Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frestur vegna formannskj örs framlengdur YFIR tvö þúsund manns hafa skráð sig í Samfylkinguna í apríl- mánuði að sögn Jóhanns Geirdal, formanns kjörstjórnar Samfylking- arinnar, en frestur til að skrá sig fyrir stofnfundinn og komast á kjörskrá vegna formannskjörs inn- an flokksins rann út 20. apríl sl. Samanlagt eru því hátt í tíu þús- und manns skráðir í Samfylking- una að því er fram kemur í samtali Morgunblaðsins við Jóhann. Vegna þessa fjölda nýskráðra í Samfylkinguna hefur kjörstjórn tekið þá ákvörðun að framlengja þann frest sem menn hafa til að skila atkvæðaseðlum sínum vegna formannskjörsins til 2. maí nk. í stað 30. apríl eins og áður hafði verið auglýst. Er miðað við að at- kvæðaseðlar fari í póst eigi síðar en 2. maí nk. en að sögn Jóhanns er stefnt að því að talning atkvæða hefjist aðfaranótt föstudagsins 5. maí nk. og að úrslit verði kynnt á föstudeginum, fyrsta degi stofn- fundar Samfylkingarinnar. Alls hafa tæplega tíu þúsund kjörseðlar verið sendir út til samfylkingar- manna. Eins og kunnugt er keppa þeir Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi og Ossur Skarphéðinsson alþingis- maður um embætti formanns Sam- fylkingarinnar og segir Jóhann að þegar hafí um tvö þúsund kjörseðl- ar borist kjörstjóm og að sífellt fleiri berist á degi hverjum. Hvetur kjörstjórn þó til þess að þeir sem enn eigi eftir að skila inn atkvæða- seðlum geri það sem fyrst. Margrét í framboð Margrét Frímannsdóttir alþing- ismaður er sú eina sem lýst hefur yfir framboði sínu til embættis varaformanns Samfylkingarinnar en á stofnfundinum verður auk varaformannsembættisins kosinn ritari stjórnar félagsins, gjaldkeri þess og formaður framkvæmda- stjórnar, að sögn Jóhanns. Þá verð- ur m.a. kosið í framkvæmdastjóm Samfylkingarinnar og flokksstjórn. Morgunblaðið/Sverrir Leifur Magnússon, framkvæmdasijóri hjá Flugleiðum, lengst til hægri, sýnir farangurshólfin nýju. Hjá honum eru Sigurður Helgason forstjóri, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Hallgerður Gunnarsdóttir, eig- inkona hans, og Grétar Br. Kristjánsson, sijórnarmaður Flugleiða. Flugleiða, sagði við það tækifæri að með þessari vél væri tekinn upp nýr nafnasiður á vélunum en eldri vélarnar myndu halda dís- anöfnunum sem tekin voru upp árið 1989. Vatnið, sem vélin var ausin við nafngiftina, var tekið úr læk skammt frá Eiríksstöðum í Haukadal í Dalasýslu þar sem tal- ið er að staðið hafi bær Eiríks rauða, föður Leifs Eiríkssonar. Tólf þotur verða í flota Flug- leiða í sumar. Þrjár vélar eru í pöntun hjá Boeing-verksmiðjun- um, ein af gerðinni 757-200 sem afhenda á í mars á næsta ári og tvær af lengri gerðinni, 757-300, sem afhentar verða 2002 og 2003. Þá á félagið kauprétt á þremur 757 þotum til viðbótar sem gætu fengist afhentar árin 2002 til 2004. Hallgerður Gunnarsdóttir, eiginkona Sturlu Böðvarssonar samgöngu- ráðherra, gefur nýrri þotu Flugleiða nafnið Leifur Eiríksson í gær- morgun. Sigurður Helgason, forsljóri Flugleiða, fylgist með. Indlandssöfn- un gengur vel Um 7,5 milljónir króna hafa safnast VEL yfír 7,5 milljónir króna hafa komið inn hjá Hjálparstarfi kdrkjunnar til aðstoðar fjölskyld- um í skuldaánauð á Indlandi. Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfsins, segir þetta einar bestu undirtektir við nokkra söfnun og komu til dæm- is um 2,5 milljónir inn í fyrradag og hátt í tvær milljónir í gær. Sendir voru gíróseðlar á öll heimili landsmanna skömmu íyrir páska og var þar kynnt hugmynd um fimm þúsund króna framlag frá íslenskum fjölskyldum til stuðnings fjöl- skyldum meðal svonefndra dal- íta á Indlandi. Þær eru meðal hinna lægst settu í landinu og hafa böm þeirra iðulega orðið að vinna ásamt foreldrunum fyrir skuldum fjölskyldunnar. Segir Jónas fólk þannig hneppt í víta- hring skuldar, bömin geti ekki stundað skóla, fjölskyldan í ána- uð og henni sé ómögulegt að ijúfa þennan vítahring nema með aðstoð. Hjálparstarf kirkjunnar hefur í mörg ár aðstoðað samtökin Sodal Action Movement á Ind- landi sem sinnt hafa dalítum og barist fyrir því að mannréttindi þeirra séu virt. „Með því að biðja um ákveðið framlag er hægt að greiða skuld fjölskyldunnar og í framhaldinu þarf síðan að að- stoða hana við að skapa sér betri kjör með því að bömin fái að fara í skóla og foreldrunum betri at- vinnutækifæri með ákveðinni verkþjálfun eða öðmm hætti,“ segir framkvæmdastjórinn. Engar einfaldar lausnir Jónas Þórisson leggur áherslu á að upphæðin sé viðmiðun og ljóst sé að meira framlag geti þurft í vissum tilvikum til að ijúfa vítahring skuldar og ánauðar. „Það eru heldur engar einfaldar lausnir til og það tekur langan tíma, jafnvel mörg ár, að breyta viðhorfi fjölskyldnanna, opna augu þeirra fyrir því að þær geta leitað eftir ákveðnum réttindum og betra lífi, og það þarf einnig að benda þeim sem hneppa fólkið í skuldaánauð á að þeir eru að bijóta lög landsins,“ segir Jónas ennfremur. Þeir sem ekki hafa fengið gíróseðil sendan heim geta lagt fram skerf á reikning 886 hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Grétar Br. Kristjánsson sfjórnarmaður og Sigurður Helgason forsfjóri tóku á móti áhöfninni. Gunnar Guðjónsson flugstjóri er í miðið, Magnús Antonsson flugmaður og Guðný Hansdóttir yfirflugfreyja. Níunda B757- 200 þotan í flota Flugleiða NÍUNDA Boeing 757 þota Flug- leiða bættist í flota fyrirtækisins í gærmorgun en hún kom beint frá verksmiðjunum í Seattle í Banda- ríkjunum. Hún hefur fengið nafn- ið Leifur Eiríksson en ákveðið hefur verið að nýjar flugvélar Flugleiða beri framvegis nafn ís- lenskra landnámsmanna og land- könnuða. f gær voru tekin í notkun ný einkennisföt áhafna _og starfs- fólks á jörðu niðri. Áhafnir sem komu úr Ameríkuflugi í gær- morgun voru þær síðustu sem notuðu eldri fatnaðinn og áhafnir í morgunflugi í gær voru í nýja fatnaðinum og sömuleiðis starfs- fólk í afgreiðslu í Leifsstöð og á söluskrifstofum. Nýja 757-200 þotan er sú fyrsta sinnar tegundar frá Boeing með nýja gerð innréttingar í farþega- rými. Er hún sömu gerðar og er í nýju 757-300 þotunum, sem eru lengri, en Flugleiðir eiga tvær slíkar í pöntun. Meðal breytinga í hönnun má nefna nýjar og rýmri farangurshillur, loftið er með bogadregnum linum og lýsing hefur verið bætt. Þá hefur verið bætt við hólfum fyrir ýmsan ör- yggisbúnað og salerni eru af nýrri gerð sem einkum þýðir að umhirða þeirra er fljótlegri og stuðlar að styttri afgreiðslutíma flugvélarinnar. Nýr nafnasiður tekinn upp Hallgerður Gunnarsdóttir, eig- inkona Sturlu Böðvarssonar sam- gönguráðherra, gaf nýju þotunni nafnið Leifur Eiríksson við at- höfn í viðhaldsstöð Flugleiða í gær. Sigurður Helgason, forstjóri Fjölbreytt úrval korta í kortadeild Eymundsson LANDMÆUNGAR ÍSLANDS V Fvnuindsson Kringtunni • sími: 533 1130 • fax: 533 1131 Vonar að vakirnar tefji sig ekki mikið næstu daga TJALD Haraldar Arnar Ólafs- sonar pólfara rak 1,52 km til suð- vestur í fyrrinótt með þeim afleið- ingum að dagsvegalengd hans frá því á þriðjudag styttist um einn kílómetra. Hann gekk 16,3 km á þriðjudag og hefur því alls gengið 511 km á átt að pólnum. Hann átti eftir 266 km ófarna á þriðjudags- kvöld en f gærmorgun hafði hið óhagstæða ísrek valdið því að hann átti 267 km eftir. Haraldur lét vel af veðrinu í gær er hann gaf bakvarðasveit sinni skýrslu og sagði að þó svo að það blési dálítið væri hlýtt, eða 16 stiga frost og vindkæling því lítil. Hann sagði færið hafa verið gott fyrri part þriðjudags en hafi snarversnað þegar líða tók á dag- inn og til að mynda hafi það tekið sig hálfa aðra klukkustund að klöngrast yfir íshrygg þar sem hann þurfti að taka af sér skíðin. Eftir að Haraldur var kominn yfir hrygginn tók við svæði með sund- urbrotnum vökum með háum bökkum. Haraldur vonaðist til að hann yrði ekki fyrir miklum töfum á leið sinni vegna mjög breiðra vaka. Sér í dökkan sæinn í gegnum ísinn Að sögn hans er farið að sjást í stóra kafla á ísnum þar sem gcfur að líta dökkan sæinn og það þyki honum nokkuð sérstök sjón, ekki síst þegar gári hressilega. Hann sagði að nauðsynlegt væri að fara varlega um vakasvæðið þó svo hann væri farinn að verða dá- lítið óþolinmóður að komast á pól- Ljósmynd/Haraldur Öm Ólafsson Haraldur Öm Ólafsson pólfari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.