Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
Axel Sigurðsson hefur unnið í pósthúsinu í Pósthússtræti í meira en fimmtíu ár.
Hann segir mikið hafa breyst á þeim tfma.
Morgunblaðið/Sverrir
Afgreiðslusalur pósthússins hefur verið minnkaður og af-
greiðslubásum verið fækkað.
unni var hólf fyrir póst sem
átti að fara í pósthólfin. Svo
fórum við og bárum út, en þá
var borið út tvisvar á dag,
klukkan níu og klukkan þrjú.“
Axel og Þorgeir segja að
pósturinn sjálfur hafi breyst
nokkuð í gegnum árin. „Það
er mikill munur á póstinum,
miklu meira af smápökkum.
Áður var heldur ekki eins
mikið af gluggapósti eins og
núna er,“ segir Áxel.
Bréf með varalit á
og ilmvatni
„Sendibréf hafa í mörg
herrans ár verið á undan-
haldi. Fólk skrifar ekki eins
mikið af bréfum og hefur ann-
ar samskiptamáti tekið við.
Fólk tekur til dæmis miklu
frekar upp símann og hringir.
Áður fyrr sáust oft alls konai'
skemmtileg bréf, jafnvel með
varalit á og ilmvatni," segir
Þorgeir.
Hann segir að breytingarn-
ar samskiptaháttum og versl-
unarháttum hafi vissulega
áhrif á póstþjónustuna.
Bögglasendingum fjölgi veru-
lega, enda sé fólk í mun meira
mæli farið að panta vörur og
láta senda sér þær. Hann seg-
ir að áður fyrr hafi verið
sjaldgæft að einstaklingar
pöntuðu vörur frá útlöndum.
„Það var svo mikið mál. Ef
maður ætlaði að panta sér, þó
það væri ekki nema einn bók-
arræfil, þá þurfti sérstakt
gjaldeyrisleyfi og svo þurfti
að fara í banka og standa í
alls konar snúningum og
aukagjöldum. Þetta er mikið
breytt," segir Þorgeir.
Breytingar á
pósthúsi og pósti
Morgunblaðið/Sverrir
Axel Sigurðsson deildarstjóri og Þorgeir Ingvarsson,
stöðvarstjóri póstafgreiðslustöðvarinnar í Pósthússtræti.
Pósthússtræti
NOKKRAR breytingar hafa
átt sér stað undanfarið í póst-
húsinu í Pósthússtræti 3 til 5,
eða R einum eins og starfs-
menn póstsins kalla það. Af-
greiðslusalurinn hefur verið
minnkaður töluvert og af-
greiðslubásum hefur verið
fækkað. Efri hæðir hússins,
þar sem áður voru skrifstofur
Islandspósts, hafa verið leigð-
ar út til hins nýja sameinaða
fyrirtækis GSP-almanna-
tengsla og Gæðamiðlunar,
ásamt fyrstu hæð Pósthús-
strætis 3. íslandspóstur er
hins vegar áfram með af-
greiðslusal á fyrstu hæð Póst-
hússtrætis 5 og pósthólfin í
kjallaranum.
Umsvif póstafgreiðslunnar
fara stöðugt minnkandi,
vegna síaukinna heimsend-
inga á bögglapósti. Þorgeir
Ingvarsson, stöðvarstjóri á R
einum, segir að þessi aukning
á heimsendingum, sem komi
til með að aukast enn, sé for-
senda breytinganna á af-
greiðslusalnum.
„Við erum að draga saman
þjónustu á pósthúsunum
sjálfum. Ferðum neytandans
á pósthúsin fer fækkandi, það
er alveg ljóst og er þetta í
samræmi við þær breytingar
sem hafa orðið í löndunum í
kringum okkur,“ segir Þor-
geir.
Húsið byggt árið 1916
Þegar pósthúsið tók til
starfa var það eina pósthúsið í
Reykjavík og bréfberarnir
örfáir. Nú eru bréfberar
borgarinnar hins vegar hátt á
þriðja hundrað og er póstur
flokkaður á hinum mörgu
hverfastöðvum, þaðan sem
honum er síðan dreift.
„Húsið við Pósthússtræti 5
var byggt árið 1916 og er
fyrsta húsið sem var byggt
sem pósthús á íslandi," segir
Þorgeir.
„Hér hefur verið pósthús
síðan. Húsið við Pósthús-
stræti 3 er enn eldra og var
upprunalega byggt sem
barnaskóli og varð seinna lög-
reglustöð áður en það varð
svo hluti af pósthúsinu. Einu
sinni var pósthúsið eina
póstmiðstöðin á íslandi. Hér
kom allur bréfapóstur, hvað-
anæva af landinu og frá út-
löndum, og var afgreiddur
héðan. Nú erum við hins veg-
ar hverfíspósthús fyrir svæði
101 eins og pósthúsið í Breið-
holti er fyrir 109 og 111 og
svo framvegis.“
Axel Sigurðsson, deildar-
stjóri á R einum, hefur unnið í
pósthúsinu í meira en fimmtíu
ár. Þegar hann byrjaði þar
var Hlíðahverfið austasta
hverfi Reykjavíkur og tutt-
ugu og einn bréfberi bar út
allan póst Reykjavíkurbúa.
Skólastrákur í póstinum
„Ég held að ég hafi stigið
hérna fyrst inn árið 1948. Þá
var ég bara skólastrákur og
bar út póst á sumrin. Það
gerði ég svo öll mín skólaár,“
segir Axel. Hann segir að ým-
islegt hafi breyst í starfsemi
pósthússins síðan þá. „Þá var
21 bréfberi í Reykjavík og
voru það allt karlmenn. Við
vorum héma uppi á annarri
hæðinni og þar var stór
kringla með 21 hólfi sem við
röðuðum póstinum í og í miðj-
Jafnréttisnefnd gagn-
rýnd fyrir tillögu um
fæðingarorlof
Ljósmynd/Björn Pálsson
Börnin í Lundabóli fengu marga góða gesti þegar viðbygg-
ingin við leikskólann þeirra var tekin í notkun.
Nýtt og stærra
Lundaból
Gardabær
GARÐBÆINGAR tóku í
notkun viðbyggingu við leik-
skólann Lundaból við Hofsst-
aðabraut á föstudag. Leik-
skólinn er nú tæplega tvöfalt
stærri en áður. Kostnaður
við framkvæmdirnar nam
um 39 m.kr.
Lundaból var upphaflega
gæsluvöllur, sem hét Vörðu-
völlur, og var í 111 fermetra
verksmiðjuframleiddu tim-
burhúsi. 1992 var honum
breytt í einnar deildar leik-
skóla. 1994 var tekin í notk-
un 146 fermetra viðbygging
og varð leikskólinn þá
tveggja deilda.
Nú hefur þriðja deildin
bæst við því á föstudag var
tekin í notkun 233 fermetra
viðbygging með samkomusal
og fullkomnu eldhúsi. Alls er
hús leikskólans nú 491 fer-
metri og þar dvelja allt að 60
börn samtímis á dcildunum
þremur. Stöðugildi við leik-
skólann eru 13,75.
Arkitektarnir Pálmar Óla-
son og Einar Ingimarsson
hönnuðu viðbygginguna,
Ragnhildur Skarphéðins-
dóttir landslagsarkitekt
hannaði lóð en Loftorka í
Borgarnesi reisti húsið, sem
er úr forsteyptum einingum
og einangrað að utan með
steyptri veðurkápu.
Kópavogur
MIKLAR umræður urðu um
jafnréttismál á síðasta bæjar-
ráðsfundi í Kópavogi. Meiri-
hluti bæjarráðs hafnaði til-
lögu jafnréttisnefndar bæj-
arins um að Kópavogur
fylgdi í kjölfar Hafnarfjarð-
arbæjar og bætti nú þegar
rétt starfsmanna sinna til
fæðingarorlofs og bókaði að
ekki væri ráðlegt að nefndir
bæjarins flyttu tillögur af því
tagi.
Á fundi jafnréttisnefndar
bæjarins þann 13. þessa mán-
aðar var gerð einróma sam-
þykkt þar sem nefndin fagn-
aði þeirri ákvörðun bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar að
tryggja starfsmönnum sínum
laun í fæðingarorloii án tillits
til þess hvaða stéttarfélagi
þeir tilheyra. „Nefndin fagn-
ar einnig þeirri ákvörðun
Hafnfirðinga að auka og
bæta rétt feðra til töku fæð-
ingarorlofs. Hvort tveggja er
mikilvægt skref í átt til jafn-
réttis kynja. Nefndin minnir
á að fyrir ríflega þrem árum
hafði Reykjanesbær frum-
kvæði að því að feður fengju
tveggja vikna orlof á launum
við fæðingu barns. I kjölfarið
fylgdu aðrir aðilar og nú er
réttur feðra til þessara
tveggja vikna lögfestur. Jafn-
réttisnefnd Kópavogs telur
rétt að Kópavogsbær fylgi
fordæmi Hafnfirðinga, auki
rétt feðra til fæðingarorlofs
um tvær vikur nú þegar og
aðrar tvær 2001 og tryggi
starfsmönnum sínum laun í
fæðingarorlofi án tillits til
þess hvaða stéttarfélagi þeh'
tilheyra. Er þeim eindregnu
tilmælum beint til bæjar-
stjórnar Kópavogs að sam-
þykkja þetta hið fyrsta," seg-
ir í fundargerð þar sem fram
kemur að tillagan hafi verið
samþykkt einróma.
Þegar fundargerð nefndar-
innar kom til umræðu í bæj-
arráði þann 16. mars urðu
töluverðar umræður um jafn-
réttismál, - bæði vegna þessa
og uppsagnarbréfs jafnréttis-
fulltrúa bæjarins.
Varðandi fæðingarorlofs-
málin óskaði meirihluti bæj-
arráðs, Gunnar I. Birgisson,
Sigurður Geirdal og Halla
Halldórsdóttir, eftir að láta
bóka að með tilliti til þess að
nú stæði yfir gerð kjara-
samnings sem launanefnd
sveitarfélaga færi með af
hálfu sveitarfélaganna teldi
meirihlutinn ekki ráðlegt að
nefndir gripu inn í einstaka
þætti samninga með þeim
hætti sem jafnréttisnefnd
hefði gert með samþykkt
sinni. „Meirihluti bæjarráðs
leggur áherslu á að starfs-
mannastjóri sem er jafn-
framt deildarstjóri jafnréttis-
mála sitji fundi nefndarinnar,
henni til ráðgjafar," segir í
bókun meirihlutans.
Jafnréttisfulltrúi hættir
Fundargerð bæjarráðs ber
ekki með sér að minnihlutinn
hafi látið fæðingarorlofsmál-
in til sín taka en hins vegar
gengu bókanir á víxl í um-
ræðum um uppsögn Hafdísar
Hansdóttur, jafnréttisráð-
gjafa, sem sagði upp starfi
sínu þann 29. febrúar sl.
í fundargerð jafnréttis-
nefndar lýsir nefndin yfir
vónbrigðum með uppsögnina
og þakkar jafnréttisráðgjaf-
anum vel unnin störf. „Jafn-
réttisnefnd mælir með að
staðan verði auglýst sem
allra fyrst. Jafnframt telja
fulltrúar K-listans að þær
ástæður sem fram komu á
fundinum undirstriki mikil-
vægi þess að staða jafnréttis-
ráðgjafa verði fullt starf og
að jafnréttisráðgjafinn heyri
beint undir bæjarstjóra,"
segir í fundargerðinni.
Á fundi bæjarráðs tóku
fulltrúar Kópavogslista undir
þessa bókun og meirihlutinn
lét bóka þakkir og hlýlegar
óskir til jafnréttisráðgjafans
fyrir vel unnin störf. Minni-
hlutinn bókaði aftur að upp-
sögnin sýndi að væntingar
jafnréttisfulltrúans til starfs-
ins hefðu ekki ræst og meiri-
hlutinn hefði ekki sýnt jafn-
réttisáætluninni eða starfi
fulltrúans áhuga.
Meirihlutinn bókaði þá að
nýju að ekkert í fundargerð
né uppsagnarbréfi jafnréttis-
fulltrúa renndi stoðum undir
þessar fullyrðingar minni-
hlutans og væri þessum full-
yrðingum því vísað til föður-
húsanna.
Heitt í kolum
Þessu næst fékk minni-
hlutinn, Flosi Eiríksson og
Kristín Jónsdóttir, gert fund-
arhlé og lagði að því loknu
fram eftirfarandi bókun sem
ber með sér að heitt hafi ver-
ið í kolum undir jafnréttisum-
ræðunni: „öllum sem fylgjast
með jafnréttismálum og skip-
an þeirra í kringum okkur
ætti að vera ljóst að til þeirra
mikilvægu starfa veitir ekki
af heilu stöðugildi. Uppsögn
jafnréttisráðgjafa eftir stutt-
an starfsferil undirstrikar
nauðsyn þess að jafnréttis-
málum sé gert hærra undir
höfði og málaflokkurinn fái
þá athygli sem þarf. Brand-
arar og skætingur formanns
bæjarráðs breyta því engu.“