Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska ENPUHEF' UR EKKI SERTVIt) NEITT MAÐUR ER EKKIFYRR FARINN Aö HUSSA TIL ÞESS GERA VI6 (EINN HLUT, ÞÁ VERDUR MAÖUR . A6 FARA AÐ HU6SA TILPESS NÆSTA Ferdinand Smáfólk I came from a very poor famíly. (^íír // / i V ^if Á-—» When I was very younq.we lost the family farm. Foreldrar mínir voru Þegar ég var pinulítill mjög fátækir. þá misstum við ættaróðalið. Y0UR FAMILV V MV PAP NEVER HAP / BURIEP A B0NE A FARM.. ONCE IN A \VACANT L0T J r&XOL, { í Fjölskyldan Pabbi minn gróf þín átti aldrei einu sinni bein á jörð. auðri landspildu. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 0 Símbréf 569 1329 Að berjast án árangurser mikilvæg lífslist Frá Guðbirni Jónssyni: ÞEGAR ég var barn, nýfarinn að skyrija þau átök sem einkenna lífs- baráttuna, var fósturfaðir minn ný- lega hættur afskiptum af verkalýðs- málum, en hann hafði verið í forystu er stofnað var verkalýðsfélagið Vörn á Bíldudal. Á þessum tíma var ekkert sjón- varp til að stytta mönnum stundir. Helsta dægrastyttingin var að koma saman á heimilum vina eða vanda- manna, til að ræða hin ýmsu mál sem á dagana dreif. Mjög oft komu á heimili okkar, samstarfsmenn fósturföður míns við stofnun verkalýðsfélagsins, til að ræða um það sem á daga þeirra dreif meðan félagið var að festa rætur. Þeir skeggræddu einnig mikið um ýmis atriði sem tókust ekki eins vel og þeir höfðu vænst. Þeir ræddu þessi atriði oft fram og aftur í leit að sem skynsamlegustum skýringum á niðurstöðunum og hvað þeir gætu lært af þeim. Ævinlega töldu þeir mikilvægast að ef verkalýðshreyfing ætti að geta náð árangri í baráttu sinni yrði forysta hennar að vera ein- örð, kröfuhörð en jafnframt réttsýn. Hún yrði að geta skilið málefni at- vinnurekandans og gagnrýnt hann í efnislegum rökföstum atriðum. Slíkt væri nauðsynlegt til að skapa aðhald gegn því sem þeir kölluðu vitlausa notkun fyrirtækisins á afrakstri þess af vinnu fólksins sem skapaði verð- mætin. Eg setti mig aldrei úr færi að hlusta á samræður þessara manna því þessar umræður heilluðu mig. Viskan sem fólst í rökföstum vanga- veltum þeirra fannst mér afar skemmtileg. Ég drakk í mig þá þætti sem þeir töldu að hefðu skilað ára- ngri og hlustaði af athygli á það sem þeir töldu að litlum árangi-i hefði skilað. Þegar ég síðar fór að hafa afskipti af launa- og kjaramálum var ljóst að það sem ég hafði lært af því að hlusta á þessa brautryðjendur var á við há- skólanám. Sá fróðleikur sem ég með- tók af samtölum þeirra hefur nýst mér afar vel á lífsbraut minni, hvor- um megin borðsins sem ég hef setið, sem launagreiðandi eða sem launa- maður. Ég hef sannfærst svo ræki- lega um mikilvægi þess að þekkja vel til málefna beggja aðila. Eitthvað á þessa leið sagði fóstur- faðir minn við mig, í fyrsta sinn sem ég tók þátt í að fjalla um laun og starfskjör. Minnstu þess ævinlega þegar þú tekur þátt í samningaviðræðum, að gagnaðilinn ber einungis virðingu fyrir þér ef þú sýnir þekkingu á mál- efninu og þú rökstyður kröfugerð þína með gildum rökum. Sýnir þú ekki þessa eiginleika, meðhöndlar hann þig eins og óþekkan krakka, sem er að heimta það sem hann get- ur ekki fengið. Við slíkar aðstæður er útilokað að þú náir árangri sem skilar einhverjum kjarabótum. Ég hef verið að líta til baka, yfir þau u.þ.b. 40 ár sem liðin eru síðan ég fékk þessi heilræði og skoða í ljósi raunveruleikans þann árangur sem náðst hefur í launakjörum verka- manns. Mér finnst dapurlegt að sjá margt af því sem við blasir. Skömmu eftir samninga 1997 gerði ég athugun á því hvað það tæki verkamann langan tíma að vinna fyr- ir ýmsum vörum sem teljast nauð- synlegar. Ég lét gos og sígarettur íljóta með vegna þess hve ríkur þátt- ur slík vara er í útgjöldum margra. í töflunni sem hér fylgir með er lítið brot af raunveruleikanum. Hann sýnir að verkamaðurinn var 50 mín- útum lengur að vinna fyrir þessum einingum eftir samningana 1997 en hann var á árinu 1958. Þessi staða væri enn verri ef sígarettur hefðu ekki lækkað svo í verði sem þarna kemur fram. Það er eini liðurinn sem sýnir jákvæða þróun. Athyglisvert í ljósi hollustu af neyslu þeirra. Ef sama verðþróun hefði verið á verði sígarettna og annarrar vöru á þess- um lista, hefði verkamaðurinn verið 80 mínútum lengur að vinna fyrir þessum vörum árið 1997 en hann var 1958. Þegar því er síðan bætt við, að skattheimta er nú meiri en þá, ið- gjöld til lífeyrissjóða komin til og fé- lagsgjöld til stéttarfélaga mun hærri nú en þá, er augljóst að það sem verkamaðunrinn hefur eftir af tíma- kaupi sínu til kaupa á ofangreindum vörum er mun minna en taflan sýnir. Það er því nokkuð augljóst að kaupmáttur ráðstöfunarhluta verka- manns af tímakaupi sínu hefur rýrn- að um því sem næst helming á 39 ár- um. Er það viðunandi árangur af áratuga kjarabaráttu? Vöruheiti mín. mín. 1958 mín. 1997 Súpukjöt, 1 kg 46 76 Kartöflur, 1 kg 8 26 Gosflaska, 33 cl 12 13 Sígarettur, (Camel) 72 56 Bensín, 1 lítri 9 23 Olía til húsahitunar, 11 3 6 Samtals mín. 150 200 GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Rvk. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Fjárfestar athugið! Öll almenn verðbréfaviðskipti með skráð og óskráð verðbréf. ® yiVerðbréfamiðlunin a mAnfldThf- Verðbréf Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.