Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 55;
I DAG
BRIDS
limsjón (iiiómiindur
Páll Arnar.son
VENJULEG litaropnun get-
ur verið býsna sterk í Stand-
ard-kerfinu og þvi er alls
ekki fátítt að segja slemmu
eftir rólega byi'jun eins og
einfalda hækkun í hálit. Hér
á suður mjög öflug spil, 20
punkta og 5-5 skiptingu og
fer strax að hugsa um
slemmu þegar makker hans
hækkar einn spaða í tvo:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
* D53
¥ A7
♦ G65432
*G7
Suður
* ÁKG109
¥ KG642
♦ Á
+ Á4
Vestur Norður Austur Suður
- - - lspaði
Pass 2spaðar Pass 3 hjörtu
Pass 4spaðar Pass 5 lauf
Pass öhjörtu Pass 6spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: Laufkóngur.
Slemman er þokkalega
góð, en alls ekki sjálfspilandi.
Hvernig myndi lesandinn
bera sig að?
Hjartalitinn þarf að fría.
Til að byrja með tekur suður
íyrsta slaginn með laufás og
spilar hjarta á ás og hjarta úr
borði. Austur fylgir með
tveimur hundum. Á að svína
gosanum?
Það er óþarfa áhætta. Ef
liturinn brotnar 3-3 er nóg að
trompa hjarta einu sinni í
borði, og með réttu íferðinni
er einnig hægt að ráða við 4-2
leguna.
Norður
* D53
¥ A7
♦ G65432
+ G7
Vestur
* 72
¥ D983
♦ K108
+ KD108
Austur
+ 864
¥ 105
♦ D97
+ 96532
Suður
+ ÁKG109
¥ KG642
♦ h
+ Á4
Það má hins vegar ekki
stinga hjarta með smáu
trompi, því þá yfirtrompar
austur og __ spilar laufi á
drottningu makkers. Ein-
faldasta leiðin er að trompa
þriðja hjartað með drottn-
ingunni. Fara svo heim á
tígulás, spila hjarta í fjórða
sinn og henda laufgosa í slag-
inn. Hjartaliturinn er þar
með frír og ennþá tvö tromp í
borði til að sjá íyrir lauf-
hundinum heima.
SKAK
llmsjón llcloi Ass
Grófarsson
1 1
m a Sl
1 A a ■ © MM f m i A n m
HK ■ n I I
Hvítur á leik
ARMENINN David Karat-
orossian (2345) hafði hvítt í
meðfylgjandi stöðu gegn al-
þjóðlega meistaranum Slob-
odan Kovacevic (2415) frá
Júgóslavíu á opna alþjóðlega
mótinu í Linares á Spáni
sem haldið var í janúar sl.
24.Df6! Bxf6 25.gxf6.
Svartur er nú óverjandi mát
og eftir 25...d5 26.IIIi8 varð
hann það.
Arnað heilla
Ljósmyndastofan Grafarvogi.
BRUÐKAUP. Gefin voru
saman 20. nóvember sl. í
Kópavogskirkju af sr. Sig-
urði Sigurðssyni Kolbrún
Sigurðardóttir og Sigmar
Sigurðsson.
Ljósmyndastofan Mynd,
Hafnarfirði.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 11. mars sl. í Digra-
neskirkju af sr. Pálma Matt-
híassyni Katrín Hermanns-
dóttir og Hlynur Bjarki
Sigurðsson. Heimili þeirra
er í Kjarrhólma 12, Kópa-
vogi.
Með morgunkaffinu
COSPER
Ég hef því niiður slæmar fréttir að færa. Það er
búið að reisa háhýsi þar sem þú grófst þýfið.
Hvar lærðir þú að
gera kartöflumús?
Ast er...
... að fínnast þú geisla
þegar hann er hjá þér.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistii-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og sfma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaöinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
LJOÐABROT
VIÐ DRANGEY
Tíbrá frá Tindastóli
titrar um rastir þrjár.
Margt sér á miðjum firði
Mælifellshnjúkur blár.
Þar rís Drangey úr djúpi.
Dunar af fuglasöng
bjargið - og báðum megin
beljandi hvalaþröng.
Einn gengur hrútur í eynni.
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.
Jónas Hallgrímsson.
STJÖRNUSPA
eftir Frances llrake
HRUTUR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert tilbúinn til þess að
leggja ýmislegt á þig til að
láta drauma þína rætast.
Þetta vekuraðdáun annarra.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Gleymdu ekki hvaða áhrif og
afleiðingar þínar gjörðir hafa
á aðra. Þótt auðvitað eigi hver
að sjá um sitt er tillittsemi við
náungann sjálfsögð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Venjubundið verk fær
skyndilega nýtt vægi og auk-
inn tilgang. Það skiptir miklu
að þú sért snöggur að átta þig
á þessu og breyta samkvæmt
því.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní) WA
Það er nauðsynlegt að gefa
sér tíma til þess að setjast
niður með sínum nánustu og
ræða málin. Það eykur skiln-
ing manna í millum og sam-
heldnina.
Krabbi
(21. júní-22. júlí)
Eitthvert vandamál skýtur
upp kollinum heima fyrir. Það
ríður á miklu að þú sért til
staðar að leysa málið og sért
snöggur að því.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Margan skemmtilegan mann-
inn rekur á fjörur þínar í dag.
Vertu áhugasamur; það má
alltaf læra eitthvað nýtt af
öðrum, hvort sem það er not-
að eða ekki.
Mem
(23. ágúst - 22. sept.) (BSL
Það er afar brýnt að þú stand-
ist allar freistingar um auka-
fjárútlát í dag. Aðstæður eru
þannig að þú þarft á öllu þínu
að halda til daglegs brúks.
(23. sept. - 22. október) m
Þolinmæði þrautir vinnur all-
ar segir máltækið. Hafðu það
hugfast, þegar þér finnast
verkefni dagsins taka á sig
snúnar myndir. Þú getur
leystþau!
Sþorðdreki
(23. okt.-21.nóv.)
Þú stendur frammi fyrir erf-
iðri ákvörðun og skalt gefa
þér tíma til þess að velta mál-
inu fyrir þér. Flas er ekki til
fagnaðar og þér liggur ekki á.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) ftO
Maður er manns gaman.
Leyfðu þér að njóta félags-
skapar annarra, þótt ekki gef-
ist til þess langur tími. Smá-
upplyfting er altaf til góðs.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) 4«Íp
Nú verður ekki lengur undan
því vikist að setja sér áætlun
til framtíðarinnai-. Gerðu þér
grein fyrir markmiðum þín-
um og hvernig þú vilt ná
þeim.
Vatnsberi , .
(20. jan.r -18. febr.) GSoí
Sum verkefni kalla á skrýtnar
lausnir svo þú skalt ekki úti-
loka neitt í þeim efnum.
Sveigjanleiki og ákveðni eru
kjörorð dagsins sem og alla
daga.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Líttu í kring um þig. Ef ein-
hver er einmana er það verst
af öllu að líta fram hjá honum.
Eitt lítið bros getur dimmu í
dagsljós breytt.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Borgaraleg ferming
Síðastliðinn sunnudag, 19. mars, var
borgaraleg ferming í 12. sinn á ís-
landi. Fermingai’athöfnin var út-
skriftarhátíð eftir þriggja mánaða
námskeið um siðfræði, mannleg
samskipti, ábyrgð, frelsi og mann-
réttindi. Athöfnin einkenndist af
virkri þátttöku fermingarbarna. Þar
var dagskrá með stuttum ávörpum,
tónlist og Ijóðalestri.
Ai’lega fermast um 50 börn borg-
aralega á íslandi og hafa um
4.000 manns verið viðstaddir þess-
ar athafnir. Félagið Siðmennt sér
um borgaralega fermingu.
Eftirtalin börn hlutu borgaralega
fermingu 19. mars:
Arna Ýr Sævarsdóttir,
Hávallagötu 41,101 R.
Arnar Þór Tulinius,
Hringbraut 63,220 Hfn.
Bára Valgerður Friðriksdóttir,
Fellsmúla 12,108 R.
Benjamín Snorrason,
Mjóstræti 10,101 R.
Birna Dís Benjamínsdóttir,
Hraunbæ 78,110 R.
Bríet Ósk Arnaldsdóttir,
Jörfalind 9,200 Kóp.
Böðvar Darri Le’Macks,
Dofraborgum 15,112 R.
Daði Hjálmarsson,
Háarifi 85, Rifi, Hellissandi.
Daníel Stefán Sigurþórsson,
Nóatúni 24,105 R.
Eiður Örn Eyjólfsson,
Egilsgötu 11,190 Vogar.
Einar Óli Guðmundsson,
Grettisgötu 70,101 R.
Eva Linda Höskuldsdóttir,
Guðrúnargötu 10,101 R.
Erna Birgisdóttir,
Hlíðarbyggð 4,210 Gbr.
Frosti Örn Gunnarsson,
Marargötu4,101 R.
Gunnar Már Óttarsson,
Flyðrugranda 10,101 R.
Halla Guðmundsdóttir,
Jóruseli 7,109 R.
Halla Ólafsdóttir,
Þverási21,110 R.
Halldór Halldórsson,
Skeiðarvogi 79,104 R.
Hallgrímur Jón Pjetursson,
Tjarnarbóli 4,170 Seltj.
Helga María Guðmundsdóttir,
Þverási 49,110 R.
Hrefna Sif Ármannsdóttir,
STAFLARI
HAGKVÆM LAUSN
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • S(MI 568 7222 • FAX 568 7295
Vesturtúni 20,225 Bessast.hr.
Jakobína Anna Magnúsdóttir,
Heiðarási 19,110 R.
Jóhann Ragnarsson, f
Grænumýri 7,170 Seltj.
Jón Héðinn Kristinsson,
Klapparbergi 31,111 R.
Linda Björk Stefánsdóttir,
Fellsmúla 18,108 R.
Magnús Sigurjón Guðmundsson,
Suðurgötu 27, 300 Akranes
Matthías Arnalds,
Skerplugötu 3,101 R.
Nína Óskarsdóttir,
Vesturvallagötu 3,101 R.
Oddur Þorri Viðarsson,
Guðrúnargötu 6,101 R.
Ólafur Björgvin Sveinsson,
_ Vogatungu 14,200 Kóp. ,
Ólafur Þór Ólafsson,
Hraunbergi9,111 R.
Ólöf Ásta Jósteinsdóttir,
Rofabæ31,110 R.
Ólöf Erla Hauksdóttir,
Hraunkoti 4, Bifröst,
311 Borgames
Ragnheiður Jónsdóttir,
Baldursgötu 18,101 R.
Saadia Auður Dhour,
Ástúni 8,200 Kóp.
Sara Pálsdóttir,
Þverási 5A, 110 R.
Selma Hrund Kristbjarnardóttir,
Hlíðarhjalla 28,200 Kóp.
Sigurður Þorst. Guðmundsson,
Suðurgötu 27,300 Akranes.
Sóley M. Hansdóttir,
Kjarrhólma 28,200 Kóp.
Solveig Þórðardóttir,
Trönuhjalla 13,200 Kóp.
Steindór Haraldsson,
Melhaga 12,107 R.
Sveinn Rúnar Einarsson,
Trönuhjalla 13,200 Kóp.
Valdimar Eggertsson,
Látraströnd 10,170 Seltj.
Valgerður Halldórsdóttir,
Ægisíðu 98,107 R.
Valur Svavarsson,
Einholti 11,105 R.
Védís Ólafsdóttir,
Þverási21,110 R.
Zoe Heisler,
Barmahlíð 33,105 R.
Þórður Karlsson,
Bárugötu 15,101 R.
Ævar Þór Sigurðsson,
Vogabraut 12,300 Akranes
KentruLk I
manuli
MALNINGAR-
0G PÖKKUNAR'
LÍMBÖND
m
&
ARVIK
ÁRMÚLA1 • SlMI 568 7222 • FAX 568 7295
Enskundm í Envlandi fyrir 13-15 dra
ísamvinnu við Kent School ofEnglish býður
Enskuskóli Erlu Aradóttur upp á fjögurra vikna
nám í júní. íslenskur fulltrúi til staðar allan tímann.
UppL og skráning i síma 891 7576 og 565 0056frá 14-17 alla daga til 24. tnars
Erla Aradóttir
Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir
fulloiðna. Skráning á vomámskeið hafin.