Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 26
2Í> MIÐVÍKUDAGUR 22. MÁRS 2000 MORGUNBLADIÐ
———
Leiðtogar Kína og
Taívans hafa færst nær
samningaviðræðum
Kína og Taívan hafa ekki fjarlægst samn-
ingaviðræður um bætt samskipti og hugs-
anlega sameiningu þótt sjálfstæðissinninn
Chen Shui-bian hafí verið kjörinn forseti
Taívans, að mati Niels Peters Arskogs,
fréttaritara Morgunblaðsins í Peking. Hann
telur þvert á móti að leiðtogar Kína og
Taívans hafí færst nær samningaborðinu.
Reuters
Chen Shui-bian, sigurvegari forsetakosninganna á Taívan,
ræðir við stuðningsmenn sína í Taipei.
FORSETAKJÖRIÐ á Taívan á laug-
ardag getur bundið enda á þá kyrr-
stöðu sem verið hefur í samskiptum
kínverska meginlandsins og „upp-
reisnarhéraðsins", eins og ráða-
mennimir í Peking kalla eyjuna sem
hefur notið sjálfstjórnar án tengsla
við kommúnistastjómina í Peking frá
því að borgarastyrjöldinni lauk árið
1949. Kommúnistar undir stjóm
Maós Zedongs lögðu þá allt megin-
landið undir sig en 1,5 milljónir kín-
verskra þjóðemissinna undir forystu
Chiang Kai-sheks flúðu til Taívans
og kommúnistum tókst ekki að ná
eyjunni á sitt vald.
Ráðamennirnir í Peking hafa þó
aldrei fallið frá því markmiði sínu að
sameina Taívan og meginlandið.
Þjóðemissinnamir áttu sér einnig
þann draum að eyjan sameinaðist
Kína - að því tilskildu að kommúnist-
ar yrðu ekki við völd.
Örðaskiptin yfir Taívan-sund hafa
oft verið hörð, en samt hafa farið
fram óopinberar samningaviðræður
um ýmis mál sem varða hagsmuni
Kína og Taívans. Leiðtogamir hafa
hins vegar ekki getað hafið viðræður
um stærsta málið, hugsanlega sam-
einingu.
Sameining nýtur meiri
stuðnings en sjálfstæði
Á níunda áratugnum, þegar
Taívan tók að breytast úr einræðis-
ríki undir stjóm þjóðemissinna í lýð-
ræðisríki að vestrænni fyrirmynd,
komu fram ýmsir flokkar sem leyft
var að starfa á Taívan. Einn þeirra,
Lýðræðislegi framfaraflokkurinn,
lagðist þá gegn stefnu stjómarflokks
þjóðemissinna, Kuomintang, boðaði
aðskilnað frá Kína og kvaðst vilja
stofna sjálfstætt ríki á eyjunni.
Það var frambjóðandi þessa
flokks, Chen Shui-bian - vinsæll
borgarstjóri höfuðborgarinnar, Taip-
ei, á ámnum 1994-98 - sem fór með
sigur af hólmi í forsetakosningunum
og tekur við embættinu 20. maí.
Hann tryggði sér þó ekki sigur
fyrr en hann féll frá stefnu flokks
síns um aðskilnað því hún hefur
aldrei notið stuðnings meirihluta
íbúanna. Taívanskir stuðningsmenn
sameiningar við Kína em nú fleiri en
þeir Taívanar sem vilja fullt sjálf-.
stæði. Mikill meirihluti íbúanna villt
að stöðu Taívans verði ekki breytt -
að eyjan verði áfram hluti af Kína op-
inberlega en njóti fullrar sjálfstjórn-,
ar án formlegra tengsla við stjómina
í Peking.
Chen vill formlegar viðræður
Chen Shui-bian sagði eftir að hann
náði kjöri á laugardag að hann vildi
fara í heimsókn til Peking og bauð
einnig Jiang Zemin, forseta Kína, og
Zhu Rongji forsætisráðherra að
koma til viðræðna í Taipei.
Þótt nýi leiðtoginn á Taívan hafl
einnig sagt að hann sé tilbúinn að
falla frá þeirri stefnu taívanskra
stjórnvalda að hafa „engin formieg
tengsl“ við Kína, hafi fallið frá stuðn-
ingnum við aðskilnað og í staðinn lagt
til formlegar viðræður við stjómina í
Peking, hefur hann um um leið hafn-
að kenningu Dengs Xiaopings, sem
hefur verið kölluð „eitt land - tvö
ríki“ og komið var í framkvæmd í
Hong Kong og Macao.
Varfærnisleg viðbrögð í Kína
Viðbrögð Kínverjá hafa verið var-
fæmisleg. „Við hlustum á það sem
nýi leiðtoginn á Taívan segir og fylgj-
umst með því sem hann gerir. Við
ætlum að fylgjast grannt með því
hvert hann beinir samskiptum Taív-
ans og meginlandsins," segir kín-
verska stjómin. „Við erum tilbúnir
að skiptast á skoðunum um tengslin
yfír Taívan-sundið og friðsamlega
sameiningu við alla aðila, samtök
jafnt sem einstaklinga á Taívan, sem
samþykkja það gmndvallaratriði að
Kína er eitt ríki.“
Stjómin í Peking leggur einnig
áherslu á að forsetakjörið á Taívan
breyti ekki þeirri „staðreynd“ að
Taívan sé hluti af Kína og hún setji
það skilyrði fyrir friðsamlegri sam-
einingu að litið verði á Kína og
Taívan sem eitt ríki. „Það kemur
aldrei til greina að Taívan fái sjálf-
stæði,“ segir kínverska stjómin.
Jiang Zemin fylgdi þó varfæmis-
legum viðbrögðum kínversku stjóm-
arinnar við sigri Chens eftir með því
að tala um að kosningamar væm nú
að baki. „Við sögðum það áður og
stöndum við það að hver sem kemst
til valda á Taívan er velkominn hing-
að til Peking og við emm einnig til-
búnir að fara til Taívans."
ViII ræða skilmála kínversku
stjórnarinnar
Nýi leiðtoginn á Taívan áréttaði á
sama tíma að hann vildi efna til „frið-
arviðræðna“ við stjómvöld í Peking
og bætti við að hann væri tilbúinn að
ræða þá afstöðu kínversku stjórnar-
innar að aðeins væri til „eitt Kína“.
Hann lagði hins vegar áherslu á að
Kínverjar yrðu að líta á Taívana sem
jafnréttháan viðsemjanda.
„Ég hygg að við getum sest niður
með leiðtogum Kína og rætt öll
ágreiningsmálin, meðal annars skil-
málann um „eitt Kína“,“ sagði Chen
Shui-bian, en sagði ekkert um
hvénær hann vildi að viðræðurnar
-hæfust.
Mótmæli gegn Chen
bönnuð í Kína
Kínverska stjómin hyggst halda
að sér höndum og fylgjast með yfír-
lýsingum Taívana á næstunni og sú
afstaða kom skýrt fram í þeirri
ákvörðun hennar að banna náms-
mönnum í Peking að efna til mót-
mæla gegn nýja leiðtoganum á
Taívan.
Hópur námsmanna frá nokkrum
háskólum í kínversku höfuðborginni
höfðu komið saman um helgina og
ákveðið að mótmæla kjöri Chens, þar
sem hann hefur hingað til beitt sér
fyrir aðskilnaði Taívans. Beiðni
þeirra um heimild til mótmælanna
var hins vegar hafnað og sett var
bann við hvers konar mótmælum
gegn ráðamönnunum á Taívan.
Menningarlegi
munurinn vanmetinn
Það er menningarlegur munur á
Kínverjum og Evrópu- og Banda-
ríkjamönnum og Vesturlandabúar
gera sér ekki alltaf grein fyrir því
hversu mikill hann er. Hann felst
meðal annars í því hvernig menn tala
við vini sína og óvini.
Fáir Vesturlandabúar áttuðu sig á
þessu 21. febrúar þegar kínverska
stjómin birti svokallaða hvítbók um
samskipti meginlandsins og Taívans.
Ymislegt hefur breyst á þeim 50
árum sem liðin eru frá því borgara-
styrjöldinni lauk og Taívan líkist æ
meira ríki í ríkinu.
Kommúnistar era enn við völd í
Peking og þjóðernissinnamir hafa
verið við stjómvölinn á Taívan þótt
breyting verði á því eftir kosningam-
ar á laugardag.
Taívanar höfnuðu
formúlu Dengs
Kínverska stjómin, sem var þá
undir stjórn Dengs Xiaopings, reyndi
að laga sig að nýjum aðstæðum undir
lok kalda stríðsins og setti fram nýja
kenningu um hvemig hægt yrði að
sameina Kína og Taívan með frið-
samlegum hætti án þess að hún biði
álitshnekki.
Þjóðemissinnamir höfnuðu hins
vegar kenningu Dengs um „eitt land
- tvö kerfí“. Henni var hins vegar
komið í framkvæmd þegar Bretar af-
söluðu sér yfirráðum yfir nýlendunni
Hong Kong sem sameinaðist Kína
1997. Og sömu formúlu var beitt þeg-
ar Portúgalar afhentu Kínveijum
nýlenduna Macao í desember, eftir
að hún hafði verið undir yfirráðum
Portúgala í tæp 450 ár.
Kínversku stjórninni tókst hins
vegar ekki að laða leiðtoga Taívans
að samningaborðinu. Meginstefna
þjóðemissinnanna var: engin tengsl,
engir samningar, engar málamiðl-
anir.
Stefna kínversku stjómarinnar,
frá því að Deng Xiaoping setti fram
kenninguna um „eitt land - tvö kerfi"
1979, hefur hins vegar verið sú að
beita sér fyrir viðræðum, sem gætu
leitt til samninga um ýmis málefni
varðandi samskipti meginlandsins og
Taívans, m.a. beinar flugsamgöngur,
beint póst- og fjarskiptasamband,
viðskipti og fjárfestingar. Kínverjar
vilja að þegar þessir samningar
liggja fyrir verði hafnar viðræður um
friðarsamning og að lokum um sam-
einingu meginlandsins og Taívans.
Kínversk stjómvöld höfðu því
miklar áhyggjur þegar fráfarandi
forseti, Lee Teng-hui, hafnaði ekki
aðeins öllum viðræðum við kínversku
stjómina, heldur reyndi einnig að
færa Taívan lengra í átt til sjálf-
stæðis.
Kínverjar em yfirleitt mjög þolin-
móðir í samningaumleitunum. Með
því að birta hvítbókina í síðasta mán-
uði vildi kínverska stjórnin hins veg-
ar vekja athygli á því að þolinmæðin
væri ekki takmarkalaus og entist
ekki að eilífu. Og þegar Deng lagði
fram formúlu sína 1979 lagði hann
áherslu á að þótt kínversk stjómvöld
vildu friðsamlega sameiningu útilok-
uðu þau ekki að hervaldi yrði beitt til
að ná markmiðinu.
Vesturlandabúar
misskildu hvitbókina
Þegar venjulegir Kínveijar vom
inntir álits á deilunni síðustu vikuna
CHERIE Blair, eiginkona Tony
Blairs, forsætisráðherra Bretlands,
bar mikið lof á forsætisráðherra
Finnlands í fyrrakvöld fyrir að hafa
tckið sér frí til að geta verið hcima
hjá konu sinni og nýfæddu barni og
ekki þykir ólíklegt, að hún ætlisttil,
að Blair (aki sér það til fyrirmyndar.
Á fundi með lögfræðingum í
London vakti Cherie athygli á þvf,
að Paavo Lipponen, forsætisráð-
herra Finnlands, hefði tekið sér frí
frá störfum 1998 er Paivi, kona
fyrir kosningamar á Taívan kom
greinilega fram að afstaða kínversku
stjórnarinnar nýtur mikils stuðnings
meðal almennings. „Taívan er og
verður alltaf hluti af Kína,“ svömðu
jafnt ungir sem aldnir. Og enginn
þeirra sem fréttaritari Morgunblaðs-
ins ræddi við efaðist um að réttlætan-
legt væri að beita hervaldi ef nauðsyn
krefði og útséð væri um friðsamlega
sameiningu.
Þessi afstaða var ítrekuð í hvítbók-
inni. Vesturlandabúar misskildu
hana, urðu skelkaðir og töldu að kín-
versk stjómvöld hefðu hert afstöðu
sína og væm tilbúnir að heyja nýtt
stríð við þjóðernissinnana á Taívan.
Flestir Vesturlandabúar túlkuðu
kínversku hvítbókina sem viðvömn
til Taívana um kjósa ekki sjálfstæðis-
sinna í kosningunum. I hvítbókinni
var hins vegar í reynd tekin hörð af-
staða gegn Lee Tung-hui, fráfai-andi
forseta og leiðtoga Kuomintang.
Fyrirheitin mikilvægari
en hótanirnar
Með hvítbókinni sendi kínverska
stjómin ennfremur skýr skilaboð til
nýs leiðtoga Taívans og kröftug til-
mæli um samningaviðræður.
í hvítbókinni komu einnig fram lof-
orð um að allar tillögur Taívana yrðu
teknar til umræðu, að því tilskildu að
þeir féllust á það grandvallaratriði að
Kína væri eitt ríki. Þau loforð vora
mikilvægari en hótanirnar um að
gripið yrði til vopna ef Taívanar lýstu
yfir sjálfstæði eða drægju það enda-
laust að ganga til samningaviðræðna.
Borðið hreinsað
Segja má að með hvítbókinni hafi
borðið verið hreinsað, hvað varðar
fortíðina, og lagt hafi verið á borð fyr-
ir nýjan leiðtoga Taívans, sem hefur
þegar lýst því yfir að hann sé tilbúinn
til viðræðna.
Þær yfirlýsingar em nýmæli í
samskiptum kínverska meginlands-
ins og Taívans. Þær geta einnig
bundið enda á kyrrstöðuna í sam-
skiptum Kína og Taívans og leitt til
formlegra viðræðna.
Richard Nixon var á sínum tima sá
eini sem gat leyft sér að snúa við
blaðinu í samskiptum Bandaríkjanna
og Kína 1991-92 þar sem hann hafði
verið harður andstæðingur kommún-
isma.
Og í ljósi þess að Chen Shui-bian
kemur úr flokki, sem hefur aðhyllst
sjálfstæði, er hann gott efni í leiðtoga
sem getur leyft sér að hefja samn-
ingaviðræður við stjómvöld í Peking
um framtíð Taívans.
Með sigri hans á laugardag hefur
Taívan ekki fjarlægst samningaborð-
ið, heldur þvert á móti nálgast það.
hans, ól þeirra fyrsta bam og nú
hefði hann boðað sex daga frí vegna
fæðingar annars bamsins.
„Ég vil gjarnan, að menn taki sér
þetta til fyrirmyndar,“ sagði Cherie
en hún á von á fjórða bami þeirra
hjóna í maí. Frá og með þessu ári
eiga breskir foreldrar kost á 13
vikna ólaunuðu leyfi einhvern tíma
á fyrstu fimm æviámm barnsins en
það gildir þó ekki um forsætis-
ráðherrann og aðra kjöma embætt-
ismenn.
Reutcrs
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, með eiginkonu sinni, Cherie.
Blair í fæðingarorlof?
London. AP.