Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 46
<46 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓN GUNNAR
- GUNNARSSON
+ Jón Gunnar
Gunnarsson
fæddist í Reykjavík
5. ágúst 1984. Hann
lést 2. mars síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Grafarvogs-
kirkju 10. mars.
Mér þótti mjög vænt
um hve Jón Gunnar var
tilbúinn að verða vinur
'«iinn, þó ég þekkti hann
ekki vel í fyrstu. Við
byrjuðum að tala sam-
an síðasta sumar og
urðum svo enn betri
vinir með tímanum. Við töluðum mik-
ið saman á opnum húsum í félagsmið-
stöðinni og í síma. Þegar ég hugsa til
baka finnst mér einkenna Jóga hvað
hann var skilningsríkur, opinskár,
glaðvær og skemmtilegur. Eg mun
alltaf muna góðu stundirnar sem við
áttum saman. Mér þótti mjög vænt
um þig og ég mun alltaf sakna þín
elsku Jógi.
Eva Hlín Samúelsdóttir.
. Elsku Jógi okkar.
Það var svo margt sem við ætluð-
um að gera í sameiningu, við í 10.
bekk í Hamraskóla. Núna er komið
stórt skarð í hópinn, það vantar þig.
Þú varst alltaf svo pottþéttur og til-
búinn að redda málunum þegar við
hin vorum ráðalaus. Líkt og á „Date-
ballinu“ í 9.bekk. Græjumar í rústi,
allir orðnir pirraðir og þreyttir, þar til
þú stóðst upp, lagaðir græjurnar og
komst öllum í stuð.
Önnur góð minning;
Skrekkm* ’98 og ’99. Þai-
varst þú í essinu þínu að
gera það sem þér þótti
semmtilegast ásamt
vinum þínum, að
„breika“.
Þú varst alltaf tíman-
lega t.d. þegar þú beiðst
fyrir utan skóla kl. sjö
um morguninn til þess
að mæta á æfingu fyrir
Skrekk. Við sem höfð-
um fyrirskipað þessa
æfingu lágum heima
sofandi. Þetta lýsti þér
best.
Það er ótrúlegt að við eigum aldrei
eftir að sjá þig aftur í gulu peysunni
með gulu derhúfuna. Við söknum þín
og munum alltaf gera.
Við þökkum þér, Jógi, fyrir sam-
fylgdina og kynnin sem urðu allt of
stutt.
Núleggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt.
Æ, virst mig að þér taka,
méryiirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S.Egilsson)
Við biðjum Guð að styrkja fjöl-
skyldu Jóns Gunnars og ættingja í
þessari miklu sorg.
Fyrir hönd nemenda 10. bekkja.
Hamraskóla;
Sunna, Fanney, Ásta, Björg,
Ema, Bára og Berglind Eygló.
+
Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
STEINUNNAR GISSURARDÓTTUR,
Naustahlein 9,
Garðabæ,
fer fram frá Fossvogskapellu laugardaginn
25. mars kl. 10.30.
Jarðsett verður að Skarði í Landsveit sama
dag kl. 15.00.
Jón Guðmundsson, Marinella R. Haraldsdóttir,
Þórir Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐBJARGAR ARNÓRSDÓTTUR,
Stellu.
Þórarinn Jakobsson,
Hilmar Ægir Þórarinsson, Elín Birna Guðmundsdóttir,
Jakob Þórarinsson, Svandís ívarsdóttir,
Þórarinn Þórarinsson, Helen Viggósdóttir,
Már Þórarinsson, Ester Gunnsteinsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andiát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS ÁRNASONAR
skólastjóra,
Skeiðarvogi 125,
Reykjavík.
Þórhildur Halldórsdóttir,
Halldór Jónsson, Dagmar Vala Hjörleifsdóttir,
Guðbjörg Jónsdóttir, Trausti Leifsson,
’ afabörn og langafabarn.
Elsku Jón Gunnar frændi, þú þessi
dagfarsprúði drengur með ljúfa skap-
ið og brosið bjai'ta ert allur, ég er orð-
laus og hryggur og mér dettur ekkert
í hug annað en þessi tregaríma eftir
Jakob Jóh. Smára:
Eftir genginn góðan dreng
gráturþrengirróm.
Heyrir lengi í hjartans streng
harmafenginn óm.
Eg bið góðan Guð að varðveita
foreldra þína og systkini.
Einar Stígsson.
Elsku Jógi minn. Af hverju þú? Þú
varst svo klár og duglegur strákur.
Þú hafðir alltaf hugmyndir um eitt-
hvað skemmtilegt tU þess að gera.
Varst ávallt í góðu skapi. Varst alltaf
brosandi og komst öllum í gott skap
með þér. Það var alltaf fjör í kring um
þig einsog t.d þegar ég fór með þér í
partí komst þú með bassaboxið þitt
með til þess að halda uppi fjörinu. Það
var svo rosalega gaman að horfa á þig
„breika“ því þú varst svo rosalega
góður og varst alltaf að reyna að
kenna mér en hlóst svo þegar ég
reyndi og gat ekki neitt. Svo fórum
við einu sinni upp á Faxaskála á línu-
skautum. Þú varst að kenna mér á lín-
uskautana sem við vorum nýbúin að
kaupa handa mér. Svo var ég næstum
því dottin og þú ætlaðir að grípa mig
en í staðinn dastu með mig og við
hlógum alveg einsog vitleysingar þar
sem við lágum í götunni. Það var svo
gaman. Ég vU að þú vitir svo innilega
hve vænt mér þótti um þig og hve æð-
islegur kærasti þú varst. Þú sýndir
mér aUtaf tillitssemi, ást og hlýju. AU-
ir vissu hvað samband okkar var gott
og það lifði líka vel. Þú varst alltaf svo
umhyggjusamur og góður strákur.
Það voru engir töffarastælar í þér. Og
að sjá þig með honum Bjarka Hrafni,
litla bróður þínum, var alveg frábært.
Þú varst svo barngóður. Þú hefðir
orðið æðislegur faðir og eiginmaður.
Vonandi færðu annað líf þar sem þú
getur unnið úr vandamáli þínu sem
kom upp og hafði þessar afleiðingar.
Ég man að þegar ég var þunglynd og
var að þvi komin að fremja sjálfsmorð
bað ég þig og marga aðra um hjálp
með hegðun minni. Ég var lögð inn á
Dalbraut og þú studdir mig mikið á
þeim tíma á meðan ég var þar og ég
hætti ég við að deyja, sá að það er svo
margt jákvætt í líftnu sem ég bara
hreinlega sá ekki. Ég sá bara allt
svart þangað til mér var hjálpað. Ég
hefði viljað hjálpa þér hka og styðja
eins og þú gerðir fyrir mig. Ávallt tal-
aðir þú vel um alla í kringum þig.
Allavega heyrði ég aldrei neitt annað
írá þér. Þú, elsku Jógi minn, svo
hjartahlýr drengur og svo myndar-
legui' enda hrifust margar stelpur af
þér og þú áttir meira en fullt af vin-
um. Fjölskyldan þín má vera rosalega
stolt af þér. Þú talaðir alltaf vel um
hana sem er frekar ólíkt unglingum,
maður er alltaf fúll út í annaðhvort
mömmu eða pabba og blótar þeim í
sand og ösku en það gerðir þú ekki.
Ef þú varst ósáttur við eitthvað
heima talaðir þú við foreldra þína og
þið funduð sameiginlega lausn sem
allir voru sáttir við. Ég var alveg í
sjokki þegar ég frétti um andlát þitt.
Þú varst hluti af mér, hluti af lífi
mínu. En mér fannst gott að sjá hve
margir komu í útfor þína og vita hve
mörgum þótti vænt um þig og stóð
alls ekki á sama. Vonandi varstu við-
staddur og sást allt þetta fólk sem lét
tárin falla allan tímann. Allt þetta
fólk, ungir sem aldnir, munu muna
eftir þér og sakna þín, Jógi minn. Þú
lifir enn í okkur öllum.
Elsku Gunnar, Jónína, Þóranna og
JÓN
ÁRNASON
+ Jón Árnason
fæddist í Stykkis-
hólmi 23. desember
1928. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 8. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Lang-
holtskirkju 16. mars.
Jón Árnason, kenn-
ari og síðar skólastjóri,
hefur kvatt þessa jarð-
vist. Þegar bekkjar-
systkini sem tóku sam-
an fullnaðarpróf fyrir
liðlega 40 árum árum
frá Langholtsskóla í Reykjavík líta
nú um öxl, teljast það óumdeilanlega
forréttindi að hafa notið handleiðslu
Jóns Amasonar sem kennara. Jón
var fæddur í Stykkishólmi og ég man
ekki betur en hann hafi verið ákaf-
lega stoltur af því, talið það ákveðin
forréttindi að vera Hólmari. Fyrstu
fimm ár bamaskólagöngunnar nut-
um við handleiðslu eiginkonu Jóns,
Þórhildar Halldórsdóttur, góðs kenn-
ara sem hafði aldeilis frábæra rit-
hönd, og mér er það til efs að við hefð-
um getað verið heppnari en að fá Jón
sem kennara þegar Þórhildur hætti
að kenna okkur. Það er heldur ekkert
venjulegt að hjón starfí
saman sem kennarar
við sama skóla í árarað-
ir með eins miklum
ágætum og þau Jón og
Þórhildur. Jón Árnason
var góður kennari og
hélt uppi góðum aga í
12 ára Á í stofu 7 að því
er virtist án þess að
hafa mikið fyrir því, það
var honum í blóð borið.
Það hefur ekki alltaf
verið auðvelt ef að lík-
um lætur og hann var
einstaklega þolinmóður
við þá sem t.d. ekkert
gátu teiknað, eins og undirritaður.
Bekkurinn fór í skólaferðalag vorið
sem hópurinn útskrifaðist frá Lang-
holtsskóla og var faiið vestur á Snæ-
fellsnes og gist á Hellissandi. Þar
fundu höfuðborgarbörnin lúðra í
kössum uppi í staur og auðvitað var
tekið til óspilltra málanna að blása í
lúðrana. Þetta reyndust vera brana-
lúðrar og þá reyndi svo sannarlega á
þolinmæði Jóns og manngæsku að
leysa úr þeim hremmingum sem
þessi óstýrláti hópur var búinn að
koma sér í. Sumum fannst Jón stund-
um svolítið þurr á manninn en hann
var hins vegar alveg einstakur sátta-
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR BOGADÓTTUR,
Skálarhlíð,
Siglufirði,
áður til heimílis
á Hólavegi 38.
Theodór Þráinn Bogason, Birna Berg,
Sigurlína Káradóttir, Hreinn Júiíusson,
Hjördís Káradóttir, Stefán Björnsson,
Höskuldur Rafn Kárason, Sigurleif Guðfinnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bjarki Hrafn. Ég samhryggist ykkur
alveg rosalega. Hann var svo æðisleg-
ur og mér eins og ykkur þótti rosa-
lega vænt um hann og elskaði. En við
komumst yfir þetta saman. Við styðj-
um öll við bakið hvert á öðra og leyf-
um Jóga að lifa áfi'am innra með okk-
ur, á myndum á heimilum okkai',
höfum hluti sem hann átti í kringum
okkur og svo höfum við auðvitað allar
góðu minningarnar um hann. Munið
að ég og allir vinir hans og fjölskylda
styðjum við bakið á ykkur. Þið fáið
alla þá umhyggju og stuðning sem þið
viljið, hann fáið þið svo sannarlega.
Bless, elsku Jógi minn. Mundu mig
- ég man þig að eilífu.
Þín
Helga Margrét úr Bökkunum.
Ég kynntist Jóni Gunnari sl. sumar
og enn betur í haust þegar við hófum
störf í nemendaráði skólans. Við urð-
um góðir vinir og eyddum mörgum
kvöldum saman við spjall eða horfa á
videóspólur. Það var einstaklega gott
að tala við Jóga, hann hlustaði vel og
það var hægt að segja honum allt sem
manni lá á hjarta. Hann var orðinn
einn af mínum bestu vinum og ég
hans. Hann sagði við mig að það mik-
ilvægasta í lífinu væri að eiga góðan
vin sem hægt væri að tala við þegar
eitthvað amaði að.
Hann var þannig strákur sem ég
mundi lýsa sem hamingjusömum,
glöðum, góðum og yndislegum. Hann
var vanur að hlæja að svo mörgum
fáránlegum og hallærislegum hlut-
um. Það fékk mig til að hlæja líka og
gerir enn þegar ég hugsa aftur um
þessar stundir sem við áttum saman.
Hann var sannur vinur í raun og er
það enn í hjörtum okkar. Með sökn-
uði.
Björg Þorkelsddttir.
semjari og hafði sérstakt lag á að
leysa úr vanda allra sem í bekknum
vora sem var ansi mislit hjörð. Það
var auðvitað sitt lítið af hverju á þess-
um áram þegar svo margt er að
brjótast um í hugum okkar.
Okkur nemendum þeirra var held-
ur ekki í kot vísað þegar við áttum
eða gerðum okkur erindi á heimili
þeirra í Efstasundi 45. Það er ekki
víst að ungir kennarar í dag taki því
með eins miklu jafnaðargeði og þau
Jón og Þórhildur gerðu þegar bankað
var upp á af nemendum, stundum af
litlu tilefni, ef þá nokkru. En enginn
fór bónleiður til búðar.
Þegar 25 ár vora liðin frá því hóp-
urinn útskrifaðist, árið 1984, kom
þessi bekkur, sem svo lengi átti sam-
leið á skólabekk, saman og átti
ánægjulega kvöldstund, og auðvitað
liti þau Jón og Þórhildur við, raunar
ekki annað hægt, svo samofin vora
þau minningum þessa hóps frá
barnaskólaáranum. Að skilnaði var
talað um að hópurinn kæmi aftur
saman þegar hálf öld væri liðin frá
vorinu 1959, þ.e. árið 2009. Ég er
sannfærður um að Jón verður með
okkur í huganum þegar þar að kem-
ur.
Nemendur 12 ára A sem Jón Árna-
son útskrifaði vorið 1959 í glampandi
sólskini minnast hans með þakklæti
og virðingu. Hann lagði sitt af mörk-
um til þess veganestis sem okkur öll-
um var nauðsyn á umbrotatímum í lífi
okkar og þjóðfélagsins. Það er svo
gott að átta sig á þeim staðreyndum
og meta að verðleikum nú þegar mað-
ur kemst sjálfur yfir miðjan aldur.
Kæra Þórhildur, þessi ár í Lang-
holtsskóla undir handleiðslu ykkar
Jóns eru ómetanleg. Það ber að
þakka. Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til þín, barna ykkar og ann-
arra afkomenda. Blessuð sé minning
Jóns Árnasonai'.
F.h. 12 ára A veturinn 1958 til
1959,
Geir Guðsteinsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.