Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÍMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Clinton og Di Caprio Með þessu hefurfréttastofa ABC á viss- an hátt staðið sig vel, því hún hefur í rauninni gengist við því að bandarískar sjónvarþsfréttir eru að miklu leyti bara sýndarmennska. NYJASTI þátturinn í farsanum enda- lausa sem banda- rískar sjónvarps- fréttir eru hefur ekki verið sýndur þegar þetta er skrifað, og útlit er fyrir að ein- ungis lítill hluti hans verði sýnd- ur, vegna þess að ráðamenn á fréttastofu ABC-sjónvarpsstöðv- arinnar eru sagðir með al- varlega bakþanka út af honum. Það liggur víst ekki alveg ljóst fyrir hvaða stórséní á áður- nefndri fréttastofu fékk þá hug- mynd, og hrinti í framkvæmd, að fá kvikmyndaleikarann Leon- ardo Di Caprio - sem varð frægur fyrir að leika í Titanic - til að taka viðtal við Bill Clinton Bandaríkja- VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson forseta um umhverfis- mál. Reyndar hafa tals- menn fréttastofu ABC neitað því að um hafi verið að ræða eiginlegt „viðtal“og segja að þetta hafi frekar verið svona „rölt“ um Hvíta húsið í fylgd með forsetanum. En fréttafulltrúi for- setaembættisins sagði að eitt- hvað væri þetta málum blandið, því ABC hefði falast eftir venju- legu viðtali, og fulltrúi Di Capr- ios tók í sama streng. Clinton stóðst ekki mátið og stríddi fréttastofunni og sagði við opin- bert tækifæri: „Fréttastofa ABC veit ekki hvort við Di Caprio áttum viðtal, fórum í göngutúr eða á rúntinn. Hvenær ætlar ykkur fréttamönnum að lærast að það eru ekki mistökin sem fara með mann. Það er yfír- hylmingin." Og það á ekki af áðurnefndri fréttastofu ABC að ganga þessa dagana, þegar kemur að dag- skrárliðnum Vafasöm viðtöl. Ein kunnasta stjarnan á fréttastof- unni (og í bandarískum fjöl- miðlaheimi yfirleitt), Diane Sawyer, heimsótti nýverið sex ára dreng í Miami, Elian Gonz- alez, kúbanska strákinn sem fjölmiðlar eru fyrir löngu búnir að breyta í kaldastríðsátök. Deilan um það hvort strákur- inn ætti að vera með pabba sín- um - og fara aftur til Kúbu - eða vera áfram í Bandaríkjun- um, er á milli kúbanskra Miami- búa og bandarískra yfírvalda. Það er alveg gersamlega út í hött að strákurinn sjálfur, sem er eins og áður sagði bara sex ára, geti varpað nokkru Ijósi á þá frétt sem þetta mál óneitan- lega er. En samt. Þeir á ABC sýndu þama gífurlega visku sína þegar þeir áttuðu sig á því að það myndi ekki þýða neitt annað en að senda svo þrautreyndan og gjörhugulan fréttahauk sem Sawyer í þetta viðtal til að þessi sex ára drengur kæmist nú ekki upp með neitt rövl. Stjömurnar á fréttastofum sjónvarpsstöðvanna em einmitt það - stjörnur. Eiginlegt hlut- verk Sawyers í viðtalinu við strákinn var það sama og hlut- verk Di Caprios í Titanic (og viðtalinu við Clinton) - að laða áhorfendur að. Þeir sem í mörg- um tilfellum vinna fréttirnar, finna viðtalsefni og komast að kjarna málsins, era svokallaðir framleiðendur, sem sjást aldrei á skjánum. (Þetta á sérstaklega við þegar „fréttamaðurinn" er frægur). Þannig er í rauninni skrítið að þeir á ABC skyldu vera að hummast þetta með við- talið við Clinton - eða röltið - því Di Caprio er kannski ekkert svo mikið minni fréttamaður en Sawyer. Ef viðtalið við forsetann átti að vera um umhverfismál, hvers vegna var þá fenginn leikari til að taka viðtalið, en ekki frétta- maður sem sérhæfir sig í um- hverfismálum, nú eða bara um- hverfismálasérfræðingur með gráðu? Vegna þess að áhorf- endafjöldinn verður meiri ef Di Caprio tekur viðtalið en ef pró- fessor Ófrægur tekur það. En þá er fólk fyrst og fremst að horfa til að sjá Di Caprio, en ekki til að fræðast um umhverf- ismál. Tilgangur viðtalsins - eða hvað þetta nú var - við Clinton, var því á endanum ekki sá, að koma á framfæri upplýsingum um umhverfismál, heldur að ná sem flestum áhorfendum. Þess vegna var viturlegt að fá Di Caprio í verkið í staðinn fyrir sérfróðan fréttamann. Með þessu hefur fréttastofa ABC þó á vissan hátt staðið sig vel, því hún hefur í rauninni gengist við því að bandarískar sjónvarpsfréttir era að miklu leyti sýndarmennska og snúast ekki fyrst og fremst um að koma á framfæri upplýsingum, heldur um að ná í áhorfendur til að hafa inn sem mestar auglýs- ingatekjur. Fréttaþættir lúta lögmálum markaðarins eins og hvert ann- að sjónvarpsefni, og markmiðið verður því að fá sem flesta áhorfendur til að geta selt auglýsingar sem dýrast. Banda- ríski sjónvarpsgrínistinn Jon Stewart benti á hversu fráleitt þetta væri - að fréttaþættir séu seldir undir sömu grandvallar- kröfur og grínþættir. Stewart gerir oft grín að fréttamönnum og er auðvitað sjálfur að reyna að fá sem flesta áhorfendur, en eins og hann sagði: „Ég er ekki alvöra fréttamaður.“ Það er í samræmi við þetta, að í hvert einasta sinn sem sjónvarpsfréttamenn - og aðrir fréttamenn - eru gagnrýndir fyrir ómerkilegheit er svarið það sama. „Já en fólk horfir á þetta.“ Og mikið rétt, það var gífurlegt áhorf á „viðtal“ Sawyers við kúbanska strákinn. Þetta svar er örugglega sann- leikanum samkvæmt, en það fel- ur einmitt í sér þann misskiln- ing að fréttamiðlar lúti, þegar á allt er litið, sömu lögmálum og afþreyingarmiðlar - það er að segja markaðslögmálum. Sjónvarp er afburða fjölmiðill, og auðvitað er ekkert athuga- vert við að hafa tekjur af sjón- varpsefni. En það væri skárra að menn væra ekki að villa á sér heimildir og þykjast vera frétta- menn þegar starfsheitið leikari virðist í raun eiga betur við. ÓLAFUR HALLDÓR HALLDÓRSSON + Ólafur Halldór Halldórsson fæddist að Mábergi á Rauðasandi 1. júní 1921. Hann andaðist á Landspítalanum 13. aprfl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Ólafur Bjarnason, f. f Tungu í Tálknafírði 15. nóvember 1874, d. á Patreksfirði 9. maí 1924 og Magn- fríður Ivarsdóttir, f. f Króki á Rauðasandi 25. nóvember 1875, d. í Reykjavík 13. janúar 1958. Systkini hans voru: Guðmundur Jóhannes, f. 8. júlí 1901, d. 19. mars 1995; Jónína Bergþóra Guð- rún, f. 8. júlí 1903, d. 4. ágúst 1903 mánaðar gömul; Ivar Rósin- krans, f. 30. júlí, d. 21. nóvember 1978; Bjarni Trausti, f. 5. október 1906, d. 5. febrúar 1975; Guðrún, f. 24. aprfl 1908; Ingimundur Benjamfn, f. 16. nóvember 1910, d. 15. mars 1998; Sigurður Breið- fjörð, f. 13. maí 1913; Sigríður, f. 30. desember 1915, d. 23. maí 1977; Halldór Kristinn, f. 4. júní 1918. Foreldrar hans voru við bú- skap á Mábergi þegar Ólafur fæddist. Þegar hann er á öðru ári ári flytjast þau búferlum að Gröf í sömu sveit og þar elst hann upp. 1938 fer hann til brott- fluttra sveitunga að Lögmannshlfð við Akureyri. Upp frá þeim tíma er hann lítið heima við en er til sjós við sfldar- veiðar og frakt- flutninga en við fiskvinnu og aðra landvinnu á vet- urna. Ólafur kvæntist 20. október 1945 Sigríði Hálfdánar- dóttur, f. 12. febrúar 1920 á Neðri Fitjum í Víðidal, d. 30. ágúst 1999. Hún var dóttir hjón- anna Hálfdánar Árnasonar og El- ínar Jónsdótttur er lengst af bjuggu á Valshamri á Mýrum. _ Eftir að þau kvæntust stundaði Ólafur vinnu hjá Eimskipafélagi Islands eða fram til 1963. Þá byrj- aði hann akstur á Sendibflastöð- inni á eigin bfl en vann samt mik- ið fyrir Eimskip. Um 1980 hætti Ólafur akstri en vann á Tollvöru- lagernum hjá Eimskipi þar til hann komst á eftirlaunaaldur. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfirði. Sunnudaginn 14. febrúar 1929 hélt ungmennafélagið Von á Rauða- sandi fund í húsakynnum sínum. Þar reifaði Jóna Ivarsdóttir frá Kirkjuhvammi málefni æskunnar og hvaða lesefni væri henni hollt. Grafarbræður komu einnig við sögu því Sigurður var fundarstjóri og Ingimundur faðir minn skráði fundargjörð. Æskan sem þarna var að alast upp var mótuð af landinu og sjálfstæðisbaráttunni, ung- mennafélagsandi sveif yfir vötnum. Ólafur frændi minn var ekki þarna staddur, enda bara átta ára, en hugsjónin og samstaðan átti eftir að fylgja honum allt hans líf. Rauði- sandur er falleg sveit og á þessum áram var þar blómleg byggð. Bú- skaparhættir voru þar eins og alls staðar á landinu rétt eins og verið hafði um aldir. Heimilin bammörg en allir hjálpuðust að, um leið og lítil hönd gat eitthvað gert lagði hún sitt af mörkum. Við slíkar að- stæður má ekkert út af bregða og föður- eða móðurmissir þýddi í flestum tilfellum að heimilið var leyst upp. Óli frændi var aðeins þriggja ára þegar faðir hans lést langt um aldur fram. Börnin vora níu á aldrinum frá þriggja til tutt- ugu og þriggja. ísland hefur um aldir alið af sér margar kjamakon- ur, ég vil halda því fram að Magn- fríður amma mín og Guðrún lang- amma mín hafi verið í þeim hópi. Allt var gert til að geta haldið heimilinu saman. Elstu bræðurnir fóru til sjóróðra til að afla bjargar í bú, yngri börnin vora við búskap- inn ásamt ömmum mínum. Gilti þá einu hvort kynið var, allir urðu að geta tekið til hendi jafnt inni sem úti. Systkini Magnfríðar sem bjuggu í Kirkjuhvammi vora boðin og búin að hjálpa til. Endirinn varð sá að Halldór, sá næstyngsti, fór þangað í fóstur. Ég get ímyndað mér að honum hafi fundist skorta á barnaærslin þar, enda allir full- orðnir á bænum. Samheldni systk- ininna var einstök og hélst alla tíð, nú era þrjú eftir á lífi, Guðrún, Sig- urður og Halldór. Sautján ára að aldri yfirgaf Óli heimahagana og hélt til Lögmannshlíðar, bæjar fyr- ir ofan Akureyri. Þar bjuggu í skjóli sonar síns hjónin Guðmundur og Guðrún frá Króki á Rauðasandi. Óli hafði verið tekinn þangað í fóst- ur um tíma sem barn en þá veiktist amma. Krókur er næsti bær við Gröf. Hjónin vildu kosta pilt til náms, hann átti að byrja í Mennta- skólanum á Akureyri, en þar kenndi Kristinn Guðmundsson son- ur þeirra. „Þú færð herbergi hjá honum Kidda mínum,“ sagði Guð- mundur. Ekkert varð þó af menntaskólanámi frænda míns, réð þar mestu hin rótgróna sjálfshjálp- arviðleitni og það að þiggja ekkert af öðram, sem varð leiðarljós systk- inanna alla ævi. Eftir tvö ár í Lög- mannshlíð fór Óli til róðra út í Hrísey sumariangt. Skemmtileg saga sem oft var sögð tengdist þessu sumri. Fyrir mörgum áram voru þau hjón Öli og Sigga á ferð um Norðurlandið og tóku sér far út í Hrísey. Óli sagði af sinni alkunnu glettni að hann ætlaði að vita hvort þær þekktu hann aftur gömlu kær- usturnar. Þegar búið var að næra sig í Brekku gekk hann um eyjuna og fór í kirkjugarðinn. Sigga var alltaf með á hreinu að enga kær- ustu hefði hann hitt, þær væru allar komnar í garðinn. Suðvesturhornið dró ekki síður þá til sín fólk en nú, þar var atvinnuna að hafa. Suður í Njarðvík til Guðrúnar systur sinn- ar fór Óli eftir Hríseyjardvölina og var þar á vertíð, en flutti síðan til Reykjavíkur, staðarins sem ungt fólk hópaðist til. Þangað hafði einn- ig um þetta leyti lagt leið sína ung og falleg stúlka ofan úr Borgarfirði, Sigríður Hálfdánardóttir. Ástar- stjarnan skein skært 17. júní 1944, en þann dag trúlofuðu Óli og Sigga sig. Trúin á ástina í brjósti sér og sjálfstæði landsins var sú umgjörð er þau lögðu af stað með, trú og ást er aldrei kulnaði í þau 56 ár sem líf- svegurinn lá saman. Sigga lærði sauma, enda hafði hún einstakt auga fyrir formum, lit- um og að hlutir færa vel. Brúðhjón- in voru stórglæsileg eins og myndir bera með sér þegar stóri dagurinn rann upp 20. október 1945. Tími hafta og skömmtunar var og erfitt jafnvel að fá nauðsynlegustu hluti. Allir nýgiftir byrjuðu því smátt. Eitt herbergi þar sem bæði var eld- að og sofið þótti sjálfsagt í byrjun búskapar. Oli og Sigga vora þar engin undantekning. I einu her- bergi á Nýlendugötu 22 hófu þau búskap en fluttu sig um set á Nýl- endugötu 19 eftir nokkur ár. Þar bjuggu þau í góðu sambýli til ársins 1974 að þau flytja í Eskihlíð 6a. Fljótlega eftir að þau Sigga byij- uðu að búa hætti Öli á sjónum og hóf störf hjá Eimskip og starfaði þarnær óslitið í 45 ár. Islenska lýð- veldið var orðið að veruleika en baráttan um brauðið hélt áfram. Verkalýðsbaráttan þar sem tekist var á um mannsæmandi laun og réttindi var á þessum áram hörð. Óli lét ekki sitt eftir liggja, enda mikill talsmaður félagshyggju og réttlætis. Hann var eldhugi og fljótur til ef því var að skipta. Enda fannst honum í dag sem neistann vantaði oft á tíðum í baráttuna. Heima var svo Sigga hans með alla þolinmæðina og skilninginn. Þar kom að Óli taldi árin hjá Eimskip orðin nógu mörg, keypti sér sendi- bíl og fór að starfa hjá Sendibíla- stöðinni. Ekki leið á löngu þar til hann var farinn að keyra fyrir Eimskip og bæði hann og bíllinn þar í vinnu. Eftir að Óli hætti með sendibílinn fór hann að starfa á frí- lagernum hjá Eimskip og starfaði þar það sem eftir var af starfsferl- inum. Samviskusemi, trúmennska, heiðarleiki og græskulaust gaman vora aðalsmerki hans, eiginleikar sem allir kunnu vel að meta. Arin sem í hönd fóra urðu ferðaár hjá þeim hjónum. Þau ferðuðust vítt og breitt um landið ásamt því að þræða Evrópulöndin, þar var Þýskaland í miklu uppáhaldi hjá frænda. Mest sá hann eftir að hafa ekki lært þýsku þegar það bauðst. Þegar heim kom fengum við ætt- ingjarnir að njóta ferðarinnar á myndakvöldum. Það er alveg ein- stakt að heyra frásögn þar sem eft- ir öllu er tekið og það gert ljóslif- andi, minnstu smáatriði skipta máli og þeim lýst. Slíkt er frásögn þess er hefur tíma til að taka eftir og njóta. Nokkuð sem við, er þeys- umst áfram á hraða upplýsinga- tækni, gefum okkur ekki tíma til. Ingimundur faðir minn fór eitt sinn með þeim Óla og Siggu sumarferð til Svartaskógar í Þýskalandi. Aður höfðu þeir bræður ásamt Sigurði bróður sínum farið margar ferðir með Ferðafélagi íslands inn á há- lendið. Það var mikið hlegið þegar verið var að rifja upp og segja frá ferðalögunum. Bræðurnir vora ein- staklega samrýndir og dáðu Siggu mjög, en alltaf voru þeir tveir á móti einum. Væra Óli og pabbi sammála var Siggi á öndverðum meiði og öfugt, en saman stóðu þeir ávallt í því að vorkenna Siggu að þurfa að búa með Ólafi bróður sín- um. Hún átti alla þeirra samúð, og svo var hlegið. Óli og Sigga vora ávallt nefnd saman, þau voru eitt fyrir okkur öllum í fjölskyldunni. Enga þekki ég sem hafa varðveitt ástina sína betur en þau, alltaf eins og nýtrú- lofuð eftir 56 ár. Þegar ég kom suð- ur að læra hjúkran og bjó í heima- vist Hjúkranarskóla íslands á Eiríksgötu 34 lá leiðin oft á Ný- lendugötuna, alltaf var gengið, enda ekki langt vestureftir. Eftir að hafa gætt mér á gómsætu brauðinu og sérstaklega brúntert- unni var ósköp notalegt að láta frænda keyra sig heim. Alltaf kom Sigga með og við fengum okkur smárúnt í leiðinni, eða eins og úti- vistartíminn leyfði. Engan átti ég eða Erla frænka bílinn þá og því kærkomið að fara í bíltúr með Öla frænda. Afleiðingarnar gátu orðið með ýmsu móti því hann hafði svo gaman af að hrekkja okkur og okk- ur fannst hann svo skemmtilegur, alltaf til í smá at og tusk. Við rifj- uðum ýmislegt gamalt upp í vetur þegar Óli hélt sitt árlega þorrablót með pomp og prakt. Sumir gest- anna gátu gengið heim, aðrir keyrðu heim en tveir af gestunum urðu að gista þar sem ófært var heim til þeirra. Þetta var föstu- dagskvöldið þegar allt fór á kaf hér í Reykjavík. Ögleymanlegt kvöld fyrir okkur öll því allir vissu að ekki yrðu fleiri þorrablót í Eski- hlíðinni. í byrjun síðasta árs fór að bera á lasleika hjá Siggu sem reyndist vera krabbamein, þann vá- gest hafði hún tekist á við áður. Veikindum sínum tók hún af miklu æðraleysi. A heimilinu snerast nú hlutir við. Sigga, sem alla tíð hafði dekrað við Óla sinn, var nú umvafin ást hans og umhyggju. Lát Siggu var Óla þungt högg og sárt. Þegar fólk er búið að lifa saman í 56 ár við mikið ástríki og kærleik er eins og helminginn vanti af manni þegar annað deyr. Óla leið þannig, en hann var ótrúlega duglegur að að- lagast breyttum aðstæðum. Hús- verkin vöfðust ekki fyrir honum eða eldamennskan, enda mikill áhugamaður um mat. En skammt var stórra högga á milli hjá frænda,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.