Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Er barnið þitt að missa af ein- hverju í sumar? LANGÞRÁÐ sumar er í nánd. Börnin iða í skinninu og bíða eftir því að komast út í vorið til þess að njóta og þroskast í nauð- synlegu íslensku sum- arfrelsi. Sumarið á fslandi er stutt eins og við vitum og veitir börn- unum okkar því ekki af því að fá að njóta þess við þroskandi útiveru og leik, hjól- reiðaferðir, íþróttir og ef til vill námskeið af einhverjum toga, að ég minnist nú ekki á þau sem munu njóta þeirra for- réttinda að fá að njóta þroskandi dvalar í sumarbúðum. Vinsælar sumarbúðir KFUM og KFUK hafa boðið börnum og unglingum upp á margskonar tilboð yfir sumartím- ann svo áratugum skiptir. Dvöl í sumarbúðum og ævintýranámskeið á höfuðborgarsvæðinu eru meðal tilboða sem notið hafa mikilla vin- sælda. Nú er hafin skráning í hinar ein- stöku sumarbúðir félaganna, Yatnaskóg, Vindáshlíð, Kaldársel, Ölver og Hólavatn. Miðað við við- brögð fyrstu skráningardagana er ljóst að færri börn munu njóta þeirra forréttinda að fá að dvelja í sumarbúðunum en eftir því sækj- ast vegna mikillar ásóknar í ein- staka dvalarflokka. Þó eru ennþá tækifæri því enn er laust í nokkr- um flokkum sumars- ins. Vil ég því benda þeim foreldrum sem hafa hugsað sér að leyfa börnum sínum að njóta sumardvalar í sumarbúðum KFUM og KFUK sumarið 2000 að hraða sér og skrá börn sín á skrif- stofu KFUM og KFUK við Holtaveg meðan enn er pláss. Hver dagur er þjálfun í lífsleikni I sumum tilfellum hafa allt að fjórar Sumarbúðir Sumarið á íslandi er stutt og Sigurbjörn Þorkelsson telur að börnunum okkar veiti ekki af því að fá að njóta þess við þroskandi úti- veru og leik. kynslóðir kynnst lífinu og starfinu í sumarbúðum KFUM og KFUK. Flestir búa við ljúfar minningar frá dvölinni. Hlotið veganesti sem vonandi hefur markað sín jákvæðu spor til þroska, heilla og blessunar í lífinu. Þótt dvölin hafi kannski ekki Sigurbjörn Þorkelsson Leikrit um formannsslag UNDANFARNAR vikur hefur lands- mönnum boðist að fylgjast með svoköll- uðum „formannsslag" Samfylkingarinnar. Fæstum dylst að „slagurinn" er svið- settur í þágu umfjöll- unar og auglýsingar. Eins og áður fer minna fyrir málefnun- um og meira fyrir glysi hjá þessum flokki, sem ekki er til, enda snúast fréttirnar um leikmyndina og fjölda þátttakenda. Nú síðast birtust fréttir um fjölda fólks á kjörskrá og taldi flokkurinn, sem ekki er til, um 10.000 kjörgenga menn. Ef lit- ið er á félagaskrána kemur ýmis- legt athyglisvert í ljós. Þar má til dæmis finna fólk sem hefur skráð sig úr mismunandi flokkum á mis- munandi tímum. í félagaskránni er að finna fyrrverandi kvennalista- konur, fyrrverandi alþýðubanda- lagsmenn, fyrrverandi alþýðu- flokksmenn og fyrrverandi gróskuliða. Fólk sem hefur gert árangurs- lausar tilraunir til að segja skilið við flokkinn, sem ekki er til. Þar eru undirrituð á meðal. Það er furðulegt að fá í pósti bréf þar sem við erum titluð „kæru félagar" frá fólki sem við eigum fátt sammerkt með. Okkur var svo öllum lokið þegar við fengum atkvæðaseðla og vorum þar með orðin þátttakendur í hinum mikla „slag“. Getur verið Drífa Snædal Sigfús Ólafsson að flokkur sem hefur það eitt að markmiði að verða stór hvað sem líður málefnunum hafi ekki sést fyrir í félagaskráningunni? Getur verið að viljinn til að verða stór verið nema ein vika er allt að því ótrúlegt hvað setið hefur eftir í barnssálinni og komið sér vel á ýmsum stöðum og tímamótum síð- ar á lífsleiðinni. Það er bæn okkar sem að sum- arbúðastarfinu standa að blessun Guðs sé yfir starfseminni og öllum þeim börnum sem í sumarbúðirnar koma og þaðan fara.. í sumarbúðunum er lögð áhersla á að kenna börnunum að fletta upp textum í Nýja testamentinu sínu svo það geti orðið þeim eðlilegt að leita í það og nota það á lífsleið- inni. Þá er hver dagur byi'jaður og endaður með bæn, þar sem beðið er fyrir því og þeim sem upp í hugann koma og þakkað er fyrir daginn og lífið sem Guð hefur gef- ið okkur og frelsarinn Jesús Krist- ur hefur heitið okkur, börnum sín- um, að muni vara um eilífð. Boðið er upp á fjölbreytta íþróttadagskrá, leiki og stanslaust fjör fyrir þá sem það vilja. Finna jafnan flestir eitthvað við sitt hæfi enda tilboðin svo margbreytileg að jafnvel getur verið erfitt að velja úr yerkefnum hverju sinni. í starfi sumarbúða KFUM og KFUK er leitast við að huga að þörfum og heilbrigði mannsinns alls. Það er að segja, líkama, sál og anda. Lögð er áhersla á vináttu og tillitssemi þar sem frjálsræði og agi fara saman. Dvöl í sumarbúðum KFUM og KFUK er því ákveðinn skóli í lífs- leikni þar sem börnin eru undir- búin fyrir átök lífsins og mannleg samskipti. Þau læra að meta hið góða, fagra og fullkomna, lífið sjálft í sinni dýpstu og fegurstu mynd, tilgang þess og mikilvægi. Leyfðu barninu þínu að upplifa og njóta þroskandi dvalar á frið- sælum stöðum í íslenskri náttúru og íslensku sumri. Með íslenskri vorkveðju. Lífið sigrar! Hleypum því að hjarta okk- ar. Höfundur er franikvæmdastjóri KFUM og KFUK í Keykjavik. Samfylkingin Getur verið, spyrja Drífa Snædal og Sigfús Ólafsson, að flokkur sem hefur það eitt að markmiði að verða stór hvað sem líður málefn- unum hafi ekki sést fyr- ir í félagaskráningunni? hafi skyggt á heiðarleg vinnu- brögð? Er það kannski bara hluti af því sem kallað er nútímalegur jafnaðarmannaflokkur? Nú fýsir undirrituð að vita hvernig þeim hafi hlotnast sá vafasami heiður að gerast „félagar" í Samfylkingunni. Það fer greinilega lítið fyrir upp- lýstu samþykki þar á bæ. Að lokum spyrjum við: Hvernig er hægt að forðast félagsaðild í Samfylkingunni þar sem hefð- bundnar leiðir hafa brugðist? Höfundar eru félagar í Vinstrihreyf- ingunni - grænu framboði. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 59 EIGNAMIÐIUMN Einbýlishús eða sérhæð óskasl tll leigu Evrópsk stofnun hefur beðið okkur að útvega einbýlishús eða sér- hæð tii leigu. Leigutími frá 1. júní 2000 til 31. desember. 2001. Æskileg staðsetning vesturbær eða miðbær. Fyrirframgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir. Veittu líkama þínum einstaka upplifun. Kynnum nýjar líkamsvörur frá Clinique. Nýju líkamsvörurnar frá (linique. Þær sameina loforð um fallega húð og gleðina við að ná því takmarki. Einfaldar athafnir eins og að fjarlægja dauðar húðfrumur, hreinsa og gefa húðinni raka, verða nýjar upplifanir. Nýju líkamsvörurnor frá Clinique færa þér faliega húð á tvo ólíka vegu. Onnur með kælandi, frískandi og örvandi áhrifum. Húðin litur vel út, verður endur- nærð og áferðarfalleg. Hin línan er kremuð, mjúk og róandi. Húðin verður vel nærð, mjúk og afslöppuð. Veldu orku eða afslöppun. Njóttu tilfinn- ingarinnar að fá einstaka húð. Líkamslína frá Clinique kælandi og frisk- andi: Sparkle Skin Body Exfol. 200 ml kr. 1.635. Instant Energy Body Wosh 200 ml kr. 1.325. Cool Lustre Body Moisture 200 ml kr. 1.745. Líkamslina frá Clinique kremuð og róandi: Soft Polish Body Exfoliator 200 ml kr. 1.635. Skin Cushion Body Wosh 200 ml kr. 1.325. Deep Comfort Body Moist. 200 ml kr. 1.745. (linique. Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. Ráðgjafar verða i verslununum fimmtud. 27. apríl og föstud. 28. april kl. 13-18. HAGKAUP Skeifunni - Smáranum 100% ilmefnalaust rdeur ch-gallabuxur Kvartbuxur Stuttbuxur Bolir tískuverslun v/Nesveg, íjarnarnesi, sími 561 1680. Opið daglega kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.