Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 69.' TBL. 88. ARG. MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reiði í Færeyjum vegna „þjóð- ernisútreikninga“ Dana Saka dönsku stjórnina um trúnaðarbrest Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „VIÐ ákváðum að birta tillögur okkar í heild vegna þess, að með þvi að birta brenglaða útreikninga var látið líta út eins og við gerðum mjög ósanngjarn- ar kröfur,“ sagði Hogni Hoydal, sem fer með sjálfstæðismálin í færeysku heimastjórninni á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær. Það hefur vakið reiði í Færeyjum, að í áðumefndum útreikningum hef- ur verið reiknað út hvað Færeyingar í Danmörku kosti Dani og þar með virðist kostnaðurinn af Færeyjum mun hærri en ella. Slíka þjóðernis- útreikninga álíta bæði Hogni Hoydal og Anfinn Kallsberg lögmaður væg- ast sagt ósmekklega. Danir benda einnig á, að í færeysku tillögunum sé ekki gert ráð fyrir að Færeyingar greiði Dönum skuldir, er nema 44 milljörðum íslenskra króna. Hogni segir, að þótt Færeyingar vilji byrja skuldlaust, þá spari Danir á til- lögunum þegar fram í sæki. Þegar Hogni Hoydal kynnti fær- eysku tillögumar í gær sagði hann að ekki hefði verið ætlunin að birta þær meðan viðræður stæðu y&-, enda ekki venjan að semja fyrir opnum tjöldum. Eftir viðbrögð Pouls Nymps Rasmussens, forsætisráðherra Dan- merkur, á fundinum á föstudaginn og útreikninga danska fjármálaráðu- neytisins sagði hann, að Færeyingar vildu sýna hvað þeir hefðu í huga. „Það er fjarri lagi að við séum að tala um aðlögunartíma upp á 50-80 ár, heldur upp á 15 ár. Að þeim tíma liðnum geta hvorir um sig sagt samn- ingum upp og þá falla allar skuldbind- ingar niður,“ segir Hpgni Hoydal. Um útreikninga danska fjáimála- ráðuneytisins á kostnaði Dana af Færeyingum í Danmörku sagði hann, að þeir væm hrein móðgun við Fær- eyinga. „Þetta era einhvers konar þjóðemisútreikningar, sem okkur finnast fjarri lagi. Færeyingar í Dan- mörku era danskir ríkisborgarai- og þá um leið tekjulind í Danmörku." Skuldir gefnar eftir Eins og er nema skuldir Færey- inga viðDani 44 milljörðum íslenskra króna. Árlegt framlag Dana til Fær- eyja er um 13 milljarðar ísl. kr. en frá því dragast 3,23 milljarðar, sem eru afborgarnir og vextir af skuldinni. Samkvæmt þessu verða Færeyingar búnir að greiða hana að fullu 2018 að óbreyttum forsendum. Tillaga Færeyinga nú er að helm- ingur af framlagi Dana falli strax nið- ur, það er 6,5 milljarðar ísl. kr. Högni tekur einnig fram, að auk niðurskurð- arins á danska framlaginu muni Fær- eyingar taka við málaflokkum, sem kosti 4-5 milljarða kr. á ári. Danskir fjölmiðlar sögðu í gær, að íslenska ríkisstjómin hefði boðist til að hafa milligöngu í deilunni, en Poul Nyrap Rasmussen hafnaði því að- spurður. Einhvers misskilnings virð- ist gæta í þessu því að Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti yfir á þingi, að ríkisstjórnin hygðist ekki hafa frum- kvæði að slíkri milligöngu en taka hana til athugunar ef um yrði beðið. ■ Sjálfstæði/27 Páfi í Landinu helga Jóhannes Páll páfi II kom til Lands- ins helga, Israels, í gær. Kom hann með jórdanskri flugvél frá Amman til Tel Aviv og fór þaðan með þyrlu til Jerúsalems. Var viðbúnaður ísraelsku lögreglunnar gífurlegur og vörðuðu vopnaðir menn með hunda alla leiðina frá lendingar- stað þyrlunnar til dvalarstaðar páfa á Olíuijalli. Hafa stjórnvöld sérstakar áhyggjur af mótmælaað- gerðum bókstafstrúaðra gyðinga en þeir hafa margir haft í hótunum við páfa. Um 2.000 erlendir frétta- menn eru í ísrael til að fylgjast með heimsókninni. Hér er páfi við kom- una til Tel Aviv. Honum til hægri handar er Ezer Weizman, forseti Israels, og á vinstri hönd honum Ehud Barak forsætisráðherra. ■ Hvetur/25 Heimsókn Clintons Bandaríkjaforseta til Indlands Asáttir um að bæta samskipti ríkjanna Nýju-Delhí, AP, AFP, Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Atal Bihari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, sömdu í gær um að bæta samskiptin og auka efnahags- tengsl ríkjanna en opinber heimsókn Clintons til Indlands hófst í gær. „Við höfum ekki sinnt samskiptum ríkj- anna sem skyldi í tvo áratugi," sagði Clinton við fréttamenn „og úr því verðum við að bæta.“ Fjöldamorð á sikhum í Kasmír í fyrrakvöld varpaði þó skugga á heimsóknina en Clinton og Vajpayee fordæmdu þau harðlega. Clinton og Vajpayee náðu ekki Sumri fagnað Kúrdar fógnuðu í gær sumri og nýju ári að sínum sið með því að stökkva yfir logandi köst. í Tyrk- landi er hins vegar amast við öllu sem minnir á að Kúrdar þar f landi eru sérstökþjóð, 12 milljónir manna, og voru a.m.k. 147 menn handteknir fyrir að taka þátt í þess- um „ólöglegu“ hátíðahöldum í Ist- anhul og borginni Sanliurfa í Suð- austur-Tyrklandi. Er þessi siður, að kveikja eld til að fagna sumarkom- unni, ævagamall og rakinn til hins forna Zaraþústra-átrúnaðar. samkomulagi um það, sem Banda- ríkjastjóm leggur hvað mesta áherslu á, að Indverjar dragi úr kjarnorkuvæðingu og friðarviðræður verði hafnai’ við Pakistan að nýju, en Clinton hvatti stjórnvöld í ríkjunum til að setjast aftur að samningaborði. Þrjátíu og sex sikhar vora myrtir í Kasmír í fyrrakvöld og varpar at- burðurinn nokkram skugga á heim- sókn Clintons enda mun hann ekki verða til að draga úr spennunni á milli Indverja og Pakistana. Pakist- anstjóm fordæmdi morðin í gær og krafðist þess, að kannað yrði hverjir hefðu verið þar að verki. Indverski herinn hafði áður lýst því yfir að búast mætti við aðgerðum af hálfu aðskilnaðarsinna í Kasmír meðan á heimsókn Clintons stæði. Hvatti til tilraunabanns Clinton, sem er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að sækja Indland heim sl. 22 ár, kvaðst viss um að ríkin gætu náð betra samkomulagi varð- andi tilraunir með kjarnavopn, kjarnakleyf efni og eftirlit með út- fiutningi þeima. Hann nefndi að meirihluti Bandaríkjaþings hefði neitað að staðfesta bann við kjama- vopnatilraunum sl. haust en sagðist samt vona að indverska þingið sæi sér fært að styðja samkomulagið. Vajpayee ítrekaði að Indverjar hefðu ekki á prjónunum frekari til- Clinton við komuna til Nýju-- Delhí í gær. raunir með kjamorkuvopn og sagði að Indverjar ætluðu ekki að taka þátt í kjamavopnakapphlaupi eða verða fyrri til að beita kjarnavopnurn gegn öðram ríkjum. Fremur fátt hefur verið með Bandaríkjamönnum og Indverjum í langan tíma, en talsmenn Hvíta húss- ins sögðu í gær að löngu hefði verið orðið tímabært að Bandaríkjaforseti heimsækti Indland. I tilefni af heim- sókninni hafa Bandaríkjamenn ákveðið að afnema vissa þætti við- skiptabanns gegn Indlandi. Taívanar í sáttahug- Heimila bein sam- skipti Taípei. AFP, AP. ÞINGIÐ á Taívan samþykkti í gær í fyrsta sinn í 50 ár að heimila beinar samgöngur á milli hluta landsins og Kína. Með því eru Taívanar að sýna að þeir séu í sáttahug og vilji draga úr spennunni sem verið hefur milli ríkisstjórnanna að undanförnu. Samþykkt taívanska þings- ins um bein viðskipti, flutn- inga og póstsamgöngur milli eyjanna Kinmen, Matsu og Penghu og meginlands Kína mun síðar geta náð til alls Taívans, að sögn þingmanna, en hingað til hafa samskiptin verið um Hong Kong. Raunar hafa taívönsk fiskiskip komið í höfn í Kína og kínversk á Taívan athugasemdalaust en samþykktin er samt talin geta búið í haginn fyrir ögn betri samskipti. Lýðræðislegi framfara- flokkurinn, flokkur Chen Shui-bians, væntanlegs for- seta Taívans, fylgdi síðan samþykkt þingsins eftir með því að lýsa yfir, að hugsan- lega yrði stuðningi við sjálf- stætt Taívan hætt í því skyni að auðvelda Chen samninga við Kínastjórn. Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, ítrek- aði í gær, að ekki yrði rætt við þá, sem krefðust fulls sjálfstæðis eyjarinnar. ■ Leiðtogar/26 MORGUNBLAÐK) 22. MARS 2000 5 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.