Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hundalíf Er íslenska heil- brigðiskerfíð sjúkt? Frá Einari Bimi Bragasyni FRAM að þessu hef ég talið mig lánsaman að vera íslendingur og búa í landi friðar og velferðar, enda er landið eitt af fimm ríkustu löndum heims og var talið hafa eitt besta heil- brigðiskerfi fyrir þegnana. Skoðun mín hefur ekkert breyst hvað landið varðar, en hinsvegar er hún gjörbreytt hvað varðar íslenska heilbrigðiskerfið eftir mjög undarlega reynslu. Undirritaður brákaðist á hálsi í vinnuslysi fyrir um einu og hálfu ári síðan. Eftir að hafa gengið frá Heródesi til Pílatusar endaði ég hjá þeim ágæta lækni Sveini Sveins- syni yfírlækni Héraðssjúkrahúss Sel- foss. Ég hélt um tíma að ég hefði dott- ið í lukkupottinn því læknirinn reyndi aUt er hann gat til að finna lausn mála, en þrátt fyrir fjölda röntgenmynda, bólgueyðandi lyfja, sterasprautur og sjúkraþjálfun versnaði mér stöðugt. Yfirlækniiinn neyddist á endanum til að senda mig til Boga Jónssonar bæklunarlæknis enda HSS vanbúið til frekari rannsókna. Eftir nær tveggja mánaða bið eftir tíma hjá lækninum og rúmlega aðra tvo mán- uði eftir tölvusneiðmyndum kom í ljós áverki á hálsliðum. A læknamáli kall- að „Osteofytar þrengja að neural for- minal í c5-c6 og þrengt rými að mænu hægra megin milli c6-c7“. Hvað sem það nú þýðir. Loks var komin skýring á vanlíðan minni, ég hélt að nú væri hægt að kippa kalli í lag, en það reyndist nú öðru nær. Það kom fljótlega í ljós að læknamir Bogi og Halldór Jónssynir, er starfa við aðgerðir af þessum toga hafa ekki ftjálsar hendur í sínum læknisverkum. Þeir mega aðeins framkvæma ákveðinn fjölda aðgerða á viku. Heilbrigðisráðherra virðist halda fast um Astorveskið. A meðan lengjast biðlistar og fársjúkt fólk ligg- ur kvalið vítt og breitt um byggðir landsins, bíður mánuðum og jafnvel árum saman eftir bót meina sinna. Er það eðlilegt að færustu sérfræð- ingar okkar í slíkum aðgerðum séu hreinlega læstir úti og fái ekki að nota skurðstofur Landspítalans v. Hr. nema hluta af venjulegri vinnuviku? Það er áríðandi að fá upplýst hvort þessi vinnubrögð eru alfarið á hendi heilbrigðisráðherra eða hvort þetta er stefna ríkisstjómarmnar. Almannatryggingakerfi íslensku þjóðarinnar, er stofnað var 1936, réði lengi vel við þau verkefni sem því var falið. Það gerir það ekki lengur, það sést best á því að talið er að nú bíði 7.000 manns eftir ýmsum vandasöm- um læknisaðgerðum. Auður hverrar þjóðar hlýtur að liggja í heilbrigði almúgans. Ef heilbrigðisráðherra er svo skyni skroppinn að sjá ekki þessa gulínu reglu, get ég ekid orða bundist og lýk máli mínu með orðum langömmu minnar úr Súðavík: „sveiattan". EINAR BJÖRN BRAGASON, fyrrverandi kerfisstjóri, Austurmörk 25b, 810 Hveragerði Ljóska HVAÖ HEIIIR PESSILEIMRI AFTUR? ANDLITIt) ER SVO KUNNU6LEST Ferdinand Á hvað ertu Síðdegi skógar- Það er mjög Ég get ímyndað að hlusta? púkans eftir fallegt. mér nokkuð sem Debussy er enn fallegra. „Síðdegi seppa“. Þjóðin heldur upp á afmæli Frá Konráði R. Friðfinnssyni: ÍSLENSKA þjóðin ætlar að halda upp á það að liðin em eitt þúsund ár, að talið er, síðan menn námu landið og hófu kross Krists á loft. Vissulega stendur þjóðin á ákveðnum tímamót- um. Þrátt fyrir þennan sannleika má síðan spyija sig þeirrar spumingar upp á hvað þjóðin sé raunverulega að halda. Vill hún gleðjast yfir þeim at- burðum sem gerðust hér fyrir þúsund árum, er kristnir menn námu landið, eða þá hinu, sem Kristur er að gera akkúrat núna, í dag í þínu eigin lífí? Grunnur að margvíslegu kristilegu starfi var vissulega lagður hér árið 1000 og sem þjóðin byggir enn á. Núna fer fram margháttuð starfsemi innan kristna geirans sem vert er að gefa gaum og minna á, á sjálfu afmæl- isárinu. Trúboð er stundað á ýmsum stöðum og í mörgum myndum og menn eru að framkvæma stóra hluti í Jesú nafni. Margir fá lækningu fyrir kraft frelsarans, aðrir hitta ástvini aftur, í þessum sama krafti, hjóna- bönd styrkjast, fyrir hjálp sama frels- ara, menn og konur losna undan böli áfengis og fiknieftia, einnig fyrir náð og miskunn Jesú Krists, fjármál kom- ast á réttan kjöl. Ungt fólk gengur Kristi á hönd og strengir þess heit að gefa honum líf sitt. Allt fyrir trú og traust á krossfestann og upprisinn frelsara, sem forfeðumir boðuðu hér- lendis fyrir þúsund árum. ViJjum við halda upp á þetta, á Þingvöllum í sumar, eða ætlum við bara að minn- ast þeirra atburða sem gerðust fyrir tíu öldum og gera Krist að einhverju minnismerki sem gott er að hafa upp á vegg? Ætlum við að sveipa einhvem dýrðarljóma yfir þessa löngu liðnu daga eða færa hátíðina fram til dags- ins í dag og játa hver fyrir öðrum hvað Kristur er að gera í lífi okkar og hvaða blessun gangan með honum hefur fært? Vemm heiðarleg og spyrjum okkur slíkra spuminga. Ef við hins vegar höldum okkur við hið liðna og einblínum á það umfram daginn í dag, þá hryggjum við þann sem dó fyrir okkur á krossi. Því hann er hinn sami og hann var fyrir þúsund ámm og er enn að gera sömu hluti og þá fyrir manneskjumar. Sem er að líkna og lækna og frelsa fólk undan oki óvinarins. Eins og þá. Gerum ekki kristnitökuna að ein- hverri fomri sögu, einhverjum löngu liðnum atburðum, heldur hugsum þetta þannig að Kristur lifi í dag, núna, og gangi enn um á meðal fólks- ins, hrópandi sömu orð og heyrðust óma meðal Gyðinganna forðum: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ (Matt: 11.28-30) KONRÁÐ R. FRIÐFINN SSON, Hvaleyrarbraut 2, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.