Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Slæmur aðbúnaður í slökkvistöð Hafnarfjarðar Morgunblaðið/RAX Engin bílastæði eru fyrir starfsmenn Slökkviliðsins í Hafnarfirði og þurfa þeir að leggja bflum sínum við íbúðarhús. Setustofan er nánast í bflageymslunni Hafnarfjörður SLÖKKVISTÖÐIN í Hafn- aríírði hefur síðan árið 1974 verið staðsett í í húsi við Flatahraun 14, sem upphaf- lega var byggt sem fisk- verkunarhús og að sögn Helga ívarssonar slökkvilið- sstjóra hefur aðstaðan og aðbúnaður starfsmanna ver- ið ófullnægjandi frá upphafi. Hann sagði að margsinnis hefði verið farið fram á það við bæjaryfirvöld að aðstað- an yrði bætt en það væri ekki fyrr en nú, í kjölfar greinargerðar undirbún- ingshóps að stofnun byggða- samlags um Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins, að skriður væri að komast á málið. í greinargerðinni er lagt til að byggð verði ný slökkvistöð í Hafnarfirði og að hún verði tilbúin á næsta ári. Helgi sagði að umræðan um slæma aðstöðu slökkvi- liðsins væri ekkert ný af nálinni. „Eg rakst á blaðagrein í Vegamótum (staðarblað) frá árinu 1980 þar sem m.a. segir að aðbúnaður og tækjakostur slökkviliðsins sé ófullnægjandi," sagði Helgi. Bitnar á starfsmönnum Helgi sagði að slæmur að- búnaður bitnaði aðallega á starfsmönnunum. „Þó svo að við séum að reyna láta þetta ekki bitna á þeim sem þjónustunnar njóta þá eru menn hér pirr- aðir yfir þessu.“ Helgi sagði að til marks um þrengslin væri setustofa starfsmanna nánast í bíla- geymslunni. Hann sagði að engin bílastæði væru fyrir starfsmenn, en vegna góð- mennsku íbúa við Flata- hraun 16, hefðu þeir fengið að leggja bílunum sínum þar. Húsnæðið háir líka starf- inu að öðru leyti. Bíla- geymslan er lág, sem þýðir að ekki er hægt að koma öll- um tegundum af slökkviliðs- bílum þangað inn. Helgi sagði að aðsogsbúnað vant- aði í bílageymsluna og því væri ekki hægt að hafa bíla í gangi þar inni og að í hvert skipti sem bílarnir færu út skildu þeir eftir sig heilmik- inn sótmökk. Staðsetningin góð Að sögn Helga hefur slökkviliðið ítrekað farið fram á bætta aðstöðu en aldrei fengið óskir sínar uppfylltar. Hann sagði að árið 1989 hefði slökkviliðinu verið úthlutað lóð, hinum megin við götuna, beint á móti núverandi slökkvistöð’ en að ekki hefði verið byggt þar og nú væri þar komið púströrsviðgerðarverkstæði og sjoppa. Helgi sagðist ekki vita hvers vegna fallið hefði verið frá byggingar- áformum þar, en sagði að eflaust hefðu menn þá þegar litið hýru auga til byggða- samlagsins, sem nú er að komast á koppinn. Helgi sagðist fagna því að áform væru uppi um að byggja nýja slökkvistöð í bænum. Hann sagðist ekki vita hvar hún ætti að rísa, en að staðsetning núverandi slökkvistöðvar væri mjög æskileg, hún væri mjög miðsvæðis og stutt væri í allar aðalumferðaræðar. Foreldrar vilja byggja nýja inni- sundlaug við Hofsstaðaskóla Sundkennsla ekki í sam- ræmi við námskrá Garðabær STJÓRN foreldrafélags Hofsstaðaskóla í Garðabæ hef- ur farið fram á að bæjaryfir- völd bæti úr sundkennslu við skólann með byggingu innis- undlaugar í tengslum við byggingu væntanlegs íþrótta- húss, sem hefjast á handa við á næsta ári. Telur stjóm for- eldrafélagsins brýnt að bæta úr sundaðstöðu við skólann, þar sem sundkennslan sam- ræmist hvorki þeirri reglugerð sem í gildi er um sundkennslu né sé hún í samræmi við nýja aðalnámskrá. Undir þetta hef- ur foreldraráð skólans tekið og telur mikilvægt að böm í Hofs- staðaskóla búi við sömu að- stæður í sundkennslu og börn í öðrum grunnskólum Garða- bæjar. Foreldrafélagið efndi til undirskriftasöfnunar meðal foreldra barna í skólanum, þar sem skorað er á bæjarstjóm að byggð verði innisundlaug við skólann. Samtals skiifuðu 364 foreldrar undir áskonm- ina, en nemendur skólans eru nímlega 400. I bréfí foreldra- félagsins til bæjarstjórnar seg- ir að við nánari athugun komi í Ijós að forráðamenn 69% nem- enda hafi skrifað undir, en það eru foreldrar 284 barna. „Það er því Ijóst að veruleg- ur meirihluti barna i Hofs- staðaskóla telur brýnt að sundaðstaða við skólann verði bætt með byggingu innisun- dlaugar. Með því móti er hægt að tryggja nemendum í skól- anum lögbundna sundkennslu sem þeim ber samkvæmt gmnnskólalögum, við góðar aðstæður. Einnig verður hægt að fella sundkennsluna inn í stundatöflu þannig að hún verði eðlilegur hluti af skóla- starfinu.“ I erindi sem foreldraráð og foreldrafélag Hofsstaðaskóla sendi bæjarráði í nóvember sl. kemur fram að samkvæmt reglugerð um sund og aðal- námski’á eigi grannskólanem- endur að fá sundkennslu sem nemur 20 kennslustundum á hverjum vetri. Kennslufyrir- komulagið sé þannig við skól- ann að kennt sé 12 sinnum 60 mínútur í senn, sem leggja megi að jöfnu við 18 kennslu- stundir. Hins vegar telja for- eldraráð og foreldrafélag skól- ans að ekki sé því saman að jafna, þar sem kennsla í úti- sundlaug í meira en 40 mínút- ur sé ekki boðleg bömum sem eru 11 áraogyngri. Vilja byggja innisundlaug í tengslum við nýtt íTþróttahús Til stendur að veita fé í byggingu á nýju íþróttahúsi við Hofsstaðaskóla og er áætl- að að heíja framkvæmdir á næsta ári. Foreldrai-áð og for- eldrafélag Hofsstaðaskóla hafa í erindi til bæjarráðs bent á að hægt yrði að nýta sund- laug, sem byggð yrði í tengsl- um við nýja íþróttahúsið, fyrir aldraða, ungbarnasund og íyr- ir sundkennslu fatlaðra, ásamt því að gera megi ráð fyrir að Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og sunddeild Stjömunnai' hefðu áhuga á að fá innisun- dlaug í Garðabæ. Jafnframt er bent á að stofn- kostnaður og rekstrarkostnað- ur sparist ef sundlaug og íþróttahús séu sambyggð og þannig hægt að samnýta bún- ingsklefa, sturtuklefa, anddyri og verulegar fjárhæðir sparist mep samnýtingu starfsfólks. A fundi bæjarstjómar 6. apríl sl. lögðu þrír bæjarfull- trúar minnihlutans fram álykt- un þar sem fram kemur að þeir telja að bæjarstjóm beri að taka þetta mál til alvarlegrar skoðunar. „Við bendum á að við núver- andi aðstæður geti skólinn ekki framfylgt grannskólalög- um um lögbundna sund- kennslu. Við leggjum til að gert verði ráð fyrir innisund- laug í eða í tengslum við vænt- anlegt íþróttahús þegar bygg- ing þess hefst á næsta ári samkvæmt 3 ára fjárhagsáætl- un bæjarins." Garðabær vill stofna nefnd til að kanna sameiningu við Bessastaðahrepp Bessastaðahreppur Oddviti hreppsins segir sameiningu ekki á döfinni BÆJARRÁÐ Garðabæjar ályktaði á síðasta fundi sín- um að leggja til við hrepp- snefnd Bessastaðahrepps að hún skipi fulltrúa í sam- starfsnefnd til þess að vinna að athugun á sameiningu þessara sveitarfélaga. Álykt- un bæjarráðs kemur í kjölfar samþykktar hreppsnefndar Bessastaðahrepps um að boða til fundar meðal sveitar- stjórnarmanna á höfuðborg- arsvæðinu, auk Vatnsleys- ustrandarhrepps, um hugsanleg sameiningarmál þessara sveitarfélaga. Odd- viti Bessastaðahrepps segir ályktun Garðbæinga koma á óvart, enda sé sameining þessara sveitarfélaga ekki í bígerð og fundurinn sé að- eins boðaður til að ræða sam- einingarmál á almennum grundvelli. í ályktun bæjarráðs Garðabæjar kemur fram að bæjarráð fagni hugmyndum hreppsnefndar Bessastaða- hrepps um sameiningu hreppsins við nágrannasveit- arfélög og minnir bæjarráð á afstöðu Garðbæinga, sem fram kom í atkvæðagreiðslu um sameiningu Bessastaða- hrepps og Garðabæjar hinn 20. nóvember 1993, en þá samþykktu 89,3% þeirra Garðbæinga, sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni, samein- ingu sveitarfélganna tveggja. „Bæjarráð telur nú enn frekari forsendur fyrir slíkri sameiningu, m.a. vegna fjölg- unar sameiginlegra verkefna Bessastaðahrepps og Garða- bæjar svo og áforma um upp- byggingu íbúðahverfis á Garðaholti á næstu árum, sem kann að hafa veruleg áhrif á þróun beggja sveitar- félganna, bæði á sviði skipu- lags og opinberrar þjónustu. Bæjarráð Garðabæjar sam- þykkir að leggja til við hreppsnefnd Bessastaða- hrepps, að hún skipi fulltrúa í samstarfsnefnd til þess að vinna að athugun á samein- ingu Bessastaðahrepps og Garðabæjar í samræmi við VIII. kafla sveitarstjórnar- laga nr. 48/1998.“ Tillaga bæjarráðs kom í opna skjöldu Kosið var um sameiningu Bessastaðahrepps og Garða- bæjar árið 1993, sem var samþykkt í Garðabæ en fellt í Bessastaðahreppi. Guð- mundur Gunnarsson oddviti Bessastaðahrepps segir að tillaga hreppsnefndarinnar hafi verið saklaus og einvörð- ungu lögð fram með það í huga að á miðju kjörtímabili væri vakin upp umræða um það hvort einhver hugur væri í mönnum varðandi samein- ingu sveitarfélaga eða yfir- höfuð einhverjir kostir í stöð- unni. „Við höfum ekkert myndað okkur skoðun á framhaldinu, en höfðum hugsað okkur að þessi fundur yrði tækifæri fyrir sveitarstjórnarmenn á svæðinu til að ræða þetta á opinskáan hátt og taka síðan, a.m.k. að okkar leyti, ákvörð- un í framhaldinu hvað yrði gert. En síðan gerist það að Garðabær beinir spjótunum beint að okkur og býður upp í dansinn. Við reiknuðum nú kannski ekki með því, enda hafa þeir ekki fengið ennþá formlegt erindi frá okkur þrátt fyrir að vera búnir að leggja fram tillögu og sam- þykkja þeirra megin. Það kom mér og mínum félögum svolítið í opna skjöldu, en það er ágætt út af fyrir sig og er innlegg í málið.“ Guðmundur segir að margt hafi gerst undanfarin misseri hjá sveitarfélögunum og að hreppsnefndarmenn telji það eðlilegt að kanna þann mögu- leika hvort íbúarnir fái þann valkost að fá að kjósa næsta vetur um sameiningu, þó að ekkert í stöðunni í dag segi til um hvort viðræður leiði svo langt. Hann segir að Bessa- staðahreppur hafi átt mjög gott samstarf við Garðabæ, eins og reyndar við svo mörg hinna sveitarfélaganna, en að raunveruleikinn sé sá að menn hafi ekki neitt beint í huga varðandi sameiningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.