Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 LANDIÐ MORGU NBLAÐIÐ Brennuvargar voru á ferð í skógarlendinu í Skorradal Morgunblaðið/Davíð Pétursson Aratuga skógræktarstarf fuðraði upp á fáum mínútum Grund-Um kl. 16 á mánudag sáu húsráðendur á Indriðastöðum að rauður fólksbíll stoppaði í Ind- riðastaðaflóanum, út stigu tveir menn og skömmu síðar steig upp mikill reykur við vegarkantinn. Mennimir hröðuðu sér upp í bílinn aftur, og óku í miklum flýti austur með Skorradalsvatni og suður Geldingadraga. Um kl. 17:40 hringir sumarbústaðareigandi í Fitjahlíð og lætur vita af því, að hann sjái stíga reykjarmökk upp úr skóglendinu í Bakkakoti. Strax var haft samband við slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Borgarfjarðardala, Pétur Jónsson á Hvanneyri, sem kallaði út slökkvilið sitt, fór á stað- inn, og var slökkvistarf hafið um kl. 18:30 en lauk ekki fyrr en um 22:30. Þama eyðilagðist gróður meira eða minna á um 4-5 ha. svæði. Brennuvarg- amir höfðu kveikt eld beggja vegna vegarins sem þama er, svo hann hindraði ekki útbreiðslu eldsins. Landið sem þarna brann var sérlega erfitt til skógræktar. Jarðvegur lítill og rýr. Því var gripið til þess ráðs að gróðursetja fyrst birki og síðan, þegar það náði sér á strik, voru gróðursettar lerki- og fumplöntur. Birkið er nú 3-4 m. á hæð, og stærstu fum- og lerkiplönturnar komnar í 4-5 m. Það var grátlegt að horfa á þær fuðra upp, allt í efstu toppa. Þarna var meira en 30 ára gróðrar- starf eyðilagt á fáum mínutum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason Þessi hópur hafði nýlokið við að borða þriggja rétta máltíð og beið spenntur eftir að hljómsveitin Geirfuglamir færu á flug. Kuldaleg sumarkoma Neskaupstað - ÞAÐ var fátt sem minnti á sumarið á sumardaginn fyrsta í Neskaupstað. Norðaustan hriðarhraglandi og frost var og ekki beint ákjósanlegt úti- vistarveður. Sundlaugargestir létu það ekki aftra sér og brugðu sér í sund og heitu pottana og eins og sjá má á myndinni hefur þurft að moka snjóinn frá heitu pottunum til að hægt væri að komast í þá og sundlaugargestir sitja í þeim umluktir snjósköflum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Kristbjörg Kristinsdóttir með Hvatningaverðlaun Atvinnu- þróunarfélags Austurlands. Hlaut hvatning- arverðlaun Neskaupstað - A aðalfundi Atvinnuþróunarfélags Aust- urlands sem haldin var í Nes- kaupstað laugardaginn 15. apríl sl. voru veitt hvatning- arverðlaun félagsins í fyrsta skipti. Verðlaunin hlaut Kristbjörg Kristinsdóttir stofnandi og eigandi K.K. matvæla á Reyðarfirði. Verð- launin hlaut Kristbjörg fyrir góða og örugga uppbyggingu fyrirtækisins á undanförnum árum. K.K. matvæli hófu fram- leiðslu árið 1987 og var fram- leiðslan þá aðallega kinda- kæfa, fiskibollur og salöt. Starfsmenn voru þá aðeins tveir og afurðirnar aðallega seldar hér austanlands. Nú eru starfsmenn níu og starf- semin komin í eigið húsnæði og vöruflokkarnir sem fram- leiddir eru hjá fyrirtækinu orðnir á milli 40 og 50 talsins og eru í verslunum víða um land. Styrkur, félagsskapur foreldra, bauð unglingunum í Stykkishólmi til veislu á hótelinu. Þar mættu þau prúðbúin og þótti ljúft að láta stjana við sig þessa kvöldstund. Styrkur sinnir unglingum í Stykkishólmi Stykkishólmi - Styrkur er fé- lagsskapur kvenna sem eiga börn í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Markmið hópsins er að vinna með unglingum í Stykkishólmi með fyr- irlestrum, fræðslu og skemmtun. Þetta er annað starfsár Styrks. Verkefnin hafa verið fjölbreytt í vetur. Jóhann Ingi Gunnarsson flutti erindi og talaði við nemendur um mannleg samskipti og um hvað er að vera félagi. Hann lagði þar áherslu á jákvæðan aga og mann- leg samskipti. Hugrún Birgisdóttir talaði um umhirðu hárs. Þá kom Guðjón Bergmann og ræddi um skaðsemi reykinga. Jósep Blöndal var með kynningu á tónlist og Kjartan Páll Einarsson var með fræðslu um fjármál. Gaui litli kom í heimsókn og ræddi um mataræði og hreyfingu og lagði áherslu á að mikilvægt væri strax í upphafi að leggja áherslu á hvort tveggja og árangurinn kæmi í ljós seinna á lífsleiðinni með betri heilsu og vel- líðan. Styrkur stóð fyrir sýningu á leikritinu Rósu frænku, sem fjallaði um ábyrgt kynlíf og kynsjúkdóma. Vetrarstarfi Styrks lauk svo á föstudagskvöldið í samvinnu við fé- lagsmiðstöðina, þar sem öllum nemendum í 7 - 10 bekk ásamt nemendum framhaldsdeildar var boðið út að borða á Fosshótelinu og dansleik á eftir. Boðið var upp á þríréttaða máltíð og hljómsveitina Geirfuglarnir. Krakkarnir mættu prúðbúnir til samkonunnar og sýndu í verki að þeir kunnu að meta það sem fyrir þá er gert. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Æskulýðsdagur í Ölfushöllinni Hveragerði - Hestamannafélagið Ljúfur, Hveragerði, Sleipnir á Sel- fossi og Háfeti í Þorlákshöfn stóðu sameiginlega fyrir æskulýðsdegi í Ölfushöllinni síðastliðinn sunnudag. Fjöldi fólks fylgdist með ungu kynslóðinni leysa hinar ýmsu þraut- ir á hestbaki, en um 60 börn á aldr- inum 6-12 ára tóku þátt í dag- skránni. Var greinilegt að bæði hinir ungu knapar sem og áhorf- endur skemmtu sér hið besta enda aðstaðan í Ölfushöllinni eins og best verður á kosið. Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna Tálknafirði - Slökkvilið Tálkna- ljarðar var kallað út síðdegis á páskadag vegna sinubruna á Svein- seyrarhlíð. Heitavatnslögn úr plasti, sem liggur frá borholum í landi Litla-Laugardals inn í sundlaugina á Tálknafirði, skemmdist nokkuð í eldinum og á einum stað kom gat á hana. Einhverjir tugir metra af ein- angrun utan um leiðsluna urðu eld- inum að bráð og eyðilögðust. Það tók slökkviliðið og aðstoðar- fólk um þijár klukkustundir að ráða niðurlögum eldanna, sem logðuðu á þremur stöðum. Talsverðar skemmdir urðu á gróðri, einkum mosa. Enginn trágróður var á svæð- unum sem eldurinn fór yfir. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.