Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 28
2§ ÞRIÐJUDAGÍUR 28. MARS 2000 MORGUNBLADID LISTIR Reykjavik - menningarborg og Listahátíð sameina krafta sína Eitt umfangsmesta menningar- samstarf sem um getur á Islandi Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þórunn Sigurðardóttir og Sveinn Einarsson undirrita samninginn. FORSVARSMENN Reykjavíkur - menn- ingarborgar Evrópu árið 2000 og Listahá- tíðar í Reykjavík árið 2000 undirrituðu í gær einn umfangsmesta samstarfssamning sem gerður hefur verið milli tveggja íslenskra menningarstofnana til þessa. Nær samning- urinn yfir fjögur sam- starfsverkefni, sem eru á dagskrá beggja aðila, og sjö verkefni sem eru bæði á dag- skrá Menningarborgar og Listahátíðar en í umsjón þriðja aðila. Þórunn Sigurðar- dóttir stjómandi Menningarborgarinn- ar og Sveinn Einars- son formaður stjórnar Listahátíðar, sem und- irrituðu samninginn, lýstu honum sem sér- stöku gleðiefni. Þórunn sagði Listahátíð í Reykja- vík hafa ráðið miklu um það að Reykjavík varð fyrir valinu sem ein af níu menningarborgum Evrópu í ár enda sé þar á ferð alþjóðleg hátíð með ríka hefð. „Það er menningar- borginni gleðiefni að geta gengið til samstarfs við Listahátíð enda er það mín skoðun að vænlegra sé fyr- ir hátíðir af þessu tagi að sameinast en fara í samkeppni," sagði hún. Sveinn fagnaði samstarfinu sem gerði Listahátíð kleift að bjóða upp á stærri viðburði en áður, svo sem sýningu San Francisco-ballettsins á Svanavatninu í Borgarleikhúsinu. Kvaðst hann vonast til að hátíðin í ár yrði með eftirminniiegri Listahá- tíðum. Þórunn tók undir þetta og kvaðst binda vonir við að árangur- inn af samstarfinu yrði til þess að framlag til Listahátíðar, og menn- ingarmála í landinu almennt, yrði aukið í framtíðinni. Svanavatnið stærst Langstærsta samstarfsverkefnið er koma San Francisco-ballettsins en hin verkefnin eru Hátíðartón- leikar í Laugardalshöll 8. júní, sýn- ingin íslands þúsund ljóð í Þjóð- menningarhúsinu, sem opnuð verður 20. maí, og leikbrúðusýning- in Don Giovanni í ís- lensku óperunni dagana 3. og 4. júní. Menningarborgin leggur um 14,5 milljón- ir króna í þessi verk- efni. Eftirtalin verkefni eru í umsjón þriðja að- ila: Nýr heimur - staf- rænar sýnir á vegum Listasafns Islands; Garðhúsabærinn, al- þjóðleg arkitektasýning á vegum Listasafns Reykjavíkur; fslensk tónlist á 20. öld II á vegum Tónskáldafélags íslands; Blá, sýning á vegum Nýlistasafnsins; sýning á verkum Tonys Cragg í i8 og tvær sýn- ingar á Leiklistarhátíð barnanna, IMnsessan á hörpunni, brúðuleikhús á vegum Leikbrúðu- lands, og Unima á ís- landi og Völuspá, sem Möguleikhúsið stendur að. Menningarborgin mun verja ríf- lega 25 milljónum króna til þessara sjö verkefna. Miðasala á viðburði Listahátíðar hefst 25. apríl næstkomandi. Þá má geta þess að miðasala á tvö af stærri verkefnum Menningarborgarinnar, Raddir Evrópu og Björk annars vegar og Baldur eftir Jón Leifs hins vegar, hefst 10. apríl næstkomandi. Báðir viðburðir verða í ágúst. Sleit vöðva en héit ótrauður áfram EGILL Ólafsson, sem fer með hlutverk Freds Grahams í söngleiknum Kysstu mig Kata í Borgarleikhúsinu, varð fyrir því óhappi að slíta vöðva á frumsýningunni á laugardags- kvöldið. Hann hélt þó ótrauð- ur áfram leiknum eftir að hlúð hafði verið að honum baksviðs og hann vafinn. Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að ljúka sýning- unni með slitinn vöðva segir Egill að vissulega hafi það verið dálítið átak, þar sem sársaukinn hafi verið mikill. Dánarvottorð eina afsök- unin fyrir að mæta ekki „En maður beit bara á jaxl- inn, það var ekki hægt að hætta. Ég var ekki dauður - en eina afsökunin fyrir því að mæta ekki í vinnuna þegar leikhúsið er annars vegar er að vera með dánarvottorð upp á vasann. Það er engin misk- unnj)ar,“ segir hann. „Eg rak mig illa í þegar ég gekk þarna um og var með mótleikara minn á bakinu," segir Egill, sem þykir atvikið langt frá því að vera frétt- næmt, enda búinn að leika eina sýningu síðan eins og ekkert hafi í skorist. „Ég er í góðum höndum og hef fengið góða umönnun lækna og sjúkraþjálfara," segir hann. Þú getur treyst þér eins og því að í Golf líður heima hjá þér m HEKLA - I forystu á ttýrri Öldt Laugavegur 170-174 • Slml 569 5S00 • Helmasffta www.hekla.ls • Netfang hekla@hekla . is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.