Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 43 hann greindist sjálfur með krabba- mein og það var illvígt. Tíminn sem í hönd fór var erfiður. Skiptust á sjúkrahúsalegur og hvers kyns meðferðir er allar tóku sinn toll af þreki hans. Gamansemin og glettn- in var samt alltaf á sínum stað. Þegar Eiríkur læknir hans kom á stofugang var ávarpið ávallt: „Hvað segir unglingurinn?“ og Óli svaraði: „Nei, er ekki barnið komið!“ Trúin á annað líf hjálpaði Óla í veikindum hans. Hann var tilbúinn að fara en fannst erfitt að vera heilsulaus eins og hann var orðinn. Þennan tíma erum við búin að tala mikið saman, hlæja og gráta og ég sakna hans mjög% En vissan um það að nú eru þau Óli minn og Sigga aftur sam- einuð undir guðs- og ástarstjörnu fyllir hjarta mitt gleði. Umhyggja sem ætíð vakir, eignast mörg og fógur blóm. Listin sú, er lagið krýnir, liggur mest í eftirhljóm. Gull á hjálmi dagsins drýgir dvergur sá er kveikir eld, þegar hlýr á verði vakir vestanblær um fagurt kveld. (Guðmundur Friðjónsson.) Guðsblessun til okkar allra ætt- ingja hans og vina, megi minningin um sæmdarhjónin Ólaf Halldórsson og Sigríði Hálfdánardóttur ávallt lifa með okkur. Sigþrúður Ingimundardóttir. í dag verður borinn til gi'afar vinur okkar og frændi minn, Ólaf- ur. Óli, föðurbróðir minn, og Sigga og konan mín voru systkinabörn. Mikill samgangur var á milli heim- ilanna eins og áður en við byrjuðum búskap. Sigga lést sl. haust úr sama illvíga sjúkdóm er dró Óla til dauða. Varla er hægt að minnast annars þeirra án þess að geta hins. Hjónaband þeirra var slíkt að aldrei bar skugga á, enda var þeirra jafnan getið í sama orðinu. Óli og Sigga á Nýlendugötunni og svo seinna í Eskihlíðinni. A þessum stöðum bjuggu þau í 55 ár. Heimili þeirra stóð jafnan opið fyrir vinum og vandamönnum. Oft voi'u þar fulltrúar þriggja kynslóða. Þar voru málin rædd og sýndist sitt hverjum en allir fóru sáttir. Dæmi um umhyggju þeirra gagnvart okk- ur unga fólkinu sem var að flytja í borgina er þegar stelpan, sem seinna varð konan mín, veiktist af lungnabólgu. Þá komu þau og sóttu hana og var hún hjá þeim um mán- aðartíma. Og eins þegar hún gekk með son okkar tóku þau hana til sín og var hún þar fram yfir fæðingu meðan ég var á sjónum. Óli var yngstur níu systkina er upp komust. Föður sinn misstu þau er hann var þriggja ára. Engin var þá aðstoð við barnmörg heimili, ekki eins og nú er. Forðast var í lengstu lög að leita aðstoðar sveit- arfélagsins. Mátti þá búast við að heimilin yrðu leyst upp og börnum komið fyrir hjá vandalausum. Elstu bræðurnir voru orðnir stálpaðir og fóru þeir á skútur á Vatneyri og útróðra út í víkur en yngri systkini sáu um búskapinn. Með þessu móti komst heimilið af og börnin til manns. Óli var félagshyggjumaður. Hann trúði á frelsi, bræðralag og jafn- rétti. Trúlega hafa þessar skoðanir hans mótast af uppeldinu svo og heimskreppu er gekk yfir þegar hann var ungur maður. Eins hafði hann góðan læriföður sem var Rós- inkranz ívarsson, móðurbróður hans. Hann var virkur félagsmaður í verkamannafélagi Dagsbrúnar og tók þátt í baráttu félagsins til bættrar afkomu sinna manna. Oft sagði hann frá langri vinnudeilu sem var 1955 þegar verkfall var í Reykjavík í sjö vikur. En í þeirri deilu var samið um Atvinnuleysis- tryggingasjóð sem var mikill sigur. Þau hjón ferðuðust mikið. I fyrstu með Ferðafélagi íslands og síðan á eigin vegum. Oli átti mikið og gott myndasafn úr þeim ferðum. Voru þá Ingimundur og Sigurður bræður hans með í för. Ekki var hægt að sjá að þar færu rosknir og ráðsettir menn fyrir söng, glensi og ýmsum uppákomum. Norkkrar ferðir fóru þau til ann- arra landa og ferðuðust vítt og breitt um Mið-Evrópu. Þegar heim var komið voru haldin myndakvöld og ferðasagan sögð með myndum. Öll árin eftir að þau giftust fór Óli með Helga á Valshamri, mági sínum, í Grímstaðarétt til aðstoðar og sér til gamans. Eignaðist hann þai' marga vini og kunningja. Sl. haust var heilsunni farið að hraka. Var þá strákurinn kvaddur til fylgdar. Hann hafði það að vana að kalla mig strákinn þegar við vorum ekki sammála. Aðdáunarvert var að sjá hvernig hann studdi og hlúði að konu sinni í veikindunum hennar þar til yfir lauk. Þau bæði unnu sér traust og virðingu allra er til þekktu. Ykkar er sárt saknað. Við þökk- um fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu ykkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég vil að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum því veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Hörður og Erla. Óli frændi, bróðir hennar ömmu, er dáinn. Það eru ekki nema átta mánuðir frá því hún Sigga hans dó, og nú eru þau aftur saman. Það kemur okkur systrunum ekki á óvart, þegar litið er til þess hversu samrýmd þau tvö voru. Aldrei var talað um þau hvort í sínu lagi, þau voru Sigga og Óli, alltaf nefnd í sömu andránni. Óli frændi var yngsti bróðir hennar ömmu og hún sagði okkur margar sögur af því þegar hún var að passa hann sem barn á Rauðasandi. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en börn og barnabörn systk- ina þeirra voru í þeim mun meira uppáhaldi hjá þeim. Við vorum svo lánsamar að tilheyra þeim hóp. Einu sinni vorum við systurnar svo heppnar að mega gista hjá Óla og Siggu og fengum við litla herbergið út af fyrir okkur. Eins og þeirra var von og vísa var boðið upp á kvöldkaffi, sem var sko ekkert venjulegt kvöldkaffi. Heldur var boðið upp á súkkulaðiköku, pönnu- kökur, kleinur og kakó. Óla fannst, eins og okkur, þetta kvöld vera heldur minnisstætt og sagði okkur oft frá því seinna hvað við hefðum spjallað um og hvað við höfðum bardúsað kvöldið góða. Fyndnast þótti honum þegar Arndís ákvað að passa Gunnu, eldri systurina, með því að bjóðast til að sofa rúm- stokksmegin svo að hún myndi ekki hrjóta fram úr rúminu um nóttina. í kringum Óla var ætíð mikið fjör, glens og gaman. Hann gat ver- ið ansi stríðinn, en aldrei illkvittinn. Alltaf var stutt í brosið. Við syst- urnar hittum Óla oftast heima hjá ömmu á Spítalastígnum. Við feng- um venjulega brjálað hláturskast bara við það að sjá Siggu og Óla koma inn í portið. Við vissum að tryllt skemmtun myndi fylgja með Óla í aðalhlutverki. Sigga þurfti venjulega að biðja hann um að „hætta þessum hamagangi með stelpurnar“. Eitt af því fyndnasta sem við systurnar munum eftir var þegar hann var að stríða okkur með gervitönnunum. Þá tók hann þær út úr sér, elti okkur gargandi af hlátri og beit okkur með þeim. Við munum ennþá hvað okkur fannst þetta stórfurðulegt og fynd- ið, að geta bara tekið út úr sér tennurnar... Sigga og Óli voru mikið fyrir að ferðast bæði innanlands og utan. Óli tók mikið af myndum á ferða- lögum þeirra og við munum ennþá eftir myndasýningunum sem þau héldu eftir ferðalög. Þá var slegið upp bíói. Stórt hvítt tjald sett upp í stofunni, gluggar myrkvaðir og slidesmyndavélin sett af stað. Al- veg fannst okkur ótrúlegt hvað þau mundu nöfn á stöðum sem þau höfðu heimsótt og hvenær þau höfðu heimsótt þessa fjarlægu staði. Þegar við urðum eldri og sjálf- stæðari, þá fylgdust þau með. hvað við vorum að gera og sýndu bæði áhuga og stuðning við flest það sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Arndís mun alltaf minnast þess þegar hún hitti Óla í fjölskylduboði áður en hún flutti tímabundið til Ameríku. Óli, eins og flestir vita, var mjög vinstrisinnaður og álit hans á Ameríku var takmarkað. Hann sagði mér að „engin hefði fundið hamingjuna í Ameríku sér að vitandi". Svo óskaði hann mér góðrar ferðar og fljótrar heim- komu! Þannig var Óli, ræðinn, hress, hreinn og beinn. Óli og Sigga voru af þeirri kyn- slóð sem óðum er að hverfa og mik- il er eftirsjá að. Eins og fyrr sagði dó Sigga fyrir átta mánuðum og var söknuður Óla mikill. Nú eru þau aftur saman og við sem stóðum þeim næst vitum að þannig vildu þau hafa það. Við sem vorum svo heppin að eyða árunum með Óla og Sigga, munum alltaf minnast þeirra og líta til heimilis þeirra í Eskihlíð- inni með söknuði. Arndís Ósk og Guðrún Jenný. í hvert sinn sem við missum vin, deyjum vtá lítið eitt. Eg þykist vita að vinir Óla reyni sannleiksgildi þessa ævaforna spakmælis þar sem þeir kveðja hann hinsta sinni, átta mánuðum eftir lát konu hans, Sig- ríðar Hálfdánardóttur. Eftir stend- ur orðstír um góðan og ástríkan frænda, tryggan og hreinskiptinn vinum sínum, æringja sem sáldraði hvarvetna í kringum sig hlýju og glaclværð. Óli var hár maður vexti og myndarlegur, grennri á yngri ár- um, kvikur og léttur á fæti og vinnuþjarkur. Snyrtimenni og höfð- ingi heim að sækja. Hjúkraði Siggu sinni af natni og sýndi þá nýja hlið á sér sem óaðfinnanlegur kokkur. Andlitsdrættir voru skarpir, há kinnbein, hvassar brúnir, stór ljós- grá augu, augnhár sem konur væru stoltar af, kímnisglampi í augn- krókum, breitt nef, miklar varir. Honum lá hátt rómur, skrollaði lít- illega, fylginn sér í orðum og hafði ákveðnar skoðanir á þjóðfélagsmál- um. Einlægur jafnaðarmaður og rauðari en allt sem rautt var á yngri árum og alla tíð sanntrúaður spíritisti. Hafði unun af því að hleypa fjöri í umræður. Lognmolla ríkti aldrei í kringum hann frænda okkar hvert sem hann kom. Hann átti gott safn bóka, las mikið, með stálminni, frásagnir hans lifandi og ætíð færðar í stílinn. Hann hafði ríka kímnigáfu og jafnvel fárveikur brást honum ekki bogalistin að kitla hláturtaugar okkar með því að sjá skoplega hlið sjálfs sín. Þegar talið barst að heiðurshjón- unum í Eskihlíð 6A var aldrei minnst á annaðhvort Siggu eða Óla, aðeins Siggu og Óla. Ástríkari hjón, samrýmdari vinir, betri félagar eru vandfundnir. Framkoma þeirra og hegðun var sem nýtrúlofuð væru, tindrandi blik í auga, hlý orð, galsi, kitlur, en ætíð gagnkvæm virðing. Var furða að þeir sem ekki þekktu til færu aðeins hjá sér! Og svo voru þau svo fádæma falleg, há, grönn og spengileg og vörpuðu skærri birtu umhverfis sig. Bæði voru ættrækin með af- brigðum. Foreldrar okkar, nú látn- ir, fóru ekki varhluta af gæsku þeirra. Sigga og Óli voru ein fárra sem gleymdu þeim ekki er fenna tók í sporin þeirra sakir þverrandi heilsu. Komu ætíð færandi hendi og þá var jafnan glatt á hjalla þegar rifjaðir voru upp sólríkir dagar hvort sem var í óbyggðum eða út- löndum. Að leiðarlokum er þökkuð þessi tryggð þeirra og hjálp. Heimili Siggu og Óla stóð opið ættingjum og vinum. Gestrisni og höfðingskapur hvort sem í hlut átti stórmenni eða feimin frænka vest- ur af fjörðum. Á þorra hélt frændi okkar sína síðustu veislu heima hjá sér - einn án Siggu sinnar. Ljóslif- andi stendur hann brosandi, hrókur alls fagnaðar sem jafnan, og veitti af örlæti og þakkaði okkur sam- fylgd, vissi að í vændum var löng ferð og hlakkaði heil ósköp að hitta ástina sína á ný. Væntanlega er hann kominn til hennar Siggu sinnar. Saman halda þau áfram að haldast hönd í hönd er þau sofna, brosa full ástúðar og við heyrum óma Siggu orð: „Þú ert nú meiri prakkarinn" og Óla svara: „Æ, Sigga mín, þú veist hvað mér þykir vænt um þig.“ Minningarnar lifa, við sem eftir erum ornum okkur á þeim, þakklát að hafa fengið að hafa átt Siggu og Óla að. Ætíð aufúsugestir, hlegið, létt á hjarta sínu og grátið og þau hlustað skilningsrík, aldrei dæmt eða fellt hnjóðsyi'ði um einn eða neinn. Alltaf verið, - heil og sönn til síðasta andvarps. Matthías Johannessen segir m.a.: og þegar duftið fellur hægt að faðmi þíns frjálsa lands með nafn þitt greypt í stein og þröstur syngur eins og enginn hafi hér áður sungið kveðjuljóð við grein þá hvíslar jörðin hljótt við lyng og rætur og heimtar aftur vor sem liðið er og minning þín er íslenzkt ævintýri og eilíft vitni þess sem fylgdi þér. Guð geymi Óla okkar og hafi hann hjartans þökk fyrir allt. Hallfríður, Þuríður og Björg Ingimundardætur. Elsku Óli minn. Þá ert þú búinn að fá hvíldina og kominn til hennar Siggu þinnar. Mér finnst svo stutt síðan þú sagðir mér að þú værir með þennan sjúkdóm sem nú hefur tekið þig svona snemma frá okkur. Við Valdi komum tíl þín 4. apríl sl.og þá varst þú ósköp slappur, en lékst á als oddi eins og venjulega. Við vorum að fara til Portúgal eftir nokkra daga og þú sagðir „mikið væri nú gaman að koma með ykk- ur“. Þið Sigga höfðuð farið þangað fyrii' mörgum árum og gist á sama hóteli og við ætluðum að vera á. En Óli minn, fyrst þú gast ekki komið með tók ég mynd af Brisa Sol handa þér. Elsku Óli minn, ég og fjölskylda mín viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur í gegn um líf- ið. Það verður skrítið að kpma til Reykjavíkur og geta ekki komið við í Eskihlíðinni þar sem alltaf var op- ið hús fyrir alla. Óli minn, nú ert þú búinn að hitta Siggu þína aftur og ég veit að hún hefur tekið vel á móti þér, svo sam- rýnd voruð þið. Ég bið að heilsaiL frænku. Far þú í friði. Sigríður Björk Þóris- dóttir og fjölskylda. Nú er hann Óli minn farinn, alfarinn, til hennar Siggu sinnar sem hefur beðið hans við ströndina hinum megin með opinn faðminn. Ekki gátu þau verið aðskilin lengi, aðeins rúma sjö mánuði, svo yndis- lega samrýnd voru þau. Það var alltaf svo notalegt að fá þau í heim- sókn eða fara til þeirra, Sigga alltaf brosandi, róleg og svo hlý, Óli glettinn og góðlátlega stríðinn, oft stríddum við hvort öðru. Ennþá sé ég í huga mínum Siggu brosa til Óla og segja: „Óli minn, láttu ekki svona.“ Nú eru þau bæði farin, þau sem voru klettarnir mínir, svo traust og trygg. Ég kveð þig nú elsku Óli minn með söknuði og þakklæti í huga. Takk fyrir samfylgdina og gömlu góðu árin á Nýlendugötunni. Takk fyrir að gleðjast með mér á ham- ingjustundum. Takk fyrir að vera svaramaður minn þegar ég gifti mig. Takk fyrir góðu ráðlegging- arnar. Takk fyrir að leyfa mér að gráta við öxl þína þegar ég var sorgmædd. Takk fyrir að vera allt- af til taks. Takk fyrir allt og allt elsku Óli minn. Ég kveð þig enn sem áður með innilegri þökk. Minn hugur reikar hrjáður til himins lít ég klökk. Ég bið minn Guð að gjalda hið góða sem ég naut. Gakk þú um aldir alda óslitna sigurbraut. (Halla Eyjólfs.) < Vertu sæll Óli minn, berðu kveðju mína til Siggu þinnar. Öllum aðstandendum votta ég innilegustu samúð. Ester. LEIFUR ÞORBJARNARSON + Leifur Þorbjarn- arson bókbindari fæddist í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 23. mars 1921. Hann lést á Landspítalanum 12. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 19. apríl. Hann afi minn er dá- inn. Það sem var sér- stakt við hann afa minn var það að hann var ekki pabbi mömmu minnar. Hann var held- ur ekki pabbi pabba míns. Samt var hann afi minn. Hann afi kvæntist móðurömmu minni áður en ég fæddist. Þau voru bæði frá Vest- mannaeyjum og voru skólasystkini. Afi fór ungur frá Eyjum, frá bú- skapnum að Kirkjubæ til Reykjavík- ur. Leiðir afa og ömmu lágu ekki saman fyrr en um fimmtugt. Það er skrýtið að hugsa til þess að maður sem hafði verið piparsveinn alla sína tíð og ekkja með fjögur uppkomin börn hafi getað átt samleið. Það var hins vegar raunin og ekki áttu þau eingöngu samleið. Þau voru mjög samrýnd og bera ótal ferðalög þeiiTa, jafnt innanlands og utan, merki þess. Amma og afi festu kaup á íbúð saman í Espigerði 2 og hafa búið þar æ síðan. Það er kvöld. Ég sé afa koma heim úr vinnunni með nestisboxið sitt. Það eru að koma jól og mikið um að vera í bókbandinu. Ég sé afa sitja fyrir framan sjónvarpið að horfa á fréttirn- ar og ömmu á hlaupum um alla stof- una. Hún er að færa honum köku og mjólkurglas á bakka. Ég sé afa einu sinni æsa sig, það er út af pólitík. Allt í einu er komið síðdegi á laugardegi. Afi situr enn fyrir framan sjón- varpið. Enski boltinn. Eftir það fognum við - - sigri Eyjamanna í handboltaleik. Hann spyr annað slagið um aflabrögð og rökræðir síðan við ömmu hver er sonur hvers í Eyjum. Ég sé afa útitekinn og hraustan eftir að hafa verið nokkrar vikur á sólarströnd. Ég sé afa líka í veiðigallanum úti í á og traustir vinir standa á árbakkanum. Ég heyri afa tala dönsku þó hann hafi aldrei lært hana. Ég fylgist með þegar afi tekur rúnt niður á bryggju til að huga að trillunni sinni. Eg sé afa glerfínan að fara í veislu með ömmu. Ég sé afa líka /- rölta á eftir ömmu í búðum. Ég sé afa renna í hlaðið heima á Húsavík eftir að hafa stoppað í öOum kaupfélögum á leiðinni. Ég kveð afa þegar ég fer aftur heim til Reykjavíkur og fæ þétt og traust faðmlag. Það sem ég sé fyrst og fremst er það að á sinn hljóða en trausta máta sýndi afi mér það hvað var að vera afi. Það var með þeirri væntumþykju sem hann sýndi mér og með því að veita okkur öllum hlutdeild í sínu lífi án skilyrða og án tilgerðar. Fyrir það er ég innilega þakklát. Elsku amma, ég vona að þær góðu^ minningar sem þú átt auðveldi þér að venjastbreyttum aðstæðum. Eg votta þér, sem og bræðrum afa og öðrum aðstandendum, sam- úð mína. Með þessum orðum kveð ég afa minn. Blessuð sé minning hans. Þóra. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.