Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 19
Listdans í skautahöllinni
FYRSTA Iistdansmótið á skautum fdr fram í hinni nýju og glæsilegu skautahöll á Akureyri um síðustu helgi og
eins og vera ber var mikið um dýrðir af því tilefni. Hér má sjá einn keppandann á mótinu, Audrey Freyju Clarke,
sýna listir sínar og áhorfendur - sem eru fjölmargir - eru greinilega vel með á nótunum.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Byssur og
stokkendur
gerðar
upptækar
TVEIR karlmenn hafa í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra verið
dæmdir til greiðslu sektar auk
þess sem haglabyssur þeirra voru
gerðar upptækar og fjórar stokk-
endur sem þeir skutu.
Mennirnir voru ákærðir fyrir að
hafa í vörslu sinni ólögmæt vopn er
þeir voru á ferð í Reykjahreppi í
Suður-Þingeyjarsýslu síðasta
haust. Annar þeirra var ákærður
fyrir að aka bifreið sem þeir voru á
sviptur ökuréttindum. Þá var þeim
einnig geíið að sök að hafa skotið
fjórar stokkendur út um glugga
bifreiðarinnar.
Mennirnir viðurkenndu sakar-
giftir og þótti sök þeirra nægilega
sönnuð. Var öðrum þeirra gert að
greiða 80 þúsund krónur í sekt til
ríkissjóðs en hinum 25 þúsund
krónur.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Sekt og ökuleyfismissir
fyrir að aka
dráttarvélinni drukkinn
KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur
verið dæmdur í Héraðsdómi Norður-
lands eystra til að greiða sekt í ríkis-
sjóð að upphæð 80 þúsund krónur
auk þess sem hann var sviptur öku-
rétti í eitt ár.
Maðurinn var ákærður fyrir nytja-
stuld og umferðarlagabrot með því
að hafa í desember síðastliðnum ekið
bifreið í heimildarleysi og undir
áhrifum áfengis frá húsi á Dalvík eft-
ir Ólafsfjarðaivegi þar til hann ók út
af skammt frá afleggjaranum að
bænum Hálsi í Dalvíkurbyggð. Þar
var honum gefíð að sök að hafa ekið
dráttarvél í heimildarleysi og undir
áhrifum áfengis á bæjarhlaðinu þar
til vélin festist í snjóskafli.
Maðurinn viðurkenndi að hafa ek-
ið dráttarvélinni en neitaði hins veg-
ar að hafa tekið bifreiðina í leyfísleysi
og ekið henni. Gegn neitun mannsins
þótti ósannað að hann hefði ekið bif-
reiðinni í umrætt sinn, en með játn-
ingu hans varðandi dráttarvélarakst-
urinn þótti brot hans nægilega
sannað. Hann var því dæmdur til
greiðslu sektar í ríkissjóð, greiðslu
alls sakarkostnaðar sem og að sæta
sviptingu ökuréttar í eitt ár.
Akureyrar-
kirkja
- föstuvaka
FÖSTUVAKA verður í Akureyrai’-
kirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið
22. mars, kl. 20. Sungið verður úr
Passíusálmum Hallgríms Pétursson-
ar, bæði í kórsöng og almennum
söng og Kór Akureyrarkirkju syng-
ur kórtónlist. Forsöngvari er Sveinn
Arnar Sæmundsson, organisti og
kórstjóri er Björn Steinar Sólbergs-
son. Lesið verður úr ritningunni og
Bernharð Haraldsson flytur hug-
vekju. Prestur er sr. Svavar A. Jóns-
son.
Föstuvaka er nýbreytni í helgi-
haldi kirkjunnar á föstunni og kemur
í stað föstuguðsþjónustu sem haldn-
ar hafa verið um árabil á miðviku-
dagskvöldum á sjö vikna föstunni.
Minni framleiðsla hjá Laxá í fyrra en árið áður
Verðlækkun á fóðri
og samdráttur í sölu
FRAMLEIÐSLA Fóðurverksmiðj-
unnar Laxár var heldur minni á liðnu
ári en þar á undan eða um 3.100 tonn.
Meginhluti framleiðslunnar var seldur
innanlands en einnig var fóður flutt út
til Færeyja, samtals 632 tonn, en ekki
hefur verið selt þangað fóður í nokk-
urn tíma. Þá var lítilsháttar selt til
Danmerkur.
A aðalfundi Fóðurverksmiðjunnar
Laxár kom fram að velta fyrirtækisins
á síðasta ári var um 220 milljónir
króna og lækkaði um liðlega 22% milli
ára. Tap varð af reglulegri starfsemi
upp á um 12 milljónir króna, en félagið
var gert upp með lítilsháttar hagnaði,
345 þúsund krónum.
Arið á undan skilað fyrirtækið rám-
lega tveggja milljóna króna hagnaði.
Fram kom í skýrslu Valgerðar Krist-
jánsdóttur framkvæmdastjóra að verð
á fiskimjöli og lýsi hefði lækkað á síð-
asta ári, fyrst í janúar um 4% og svo í
lok apríl um 12% eða samtals um 16%.
Lækkað verð á fóðri og samdráttur í
sölu eru helstu ástæður þess að velta
ársins varð minni en árið á undan.
Þrátt fyrir að afkoma fyrirtækis-
ins hafi ekki verið betri en raun ber
vitni eru forsvarsmenn þess almennt
bjartsýnir á framtíðina. Verð á laxi
hefur haldist stöðugt en tók nokkum
kipp um áramót og hækkaði og búist
er við hærra verði á þessu ári. Fóður-
verð er tiltölulega lágt þannig að
gera má ráð fyrir að hagur eldis-
manna vænkist. Nokkur eldisfyrir-
tæki hyggja á stækkun og verið er að
kanna grundvöll fyrir laxeldi í sjó í
Eyjafírði og stefnt að 7-8000 tonna
stöð.
í áætlun fyrir þetta ár er gert ráð
fyrir að selja um 4500 tonn af fóðri á
árinu en óvíst nú hvort tekst að ná því
marki. Færeyingar slátruðu meira af
laxi í desember en ráð var fyrir gert
og hafa þvi lítið keypt af fóðri nú í
byrjun þessa árs og þá er norska fóð-
urfyrirtækið Skretting að sækja inn
á færeyska markaðinn þannig að
samkeppni þar er afar hörð og verð
lágt. Þrátt fyrir það eru forsvars-
menn Laxár bjartsýnir og vona að
hægt verði að selja þangað umtals-
vert magn á næstu árum.
Hamraborg, Kóp. — 3ja
Falleg 3ja herb. íbúð á 8. hæð í lyftuhúsi. Laus fljótlega.
Stæði í bílgeymslu.
Agnar Gústafsson hrl.,
Eiríksgötu 4, s. 551 2600 og 552 1750.
Geturðu sagt:
,Get ég aðstoðað?
500 sinnum á dag
og meint það?
Flugfreyjur/flugþjónar
íslandsflug hf. óskar eftir að
ráða flugfreyjur/flugþjóna
til starfa sumarið 2000 á
B-737 vélar félagsins.
Umsækjendur þurfa að
hafa náð 23 ára aldri, hafa
stúdentspróf og tala a.m.k.
3 tungumál. Einstaklingar
með reynslu af starfi flug-
freyju/flugþjóns koma
eingöngu til greina. Við-
komandi þurfa að hafa
þjónustulund og vera liprir
í mannlegum samskiptum.
Umsóknareyðublöð liggja
frammi í móttöku skrifstofu
íslandsflugs hf. við Reykja-
víkurflugvöll og skal þeim
skilað inn ásamt staðfestum
prófskírteinum fyrir 31. mars
n.k. til starfsmannastjóra
félagsins. Eldri umsóknir
óskast endurnýjaðar.
ISLANDSFLUG
simi 570 8090 www.isiandsfiug.is g&rir fíeirum fært að fíjúga