Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 33 Mynd fengin úr bókinni sem sýnir endurgerð húsa í L’ Anse aux Meadows eins og þau eru talin hafa verið er nor- rænir menn bjuggu þar um árþúsundamótin 1000. Morgunblaðið/Jim Smart Islendingur, skip Gunnars Marels Eggertssonar, smíðað eftir Gaut- staðaskipinu frá um 850. Mynd af skipinu prýðir kápu bókarinnar. voru á ferð og flugi og fluttu með sér nýjar hugmyndir og reynslu. Einmitt vegna þess að þeir voiu óþreytandi landkönnuðir voru þeir meðal hinna fyrstu til að flytja með sér upplýsing- ar, reynslu og menningu frá einu landsvæði til annars. Þannig var langskip víkinganna eins konar for- boði veraldarvefsins þegar árið 1000. Þeir tengdu saman ólíka staði og þjóðir, sem sjálfar gátu naumast ímyndað sér hvað biði handan við ystu sjónarrönd eða næsta fjallgarð." Höfundarréttur Snorra Alls koma 42 vísindamenn að verki við að segja þessa heillandi sögu. í þessum hópi eru 10 bandarískir fræðimenn, 4 íslenskir, og meðal ann- arra fræðimanna sem leggja hönd á plóginn eru 5 frá Danmörku, 4 frá Noregi, 3 frá Svíþjóð, 3 frá Kanada, 3 frá Skotlandi, 2 Englendingar, 2 frá Grænlandi og einn frá hvoru um sig, Finnlandi og Færeyjum. Alls eru það því fulltrúar 12 þjóðerna sem leggja sitt af mörkum við að segja þessa sögu. Bókin skiptist í 6 kafla. I fyrsta kaflanum er fjallað um Skandinavíu á víkingaöld. Þar er fjallað um land- kosti, daglegt líf, heiðna trú, rúnir og listir, þjóðfélagsskipan, stríðstækni og viðskiptahætti og skipakost og siglingatækni. Það vekur athygli ís- lensks lesanda, að það sem segir um daglegt líf, vopn og veijur, skipakost og hemaðartækni byggist einkum á fomleifarannsóknum í Svíþjóð, Nor- egi og Danmörku. Þegar sagt er frá hinni fornu trú, lögum, þjóðfélags- skipan og þjóðháttum er helstu heim- ilda að leita í Eddu Snorra Sturluson- ar og öðmm þeim fróðleik, sem hin fornu handrit Islendinga geyma. I öðmm kafla segir frá hinni eigin- legu víkingaöld sem stóð í tæpar fjór- ar aldir eða frá ofanverðri 8. öld (með árásinni á Lindisfame-klaustrið árið 793) til 1171, þegar yfirráðum víkinga í Dyflinni á írlandi lauk. Sumir miða að vísu lok víkingaldar við innrás Normanna í England 1066, þegar af- komendur Göngu-Hrólfs I Normandí tóku við völdum og mannafomáðum á Englandi, seinastir manna til að tak- ast það ætlunarverk, sem Hitler reyndi síðastur manna við í seinni heimsstyrjöldinni - og mistókst hrap- allega. Á víkingaöld I þessum kafla segir frá útrás nor- rænna nianna í austurveg þar sem sænskir vfldngar stofnuðu ríki með Kænugarð (Kiev) sem höfuðborg; frá innrás og yfirráðum norrænna manna á Englandi, skosku eyjunum, Skotlandi og írlandi og því hvernig norrænir óeirðaseggir aðlöguðust og siðvæddust og blönduðu blóði við heimamenn, en skildu þó eftir sig auðrakin áhrif á enska tungu, örnefni, byggingalist, lög og stjómskipan. Grein Neils Price um langvinnan hernað norrænna manna á hendur Frönkum um lendur Bretóna og þar sem nú heitir Normandí og ítrekaðar atlögur að sjálfri París, sem lýkur með stofnun ríkis norrænna manna í Normandí undir forystu Göngu- Hrólfs og með Rúðuborg (Rouen) að höfuðborg, er afar áhugaverð. Með árangursríkri innrás í England (1066) framlengja afkomendur Göngu- Hrólfs forræði norrænna manna yfir Englandi, sem nokkrum öldum síðar framlengir áhrif sín til nýja heimsins með landnámi Englendinga í Amer- íku - í fótspor Leifs heppna og félaga. I þriðja kaflanum er komið að hinu sögulega hlutverki íslendinga undir fyrirsöginni „Vikings in the North Atlantic“. Símun V. Arge skrifar um landnám víkinga í Færeyjum. Þar er einnig að ftnna grein um landkosti og náttúrulegt umhverfi á eyjum Norð- ur-Atlantshafsins, Orkneyjum, Hjalt- landi, Færeyjum og Islandi. Að öðru leyti er efni þessa kafla eftir íslenska höfunda, enda nær eingöngu við ís- lenskar heimildir að styðjast. Har- aldur Olafsson, prófessor við Háskóla íslands, skrifar um sókn norrænna manna í vesturátt yfir hafið til skosku eyjanna, Færeyja, íslands og Græn- lands. Oití Vésteinsson, fornleifa- fræðingur, skrifar um fornleifafundi á Islandi frá landnámsöld. Helgi Þor- láksson, sagnfræðingur, skrifar um íslenska þjóðveldið og setur einstæða þjóðfélagsskipan landnámsmanna, réttarríki án ríkisvalds, í sögulegt samhengi miðalda. Gísli Sigurðsson á ekki færri en þijár greinar í ritsafn- inu. Sú fyrsta er um Eddurnar og ís- lendingasögur; önnur er inngangur að Vínlandssögunni (Grænlendinga- sögu og Eiríks sögu rauða). Loks á hann grein um leitina að Vínlandi hinu góða í ritum fræðimanna að fomu og nýju. Hringnum lokað: Þar sem austur og vestur mætast Fjórði kaflinn ber heitið: „Viking America": Þar sem vestur og austur mætast. Fyrst er gerð grein fyrir þeim frumbyggjum Ameríku í Hellu- landi, Marklandi og Vínlandi sem byggðu þessi lönd á þeim tíma sem ís- lenska landaleitarmenn bar að garði. Þar er einnig að finna merkar greinar eftir Brigittu Landeroth Wallace um Leifsbúðir við L’Anse aux Meadows og túlkun Vínlandssagna út frá sjón- arhóli fomleifafræðinnar. í þessum kafla er einnig að finna áhugaverðar greinar um sögu koi-tagerðai- um Atl- antshafssvæðið og um ýmsar áleitnar spumingai- um þessa sögu, sem enn hafa ekki fundist svör við. Fimmti kaflinn fjallar um örlög ís- lenska þjóðai’brotsins á Grænlandi, viðskipti grænlenska samfélagsins við Évrópu, samskipti norrænna manna og ínúíta, auk þess sem reynt er að ráða hina torráðnu gátu um ör- lög íslenska samfélagsins á Græn- landi. Þar er margvíslegum og áhuga- verðum kenningum haldið til haga, en úr því sem komið er verður sú gáta seint ráðin með óyggjandi hætti. Lokakaflinn ber heitið: „Celebra- ting the Viking Millennium in Amer- ica“ , eða arfleifð víkinganna og er eftir ritstjórana dr. William W. Fi- tzhugh og Elizabeth I. Ward. Þar kennir margra grasa. Grein Eliza- beth I. Ward um ímynd vfldnganna í huga og poppmenningu Ameriku samtímans er skemmtileg aflestrar. Þar er einnig að finna grein um linnu- lausa leit áhuga- og fræðimanna að frekari fommenjum til að sanna landvist norrænna manna í Ameríku. Þar er víða sagt af hindurvitnum og hélogum því að sú leit hefur enn ekki borið árangur, umfram Leifsbúðir á Nýfundnalandi. Loks er áhugaverð grein um söguna og vísindin: Um áhrif loftslagsbreytinga annars vegai’ og búsetu fólks og búsmala og áhrif þess hins vegar á hina viðkvæmu náttúru norðurhjarans. Þar er meðal annars leitt að því lfluim að tregða norrænna manna á Grænlandi við að aðlagast kaldara loftslagi með því að læra af ínúítum að lifa af í harð- neskjulegra umhverfi, í stað þess að halda fast við hefðir og venjur nor- ræna samfélagsins, hafi átt sinn þátt í því að leiða þá til tortímingar. íslend- ingar lifðu að vísu af ísöld hina minni (frá 14. fram á 19. öld) en þar skall hurð nærri hælum og mátti minnstu muna þegar verst gegndi, að dagar þjóðarinnar væru taldir. Ihaldssemi á það sem einu sinni vai’ en dugar ekki lengur getur því verið lífshættuleg. Þessum kafla lýkur með fróðlegum upplýsingum til þeirra sem vilja feta í fótspor víkinganna og ferðast þar sem þeir gerðu garðinn frægan, þótt ekki þurfi menn endilega að leiða þá hermilist ad absurdum með því að ganga aftur í bamdóm við skylming- ar með trésverðum eða með bölbæn- um að hætti berserkja. Ekki lengnr innansveitarkróníka Útgáfa þessa öndvegisrits, Smith- sonian-sýningin sjálf, sem opnuð verður með viðhöfn í dag og allt það kennslu- og upplýsingarefni sem henni fylgir, er að mínu mati íslensk- ur menningarviðburður. Hér eftir er Islandssagan ekki aðeins innansveit- arkróníka, sem kemur engum við, nema sjálfum okkur. Hér eftir er glæsilegasti kafli Islandssögunnar orðinn viðurkenndur sem merkilegur kapítuli í heimssögunni. Sá hluti vík- ingasögunnar, sem varðar sóknina í vesturátt, fund og landnám norrænna manna á íslandi, Grænlandi og í Am- eríku, er íslensk saga. Það er saga um áræði og framtak íslenskra manna, stjórnvisku þeirra, sköpunai’gáfu og andagift í skáldskap, sem staðist hef- ur dóm tímans og er orðinn hluti sí- gildra bókmennta mannkynsins. Það er ekki vansalaust, hversu skilnings- vana og skeytingarlausir íslendingar hafa hingað til verið um þessa arfleifð sína. Þessi saga ætti að vera núlifandi íslendingum áminning um, að þeir hafa hingað til ekki afrekað neitt það sem skoða má sem framlag til sam- eiginlegrar arfleifðar jarðarbúa, og stenst samjöfnuð við afrek forfeðra vorra og -mæðra. E.t.v. er það einmitt þetta sem eftir situr að loknum lestri þessarar bókar. Erlendir fræðimenn, sem skoða þessa sögu og meta tiltæk gögn á hlutlægan hátt með gagnrýnum aug- um og aðferðum fræðimannsins hafa komist að þeirri niðurstöðu, að for- feður okkar hafi haft eitthvað fram að færa til sameiginlegrar arfleifðar mannkynsins, sem veigur þykir í. Og hvað er það sem þeir staldra við í þessari sögu? Þeir benda á að forfeður okkar færðu í verki út landamæri hins þekkta heims með því að finna og nema ný lönd í vestri: Island, Grænl- and og Ameríku. Sem sæfarar og landkönnuðir eru þeir viðurkenndir í fremstu röð einvala liðs afreksmanna og brautryðjenda mannkynssögunn- ar. Þeir benda á að á sama tíma og aðr- ir evrópskir þjóðflokkar voru leiddir undir ok konungsstjómar og erfðaað- als, sem hneppti þá að lokum í fjötra valdstjómar, reis á íslandi þjóðfélag fijálsborinna manna: Eins konar réttaiTÍki án ríkisvalds, sem haldið var saman á gmndvelli laga og réttar fyrir atbeina elsta þjóðþings í heimi. Alþingi var stofnsett mörgum öldum á undan breska þinginu sem heimur- inn þó þekkir sem „móður þjóðþing- anna“. Þessi þjóðfélagstilraun, ein- stök sem hún var í sögu miðalda, stóðst í 330 ár, þegar jafnvægið brast í borgarastyrjöld valdagírugrar yfir- stéttar, sem þóttist hafin yfir lögin. Það tók okkur næstum 7 aldir að end- urreisa j afnvægið. Heimildirnar um þessa lærdóms- ríku sögu er að finna í fomum bók- menntum Islendinga, sem staðist hafa tímans tönn og era orðnar hluti sígildra bókmennta Evrópu og heimsins. Þessar bókmenntir voru skapaðar á tungumáli, sem áður var talað víðs vegar um Evrópu - á hinu víðáttumikla áhrifasvæði noirænna vfldnga - en er nú þjóðtunga íslend- inga einna. Þetta tungumál er þjóðt- ungum annarra Norðurlandaþjóða hið sama og latína - mál Rómverja hinna fornu - er nú þjóðtungum menningarþjóða eins og Itala, Spán- verja og Érakka. Reyndar er það einn arfur vfldngasögunnar að ómældur orðaforði enskrar tungu -hins nýja alþjóðatungumáls upplýs- ingaraldar - er af norrænum rótum ranninn. Stökktu til Benidorm 16. maí frá kr. 29.955 Einstakt tækifæri til að byrja sumarið á Benidorm þann 16. maí með Heimsferðum á hreint ótrúlegum kjörum. Sumarið er byrjað á Benidorm og verðrið orðið yndislegt á þessum tíma, 25-28 stiga hiti alla daga. Þú bókar núna og tryggir þér sæti og 5 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og staðfestum við þig hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verðkr. 29.955 Verðkr. 39.99C ) Vcrð á mann m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, flug, gisting og skattar í viku. Vcrð á mann m.v. 2 í gistingu, vikuferð, flug, gisting og skattar. Aukavika kr. 11.900 m.v. 2 í studíó/íbúð HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.