarinnar er hin efnilega og gullfallega Theron og áð- ur hefur verið minnst á Lindo, sem drottnar yfir sínum innkomum að venju. Eins er ástæða til að nefna Erykhu Badhu í vandasömu hlut- verki ungrar, fáfróðrar stúlku sem er svívirt af þeim sem síst skyldi. Þetta ágæta listafólk lyftir Cider House Rules uppí talsverðar hæðir, einkum þá sjaldan penni Irvings kemst á flug. Niðurstaðan er misjöfn, veldur bæði ánægju og vonbrigðum. Sæbjörn Valdimarsson tuttugu atriðum verður seint öll hrein snilld, en bestu atriðin ná satt að segja býsna langt. Það háir þeim þó sumum að góðar hugmyndir eru ekki leiddar nægilega skýrt til lykta. Þannig hefði bráðgóð hugdetta um súludansmey með ofnæmi fyrir járni þurft betra niðurlag og það sama mætti segja um skopparana dásam- legu sem vildu verða löggur. Stund- um vantaði „pönsið“, svo ég grípi til tækniorða skopgerðarfólks. Þau at- riði sem náðu sér virkilega á flug gerðu það í krafti vandaðrar vinnu, hvort sem það var brjálæðisleg hug- mynd eins og með megi’unarduftið og ryksuguna eða söng vaxtarrækt- ardrengjanna, frábær persónusköp- un eins og hjá hljómsveitinni von- lausu og kvenréttindatónskáldinu harðskeytta eða pottþéttar tíma- setningai’ eins og á bílaverkstæðinu. Þá verð ég að taka ofan fyrir höfundi lokalagsins fyrir þá frábæru hug- dettu. Það sem kom mér einna mest á óvart var hve lítið staðbundin sýn- ingin var. Eg fékk sjaldnast á tilfinn- inguna að verið væri að taka innan- bæjarhneykslin til meðferðar, heldur voru pillurnar flestar ætlaðar þjóðinni allri. Þetta var vitaskuld gleðilegt fyi’ir mig, utanbæjai-mann- inn. Leikur var merkilega jafn og góð- ur, miðað við fonn og innihald. Það lá við að maður saknaði þess að einhver tæki sig til og „færi á kostum“ eins og sagt er. Þótt slíkt geti verið trufl- andi í alvörugefnum hefðbundnum leiki’itum þá er vissulega svigrúm til tilþrifa hér. Allt um það; Ekkert klám í Frumleikhúsinu er ekkert fúsk heldur prýðileg skemmtun fyrir alla sem leið eiga um Suðurnesin, og aðra reyndar líka. Þorgeir Tryggvason Við súluna Muldrandi taktur tímans Kennslustund í hönnun Óvenjuskemmtileg og djörf hönnun sem svo sannarlega hefur slegið í gegn í Evrópu. Multipla var valinn bíll ársins í Danmörku M.a er hann eini bíllinn til sýnis á Nýlistasafninu í New York sem dæmi um frábæra hönnun. Sex sæti, gott aðgengi og yfirdrifið pláss fyrir alla. Undrabíll sem þú verður að skoða og prófa til að trúa. Multipla Fiat er hinn fullkomni fjölskyldubíll. Fiat Muitipia Verð kr. 1.630.000 *ABS hemlalæsivöm *4 loftpúðar *6 sæti *Rafstýrð hæðarstilling framsætis *6 x þriggja punkta belti *160whljómflutningstæki *Fjarstýrðarsamlæsingar *Grindarbyggður ‘Upphitaðirog rafdrifnirspeglar *8 ára gegnumtæringarábyrgð Opið á laugardögum 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.