Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
BRÉF TIL BLAÐSINS
Klám og hmgn-
un siðgæðis
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
EG TRÚI því varla að ég sé ein um
það að ofbjóða hið gegndarlausa
auglýsingaflóð, sem finna má og nú
einnig heyi’a, og tilheyrir tiltölulega
nýtilkomnum kynlífsiðnaði hér á
landi. Afstaða Morgunblaðsins gagn-
vart lesendum sínum er tilkynnt var
á sínum tíma er til vitnis um vitund
stjórnenda blaðsins um það atriði að
misbjóða ekki siðgæðisvitund les-
enda sinna. Að því er ég best veit
hafa afskaplega fáir aðrir látið sig
varða siðgæðisvitund almennings
með afgerandi hætti, svo fáir að
undrum sætir.
Flestir virðast fljóta með sofandi
að feigðarósi, undir formerkjum hins
óhefta frelsis og markaðshyggju. Er
fólki alveg sama um siðgæðisvitund
barna sinna í þessu sambandi? Þarf
ekki að veita einhvers konar við-
spyrnu við þessa tegund af þjónkun
við hinar lægri hvatir mannsins í
slíku magni sem raun ber vitni.
Nektardansstaðir spretta upp eins
og gorkúlur, með leyfi yfirvalda.
Þarf ekki að fara að hóa saman í
einhvers konar siðgæðisnefnd er
hefði það hlutverk með höndum að
stuðla að aukinni siðgæðisvitund al-
mennings, og ef til vill væri það
skárra að aðeins afmarkaður hluti
höfuðborgarinnar utan íbúðarhverfa
fengi leyfi til reksturs slíkra staða.
Raunin er sú að þótt ráð og nefndir
geti skilað tilgangi þá eru það fyrst
og fremst við sjálf sem þurfum að
mynda okkur skoðun í okkar nánasta
umhverfí.
Ástarlækningar gegnum síma
Satt best að segja er það stór-
hlægilegt að ekki skuli mega auglýsa
bjór, meðan drekkja má almenningi í
klámkjaftæði. Ekki þar fyrir að bjór-
eða áfengisauglýsingar séu af hinu
góða, þvert á móti. Nýjungagirni
okkar íslendinga er nefnilega lítil
takmörk sett, líkt og venjulega og
hræðslan við að skera sig úr sökum
þess að hafa skoðun er nokkuð ríkj-
andi. Sér einhver fyrir sér ferming-
arbörnin í runum með GSM-símann,
hlustandi á heita mey stynja mis-
munandi háum stunum? Getur það
verið að það taki því ekki lengur að
finna sér maka og festa ráð sitt, held-
ur hægt að hanga á glóðheitum síma-
línum í staðinn eða sitja á nektar-
búllum? Mér er einnig sagt að
útvarpsmaður einn sem kennir sig
við ástarlækni lýsi allra handa kyn-
ferðislegum athöfnum í útvarpi, þar
sem aðferðum samkynhneigðra við
iðkun síns ástalífs er lýst út í ystu
æsar. Sami maður er vinsæl popp-
stjarna og hver man ekki þegar
unglingar í eina tíð brutu í sér fram-
tönn til þess að líkjast poppstjörnu.
Eru unglingar í dag eitthvað öðru
vísi? Sennilega ekki, en fyrirmynd-
imar hafa breyst.
Klámofbeldi alls staðar
Ég er án efa ekki ein um það að
hafa hneykslast í langan tíma yfir
magni kláms sem birtist ljóst og
leynt hér og þar í samfélaginu. Sjálf
sá ég ekki mynd Sigursteins Más-
sonar, en hann er greinilega snilling-
ur að hitta á réttu punktana hjá okk-
ar þjóð, miðað við umræðu fólks í
kjölfarið. Þótt það sé afstætt að til
þess skuli þurfa að koma að afhjúpa
óþverrann í allri sinni mynd til þess
að vekja vitund almennings þá má
segja að við lifum einfaldlega á þeim
tímum. Vonandi vaknar siðgæðisvit-
und þeiwa er hafa með mál þessi að
gera og ausa yfir okkur klámkjaft-
æði í formi sölumennsku einhvers
konar dag eftir dag. Hvers vegna
inniheldur sérstök sjónvarpsrás
bæði íþróttir og klámmyndir? Æði
margir sem ég ræði við furða sig
nokkuð á þeim ráðstöfun. Umræða
og umfjöllun um kynlífshjálpartæki
til handa ófötluðu fólki, er einnig
eitthvað sem er að mínum dómi
óþarft, því hvar er ástalíf vort ef vél-
mennska tekur við af hugsun. Ásókn
eftir vindi er allt það brölt og sá pen-
ingaaustur sem farið hefur í þjónkun
við þessar lægstu hvatir mannsins,
sem aðeins eiga að birtast og dvelja
innan veggja heimilisins, inni í svefn-
herbergi milli karls og konu sem
kjósa að búa saman, eða hinna sam-
kynhneigðu ellegar. Frelsið er ynd-
islegt en snýst í andhverfu sína ef
þess finnast ekki mörk.
Sjálf bind ég vonir við kvenlegt
innsæi í fjölgun kvenna á æðstu stöð-
um, að þær láti mál þessi til sín taka,
hið fyrsta. Samstillt átak dóms- og
kirkjumálaráðherra, heilbrigðisráð-
herra, viðskiptaráðherra og borgar-
stjói-ans í Reykjavík, kynni að vera
upphaf að siðbótaátaki með kven-
legu innsæi.
GUÐRÚN MARÍA
ÓSKARSDÓTTIR, húsmóðir,
Herjólfsgötu 18, Hafnarfirði.
(BIODROGA^
Snyrtivörur
Q-10 húðkremið
li
Greiðslukerfi banka
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 • Simi 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/
abinnréttingar
i miklu úrvali
Friform
HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SlMI: 552 4420
51.
STJORIUMÁLASKÓLI
SJÁLFSTÆÐISFLOKICSINS
Helgarslcóli
24. og 25. mars
DAGSKRÁ:
Föstudagur 24. mars:
kl. 17.00-17.15 Skólasetning: Árni Johnsen, alþingismaður.
kl. 17.15-19.00 Samgöngu- og byggðamál:
Árni Johnsen, alþingismaður.
kl. 20.00-21.30 Ræðumennska og fundarsköp:
Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar.
kl. 21.45-23.00 Greina- og fréttaskrif:
Einar Sigurðsson, nemi HÍ. (blaðam. DV).
Laugardagur 25. mars:
kl. 09.30-10.45 Sjávarútvegsmál:
Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka
fiskvinnslustöðvanna.
kl. 10.45-12.00 Menntamál:
Jóhanna María Eyjólfsdóttir,
aðstoðarmaður menntamálaráðherra.
kl. 13.00-14.15 Sjálfstæðisstefnan og Sjálfstæðisflokkurinn:
Drífa Hjartardóttir, alþingismaður.
kl. 14.15-15.30 Upplýsinga- og fjarskiptamál:
Árni Sigfússon.framkvæmdastjóri.
kl. 15.45-17.00 Sveitarstjórnarmál:
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri.
kl. 17.00 Skólaslit: Árni Johnsen, alþingismaður.
24., 25. og 26. mars
DAGSKRÁ:
Föstudagur 24. mars:
kl. 17.00-17.15 Skólasetning:
Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður.
kl. 17.15-19.00 Jafnréttismál:
Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður.
kl. 20.00-21.15 Ræðutækni:
Guðlaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri.
kl. 21.15-22.30 Upplýsingamál:
Gunnar Vignisson, framkvæmdastjóri.
Laugardagur 25. mars:
kl. 10.00-12.00 Byggða-, ferða- og samgöngumál:
Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður
og Halldór Blöndal, forseti Alþingis
kl. 13.00-14.15 Ræðutækni:
Jónas Þór Jóhannsson, sveitastjóri
kl. 14.15-15.30 Menntamál:
Sigríður A. Þórðardóttir, formaður þingflokks
sjálfstæðismanna.
kl. 15.30-16.45 Greina- og fréttaskrif:
Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri
þingflokks sjálfstæðismanna.
kl. 16.45-18.00 Sveitarstjórnarmál:
Helgi Halldórsson, skólastjóri.
Sunnudagur 25. mars:
kl. 10:00-12.00 Ræðutækni:
Einar Rafn Haraldsson.framkvæmdastjóri
kl. 13.00-14.15 Utanríkismál:
Tómas Ingi Olrich, alþingismaður
kl. 14.15-15.00 Sjálfstæðisstefnan og Sjálfstæðisflokkurinn:
Halldór Blöndal, forseti Alþingis
kl. 15.00-17.00 Skólaslit: Halldór Blöndal, forseti Alþingis
SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN
wwwf.xd.is.