Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 23 FBA stærsti hluthafinn í fyrsta danska netbankanum Kaupmannahöfn. Morgunblaöið. Radisson SAS Hagnaður tvöfaldast á milli ára FBA er í félagi við danska fjárfesta og fjárfestingarfélag frá Singapúr á leiðinni að byggja upp fyrsta hrein- ræktaða danska netbankann, Basis- bank.dk. Bæði Svanbjörn Thorodd- sen, framkvæmdastjóri einkabanka- þjónustu FBA, og Lars Krulle, framkvæmdastjóri Bankinvest, sem er næststærsti fjárfestirinn á eftir FBA, gefa hins vegar skýrt til kynna að bankinn muni ekki láta staðar numið í Danmörku. Ætlunin sé að halda áfram, enda engin landa- mæri á Netinu. „Við byrjum í Dan- mörku, en höfum augun á Norður- löndum og á Norður-Evrópu, þótt það liggi ekki fyrir hvar og hvenær aukið verði við,“ segir Svanbjörn. Basisbank.dk var annað tveggja fjárfestingarverkefna, sem Bank- invest kjmnti á stórum kynningar- fundi sínum í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þar mættu um 500 manns til að heyra af fjárfest- ingarstefnu Bankinvest, en kannski ekki síður til að hlusta á Jeff Raikes frá Microsoft, þriðja mann í fyrir- tækinu á eftir Bill Gates og Steve Ballmer, og einnig á Vika Tibr- ewala, sem starfar við hinn virta franska viðskiptaskóla, INSEAD. Vænleg fjárfesting „Eg hefði gjarnan viljað að Bank- invest fjármagnaði Basisbank.dk upp á eigin spýtur, því þetta er góð fjárfesting, en þar sem við höfum aðeins 350 milljónir í fjárfestingar og reglur okkar leyfa ekki að meira en tíu prósent fari í eina og sömu fjárfestinguna gátum við ekki lagt til meira en 35 milljónir," segir Lars Krulle í viðtali við Morgunblaðið, þegar hann er spurður hvers vegna FBA sé stærsti hluthafinn með 41 milljón danskra króna. Alls er hluta- féð 110 milljónir danskra króna. Krulle segir að það hafi verið fjár- festingarbankinn Alfred Berg sem leiddi hluthafana í Basisbank.dk saman og þannig hafi samstarfið við FBA komist á, auk þess sem Vortex Management í Singapúr hafi lagt til 22,5 milljónir danskra króna. Krulle Hagnaður MS 126 millj- ónir króna HEILDARTEKJUR Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík og dótturfé- laga voru 4.747 milljónir króna á síðasta ári en það er 8% aukning frá árinu áður. Rekstrargjöld sam- stæðunnar án skatta og annarra liða hækkuðu um 10% og námu 4.551 milljón króna, og hagnaður af reglulegri starfsemi var því 196 milljónir króna. í tilkynningu frá Mjólkursamsöl- unni kemur fram að hagnaður árs- ins samkvæmt rekstrarreikningi nam 126 milljónum króna sem er 2,7% af veltu og 3,6% ávöxtun á eig- ið fé. I árslok námu eignir Mjólk- ursamsölunnar alls 4.380 milljónum króna en heildarskuldir voru 710 milljónir króna. Eigið fé samstæð- unnar í árslok var 3.670 milljónir króna og jókst um 247 milljónir, eða 7,2%. Eiginfjárhlutfal! samstæð- unnar í árslok 1999 var 83,8%. Veltufé frá rekstri var 454 milljónir króna og hækkaði um 45 milljónir. Inneign framleiðenda í séreigna- sjóðum í árslok 1999 nam 81.445.993 milljónum króna og skiptist á milli 1.382 aðila. Á aðal- fundi Mjólkursamsölunnar 17. mars var samþykkt að arðgreiðslur til framleiðenda yi'ðu 9,1% af verð- mæti innlagðrar mjólkur. Það er að meðaltali þrjár krónur á hvern inn- veginn lítra til þeirra félagsmanna sem voru innleggjendur hjá fyrir- tækinu á árinu 1999, samtals 55.103.235 kr. segir að FBA hafi bæði reynslu og þekkingu að miðla, auk þess sem þeir vilji gjarnan læra af þessu ferli. Undanfarna daga hefur verið skrifað um væntanlegan netbanka í dönskum blöðum. Heyrst hafa efa- semdaraddir um að væntanlegir við- skiptavinir vilji vera án persónu- legrar þjónustu, en þær raddir tekur Krulle ekki alvarlega. „Ég veit ekki hvernig það er með aðra, en það er ærið langt síðan ég hef sjálfur farið í bankann minn. Um daginn ætlaði ég að nota ávísana- heftið mitt og fann það lengst niðri í skúffu undir gömlum pappírum." Á kynningu Bankinvest kom fram að markhópur netbankans væntan- lega eru þeir um 900 þúsund Danir, sem þegar nota netþjónustu danskra banka. í þessum hópi er til dæmis fólk með góðar tekjur og svo námsmenn. Það sem bankinn hefur að bjóða eru lægi'i vextir á lánum og lægri kostnaður. Bankinn getur nýtt sér að fullu þá ódýru kosti sem Netið býður upp á, andstætt því sem hefðbundnir bankar geta, því þeir geta ekki boðið upp á mikinn verð- mun á þjónustu í útibúum sínum og á Netinu. Þátttaka fellur vel að sjónarmiðum FBA „Ástæðan fyrir þátttöku okkar er sú að þarna er á ferðinni spennandi verkefni og góð fjárfesting," segir Svanbjörn Thoroddsen. „Þátttakan í Basisbank.dk fellur vel að áform- um okkar um uppbyggingu ein- staklingsþjónustu á Netinu." Að sögn Svanbjörns hefur FBA mikinn áhuga á að vinna að þróun lausna á Netinu. „Við höfum áhuga á fjármálaþjónustu á Netinu og vilj- um gjarnan læra af reynslunni í Danmörku og miðla reynslu okkar og þróun hér á Islandi. Áherslurnar eru ekki þær sömu og þar með get- um við stutt við bakið hver á öðr- um.“ Um frekari ástæður fyrir þátt- töku í Basisbank.dk segir Svanbjörn að hún falli að því meginsjónarmiði bankans að byggja grunn að tekju- myndun víðar en á Islandi. „Við er- um stærsti eigandinn, því við lítum á þetta sem viðskiptatengda fjárfest- ingu og viljum ráða yfir eignarhlut sem bæði skiptir okkur máli og þá.“ HAGNAÐUR Radisson SAS-hótel- keðjunnar fyi-ir skatta nam rífiega 4,1 milljarði króna fyrir árið 1999. Þetta er meira en tvöföldun frá 1998 er hagnaður fyrir skatta nam 1,7 milljarði króna. Heildarvelta keðj- unnar nam um 65 milljörðum ís- lenskra króna á síðasta ári og jókst um 16% frá árinu áður. Þetta er fimmta árið í röð sem keðjan eykur veltu sína á milli ára, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Sextán ný hótel bættust í hópinn hjá Radisson SAS á síðasta ári, þar á meðal Hótel Saga og Hótel Island sem nú bera nafn keðjunnar. Á með- al annarra hótela sem bættust í hóp- inn í fyrra er nyrsta hótel heims, Radisson SAS Polar Hotel á Sval- barða. 12. tbl. 62. árg. 21. mars, 2000 VERÐ 459 kr. m.VSK Evrópskur iiiorgun- 1 1 j M 1 1 I I 1 1 U J il/i1 1J11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.