Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 2 7 ERLENT Sjálfstæði kost- ar - en óljóst hversu mikið Danir vilja hefja sjálfstæðisviðræðurnar við Færeyinga á skýrum forsendum, en þeir hafa einnig áhyggjur af færeyskri óeiningu um sjálfstæðismálin. Færeyska landstjórnin á bæði við dönsku stjórnina að glíma og skiptar skoðanir heima fyrir, skrifar Sigrún Davíðsdóttir frá Kaupmannahöfn. „VIÐ óskum ekki eftir að blanda okk- ur í færeyskar umræður en við höfum vissulega áhyggjur af að Færeyingar eru ekki einhuga í sjálfstæðismálinu," segir Jan Petersen í samtah við Morgunblaðið en hann er varafor- maður þingflokks danskra jafnaðar- manna og talsmaður flokksins í mál- efnum Færeyinga. Líkt og Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra undirstrikar hann nauðsyn þess að Færeyingar geri sér skýra grein fyrir afleiðingum sjálfstæðis. Hæfilegur aðlögunartími sé 3-4 ár. Jan Petersen leggur áherslu á að með því að halda sér innan ríkjasam- bandsins hafi Færeyingar sérstöðu sem Danir taki tillit til. Með sjálf- stæði, hvort sem væri í konungssam- bandi eða alveg óháð, verði samband Danmerkur við Færeyjar hliðstætt sambandi við önnrn- Norðurlönd. Hörð viðbrögð dönsku stjómarinn- ar í upphafi færeysk-danskra við- ræðna um sjálfstæðismálið hafa vakið mikla athygli, bæði í Danmörku og í Færeyjum. Danir héldu því fram að þær forsendur, sem Færeyingar leggja til grundvallar, geri ráð fyrir að Danir taki á sig fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart Færeyjum í 50-80 ár. Því tekur færeyska land- stjómin fjarri eins og kom fram á blaðamannafundum í Kaupmanna- höfn og Þórshöfn í gær. Af hverju sjálfstæði? Reynslan af bankakreppunni á síð- asta áratug og viðræður við þriðja land em þau atriði sem færeyskir ráðamenn nefna oftast þegar ástæð- umar fyrir sjálfstæðisviðleitni þeirra ber á góma. Hpgni Hoydal leggur áherslu á fjórar forsendur fyrir henni. I fyrsta lagi væri skortur á samhengi milli ábyrgðar og valds, í öðm lagi hefðu Færeyingar ekki rétt til að ræða við erlend ríki, í þriðja lagi væri óskin um að sleppa við styrkja efna- RÉTTARHÖLDUM í máli Heinrichs Gross, fyrrverandi læknis í Austur- ríki, er hefur verið sakaður um hafa tekið þátt í drápum á fötluðum börnum sem nasistar fyrirskipuðu, var frestað í gær þar sem hann var úrskurðaður ófær um að verja sig fyrir rétti vegna vanheilsu. Gross er haginn og verða efnahagslega sjálf- stæðir og í fjórða lagi væri stöðug togstreita milli Dana og Færeyinga, sem eðlilegast væri að leysa með því að Færeyingar öxluðu að fullu ábyrgð á eigin málum. Eins og oft hefur komið fram er það íslenski sambandslagasamning- urinn frá 1918 sem er Færeyingum fyrirmynd. í færeysk-danskri út- færslu myndi samband landanna þýða að Færeyingar væm eftir sem áður í kongungsdæminu, hefðu sama gjaldeyri, gagnkvæm borgararéttindi og skyldur og greiddu fyrir þá þjón- ustu, sem þeir fengju frá Dönum, til dæmis lögreglu og réttai'þjónustu. Þegar Islendingar stofnuðu lýð- veldi 1944 heyrðu þær raddir í 84 ára og þetta eru fyrstu réttar- höldin í slíku máli i Austurríki í 25 ár. Gross á að gangast undir aðra rannsókn lækna eftir hálft ár og verður þá ákveðið hvort réttarhöld- unum verður haldið áfram. Fjöl- skyldur barnanna, sem voru myrt, mótmæltu úrskurðinum harðlega. Danmörku að íslendingar væm að rífa sig lausa. Nú heyrist sama orðið notað um Færeyinga. „Við emm ekki að rífa okkur lausa og höfum ekki hug á að storka Dönum,“ segir Hpgni Hoydal. „Það sem við emm að tala um er nýtt samband tveggja sjálfstæðra ríkja.“ „Danir em mjög til viðræðu um hvers konar breytingar á heima- stjómarlögunum og þá meðal annars að færa ný svið í umsjón Færeyinga,“ segir Jan Petersen. „Það væri hægt að gera það þannig að það fæli í sér eiginleika til sjálfstæðis á þann hátt að þau svið yrðu óafturkræf." Peningamir skapa vanda Um það hvort hugmyndir Færey- inga séu ósanngjamar segir Jan Pet- ersen að Danir líti ekki endilega þannig á það en segir að vísast muni ýmsir taka eftir að gert sé ráð fyrir að skuldimar falli niður. „Hins vegar fel- ur sjálfstæði í sér að þar með breytist samband landanna frá því sem nú er yfir í að vera sams konar samband og er milli Danmerkur og hinna Norður- landanna." Það hefur oft heyrst að Danir hafi gert Færeyingum bjamargreiða með því að leggja þeim til svo mikið fé und- anfama áratugi en á því er einfóld skýring, segir Jan Petersen. „Dönum fannst þeir skuldbundnir til að gera lífsskilyrði í Færeyjum og á Græn- landi sambærileg því sem var í Dan- mörku þótt það megi sjá eftir á að það hafi gert þessar tvær þjóðir háðari Dönum en ella. Það sýndi sig að ís- lendingar höfðu alla burði til að vera sjálfstæð þjóð og ég er sannfærður um að það hafa Færeyingar líka.“ Af hverju þessi viðbrögð Dana? Anfinn Kallsberg segir í viðtali við Morgunblaðið að þeir hafi íslensku fyrirmyndina mjög í huga, en aðstæð- urnar séu aðrar. „Vandinn er bara peningamir. Það eru þeir sem gera allan muninn. Ef það væra ekki þessi peningamál milli Dana og Færeyinga væri þetta enginn vandi.“ Bæði Anfinn Kallsberg og Hpgni Hoydal tala um að þótt Danir tali um að Færeyjar séu þeim dýrar þá sé samt greinilegt að þeir vilji ekki missa þær úr ríkjasambandinu. )H®tli þeir uppskeri ekki meira úr sambandinu en þeir vilja vera láta,“ segir Hpgni og bætir við að eyjamar séu líka land- fræðileg viðbót, auk þess sem eyjam- ar skipti máli í vamartilliti. „Við höfum ákveðið að vera ná- kvæmir í upphafi viðræðnanna og gera strax ljóst hvað sjálfstæði þýði í raun,“ segir Jan Petersen um viðræð- umar. „Við óskum ekki að halda í Færeyjar, en óskimar um sjálfstæði era ekki komnar frá okkur. Við viljum strax gera það ljóst hvað það þýðir að Færeyingar hverfi úr ríkjasamband- inu.“ Harka Nyrups hefur vakið athygli en þar stendur hann ekki einn, heldur hefiir stjórnina og þingið að baki sér. Forsætisráðherrann hefur átt undfr högg að sækja undanfama mánuði. Flokkur hans stendur illa í skoðana- könnunum og ýmsir benda á að hér sé mál sem Nyrap geti slegið sér upp á. Einnig hefur verið bent á að hugsan- legur olíufundiu’ við Færeyjar gæti haft áhrif í þá vera að danska stjómin freistaði þess að torvelda sjálfstæðis- viðleitni Færeyinga. Sjálfstæðisviðleitnin hefur einnig óhjákvæmilega áhrif á Grænlend- inga. „Við eram í góðum málum gagn- vart Dönum,“ sagði Jonthan Motz- feldt, formaður grænlensku heima- stjórnarinnar, í samtali við Morg- unblaðið meðan á fundum Færeyinga og Dana stóð á föstudaginn. Hann vildi ekkert segja um að Grænlend- ingar hefðu hug á að leita eftir sjálf- stæðisviðurkenningu enda færa Grænlendingar aðrar leiðir en Fær- eyingai’. í viðtali við danska útvarpið í gær sagði hann að Færeyingar hefðu fengið hörð en raunsæ viðbrögð frá Dönum. Sjálfstæði kostaði og sömu svör myndu Grænlendingar fá. Færeyingar slegnir út af laginu? „Það er rétt að við höfum ekki sam- einaða Færeyinga að baki óska okkar Frestun réttarhalda mótmælt þar sem stjómarandstöðuflokkarnir tveir, Sambandsflokkurinn og Jafn- aðai-mannaflokkurinn, era á móti sjálfstæði," segir Hpgni Hoydal í samtali við Morgunblaðið. „Það gerir okkur líka erfitt fyrir að danska stjórnin getur sótt stuðning hjá þess- um flokkum." „Við höfum áhyggjur af klofningi Færeyinga í afstöðunni til sjálfstæð- is,“ segir Jan Petersen, sem undir- strikar að Danir hafi ekki áhuga á að blandast inn í deilur Færeyinga. „Það er ekki auðvelt að horfa upp á slíkar aðstæður." Jan Petersen vill ekki ræða hvort færeyska landstjómin hafi farið of snemma af stað, miðað við hvað skoðanir séu skiptar heima fyrir. „Það er á þeirra eigin ábyrgð en vandi okkar er að komast hjá að dragast inn í þær deilur og það er ekki auðvelt þegar tvö sjónarmið takast á. Við leit- umst við að koma með skýrar for- sendur.“ Bæði Hpgni Hoydal og Anfinn Kallsberg vonast áfram eftir að sam- komulag náist fyrir sumarið, svo hægt verði að bera það undir þjóðar- atkvæði í Færeyjum. Til þess þurfa bæði danska þingið og færeyska landsþingið að samþykkja það fyrst. Jan Petersen vill ekki spá um fram- vinduna en tekur fram að umræður í þingunum taki sinn tíma. Skoðanakannanir í Færeyjum hafa sýnt að um helmingur er með sjálf- stæði og helmingur á móti. Og vísast hugsa margir til sjálfstæðisins eins og færeysk kona, sem sagði: „í hjarta mínu er ég fylgjandi sjálfstæði en með höfðinu er ég á móti.“ Sjálfstæði kostar og það reikningsdæmi finnst mörgum Færeyingum erfitt að reikna til enda, ekki síður en danska fjár- málaráðuneytinu. vörulistanum Ármúla 17a • S: 588-1980 v www.otto.is > fatalinan er í -•sy^-íiíf.::«4. mmrn0$rnmmmmmgmiimg> —H □yagffCTTi mSiW Mmi «§SS gSSt ©®f' atier ðSBb SSSS rwwWmmmmmí^m ÞREKHJOL með tölvumæli. Verð stgr. frá kr. 14.300 ÆEFInIGÆesIEm€k€ S ÞREKPALLUR með Video æfingaspólu stgr. kr. 3.510. PÚLSMÆLIR - úr með brjóstnema stgr. kr. 5.900. TRAMPOLIN frá stgr. kr. 4.050. LÆRABANI stgr.kr. 800. stgr. frá kr. 99.500. HLAUPABAND FÓTDRIFIÐ, stgr. frá kr. 18.900. HLAUPABAND RAFDRIFIÐ, ÆFINGABEKKUR OG LÓÐASETT, stgr. frá kr. 19.895. PULSMÆLAR LÆRABANI MAGAÞJÁLFI ÞREKPALLAR TRAMPÓLÍN HANDLÓÐ ÆFINGASTÖÐVAR GEL-HNAKKHLÍFAR HJÓLABUXUR HANDLÓÐ í miklu úrvali, margar gerðir og þyngdir. Ármúla40 Sími 553 5320 l/érslunin ALVÖRU SPORTVÖRUVERSLUN - ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL - VARAHLUTA- OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA —AAA¥*lÆir\ i2/rMKmU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.