Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 31 LISTIR Menimig- og málverkafalsanir BÆKUR T í m a r i t TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 61. árgangur, 2000,1. hefti. Mál ogmenning, Reykjavík. 120 bls. í NÝJASTA hefti Tímarits Máls og menningai’ velta þrír fræðimenn af yngii kynslóðinni fyrir sér hvemig íslenzk menning eftir Sigurð Nordal hefur staðist tímans tönn, þá er fjall- að um íslensk og erlend skáldverk og gerð er grein fyiir máli sem nýverið skók íslenskan myndlistamarkað. Birt eru ljóð eftir Geirlaug Magnús- son og Sigmund Erni Rúnarsson en söguleg smásaga eftir Helgi Ingólfs- son, svo aðeins lítið sé nefnt af því sem í heftinu er að finna. Fölsunarmálið Þankar um málverkafalsanir er tit- ill forsíðugreinarínnar en þar fjallar Halldór Björn Runólfsson listfræð- ingur um fölsunarmálið svokallaða; kerfisbundna dreifingu falsaðra lista- verka á íslenskan og danskan upp- boðsmarkað. Halldór rekur forsögu málsins en samkvæmt greininni var rannsóknarvinna Ólafs Inga Jóns- sonar forvarðar einkar mikilvæg og leiddi til fangelsisdómsins sem kveð- inn var upp á síðasta ári yfir Pétri Þór Gunnarssyni, fyrrum eiganda Gallerís Borg, á grundvelli þriggja falsaðra málverka sem sannað þótti að hann hefði blekkt fólk til að kaupa. Málverkin þrjú era þó aðeins „yfir- borð ísjakans" að mati Halldórs og þeirra sem kynnt hafa sér málið. Hin raunverulega tala hleypur á hundr- uðum. Enginn vafi leikur á því að fölsun- armálið er gífurlegt reiðarslag fyrir íslenskan listaheim. Það hefur skotið mörgum skelk í bringu og víst er að ýmsir sitja eftir með sárt ennið enda gengur Halldór svo langt að spyrja hvort menn þori „nokkurn tíma aftur að kaupa málverk sögð vera eftir frumherja íslenskrar nútímalistar?". Einn áhugaverðasti flöturinn á um- ræðu Halldórs er einmitt hverjir mál- verkakaupendurnir séu og hvers vegna viðvaningslegt og Ijótt drasl, eins og hann lýsir mörgum fölsunun- um, verðlagt á hundruð þúsunda, hafi selst eins og heitar lummur? Ein ástæða gæti verið félagslegur þrýstingur, að mati Halldórs. Um- hverfis nafn ákveðinna „meistara" skapast slíkur ljómi að fólk verður að eignast verk eftir hann ef það á að teljast menn með mönnum. Þetta þekkist náttúrlega líka í öðrum list- greinum en þar með er listin orðin að merkjavöim og rétt eins og hægt er að sauma Tommy Hilfiger vörumerk- ið á gallabuxur keyptai- í Hagkaup reyndist mögulegt að fjarlægja af málverkum réttar undirskriftir og í staðinn líkja eftir verðmeiri áletrun- um. Halldór kallai- það glópsku að láta blekkjast svo auðveldlega en ég held að í mörgum tilfellum megi rekja þessa „glópsku" til þeiirar stað- reyndar að almennur skilningur á myndmiðlum hér á landi ristir ekki djúpt, enda fá þeir nánast ekkert rúm í íslensku skólakerfi þó bæði bók- menntir og tónlist eigi sér þar fastan sess. Það er því kannski ekki nema von að margir séu auðblekktir þó þeim sem einungis vilja fjárfesta í undirskrift í stíl við sófasettið sé væntanlega ekki viðbjargandi. Grein- in er ágætt yfirlit um málið en helsti gallinn er hinn rómantíski spennustíll sem hún er skrifuð í. Alvarlegar samræður Stærsta greinin í heftinu er um- fjöllun Róberts H. Haraldssonar um Brúðuheimili Ibsens. Nálgunarleið hans er best lýst sem orðræðugrein- ingu en Róbert skoðar málheima og orðræður persóna verksins og leitast þannig við að komast nær kjai-na þess en hann telur hefðbundna fé- lagslega og pólitíska greiningu gera. I upphafi vitnar Róbert í orð Ibsens þar sem hann lítur yfir ferilinn og segist hafa verið meira ljóðskáld og minni umbótaheimspekingur en menn hefðu almennt talið. Hér vill Róbert fjalla um hlut ljóðskáldsins í þessu annars þekktasta umbótaverki stórskáldsins norska. Titill greinarinnar er Alvarlegar samræður og vísar höfundur þannig til umkvörtunar Nóru að í rás hjóna- bandsins hafi þau Helmer aldrei talað alvarlega saman. Róbert teflir saman orðræðu Krogstads og Helmers til að sýna hversu djúp gjáin sé milli orða og atferlis hjá hinum síðarnefnda, en ein tilgáta hans er einmitt að verkið sé „hugleiðing um mátt og máttleysi orða í siðferðilegu lífi. Það sýnir okk- ur hversu erfitt er að sjá í gegnum orðagjálfur, rífa sig lausan undan lamandi mætti innihaldslausra orða á borð við þau sem einkenna alla orð- ræðu Helmers“. Þetta leiðir til niður- stöðunnar að „hið undursamlega“ sem Nóra talar nokkrum sinnum um sé vonin að gjálfrið milli þeirra hjóna umbreytist í alvarlegar samræður og eiginlegt viðfangsefni verksins sé „sjálf tvíræðnin, gjáin á milli alvar- legra orða og alvarlegra viðfangs- efna“. Enda þótt rödd umbótaspek- ingsins verði einfaldlega ekki kveðin niður í leikritinu er mai’gt aðlaðandi við greiningarleið Róberts og tök hans á leikverkinu eru frumleg. Hann má þó gæta sín að gera ekki of lítið úr félagslegri hlið þess. Það er rétt að siðferðisboðskap þess er ekki að finna í hugmyndinni um glæp og refs- ingu heldur miklu frekar í sambandi hjónanna. Hið „mannlega" sem Ibsen fjallar hér um er ekki, eins og Róbert bendir á, hægt að binda einvörðungu við réttindabaráttu kvenna heldur fjallar Ibsen, eins og í svo mörgum öðrum leikritum frá þessu skeiði, um hvemig angar félagslegrar kúgunar og hræsni teygja sig inn á heimilið og kæfa frelsi, ekki aðeins konunnar, heldur einstaklingsins. í lok verksins staðfestir skáldið að það eru málefni manneskjunnar sem eru viðfangið þegar Nóra afklæðist bæði gervi eig- inkonunnai- og móðurinnar, skellir hurðinni á eftir sér, og heldur út í heiminn í leit að sínu sanna hlutverki. List hins óvænta Töfraraunsæi í íslenskum sam- tímaskáldsögum er heiti framlags Sigríðar Albertsdóttur í tímaritið en þar eru tekin fyrir sex bókmennta- verk sem höfundur greinir með hlið- sjón af kenningum um fantasíur og töfraraunsæi. Verkin eru Skot eftir Rögnu Sigurðardóttur, Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, ÉftiiTnáli regndropanna eftir Einar Má Guð- mundsson, Grandavegur 7 eftir Vig- dísi Grímsdóttur og Augu þín sáu mig eftir Sjón. Fyrsta vandamálið sem Sigríður glímir við er hugtakið sjálft, töfraraunsæi, og hvernig bera skuli sig að við að, í fyrsta lagi, finna sam- eiginlega eiginleika slíkra skáldverka og í öðru lagi, aðgreina þau frá fant- asíum. En með kenningar þar að lút- andi í farteskinu heldur Sigríður inn í söguheim ofantaldra verka. Grein- ingarnar eru þó misjafnar og er það helst í umfjölluninni um Sjón sem Sigríður kemst á flug. Ekki þarf að koma á óvart að kenn- ingamar sem Sigríður styðst við gætu verið smíðaðar eftir Sjálfstæðu fólki, enda lykilverk þar á ferð í þróun töfraraunsæis, nokkuð sem mér finnst Sigríður ekki gera nægilega vel grein fyrir. Helsti galli greinar- innar er einmitt hversu brotakennd umfjöllunin verður þar sem farið er úr einu verki í annað í heldur óljósri tímaröð og án þess að hugað sé að þræði milli verkanna eða erlendum áhrifum, t.d. hefði það verið áhuga- vert að setja Hundrað ára einsemd Mai-quesar í samhengi við Laxness og gæta síðan að áhrifum þess fyrr- nefnda á þær íslensku sögur aðrar sem hér er fjallað um. En önnur grein í heftinu leitast við að draga línu í gegnum skáldskap þriggja íslenskra höfunda. Um er að ræða Uppgjör í hömrum eftir Baldur Hafstað. Hann rekm- ákveðinn streng í Bami náttúrannar eftir Lax- ness og í leikritinu Höddu Pöddu og smásögunni Dúnu Kvaran eftir Guð- mund Kamban aftur til Valshreiðurs- ins eftir Einar Benediktsson og bend- ir í því samhengi á ýmis textatengsl sem lúta að umhverfi, byggingu og persónusköpun. Sérstaklega er um- fjöllun Baldurs um tengsl Barns nátt- úrannar við Valshreiðrið áhugaverð en þar snertir hann á mögulegum ástæðum andúðarinnar sem Laxness lætur í ljós í garð Einars í ævisögunni Úngur egvar. Þjóðernisgoðsögn Sigurðar Nordal íslenzk menning er eitt nafntog- aðasta verk Sigurðar Nordal enda umfang þess mikið og það ritað á um- byltingartímum í íslensku þjóðlífi, auk þess sem miðaldafræðin hafa ávallt verið miðlæg húmanískum rannsóknum hér á landi. Hér er að finna þrjú af fjóram erindum sem flutt vora um þetta verk Sigurðar á málþingi í Norræna húsinu fyrir skemmstu. Þau Armann Jakobsson, Sigríður Matthíasdóttir og Kristján B. Jónasson velta vöngum yfir stöðu og gildi bókarinnar í samfélagi sem tekið hefur miklum breytingum á þeim tæplega sextíu áram sem liðið hafa frá útgáfu hennar. Ofantaldir fræðimenn era líka allir í yngri kant- inum og granar mig að það sé engin tilviljun heldur felist viðleitnin til að endurmeta og fá ferskt sjónarhom á Sigurð einmitt í því. I Dagrenningu Norrænnar sögu skoðar Armann Jakobsson íslenzka menningu frá sjónarhomi nútíma- fræðimanns og kemst að þeirri niður- stöðu að þótt ákveðnfr hlutar ritsins hafi ekki elst vel sé margt annað í verkinu bráðlifandi en meginverð- mætið liggi e.t.v. í stöðu þess sem texta um samtímann, sem hluta af bókmenntasögu 20. aldarinnai’. Sig- ríður fer aðra leið. I grein sinni ein- beitir hún sér að þjóðernishugmynd- um Sigurðar eins og þær birtast í verkinu og staðsetur þær í samhengi við evrópska þjóðernisstefnu. Hún bendir á hvernig Sigurður bæði láti undan þjóðemisgoðsöguhneigðinni með því að leita árþúsund aftur í tím- ann, til horfinnar gullaldar landnáms- ins og fornsagnanna, til að skilgreina sjálfsmynd þjóðarinnar, sem algengt var, en vandamálavæði þessa hneigð á sama tíma með því að benda á að þjóðarhugmyndin sem pólitískt fyrir- bæri sé nútímahugtak. í grein Krist- jáns B. Jónassonar, Fúlsað við flot- inu, er Sigurði stillt upp sem tákngervingi „föðurins" eða „lag- anna“ í íslenskum fræðum. I gletti- lega teórískri gi’ein leikur Kristján sér síðan með þá mótsögn að á sama tíma og nútíma fræðimenn, sérstak- lega þeir sem aðhyllast nýstefnurnar, geti með engu móti samþykkt mót- þróalaust meginhugmyndir textans haldi þeir orðræðu Sigurðar lifandi með því að skilgreina og rökstyðja eigin afstöðu út frá henni. Þá er töluvert af bókaumsögnum í þessu ágæta hefti. Einar Már Jóns- son fjallar um verðlaunabókina Jónas Hallgi’ímsson. Ævisaga eftir Pál Valsson en Árni Heimir Ingólfsson um Jón Leifs - tónskáld í mótbyr eft- ir Carl-Gunnar Áhlén. Gunnþórann Guðmundsdóttir fjallar um ferðasögu Huldars Breiðfjörð, Góðir Islending- ar, og Guðbjöm Sigurmundsson um Meðan þú vakir eftir Þorstein frá Hamri. Björn Þór Vilhjálmsson ÚTIAÐ AKA LEIKLIST II a I i n n i H á t ú n i JÓNATAN Halaleikhópurinn. Höfundur og leiksljóri: Edda V. Guðmundsdóttir Söngtextar: Unnur María Sólmundardóttir. Sunnudagurinn 19. mars EDDU V. Guðmundsdóttur hef- ur með Jónatan tekist aðdáanlega að virkja hvern leikara Halaleik- hópsins. Allir fá eitthvað að glíma við, veikleikum er snúið í styrkleika og útkoman er sýning sem rennur áfram af öryggi og krafti. Það er vel til fundið að búa til frásagnar- leikhús þar sem hópurinn hefur það sameiginlega verkefni að miðla sögu í tali, leik og tónum. Stuttar senurnar flæða hver inn í aðra og útkoman er lifandi og skemmtileg. Þótt Eddu hafi tekist að finna heppilegt form þykir mér henni hafa heppnast síður að skrifa gott leikrit. Jónatan er vel stæður maður á besta aldri sem býður skipbrot þeg- ar hann lendir í slysi og lamast. Verkið segir frá glímu hans við eft- irköst slyssins og tilraunir til að lifa lífinu þrátt fyrir þann þröskuld sem fötlunin setur honum. Eða hvað? Þetta er yfirlýst áf- orm leikhópsins eða „húsandanna“ sem segja söguna. zÞeir tala um reiði Jónatans, þunglyndi og og erf- iðleika við að sætta sig við orðinn hlut. En sá Jónatan sem birtist okkur er hins vegar í ágætis jafn- vægi, kannski dálítið daufur í dálk- inn, en hreint ekki reiður eða bitur, lætur meira að segja fordóma um- hverfisins hafa harla lítil áhrif á sig. Þessi togstreita á milli þess sem sögumenn segja og þess sem er leikgert á sviðinu er undarleg og ruglar áhorfandann í ríminu. Þá er framvindan heldur losaraleg. Eftir ágætan inngang um Jónatan og vini hans kemur kafli um tilraun Jón- atans til að komast í partí hjá vin- konu sinni. Erfiðleikum í sam- göngumálum tekur Jónatan með jafnaðargeði en þá skiptir verkið al- gerlega um stefnu, partíferðin virð- ist gleymd og Jónatan hittir skuggalegan mann sem vill fá hann til að vinna óþverraleg störf og skýla sér bak við fötlun sína. Og þar með er verkinu lokið, hóp- urinn syngur lokasöng og spyr hver sé sjúkur, öryrkinn eða eiturlyfja- salinn, spurning sem snýst fremur um orðsifjar og tvíræðni heilbrigð- ishugtaksins en raunverulega þjóð- félagsstöðu öryrkja og dópsala. Eins og áður er sagt er sýningin skemmtileg þrátt fyrir brotalamir verksins og leikhópurinn fyllilega fær um að halda athygli áhorfand- ans við efnið og skemmta honum um leið. Mest mæðir á Jóni Stef- ánssyni, Jónatan. Hann skilaði sínu vel og ekki við hann að sakast þótt áhorfandinn vænti einatt annarra viðbragða en þeirra sem Jónatan sýndi. Þá voru þeir Arni Salómons- son og Jón Þór Olason skemmtileg- ir í sínum fjölmörgu rullum. Tónlist er í stóru hlutverki í sýn- ingunni. Hljómsveitin var prýðilega þétt og söngtextar Unnar Maríu Sólmundardóttur víða hnyttnir, ekki síst söngurinn um flæðið, sem var mikið glæsinúmer í meðförum Kristínar R. Magnúsdóttur eða Kolbrúnar D. Kristjánsdóttur (þær skipta með sér hlutverkinu og ég veit ekki hvora ég sá). Sýning Halaleikhópsins sýnir svo ekki verður um villst að þar fer harðsnúinn leikhópur sem er ýmis- legt til lista lagt. Formið hentar hópnum vel og ef sagan væri skýi-ar mótuð væri hreint ekki yfir neinu að kvarta og það er til marks um kraftinn í hópnum hvað sýningin er skemmtileg þrátt fyrir annmarka verksins. Þorgeir Tryggvason afsláttur af öllum gólfefnuin Gólfmottur í miklu úrvali Gólfmotta 230 xI60 sm 7.485 kr. W99-kr: HÚSASMIÐIAN Sfmi 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.