Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Matvælasetur við Háskólann á Akureyri tekur til starfa í næsta mánuði Nýtur heimamarkaðar en landið og heimurinn er markaðssvæðið Morgunblaðið/Björn Gíslason Fjölmenni fylgdist með stjörnutölti FELAGAR úr hestamannafélaginu Létti á Akureyri stóðu fyrir stjörnutöltkeppni í Skautahöllinni á Akureyri um helgina og var það lið- ur í Vetraríþróttahátíð ÍSÍ sem nú stendur yfir á Akureyri. Þar mátti sjá mörg glæsileg tilþrif og voru hinir fjölmörgu áhorfendur sem fylltu áhorfendastæði ekki sviknir. Morgunblaðið/Björn Gíslason Bókmennta- kvöldí Deiglunni ÞRIÐJA bókmenntakvöld Sigur- hæða, Húss skáldsins og Gilfélagsins verður í Deiglunni annað kvöld, fimmtudagskvöldið 23. mars, og hefst það kl. 20.30. Að þessu sinni lesa Amrún Halla Arnórsdóttir, Erlingur Sigurðarson, Hallgrímur Indriðason, Heiðdís Norðfjörð og Sverrir Pálsson. MATVÆLASETUR við Háskólann á Akureyri tekur til starfa seinni hluta aprílmánaðar, en þá kemur nýráðinn framkvæmdastjóri þess, Þórarinn E. Sveinsson, til starfa. Hann er menntaður mjólkurverk- fræðingur frá landbúnaðarháskólan- um í Ási í Noregi og var mjólkursam- lagsstjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um árabil og nú síðast aðstoðarkaup- félagsstjóri. Þórarinn hefur starfað að fjölmörgum verkefnum innan matvælaiðnaðarins og hefur mikla reynslu í verkefnastjórnun hér á landi og í útlöndum, setið í stjórn fjölda fyrirtækja tengdum matvæla- iðnaði og unnið að félagsmálum iðn- aðarins. Helgi Jóhannesson formaður stjórnar matvælasetursins sagði að aðdragandi að stofnun þess væri nokkuð langur, en árið 1992 var sam- þykkt á Alþingi þingsályktunartil- laga um eflingu Eyjafjarðarsvæðis- ins sem miðstöðvar menntunar og rannsókna á sviði sjávarútvegs. Tveimur árum síðar fór af stað um- ræða um með hvaða hætti Háskólinn á Akureyri gæti mætt þörfum mat- vælaiðnaðarins á Eyjafjarðarsvæð- inu fyrir menntað vinnuafl og bætt rannsóknarumhverfi. Matvælasetur Háskólans á Akureyri er rekstrarfé- lag sem stofnað var um síðustu ára- mót og mun starfsemi þess hefjast í næsta mánuði. Það mun vinna í nánu samstarfi við rannsóknarstofnanir atvinnuveganna; RF, RALA og Iðn- tæknistofnun. Því er ætlað, að sögn Helga, að samhæfa rekstur rann- sóknarstofnana á Akureyri og efla tengingu þeirra við atvinnulíf og há- skólamenntun á matvælasviði. Þeim tilgangi á að ná með því að skapa samstarfsaðilum sameiginlega að- stöðu í formi búnaðar og húsnæðis, með öflun verkefna frá atvinnulífinu ásamt öflun fjár til rannsókna og þróunarstarfa. „Matvælasetur er hugsað sem nokkurs konar regnhlíf yfir þær stofnanir sem að starfsem- inni standa og eru með starfsemi á Akureyri, en það er ljóst að undir þessari regnhlíf eru nú stofnanir sem eiga í samkeppni og hafa mis- munandi áherslur," sagði Helgi. Hann sagði að sérstaða matvæla- setursins fælist í spennandi um- hverfi þess og tengingum, en það tengdi í raun saman þrjá póla, rann- sóknarstofnanir atvinnuveganna, Háskólann á Akureyri og atvinnulíf- ið sjálft. „Eitt af markmiðum Há- skólans á Akureyri er að mennta framtíðarstjórnendur í íslenskum matvælaiðnaði. Háskólinn hefur lagt sig eftir að tengjast atvinnuvegunum í námsuppbyggingu sinni og þar með lagt áherslu á tengsl nemenda við at- vinnulífið. Nú eru þar a.m.k. tvær námsbrautir sem tengjast matvæl- um, sjávarútvegsbraut og matvæla- framleiðslubraut. Stofnun matvæla- setursins eykur möguleika nemenda á að vinna að raunverulegum verk- efnum tengdum atvinnulífinu og rannsóknarstofnunum. Innan veggja háskólans er einnig fólginn mikill mannauður í kennurum með ýmiss konar sérsvið og mun sérsvið seturs- ins m.a. stýrast af sérþekkingu þeirra," sagði Helgi. Nálægð við matvælaiðnaðinn Hann benti á að staðsetning mat- vælarannsókna á Akureyri væri hag- stæð en hvergi væri nálægðin við matvælaiðnaðinn meiri, m.a. úr- vinnslu sjávarfangs, landbúnað, kjötiðnað og slátrun, mjólkur- vinnslu, öl- og gosdrykkjaiðnað, brauðgerðir og fleira. „Matvælasetr- ið mun njóta hins sterka heimamark- aðar, en landið og raunar heimurinn allur er markaðssvæði þess. Við þessa nálægð og tengingu rann- sókna í landbúnaði og fiskiðnaði skapast spennandi sérstaða sem ekki er til annars staðar,“ sagði Helgi. Hann sagði þörf á því að styðja við matvælafyrirtæki i vöruþróun og nýsköpun og stuðla að aukinni menntun í greininni, en með stofnun setursins munu fyrirtæki eiga auð- veldara með aðgang að þekkingu og upplýsingum. Sagði Helgi að mat- vælasetrið yrði að hafa sveigjanleika varðandi sérsvið og verkefnaval. Breytilegt umhverfi atvinnulífsins kallaði á sífellt nýjar áherslur og einnig þyrfti að taka mið af þeirri þekkingu og færni sem hverju sinni væri fólgin í mannauði setursins og háskólans. Þau sérsvið sem helst hafa verið til skoðunar eru umhverf- ismál, vistvæn framleiðsla, upplýs- ingatækni í framleiðslu, markaðs- rannsóknir, tækniyfirfærsla milli matvælagreina, vinnslutækni og svo- nefnd „virk fæða“, eða „markfæða". Þá sagði Helgi líka mikilvægt að rannsóknarstofnanirnar sjálfar hefðu svigrúm fyrir eigin sérsvið. Fá takmörk fyrir mögu- leikunum í framtíðinni Fyrirhugað er að byggja rann- sóknarhús við Háskólann á Akureyri en þar mun verða til rannsóknar- og þróunarsetur sem styrkir það þekk- ingarumhverfi sem háskólinn er kjarninn í. Matvælasetrið er að hluta fjármagnað af ríkinu og hefur byrj- unarrekstur þess verið tryggður í fjárlögum. Það hefur einnig nokkurt fé til uppbyggingar. „Það má segja að nú sé ýtt úr vör og fá takmörk séu fyrir möguleikum þess í framtíðinni, en reynslan mun skera úr um hvern- ig til tekst,“ sagði Helgi og vill keppa að því að matvælasetrið verði viður- kennt sem eitt af svonefndum önd- vegissetrum á sínu sviði, þ.e. rann- sóknarsetur með afmarkað rann- sóknai-verkefni til lengri tíma, en væntanlega mun Rannís og/eða hið opinbera styðja stofnun slíkra setra í nánustu framtíð. Skautahöllin formlega tekin í notkun um helgina Breskt listdanspar sýnir listir sínar SKAUTAHÖLLIN á Akureyri verður form- lega tekin í notkun við athöfn á laugardag, 25. marskl. 17. Meðal atriða við vígsluna verður sýning í Iistdansi á skautum þar sem ungt par frá Wales sýnir listir sínar, þau Rebecca Corn- es, 15 ára og Richard Rowlands, 20 ára. Með þeim í för til Akureyrar er þjálfari þeirra, Edda Hermannsdúttir, íþrúttakennari frá Akureyri sem nú býr í Wales, en hún hefur annast þrek- og líkamsæfingar þeirra síð- ustu fimm ár. Þau Rebecca og Richard unnu silfurverð- laun á breska unglingameistaramútinu bæði árið 1997 og 1998 og urðu breskir unglinga- meistarar árið 1999 auk þess að hljúta þá silfur í almennum flokki. Þau voru í desem- bermánuði síðastliðnum valin í breska landsliðið og einnig voru þau valin í breska unglingalandsliðið til að taka þátt í heims- meistaramúti, en það var haldið fyrr í þess- um mánuði í Þýskalandi og komust þau í úr- slitþar. Þá léku þau í kvikmyndinni „Every day a little better" sem fjallar um skauta- dansara. Rebecca og Richard æfa í Skautahöllinni í Cardriff fjúra morgna í viku og um helgar í Birmingham með þjálfara sínum sem þar er búsettur. Þá æfa þau líkamsþjálfun tvisvar í viku hjá Eddu. Rebecca er í skúla og Richard hefur ný- lokið tveggja ára námi í íþrúttaskúla þar sem hann fékk menntun sem þjálfari og kennari á námskeiðum fyrir börn. Richard Rowlands og Rebecca Cornes munu sýna listdans við vígslu Skautahallarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.