Morgunblaðið - 28.03.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 28.03.2000, Síða 28
2§ ÞRIÐJUDAGÍUR 28. MARS 2000 MORGUNBLADID LISTIR Reykjavik - menningarborg og Listahátíð sameina krafta sína Eitt umfangsmesta menningar- samstarf sem um getur á Islandi Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þórunn Sigurðardóttir og Sveinn Einarsson undirrita samninginn. FORSVARSMENN Reykjavíkur - menn- ingarborgar Evrópu árið 2000 og Listahá- tíðar í Reykjavík árið 2000 undirrituðu í gær einn umfangsmesta samstarfssamning sem gerður hefur verið milli tveggja íslenskra menningarstofnana til þessa. Nær samning- urinn yfir fjögur sam- starfsverkefni, sem eru á dagskrá beggja aðila, og sjö verkefni sem eru bæði á dag- skrá Menningarborgar og Listahátíðar en í umsjón þriðja aðila. Þórunn Sigurðar- dóttir stjómandi Menningarborgarinn- ar og Sveinn Einars- son formaður stjórnar Listahátíðar, sem und- irrituðu samninginn, lýstu honum sem sér- stöku gleðiefni. Þórunn sagði Listahátíð í Reykja- vík hafa ráðið miklu um það að Reykjavík varð fyrir valinu sem ein af níu menningarborgum Evrópu í ár enda sé þar á ferð alþjóðleg hátíð með ríka hefð. „Það er menningar- borginni gleðiefni að geta gengið til samstarfs við Listahátíð enda er það mín skoðun að vænlegra sé fyr- ir hátíðir af þessu tagi að sameinast en fara í samkeppni," sagði hún. Sveinn fagnaði samstarfinu sem gerði Listahátíð kleift að bjóða upp á stærri viðburði en áður, svo sem sýningu San Francisco-ballettsins á Svanavatninu í Borgarleikhúsinu. Kvaðst hann vonast til að hátíðin í ár yrði með eftirminniiegri Listahá- tíðum. Þórunn tók undir þetta og kvaðst binda vonir við að árangur- inn af samstarfinu yrði til þess að framlag til Listahátíðar, og menn- ingarmála í landinu almennt, yrði aukið í framtíðinni. Svanavatnið stærst Langstærsta samstarfsverkefnið er koma San Francisco-ballettsins en hin verkefnin eru Hátíðartón- leikar í Laugardalshöll 8. júní, sýn- ingin íslands þúsund ljóð í Þjóð- menningarhúsinu, sem opnuð verður 20. maí, og leikbrúðusýning- in Don Giovanni í ís- lensku óperunni dagana 3. og 4. júní. Menningarborgin leggur um 14,5 milljón- ir króna í þessi verk- efni. Eftirtalin verkefni eru í umsjón þriðja að- ila: Nýr heimur - staf- rænar sýnir á vegum Listasafns Islands; Garðhúsabærinn, al- þjóðleg arkitektasýning á vegum Listasafns Reykjavíkur; fslensk tónlist á 20. öld II á vegum Tónskáldafélags íslands; Blá, sýning á vegum Nýlistasafnsins; sýning á verkum Tonys Cragg í i8 og tvær sýn- ingar á Leiklistarhátíð barnanna, IMnsessan á hörpunni, brúðuleikhús á vegum Leikbrúðu- lands, og Unima á ís- landi og Völuspá, sem Möguleikhúsið stendur að. Menningarborgin mun verja ríf- lega 25 milljónum króna til þessara sjö verkefna. Miðasala á viðburði Listahátíðar hefst 25. apríl næstkomandi. Þá má geta þess að miðasala á tvö af stærri verkefnum Menningarborgarinnar, Raddir Evrópu og Björk annars vegar og Baldur eftir Jón Leifs hins vegar, hefst 10. apríl næstkomandi. Báðir viðburðir verða í ágúst. Sleit vöðva en héit ótrauður áfram EGILL Ólafsson, sem fer með hlutverk Freds Grahams í söngleiknum Kysstu mig Kata í Borgarleikhúsinu, varð fyrir því óhappi að slíta vöðva á frumsýningunni á laugardags- kvöldið. Hann hélt þó ótrauð- ur áfram leiknum eftir að hlúð hafði verið að honum baksviðs og hann vafinn. Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að ljúka sýning- unni með slitinn vöðva segir Egill að vissulega hafi það verið dálítið átak, þar sem sársaukinn hafi verið mikill. Dánarvottorð eina afsök- unin fyrir að mæta ekki „En maður beit bara á jaxl- inn, það var ekki hægt að hætta. Ég var ekki dauður - en eina afsökunin fyrir því að mæta ekki í vinnuna þegar leikhúsið er annars vegar er að vera með dánarvottorð upp á vasann. Það er engin misk- unnj)ar,“ segir hann. „Eg rak mig illa í þegar ég gekk þarna um og var með mótleikara minn á bakinu," segir Egill, sem þykir atvikið langt frá því að vera frétt- næmt, enda búinn að leika eina sýningu síðan eins og ekkert hafi í skorist. „Ég er í góðum höndum og hef fengið góða umönnun lækna og sjúkraþjálfara," segir hann. Þú getur treyst þér eins og því að í Golf líður heima hjá þér m HEKLA - I forystu á ttýrri Öldt Laugavegur 170-174 • Slml 569 5S00 • Helmasffta www.hekla.ls • Netfang hekla@hekla . is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.