Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 55 UMRÆÐAN Rey kj anesbraut án ríkissjóðs SEM áhugamanni um vegagerð hefur mér fundist skemmti- legt að virða þing- menn Reyknesinga fyrir mér. Hver í kapp við annan vilja þeir tvöfalda Reykja- nesbrautina á ríkisins kostnað. Svo horfir maður á það hvernig styrkur landsbyggð- arþingmannanna set- ur jarðgöng nr. 2 til Siglufjarðar framar í röð forgangsverkefna ríkissjóðs, enda hefur landsbyggðin öruggan minnihluta kjósenda á bak við sig. Margir virðast halda, að það sé geti verið efnahagsleg töfralausn fólgin í því, að taka eina ríkis- framkvæmd fram fyrir aðra í tíma- röð. Þeir nota jafnvel Hvalfjarðar- göngin til þess að færa rök fyrir nauðsyn flýtiframkvæmda, sem er gersamlega óskylt mál. Allt sem þingmenn vilja láta flýtifram- kvæma af almannafé er nefnilega sótt dýpra ofan í vasa okkar skatt- greiðendanna. Þessar fögru hug- sjónir um tvöföldun Reykjanes- brautar strax eru því aðeins ávísanir á hærri skatta almennings í bráð og lengd. Allar einkaframkvæmdir, eins og Hvalfjarðargöngin, verða að hafa rekstrargrundvöll í því, að fólkið vilji notfæra sér fram- kvæmdirnar og greiða fyrir þær af fúsum og frjálsum vilja. Ráðgerð flýting tvöföldunar Reykjanes- brautar fyrir lánsfé ríkisins verður hinsvegar lítt arðbær ölmusufram- kvæmd skattgreiðenda eins og Vestfj arða-og Siglufj arðargöngin. Þeir sem vilja aukna skattheimtu geta því stutt þetta fyrirkomulag fram- kvæmda við Reykja- nesbraut, hvar í flokki sem þeir annars standa. Víðar um heim en hérlendis hefur verið farin sú leið, að ráðast í samgöngufram- kvæmdir og láta not- endur greiða afgjald. Til þess að þetta sé sanngjörn leið verður notandanum að standa aðrar leiðir til boða. Gjaldskyldan á Keflavíkurveginum í gamla daga gekk ekki upp vegna auðsæs skorts á jafn- ræði. Það var engin önnur aksturs- Samgöngumál Vilji þingmennirnir taka sjálfír þátt í einka- vegaframkvæmdum, segir Halldór Jónsson, styð ég þá og Reykja- nesbraut án ríkissjóðs. leið í boði og því brenndu menn tollskýlið til grunna eins og Frakkar Bastilluna. í Bandaríkjunum eru tollhlið á sérstökum hraðbrautum, oft frem- ur þétt. Menn greiða gjarnan 50- 100 kr. í hverju hliði. Það tekur lengri tíma að aka aðrar leiðir og því velja flestir tollveginn. En hjá- leiðirnar eru opnar eins og Hval- fjarðarleiðin gamla er þeim, sem ekki vilja fara göngin. Ég hef velt því fyrir mér hvort þessum annars ágætu og fram- kvæmdaglöðu þingmönnum Reyknesinga gæti hugnast eftir- farandi leið til tvöföldunar Reykja- nesbrautar: Stofnað verði almenningshluta- félag til þess að verða fjármögnun- ar- og framkvæmdaaðili að bygg- ingu tveggja akreina brautar við hlið hinnar núverandi frá Straums- vík. Vegna lýsingarinnar ætti nýja brautin ef til vill að vera vestan megin við þá gömlu. Að byggingu lokinni tæki félagið við rekstri beggja brautanna, sem mynduðu fjórbreiðan upplýstan tollveg milli þéttbýlissvæðanna í austri og vestri. Tollhlið yrðu á veginum við Straumsvik, á Fitjum og líklega á Grindavíkurvegamótum. Ríkið myndi samtímis opna boðlegan tveggja akreina veg frá Vogum að Fitjum og kosta nauðsynleg undir- göng undir hraðbrautina þar sem þess þættti þörf. Þeir, sem þess óska, geta ekið frá Straumsvík um Vatnsleysuströnd og Voga án þess að greiða toll. Mér sýnist, að svona 200 króna vegatollur geti borgað þessar framkvæmdir á 10-20 árum. Telji menn hinsvegar, að fólk vilji ekki aka þennan veg fyrir gjald fremur en fríu leiðina hefur allur málflutn- ingur þingmannanna um nauðsyn framkvæmdarinnar verið tómt bull og kosningablaður í mínum huga. Hliðstæða lausn mætti hugsa sér í Mosfellssveit, þar sem um- ferðin er jafnvel enn meiri en á Reykjanesbraut. Vilji þingmennirnir taka sjálfír þátt í einkavegaframkvæmdum styð ég þá og Reykjanesbraut án ríkissjóðs. Höfundur er verkfræðingur. Halldór Jónsson Vínlandsferðir ÉG brá mér á landa- fundasýninguna í „Þjóðmenningarhús- inu“ um páskana. Þar hitti ég kunningja minn Gísla Sigurðsson, höf- und sýningarinnar. Þar gat að líta á glæsilegum kortum Sigurjóns hug- arsýn Gísla um hvaða leiðir Vínlandsfararnir hefðu valið fyrir þús- und árum. Hann sagð- ist hafa haft til hlið- sjónar þær hugmyndir sem ég setti fram um þessar ferðir í bók minni Vínlandsgátunni og tekið meira mark á þeim en skoðunum annarra. Ég met vissulega þessa viðurkenningu. En mikið vill meira og mér þótti sem þær breytingar sem Gísli hafði gert á þessari framsetningu minni á Vín- landsferðum væru ekki til bóta. Ég fór þess vegna að leita að ástæðun- um fyrir því sem okkur bar í milli. Siglingar Sagan tiltekur aftur á móti fímm dægur, segir Páll Bergþórsson, og það er skýr heimild sem engin ástæða er til að rengja. Ég tel mig geta greint mikilvægar reglur sem gætnir sæfarar söguald- ar höfðu lært af mislyndri náttúr- unni. Þær voru þessar helst: 1. Það voru sjö dægurleiðir á skip- um sögualdarmanna milli íslands og Noregs. Það sannar að menn sigldu 75-80 sjómflur á dægri í miðlungs- skilyrðum. 2. Ef nauðsyn bar til þess að kom- ast yfír þekkt haf, skyldi velja stystu leið, en þess á milli skyldi gæta þess að hafa ávallt landsýn, auðvitað allra helst á ókunnum landkönnun- arslóðum. Mér sýndist að breytingarnar sem Gísli hefði gert á lausn minni á Vínlandsgát- unni stöfuðu að mestu leyti af því að hann hefði ekki gætt þessara reglna. Þess vegna fer hann of langt suður með Bjarna Herjólfs- son og verður að láta , hann sigla tólf dægra leið norður með Labr- ador. Sagan tiltekur aftur á móti fimm dæg- ur, og það er skýr heimild sem engin ástæða er til að rengja. Hann lætur Leif sigla þriggja dægra leið úr landsýn suður af Marklandi í stað þess að hann gat hæglega notað eyj- una Anticosti sem stiklu, með landsýn alia leið yfir Lárensflóa, á tveimur dægrum eftir forskrift sög- unnar. I framhaldi af því er eðlileg leið Leifs til Québec þar sem enn í dag er gnótt af vínberjum, komi og smjörhnetum, og þar var áður risa- lax albúinn að synda 600 kílómetra upp í Ontariovatn. Gísli verður hins vegar að setja Vínland Leifs í Mir- amichi-firði, þar sem lax er smærri og ekki önnur gæði Vínlands nú á tímum, þó að ömefni bendi til að þar hafi vínviður fundist. En til er önnur frásögn af leiðinni til Vínlands Leifs, þegar Þorfinnur karlsefni ætlaði þangað en varð að snúa við vegna ófriðarhættu. Sú lýsing er svo ótví- ræð að Gísli sjálfur lætur Karlsefni sigla fram hjá Miramichi-firði og 300 sjómflum betur, reyndar langleiðina til Québec. Það rökstyður tilgátu mína um hvar Vínland Leifs hafi ver- ið. Um þetta og fleira vísa ég til Vín- landsgátunnar sem á næstunni kem- ur út í nýrri og aukinni útgáfu á ensku, og síðar á íslensku. Höfundur er fyrrverandi veðurstofustjóri. * Island - Rannsóknar- stofa La Roche ÞEGAR gagnagrunnsfrumvarpið birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti fyrir réttum tveimur árum lýsti Kári Stefánsson því yfir að fmmvarp- ið hefði ekkert með samninginn fræga að gera sem undirritaður var í Perlunni rúmum mánuði áður. Þéssu lýsti Kári yfir við stjóm Læknafélags Islands. Þetta sagði hann í viðtali við Rflds- útvarpið vorið 1998. Sömu yfirlýsingu og Kári gefur raunar Orri Hauksson aðstoðar- maður forsætisráð- herra haustið 1998 í bréfi til Hanks Greely, sem er prófessor í lög- um við Stanford-há- skóla í Bandaríkjunum. Greely er í forsvari fyrir stofnun við Stanford sem fjaliar um genom- ics, ethics and society (PGES) og er vel kunn- ugur gagnagrannsum- ræðunni á íslandi. Nú hefur komið í Ijós að Kári sagði blygðunarlaust ósatt þama. La Roche er á bak við allt þetta mál. La Roche á stærsta eign- arhlutinn í deCODE, móðurfélagi Is- lenzkrar erfðagreiningar, eins og lesa má í útboðslýsingu deCODE vegna skráningar á Nasdaq sem hægt er að nálgast á netinu. Kári Stefánsson og fylgismenn hans era þjónar lyfjaris- ans, sem er á góðri leið að gera ísland að rannsóknarstofu sinni. Svo einfalt hefur málið alltaf verið. Menn muna væntanlega eftir lyfjunum sem ís- lendingar áttu að fá ókeypis frá La Roche um ónefnda tíð. Útboðslýsing Nýlega sótti deCODE um skrán- ingu á Nasdaq hlutabréfamarkað- num í Bandarikjunum. Þegar út- boðslýsing deCODE er skoðuð sést að himinn og haf er á milli framkomu deCODE við íslendinga og íslenzka ijárfesta annars vegar og þeirra ítarlegu og jarðbundnu upplýsinga sem fyrirtækið veitir fína fólkinu í Ameríku. Rannsóknarniðurstöð- ur sem ætti að meta og birta í viðurkenndum vísindatímaritum auglýsir deCODE (La Roche) í fréttum ís- lenzkra fjölmiðla eins og um heimsviðburði sé að ræða og dreifir síðan til fjármálablaða í út- löndum. Þannig hefur verið kynt undir hluta- bréfaæði og spillingu sem varla á sér hlið- stæðu. I þeim Ijóta leik taka þátt prófessorar við Háskóla ís- lands og gagnrýnislausir fjölmiðlar með Stöð 2 í algeram sérflokki. í útboðslýsingu deCODE kemui' fram að starfsmenn íslenzkrar erfða- greiningar sæta nánast afarkostum þegar þeir ráða sig hjá fyrirtækinu. Þeir mega ekki fara með bréfsnifsi með sér úr fyrirtækinu og heita því trúnaði í sex ár eftir að þeir hætta þar störfum. Þá er nú munur að vinna á opinberam sjúkrahúsum og geta selt gögn, sem kynslóðir genginna aðstoð- arlækna hafa skráð. Þetta gera svo- kallaðir samstarfslæknar deCODE. Samstarfslæknarnir vinna á sjúkra- húsum hins opinbera. Margir era yf- irlæknar og prófessorar. Nánast allir reka einkastofur. Sumir gegna störf- um trúnaðarlækna fyrirtækja. Sumir gera allt þetta og meira til. Samstarf- ið við deCODE íþyngir þeim ekki. Og stofugögnin eiga þeir sjálfir. Enginn samstarfslæknanna ætlar að setja gögn stofusjúklinga sinna í gagna- granninn. í útboðslýsingunni kemur einnig fram að ein af grannforsendunum fyrir því að viðskiptahugmyndin sem reynt er að selja á Nasdaq gangi upp er sú að deCODE nái að eignast blóðsýni úr nánast öllum íslending- um. Einnig hér gegna svokallaðir samstarfslæknar lykilhlutverki. Trójuhestar Lífsýnasöfnun (blóðsöfnun) deCODE (La Roche) fer þannig fram að settar era af stað alls kyns erfða- rannsóknir, sumar svo hæpnar vís- indalega að jaðrar við siðleysi eins og kvíðarannsóknin, sem gekk aftur nú á dögunum, jafnófrýnileg og fyra- ári. í tengslum við þessar rannsóknir, sem eru á ábyrgð svokallaðra samstarf- slækna, era sjúklingar (þátttakend- ur) látnir undirrita svokallaða upp- lýsta samþykkisyfirlýsingu. í henni er fólk, sem boðað er í tiltekna rann- sókn af samstarfslæknum, platað til að undirrita yfirlýsingu um að deCODE hafi frjálsan aðgang að blóðsýninu. Þannig hefur deCODE komizt yfir blóðsýni tugþúsunda Is- lendinga, sem í góðri trú halda að þeir séu einungis að taka þátt í tiltekinni erfðarannsókn. Með aðstoð sam- starfslækna vora foreldrar okkar, E La Roche, segír Jóhann Tómasson, á stærsta eignarhlutinn í deCODE. sem vildu líkt og flest gott og hrekk- laust fólk leggja vísindunum lið, blekktir á þann hátt að deCODE á nú til frjálsra afnota allt erfðaefni okkar systkinanna. í þessu siðlausa máli kalla ég til ábyrgðar samstarfslæknana svoköll- uðu. Þeir bera ábyrgð á rannsóknun- um og undirrita fyrir hönd deCODE hið svokallaða upplýsta samþykki. Þeir hafa ekki gætt ábyrgðar sinnar eins og eftirlitsmenn Tölvunefndar, Svana Bjömsdóttir og Guðmundur Sigurðsson, benda á í skýrslu sinni til Tölvunefndar í júní 1999. Þeim ber að auki að sjá til að sjúklingur (þátttak- andi) fái afrit af veittri samþykkisyf- irlýsingu. Það hafa þeir ekki gert. En fyrst og fremst kalla ég til ábyrgðar Tölvunefnd, fyrrverandi formann hennar Þorgeir Örlygsson og Pál Hreinsson núverandi formann. Tölvunefnd ber ábyrgð á eftirliti með framkvæmd þessara rannsókna eða öllu heldur á þessari glóralausu blóð- söfnun. Samskiptum mínum við Tölvunefnd sl. tvö ár hef ég áður lýst í grein í Morgunblaðinu. Þegar Vís- indasiðanefndin eldri ætlaði hins veg- ar einmitt að taka á þessu grafalvar- lega máli var hún einfaldlega rekin! Það gerði Ingibjörg Pálmadóttir. Svona er nú komið persónuvemd og friðhelgi einkalífs á íslandi á árinu 2000. Rannsókna-og fræðslusjóðurinn ehf. Eins og fram hefur komið gegna svokallaðir samstarfslæknar lykil- hlutverki í gagna- og blóðsýnasöfnun deCODE (La Roche) á íslandi. Fyrir nærri tveimur áram kærði ég til rík- isendurskoðanda heimildarlausa sölu samstarfslæknanna á á gögnum sjúkrahúsanna til deCODE. Vegna þessara afskipta minna vora sam- starfssamningamir teknir upp og breytt í svokallaða rammasamninga. Að minnsta kosti einn samningur var þó látinn óhreyfður. Samningur Hannesar Péturssonar geðlæknis við deCODE. Þann samning hefur ekki einu sinni rfldsendurskoðandi fengið að sjá. í útboðslýsingu deCODE, sem hægt er að lesa á Intemetinu, verður fyrirtækið að gera grein fyrir öllum sínum skuldbindingum. Þar getur því að lesa samning Hannesar Péturs- sonar við deCODE og raunar einnig samning Þórðar Harðarsonar prófes- sors við deCODE. Þess skal hér getið til fróðleiks að Ingibjörg Pálmadóttir skipaði Þórð varaformann í nýju Vís- indasiðanefndinni. Rannsókna- og fræðslusjóðurinn ehf. (RF) er einkafyrirtæki Hannesar Péturssonar sem hann stofnaði 1997, ' þá yfirlæknir við geðdeild Borgar- spítalans. Sama ár gerði hann í nafni RF samning við deCODE með gögn í eigu Borgarspítalans. 1998 var Hann- es skipaður prófessor í geðlækning- um við Háskóla Islands og yfirlæknir á Landspítalanum. I janúar 2000 framlengdi RF, Hannes Pétursson, samning sinn við deCODE, eins og lesa má um á Intemetinu. Hér ætti mínu hlutverki að vera lokið en ég get ekkd stillt um að varpa fram nokkram spurningum. Skilaði Hannes Péturs- son gögnum Borgarspítalans þegar ^ hann fór yfir á Landspítalann? Er Háskóla íslands kunnugt um skert rannsóknafrelsi prófessorsins vegna skuldbindinga hans við deCODE? Kom það fram í umsókn hans um pró- fessorsstöðu í geðlækningum við læknadeild Háskóla íslands? Höfundur er læknir. Jóhann Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.