Morgunblaðið - 22.03.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.03.2000, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei, nei, ekki fara með hurðina Guðmundur minn, hún var ekkert með í samningnum. Islandsflug hættir Siglufj arðarflugi ÍSLANDSFLUG hættir áætlunar- flugi á Siglufjörð 27. apríl um leið og hætt verður að fljúga á Gjögur en sú leið var boðin út og fékk fyrirtækið henni ekki úthlutað. íslandsflug mun framvegis aðeins sinna áætlunar- flugi frá Reykjavík til Vesturbyggð- ar pg Sauðárkróks. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, segir litla flutninga á Siglufjarðarleiðinni yíir sumarið og segir hann ákvörðun um að hætta flugi á þeirri leið hafa legið í loftinu hjá fyiirtækinu. Akveðið hafi verið að tengja fram- hald Siglufjarðarflugsins flugi á Gjögur en þar sem ljóst sé að félagið hætti því einnig 27. apríl í kjölfar út- boðs hafi orðið ofan á að hætta einnig við Siglufjörð. Verði leiðin boðin út segir hann hugsanlegt að Islands- flug myndi sýna því áhuga. Flogið hefur verið virka daga milli Siglufjarðar og Reykjavíkur með viðkomu á Sauðárkrók. Einnig var flogið til Siglufjarðar á sunnudögum. Ómar segir áfram flogið til Sauðár- króks kvölds og morgna og margir Siglfirðingar noti sér það flug. Aætl- unarflugi Islandsflugs verður nú sinnt með Dornier-vél félagsins og önnur slík vél er einkum notuð í leiguflugi. Þrjár áhafnir geta sinnt þessum verkefnum en halda hefði þurft úti íjórðu áhöfninni vegna Siglufjarðarflugsins. Sérstaklega mjúk og vel bólstruð dýna með 544 gormum í Full XL stærð og 608 gormar f Queen stærð. Góð kantstyrking, Vandaður gegnheill trérammi með sérstakri styrkingu á álagsflötum í neðri dýnu. Serenade Full XL 135 x 203cm kr. 61.900 Queen 153 x 203cm Járngafl kr. 24, 700 Queen 153 x Full XL 135 x 203cm Full 135 x 190cm Twin 97 x 190cm Vel bólstruð millistíf dýna með 544 gormum í Full XL stærð og 608 gormar f Queen stærð. Góð kantstyrkfng, Vandaður gegnheill trérammi með sérstakri styrkingu á álagsflötum f neðri dýnu. kr. 48.900 Öll verð meö undirstöðum Mexigafl kr. 22.800* *Verð á gafli i Full stærð SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 & 553 601 1 Rannsókn á starfi námsráðgjafa Þörf á breytt- um áherslum Kristrún Guðmundsdóttir MUN fleiri telja að persónuleg ráð- gjöf sé mikilvæg- ari á grunnskólastigi held- ur en náms- og starfs- ráðgjöf. Þetta kemur m.a fram í rannsókn sem Kristrún Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi gerði í þeim grunnskólum í Reykjavík þar sem náms- ráðgjafar starfa. Rann- sóknina gerði Kristrún í tengslum við mastersnám sitt nýlega. En hvers vegna skyldu þátttakendur í rannsókninni telja að persónuleg ráðgjöf sé nauðsynlegri en námsráð- gjöf? „Vægi uppeldishlut- verksins í grunnskólum hefur orðið æ meira á und- anförnum árum og verkefnum hefur fjölgað og samkvæmt grunnskólalögum á skólinn að gæta velferðar nemenda og undir- búa þá undir líf og starf sem er í stöðugri þróun. Auk hefðbundinn- ar kennslu leggja fræðsluyfírvöld áherslu á samstarf heimila og skóla og samstarf skóla og ýmissa stofnana, til dæmis varðandi for- varnastarf og velferð nemenda al- mennt. I rannsókn minni tóku þátt skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og námsráðgjafar. Voru skóla- stjóramir enn frekar á þeirri skoðun að persónuleg ráðgjöf væri mikilvægari en námsráðgjöf á þessu skólastigi en aðstoðar- skólastjórar og námsráðgjafar. Þetta má ef til vill skýra með því að það kemur oftast í hlut önnum kafinna skólastjóra að leysa per- sónuleg málefni nemenda og þess vegna óska þeir eftir fleiri sér- fræðingum til starfa við slík verk- efni.“ - Hvað annað athyglisvert kom fram írannsókn þinni? „Til dæmis vil ég nefna að það var lang algengast að náms- og starfsráðgjöf og náms- og starfs- fræðsla væri á stundatöflu nem- enda í tíunda bekk enda þótt stórt hlutfall þátttakenda telji að þessi fræðsla eigi fremur að fara fram í áttunda og níunda bekk. Hér er því þörf á breytingum. Einnig kom fram að mikill meiri hluti þátttakenda telur mikilvægt að námsráðgjafi taki viðtal við sér- hvern nemanda í lok tíunda bekkj- ar, samt sem áður segist aðeins tæpur helmingur námsráðgjaf- anna sem þátt tóku í rannsókninni taka slík viðtöl. Hér virðist því einnig vera þörf á breyttum áherslum. Loks má nefna að hvað varðar skólakynningar í lok tíunda bekkjar þá telur meiri hluti þátt- takenda að þær eigi að vera bæði fyrir foreldra og nem- endur og voru skóla- stjórar og aðstoðar- skólastjórar oftar á þeirri skoðun en náms- ráðgjafarnir. Skóla- .stjórnendur voru einn- ig oftar fylgjandi því en námsráðgjafar að slíkar kynning- ar færu fram á kvöldin í grunn- skólunum.“ -Hvað felst í þeirri persónu- legu ráðgjöf sem svo miídlvæg er talin? „Það má sem dæmi nefna ráð- gjöf við nemendahópa sem eiga í vandræðum t.d. vegna óreglu á heimilum, og einnig vantar ráð- gjöf sem miðar að því að styrkja samband nemenda og foreldra. Auk þess ber að nefna forvarna- fræðslu í sambandi við fíkniefni. Nær helmingur námsráðgjafanna sem þátt tóku í rannsókn minni nefndu að þeir vildu fá fræðslu í ► Kristrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk prófi frá Fósturskóla ís- lands 1980, BA-prófi íuppeldis- og menntunarfræðum 1993 frá Háskóla íslands, prófi í uppeldis- og kennslufræði til kennslurétt- inda frá sama skóla 1994 og prófi í náms- og starfsráðgjöf frá HI 1997. Hún hefur stundað fram- haldsnám í University of Strat- clyde í Glasgow 1997 og lauk mastersprófi frá þeim skóla haustið 1999. Hún hefur starfað siðan við sérdeild Ölduselsskóla en þar hefur Kristrún unnið frá 1993, auk þess í hálfu starfi sem náms-og starfsráðgjafi við Menntaskólann í Reykjavík skólaárið 1996 til 97. Kristrún er gift Daníel Gunnarssyni skóla- stjóra og eiga þau þrjú börn. tengslum við forvarnir gegn ííkni- efnum þegar þeir voru spurðir hvaða námskeið þeir vildu sjá í skólunum þar sem þeir störfuðu." - Hvers vegna gerðir þú þessa rannsókn? „Aðaltilgangurinn var sá að koma auga á meginviðfangsefni og áherslur í starfi námsráðgjafa í grunnskólastigi og athuga hvort breyta þurfi áherslum í starfi þeirra. Niðurstöður mínar sýna að þess er þörf í ýmsu tilliti eins og að ofan greinir. Þess má geta að námsráðgjafar hafa sjaldnast starfslýsingar við að styðjast í sínu starfi og þess vegna er það von mín að þessar niðurstöður auðveldi samningu starfslýsingar fyrir námsráðgjafa í einstökum skólum. Námsráðgjafarnir sem þátt tóku í rannsókninni voru sam- mála um að best væri að starfs- lýsing væri samin af skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og námsráð- gjafa í sérhverjum skóla.“ - Greinir skóla- stjórnendur og náms- ráðgjafa á í viðhorfum til starfs námsráðgjafa samkvæmt könnun þinni? „Já, þar get ég nefnt sem dæmi að á vorin eftir að hefðbundinni kennslu lýk- ur vildu námsráðgjafar oftar nota tímann til að taka saman tölfræði- legar upplýsingar um starf liðins vetrar en aftur á móti vildu skóla- stjórnendur að námsráðgjafarnir tækju þátt í undirbúningi fyrir næsta skólaár á þessum tíma. I ágúst áður en skólar hefjast töldu námsráðgjafar best að þeir sæktu námskeið en þá vildu skólastjórn- endur að námsráðgjafarnir leið- beindu nýju starfsfólki í skólanum og styddu kennara í þeirra starfi. Þarna eru því dæmi um ólíkar skoðanir hvað áherslur snertir í starfi námsráðgjafa.“ Persónuleg ráðgjöf talin mikilvægari en náms- ráðgjöf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.