Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 57*
FÓLK í FRÉTTUM
Bjarni Ara tók lagið í Las Vegas
Goðsagnir frá Las
Vegas í Bíóborginni
VIÐ MEGUM eiga von á nokkrum
bflslysum eða hálsrígum í höfuð-
borginni í næstu viku því von er á tví-
förum nokkurra erlendra goðsagna
til landsins. Það eru lifandi eftir-
myndir Michaels Jacksons, Toms
Jones, Madonnu, Eltons Johns, Elv-
is Presleys, Tinu Turner og Whitney
Houston. Það mun reyndar vera
sama konan sem mun vera tvífari
Tinu og Whitney. Tvífarar þessir
ætla að troða upp í svokallaðri „goð-
sagnasýningu" sem byrjar í Bíóborg-
inni á fimmtudaginn næsta, hinn 30.
mars. Listamennirnir hafa það sér-
kennilega starf að „ganga í skrokk"
þessara listamanna á hverju kvöldi
en sýning þessi er innflutt frá Las
Vegas af guðföður íslenska bíóbrans-
ans, Árna Samúelssyni. Með tvíför-
unum koma hingað hljómsveitar-
meðlimir sem kunna að klæða hljóð-
færi sín í annarra búning og dans-
arar sem kunna öll réttu sporin.
Tvífararnir eru ekki einungis líkir
stjörnunum í útliti því þeir sérhæfa
sig í að ná réttum raddblæ og hreyf-
ingum þeiira.
„Þeir eru bara alveg eins,“ fullyrð-
ir Árni aðspurður hvort tvífararnir
skili sínum hlutverkum vel. „Ég er
búinn að sjá þessa sýningu, „Leg-
ends in Concert", fjórum sinnum í
Las Vegas og hún er einfaldlega ein
sú kröftugasta sem ég hef séð.“
John Stuart, framleiðandi sýning-
arinnar, ætlaði sér upphaflega að
sýna hana í sex vikur en í dag, sextán
árum seinna, er hún ennþá sýnd á
hverju kvöldi fyrir fullu húsi í sýn-
ingarsal Imperial Palace-hótelsins í
Las Vegas. Hún er í anda þeirrar
sýningahefðar sem er hvað vinsælust
í borg ljósaskilta og fjárhættuspila.
Bítlarnir væntanlegir
„Okkur langar til að nota Bíóborg-
ina meira undir „lifandi" skemmti-
efni. Salurinn er einn sá besti á land-
inu fyrir tónleikahald og ekki er
verra að fá hingað sýningar frá Las
Vegas,“ segir Arni með aðdáunartón.
Það er greinilegt að Árna líður vel í
þeim bæ. „Ég var þar fýrir tíu dög-
um en ég fer þangað tvisvar á ári.
Stoppa í 2-3 daga hverju sinni. Þetta
er þrælmerkileg borg, skjótvaxnasta
stórborg í heimi. Þegar ég kom
þangað fyrst bjuggu þar tvö hundruð
þúsund manns, nú er íbúafjöldinn
Stytturnar fundnar!
ÞAÐ fór skjálfti um aðstandendur
óskarsverðlaunahátíðarinnar um
helgina er uppgötvaðist að öllum
verðlaunastyttunum hafði verið
stolið af hafnarbakkanum í Los
Angeles. En nú geta allir andað létt-
ar því stytturnar eru komnar í ljós!
Stytturnar sem eru 55 talsins í ár
komu þó ekki allar í ljós og er enn
tveggja þeirra sárt saknað. Það var
rúmlega sextugur maður sem fann
stytturnar í ruslagámi og kom þeim
til lögreglunnar. „Ég hef fengið í
hendurnar fleiri óskarsverðlaun en
nokkur kvikmyndastjarna," sagði
Willie Fulgear sem hefur lifibrauð
af því að safna hlutum og setja í
endurvinnslu. „Ég var að leita í
gámi og rak fótinn í eina styttuna.
Það þekkja allir hann óskar.“
Lögreglan hefur handtekið tvo
starfsmenn Roadway Express fyr-
irtækisins vegna málsins, grunaða
um verknaðinn. Hvað þeir ætluðust
fyrii- með stytturnar er enn á huldu,
kannski eru þeir fallnar Hollywood-
stjörnur sem hefur alla tíð dreymt
um einn óskar á arinhillunni? Lög-
reglan hefur neitað að gefa upp
nöfn mannanna en Fulgear gamli á
von á góðu því vegleg fundarlaun
voru í boði fyrir þann sem myndi
finna stytturnar, rúm ein milljón
ki’óna.
Hannibal
kominn
á kreik
LOKSINS hefur fengist botn í
það hverjir koma til með að fara
með hlutverk Hannibals Lecter
og Clarice Starling í kvikmynd
byggðri á skáldsögunni Hannibal
eftir Thomas Harris, framhaldi
sögunnar um lömbin sem gátu
ekki þagnað. Það verða sumsé
þau Anthony Hopkins, sem cinnig
fór með hiutverk í fyrri mynd-
inni, „Silence of the lambs“ og
Julianne Moore. Það verður si'ðan
Ridley Scott, sá hinn sami og
gerði Blade Runner og Thelma
og Louise sem mun leikstýra og
framleiða myndina. Áætlað er að
tökur hefjist í maí, í Flórens á
Ítalíu.
Reuters
Julianne Moore leikur Clai’ice
Starling.
Guðný, „Tom Jones“, Árni Sam, Magnea, „EIvis“, Hulda, Björn, Þorsteinn, Bjarni Ara, Alfreð og John Stuart á
góðri stundu í Imperial Palace-hótelinu.
um tvær milljónir." En skyldi Árna
dreyma um að koma sér inn í hótel-
rekstur í Las Vegas? „Nei, við erum í
kvikmyndahúsarekstri, með þessari
sýningu erum við einungis að fikta
við eitthvað nýtt til að nýta húsið bet-
ur,“ segir Árni og virðist vera sáttur
við sitt hlutskipti.
Sam-feðgarnir ætla sér að krydda
tilveruna með ýmsum uppákomum í
þessu húsi og meðal þeirra hug-
mynda sem eru á teikniborðinu er
skemmtisýning með Ladda og inn-
flutningur „Bítlanna." En úti í Las
Vegas er heil hljómsveit samansett
af tvíförum þeirra sem spila og
syngja Bítlalögin í eina og hálfa
klukkustund. Upphitunin yrði ekki
af verri endanum en um hana myndu
„The Rat Pack“ sjá um, en þar yrðu
m.a. tvífarar Frank Sinatra, Sammy
Davis jr og Dean Martin.
Bjarni Ara í Las Vegas
I siðustu ferð sinni til Las Vegas
tók Árni með sér Bjarna Arason
söngvai’a. Eftir að hafa kippt í rétta
strengi fékk Bjarni svo, fyrstur ís-
lendinga, að taka lagið á sviði í Las
Vegas. „Hann var búinn að vera
lengi á leiðinni til Las Vegas. Þar
sem ég þekkti John Stuart framleið-
anda þá kom ég því á við hann að
leyfa Bjarna að spreyta sig.“ Bjarni
söng „Bridge Over Troubled Water“
eftir þá Simon og Garfunkel, og tók
svo vel valinn slagara eftir Presley
eins og honum einum er lagið. „Þetta
vai’ á Imperial Palace-hótelinu í Las
Vegas og hann sló þar rækilega í
gegn og framleiðandinn [John Stu-
art] sagði að Bjami hefði komið sér(
skemmtilega á óvart með stórkost-
legum söng sínum, og hefur hann nú
séð þá marga.“
‘ - .4/.
Tuuuquogl jörlrsjö
Tölubloð nr.u
Mlchoel Younq
sKuggaboldur
öskar Jónosson
Stórl bróðlr
H ö n n u n
Lond og synir
K I n k y Kúrekiöstln
Ástln og lífið
j
(S
AlltoF meö Mogganum ö fimmtudögum ^