Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ahugahópur um menningarfj ölbreytni heldur þjóðahátíð í Bolungarvík Nýbúar frá 44 þjóðum orðnir V estfír ðingar NÝBÚAR eru orðnir mjög áberandi í mannlífi Vestfjarða og í fyrra var fjöldi þeirra orðinn um 7% af heildarmannfjölda á Vestfjörðum. í dag eru liðlega 500 nýbúar frá 44 þjóðum búsettir á Vest- fjörðum, koma þeir víðs vegar að úr heiminum, m.a. frá Astralíu, Rússlandi, Færeyjum, Perú, Hawaii, Bosníu, Hollandi, Grænhöfðaeyjum, Finnlandi og Japan, en flestir nýbúanna koma frá Póllandi. Þá eru ekki talin með börn af blönduðum uppruna með íslenskt ríkisfang, og ekki þeir sem koma erlendis frá og eru orðnir íslenskir ríkis- borgarar. Fjöldi nýbúa hefur orðið til þess að undanfarin tvö ár hefur verið haldin þjóðahátíð Vestfirðinga, og var hún fyrst haldin 1998 á ísafirði og í fyrra á Flateyri. Hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg og er hún nú fyrirhuguð í Bolungarvík sunnudaginn 26. mars nk. Tilefni þessara hátíðar er alþjóðadag- ur Sameinuðu þjóðanna 21. mars gegn kynþátta- fordómum. A annað þúsund manns sótti hátíðina í fyrra og er búist við ennþá meiri þátttöku í ár. Há- tíðin verður haldin í íþróttahúsinu, sundlauginni og grunnskólanum, en verður sundlaugin m.a. skreytt til _að ná fram suðrænni stemmningu. Það er Áhugahópur um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum sem stendur fyrir hátíðinni, en hópn- um þykir mikilvægt að einstaklingar og hópar nýbúa og íslendinga hittist og kynnist ólíkri menningu þjóðanna, ásamt því sem er sameigin- legt og sameinar þjóðir heimsins. Magnús Hansson, einn forsvarsmanna hópsins, segir að nýbúarnir setji skemmtilegan svip á mannlíf Vestfjarða og að ótrúlegur mannauður fylgi þessu fólki, sem býr í vestfirskum þorpum og bæjum í sátt og samlyndi án kynþáttafordóma. „Það er hreint með ólíkindum hvað þetta fólk af ólíku þjóðerni hefur náð vel saman. Það jaðrar við að við hin getum roðnað af því. Þetta eru svo ólíkir menningarhópar og svo ólík menning sem fólk flytur með sér heim og svo mikill mannauður sem í þessu fólki býr,“ segir Magnús. Hann býr í Bolungarvík, og þar býr fólk frá Þýskalandi, Belgíu, írlandi, Hollandi, Bosníu, en flestir eru frá Póllandi. Jafnframt er þar einnig fólk frá Hawaii, Portúgal, Japan, Taílandi og Jamaíka, og segir Magnús þetta vera ákaflega notalegt samfélag. Að sögn Magnúsar hefur verið óskað eftir því sett verði á laggirnar nýbúamiðstöð og opnuð sem allra fyrst á Vestfjörðum og segir hann að menn vonist til að fá frekari fregnir að þeirri miðstöð frá félagsmálaráðherra, sem boðið hefur verið ásamt mörgum fyrirmennum þjóðarinnar á hátíðina. „Við þurfum einhvern veginn að virkja þennan mannauð betur heldur en gert hefur verið. Við er- um að vonast til þess að fá frekari fréttir frá al- þingismönnum eða þá að hæstvirtur félagsmála- ráðherra segi okkur frekar af stöðu mála varðandi nýbúamiðstöðina. Þetta er eitthvað sem við þurf- um á að halda fyrir okkar fólk hérna.“ Hátíðin hefur spurst út fyrir landsteinana og eiga Vestfirðingar von á að blaðamaður komi alla leið frá Bangladesh til að fylgjast með hátíðinni. Elsta kýr í S-Þing- eyjarsýslu Laxamýri - Meðalaldur íslenskra kúa hefur lækkað mjög á undan- fornum árum með auknum kröf- um í mjólkurframleiðslu, en þó verða sumar kýr mun eldri en aðrar eins og kýrin Brött nr. 122 í Garði í Aðaldal. Brött er 17 ára um þessar mundir og því elsta kýr í Þingeyj- arsýslu. Hún fæddist síðla vetrar 1983, afkvæmi nautsins Bratta 75007, hefur borið 15 sinnum, eignast 16 kálfa og mjólkað 4.000 kg á ári að meðaltali með 4,02% fítu og 3,45% próteini. Að sögn eiganda hennar, Guð- mundar Skarphéðinssonar bónda í Garði, hefur hún verið mjög far- sæl og hraust alla sína ævi. Al- gengt er að kýr nái háum aldri í Garði og margar ná 14 ára aldri og meira. Brött er hress, mjólkar enn ágætlega og gekk fúslega með húsbónda sínum út til myndatök- unnar. Sjúkraþjálfarar sem tóku þátt í sjúkraþjálfaranámskeiðinu í Neskaupstað. Sjúkraþjálfaranám- skeið íNeskaupstað Neskaupstað - Dagana 8.-11. mars sl. stóð nýstofnuð Austfjarðadeild Félags íslenskra sjúkraþjálfara fyiir námskeiði í sogæðanuddi og bjúg- meðferð á endurhæfíngarstöð Heil- brigðisstofnunar Austurlands í Neskausptað. Þátttakendur voru tíu talsins og komu frá Húsavík, Akureyri, Egils- stöðum og Neskaupstað. Leiðbein- andi var Marjolein Roodbergen sjúkraþjálfari sem starfað hefur á íslandi síðan árið 1987. Þetta er í fjórða sinn sem slíkt námskeið er haldið á íslandi og er greinilegt að eftirspurn er mikil því fullbókað var á námskeiðið og komust færri að en vildu. Morgunblaðið/Atli Guðmundur Skarphéðinsson, bóndi að Garði í Aðaldal og kýrin Brött nr.122 sem nú er sautján ára. blöndunartæki. Hentar sérlega vel fyrir matvælaiðnað, læknastofur, veitingastaði o.fl. Einnig fyrir heimili. Geberit - Svissnesk gæði nnsi Smiðjuvegi 11 • 200Kopavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is Hlutabréf Ungmennafélags Sandvíkurhrepps talin í eigu Árborgar Bréfin seld fyrir 220 þúsund krónur HLUTABRÉF í Eimskip, sem áður voru í eigu aflagðs Ung- mennafélags Sandvíkurhrepps, eru að mati lögmanns talin hafa verið í eigu sveitarfélagsins Ár- borgar. Ungmennafélag Selfoss hafði gert athugasemd við sölu þeirra og fór formaður félagsins fram á að kannað yrði réttmæti þess að Árborg gæti selt bréfin. Sveitarstjórn Árborgar seldi bréfin á opnum hlutabréfamark- aði 29. desember sl. og nam verð- mæti bréfanna 220.625 krónum. Ungmennafélag Sandvíkur- hrepps var lagt niður árið 1931, en hafði árið 1917 fest kaup á hlutabréfum í Eimskip hf. í síð- ustu fundargerð félagsins, sem bókuð var 22. nóvember 1931, kemur fram að félagið seldi hús- eign sína, greiddi skuldir og lagði afganginn inn á sparisjóðsbók. Ekki var fjallað um hlutbréfin á þeim fundi og ekki virðast vera til skjalfestar heimildir um það hvert bréfin fóru eða áttu að fara. Formaður Ungmennafélags Selfoss gerði tilkall til bréfanna fyrir hönd félagsins, þar sem fé- lagið starfaði á sama svæði og Ungmennafélag Sandvíkurhrepps og að líta mætti á Ungmennafé- lagið Selfoss, sem stofnað var 1936, sem arftaka félagsins. Ætíð verið litið á bréfin sem eign hreppsins Bæjarstjóri Árborgar fól Jóni Ólafssyni hæstarréttarlögmanni, í framhaldi af erindi ungmennafé- lagsins, að fjalla um málið. Sam- kvæmt niðurstöðu Jóns eru engin gögn fyrir hendi sem sýna að Ungmennafélag Selfoss sé arftaki Ungmennafélags Sandvíkur- hrepps. í niðurstöðu Jóns segir Páll Lýðsson, síðasti oddviti Sandvíkurhrepps, að ætíð hafi verið litið á hlutabréf Eimskipa- félagsins sem eign hreppsins eftir að félagið lagðist af. Sandvíkur- hreppur hefur ætíð fengið arð af bréfunum og útgefin jöfnunar- bréf og alla tíð fært arðinn til tekna. Jón kemst að þeirri niðurstöðu að Sandvíkurhreppur hafi eignast hlutabréfin í Éimskipafélaginu fyrir hefð, sbr. lög nr. 46 frá 10. nóv. 1905, og að Árborg hafi því eignast bréfin við sameiningu Selfossbæjar og Sandvíkurhrepps árið 1998.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.