Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 4^
GÍSLI
GÍSLASON
+ Gísli Gíslason
fæddist á Brunn-
gili í Bitrufirði á
Ströndura 11. sept-
ember 1908. Hann
lést á Sjúkrahúsinu á
Hólmavík 10. janúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Borgarneskirkju 15.
janúar.
Það var langt á milli
Bitru og Kollafjarðar á
mínum uppvaxtarár-
um, svo langt að kynni
fólks, einnig hinna fullorðnu í þess-
um nágrannasveitarfélögum voru
afar takmörkuð. Minnist ég þess að
eitt sinn kom hingað bóndi úr Bitru,
sem kynnti sig fyrir föður mínum
um leið og þeir heilsuðust. Það var
ekki fyrr en unga fólkið tók til sinna
ráða eftir að samgöngur voru orðn-
ar viðunandi að þetta breyttist.
Ekki er mér í minni hvar við Gísli
sáumst fyrst. Ég hygg að ég hafi
verið kominn um eða yfir tvítugs-
aldurinn að fundum okkar bar sam-
an. Líklega höfum við verið hjá ein-
hverjum bóndanum þar sem hann
var smiðurinn en ég einn af þeim
sem færðu steypu í mót. Gísli lærði
ungur húsasmíði á Hólmavík og
vann mikið við smíðar aila tíð meðan
heilsa og þrek leyfði. Ég hygg að
meirihluti bygginga í Bitru frá þeim
tíma þegar hann sinnti smíðum hvað
mest beri hans handbragð. Hann
var afar lagvirkur og með ólíkindum
fljótur að átta sig á öllu
þar sem hann kom á
byggingarstað þótt
einhverjir hefðu farið á
undan með einhvern
undirbúning eða haíið
byggingai’starfið. All-
ur reikningur og töl-
fræði lá ljós fyrir hon-
um, þar var ekki legið
lengi yfir teikningum
og blöð sáust hygg ég
ekki með útreikning-
um hans og kroti eins
og hjá mörgum er á
eftir komu. Gisli var
hvorki hár maður né
þrekvaxinn en afköstum hans hygg
ég að enginn maður muni nokkru
sinni ná. Þar sem langt var á milli
heimila okkar sá ég hann ekki oft og
nær aldrei við störf á eigin heimili.
Þeir sem næstir honum bjuggu
sögðu oft frá alveg ótrúlegum af-
köstum hans þegar hann vann að
byggingarframkvæmdum á eigin
jörð. Varla hefur svefntíminn þá
alltaf verið langur frekar en þar sem
hann var í vinnu fjarri heimili sínu.
Ég minnist atviks úr mínu næsta
nágrenni þegar Gísli vann þar að
fjárhúsbyggingu. Bóndinn sá hafði
ekkert sérstakt orð á sér fyrir að
vera morgunsvæfur, engu að síður
sat Gísli við eldhúsborðið þegar
bóndinn kom niður um morguninn.
Hafði hann þá komið gangandi yfir
Bitruháls og farið þveran Kolla-
fjörðinn að Steinadal og vinna að
sjálfsögðu hafin strax og morgun-
sopinn hafði verið drukkinn. Gísli
hafði einstakt lag á að virkja krafta
unglinga, ekki síst aðkomuunglinga,
sem oft voru á sveitabæjum fyrr á
árum. Sæi hann einhvern sem lítið
hafði fyrir stafni kallaði hann við-
komandi til sín og fékk hann í verk
með sér og varð ég aldrei var við
annað en að hinu unga fólki væri
ljúft að leggja honum lið, enda mað-
urinn einstakt prúðmenni og öllum
hlýr. Gísli var áhugasamur um bú-
skap og unni landi og og bústofni og
hann uppskar laun erfiðis síns. Ég
tel að hann hafi verið efnamaður en
þó alltaf afar sanngjarn í öllum við-
skiptum. Hann bjó yfir mikilli þekk-
ingu án teljandi skólagöngu og
gæfumaður var hann án minnstu til-
sagnar sérfræðinga. Gamansemi og
hlýleiki voru einkennandi þættir í
fari hans og framkomu. Heimili
þeirra Birgittu Stefánsdóttur var
einkar fallegt og snyrtimennska
bæði utan húss og innan nánast í
sérflokki þrátt fyrir margvísleg bú-
umsvif. Þau eignuðust fjögur börn,
mikið efnisfólk. Aldrei mun nokkur
manneskja nokkurn tíma öðlast göf-
ugri vitnisburð en þann að börn
hennar mæti af styrk lífsins and-
streymi.
Af gulnuðum blöðum fæ ég séð að
þessi maður smíðaði hinsta hvílu-
rúm föðurömmu minnar, sem lést
1936. Ég er sannfærður um að vel
hefur farið um hana og hún notið
góðra handaverka þessa hagleiks-
manns. Því góður hugur fylgdi
hverju hans verki og allt sem hann
gerði vann hann vel. Ég er þakklát-
ur fyrir að hafa kynnst þessum sér-
stæða og góða manni, sem Guð hef-
ur nú tekið til sín að loknu löngu og
farsælu ævistarfi.
Aðstandendum hans óska ég alls
góðs.
Guðfinnur Finnbogason.
GUÐBJORG
(STELLA)
ARNÓRSDÓTTIR
+ Guðbjörg Arn-
órsdóttir fæddist
á fsafirði 6. desem-
ber 1937. Hún lést á
heimili sínu 7. mars
síðastliðinn og fór
útfór hennar fram
frá Kópavogskirkju
15. mars.
Það er erfitt að trúa
því að þú sért farinn frá
okkur, elsku systir mín
og mágkona.
En það verða alltaf
góðar og skemmilegar
minningar í hjörtum okkar um þig.
Alla tíð hefur þú, Stella systir, ver-
ið okkur fjölskyldunni kær og heim-
sóknir þínar í Alfheimana voru engu
líkar.
Þú varst ein af fjölskyldu okkar,
komst við við hjá okkur eftir vinnu
og við spjölluðum saman um heima
og geima og það var hlegið mikið, því
það ríkti alltaf mikil gleði í kringum
þig, hvar sem þú komst. Börnin okk-
ar og barnabörn dýrkuðu þig og
fannst alltaf gaman þegar Stella
frænka kom í heimsókn þegar þau
voru hjá okkur. Og enn jukust sam-
skipti okkar á seinni árum þegar við
hjónin festum kaup á sumarbústað í
Miðdal sem er skammt frá ykkar
glæsilega bústað í Úthlíð, þar sem
þið voruð öllum stundum sem þið
gátuð.
Við keyrðum oft á milli bústaða,
sem tók ekki langan tíma stundum
vai- stutt stopp og stundum gist. Það
er sorglegt, elsku Stella, að geta ekki
eytt árunum okkar saman í sumar-
bústöðunum okkar eins og við töluð-
um svo oft um.
En við þökkum með hlýhug þann
tíma sem við áttum saman. Takk fyr-
ir allt og allt.
Þér, kæri Þórarinn, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
vottum við okkar innilegustu samúð.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Júlíus og Herdís.
Elsku Stella. Ég trúi
þessu ekki ennþá að þú
skulir vera farin, samt
lá það svo ljóst fyrir að
það yrði þannig, þar
sem þú varst svo veik.
Ég heimsótti þig
ekki á sjúkrabeðinn,
vegna þess að ég
treysti mér ekki til að
horfa á þig svo veika,
vildi heldur muna
Stellu mína eins og hún
var fyrir veikindin.
Þegar ég hugsa um
þig heyri ég alltaf hlát-
urinn þinn skemmti-
lega og svo orðin sem þú sagðir þeg-
ar á þig var yrt „ Já elska“ það verður
hræðilega tómlegt á næsta ættar-
móti, sem vera á í júlí nk. engin
Stejla, alveg óhugsandi.
Ég þakka allt og allt, elsku
frænka.
Elsku Þórarinn, Hilmar, Jakob,
Þórarinn, Már og fjölskylda, megi
Guð gefa ykkur styrk við þennan
mikla missi.
Hvíl í friði, Stella mín, og Guð
geymi þig, elska.
Þín frænka
Kristín Gyða.
Okkur langar að minnast Stellu
með nokkrum orðum. Fyrir mörg-
um árum unnum við á gæsluvelli
við Hlégerði í Kópavogi. Stella
starfaði þar einnig með okkur,
ásamt fleirum seinni árin því Stella
vann á þessum gæsluvelli um 30 ára
skeið eða lengur. Stella var mjög
vinsæll starfskraftur og seinna
meir var farið að kalla völlinn
„Stelluróló“ og upp frá því hélt
hann því nafni. „Komum á Stellu-
róló,“ sögðu börnin. Og Stella vann
þar alveg þangað til veikindi höml-
uðu vinnugetu hennar. Bæði börn
og fullorðnir dáðu Stellu og treystu
á hana.
Hið ljúfa og góða skap hennar
gerði það að verkum. Og þarna stóð
Stella eins og klettur.
Eftir að við hinar fluttum úr vest-
m-bænum í Kópavogi slitnaði sam-
bandið og eftir sitja minningar um
góða konu sem alltaf var tilbúin að
gleðja aðra bæði böi'n og fullorðna.
Börnin í vesturbæ Kópavogs
munu sakna Stellu en eiga ljúfar
minningar um hana. Sárastur er þó
söknuðurinn hjá eiginmanni og
börnum og vottum við fjölskyldunni
allar okkar samúð. Guð styrki þau
öll.
Nú leggégaugunaftur
Ó, Guð þinn náðarkraftur
mínverþvömínótt.
Æ,virstmigaðþértaka
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinböm Egilsson.)
Svala, Valborg og Sveinbjörg.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður
Utfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt
verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar.
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu.
Einarsson M Sverrir Frederiksen
útfararstjóri. MWtHí Olsen M útfararstjóri.
I h Aljj s/m/ 896 8242 útfararstjóri. pf,J JjPj s/m/ 895 9199
Útfararstofa ísiands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
systir,
ÞÓRA BJ. TIMMERMANN
fyrrv. aðalgjaldkeri
Pósts og sima,
áður til heimilis í Efstaleiti 14 í Reykjavík,
lést ó hjúkrunarheimilinu Skógarbee mánu-
daginn 20. mars sl.
Björk Timmermann, Andrés Svanbjörnsson,
Frímann Andrésson,
Markúr Þór Andrésson,
Friðrikka Bjarnadóttir.
t
Hjartkaer bróðir minn og frændi okkar,
HELGI ANTON GUÐFINNSSON
frá Baldurshaga,
Borgarfirði eystra,
andaðist á Hrafnistu Reykjavík sunnudaginn
19. mars.
Kveðjuathöfn verður í Áskirkju í dag, miðviku-
daginn 22. mars, kl. 13.00.
Útförin auglýst síðar.
Halldór Guðfinnsson
og systkinabörn hins látna.
t
Fósturmóðir mín, amma okkar og langamma,
RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR
frá Þóreyjarnúpi,
er látin.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Nína Björk Árnadóttir,
Ari Gísli Bragason,
Valgarður Bragason,
Ragnar ísleifur Bragason,
Ragnheiður Björk Aradóttir.
t Elskuleg móðir okkar,
GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR W:'í « w
frá Bíldudal, ■Æ ..
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
20. mars. / -
Fyrir hönd aðstandenda, M
Börn hinnar látnu. Æ
t
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
systir og amma,
ÞÓRUNN RAGNA TÓMASDÓTTIR,
Kleppsvegi 106,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 18. mars sl.
Ólafia Guðbjörnsdóttir,
Ólafía Kr. Sigurðardóttir, Lúðvík R. Kemp,
Jónína G. Sigurðardóttir, Witek Bogdanski,
Björn Tómas Sigurðsson,
Rúnar Gunnarsson,
Guðmundur Tómasson, Elsa Elíasdóttir,
Sigurður Tómasson, Kristbjörg Þórarinsdóttir
og barnabörn.
t
Utför
EINARS PÉTURSSONAR
fyrrv. bónda
á Arnhólsstöðum,
fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn
25. mars kl. 14.00.
Jarðsett verður í Þingmúlakirkjugarði.
Guðrún Einarsdóttir, Pétur Guðvarðarson,
Ingibjörg Einarsdóttir, Hreinn Guðvarðarson,
Erla Sólveig Einarsdóttir, Karl Guðbjartsson,
Örn Sigurður Einarsson, Matthildur Þorbjörg Gunnarsdóttir
og fjölskyldur