Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AGUST VIGFÚSSON + Ágúst Vigfússon fæddist á Gilja- landi í Haukadal 14. ágúst 1909. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 1. febrúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 9. febrúar. Hjáþérfannégástaryl æddi kulda hryna. Það voru döpur þáttaskil þegarþúkvaddirvina. Þannig kvaddi Ágúst Vigfússon fóstru sína er hún lést. Ágúst var þá aðeins 16 ára gamall. Má heyra á þessu Ijóði hve mjög hann unni henni. Þetta var vestur í Dölum á Harð- arbóli. Að Harðarbóli kom Ágúst fimm ára gamall. Faðir hans, Vigfús Ikkaboðsson, varð bráðkvaddur á heimili sínu, Giljalandi í Haukadal, en hann var þá nýfarinn að búa þar á hluta á jörðinni ásamt konu sinni Margréti Sigurðardóttur ættaðri af Snæfellsnesi. Þá stóð ekkjan uppi með tvö böm, Halldór og Ágúst, sem þá var á fyrsta ári. Efnin voru engin svo móð- irin sá sér ekki annað fært „en að láta litla reifastrangan frá sér þó væru þung spor“ eins og hún sagði. En frændsystkin Ágústs höfðu tekið að sjá fyrir drengnum og gefa með hon- um. Eldri drengurinn fylgdi móður sinni; þá voru ekki til neinar barna- bætur né tryggingar. Lítið sagðist Ágúst muna eftir fyrr en hann kom að Haðarbóli. Húsbóndi hans reiddi hann yfir Hörðudalsána, sem var milli bæjanna. Á hlaðinu stóð fullorðin kona gráhærð og ákaflega hlýleg. Bóndinn tók drenginn af baki og sagði: Héma kem ég með geml- inginn, ég er að skila úr fóðrunum. Gamla kon- an gekk til Ágústs, kyssti hann á kinnina og sagði: Vertu velkom- inn, litli vinur. Þessu augnabliki sagðist Ágúst aldrei gleyma og þeirri miklu hlýju sem hann naut frá þessari gömlu konu. Hún hét Sigurrós Hjálmtýsdótt- ir og Ágúst sagðist aldrei geta fullþakkað að fá að alast upp hjá þessari góðu og merku konu. Margt sagði Ágúst mér frá þessari fóstm sinni. Einu langar mig til að segja frá hér. Bróðir hennar hafði verið ofdrykkju- maður. Nú var hann gamall og kvald- ist mikið en milli kvalanna bað hann um vín. „Ég heyrði í honum hljóðin og fóstra mína spyrja af hverju hon- um liði svona illa? Æ, Gústi minn. Hann eyðilagði sig á ekkisen víninu. Smakkaðu það aldrei. Láttu engan ógna þér með því að þú þorir ekki, því sá er sterkastur sem þorir að standa einn.“ Þessum orðum fóstrannar góðu gleymdi Ágúst aldrei. Ég kynnist honum fyrst vestur í Bolungavík, þar voram við samkenn- arar í þrjú ár, en aðallega hef ég kynnst honum nú á síðari áram, en hann fluttist suður 1957. Ágúst var mjög góður hagyrðingur og má ég til með að láta nokkrar stökur hans fylgja. Hér kemur mannlýsing: þó að drottinn þyki snjall þá kom samt á daginn að þegar hann gerði þennan kall þá var hann ekki laginn. Einhvern tíma orti hann til konu sinnar: Enginnkuldiámérhrín eðafrostavetur. Svonamildðmildinþín mannihlýjaðgetur. Birtíng afmælis- og m inningai 'greiim MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÚLFARS MAGNÚSSONAR, Biönduhlíð 33, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Landspítalans. Bjarndís Kr. Guðjónsdóttir, Ágústa Úlfarsdóttir, Sigurveig Úlfarsdóttir, HaraldurÁ. Haraldsson, Ólöf Kr. Gunnarsdóttir, Elfa Huld Haraldsdóttir, Úlfar Gauti Haraldsson. Þá má fara með þessa um ónefnd- an mann: Þrekið hans ég mikils met mesturíþeimvanda að hopa ekki um hænufet hafann á röngu að standa. Þetta er aðeins sýnishom af þeim mörgu stökum, sem Ágúst gerði. Þar að auki var hann sagnabrannur mik- ill og góður rithöfundur. Nefni ég tvær bækur eftir hann „Dalamaður segir frá“ og „Mörg era geð guma“. Þessar bækur era mjög vel skrifaðar og skemmtilegar. I seinni bókinni segir hann frá vatnsberanum henni Bjöggu gömlu, sem sótti vatn fyrir fólkið í Bolungavík. Hún rogaðist með vatnsfötumar illa klædd hvernig sem veður var, þáði aldrei bita þó henni væri boðið eitthvað en sagði: „Nei þakka þér fyrir, en er heitt á könnunni?" Það eina sem hún gerði sér til afþreying- ar var að fara í kirkju við jarðarfarir. Hún sagði við fólk. „Það verður með seinna móti sem ég kem með vatnið. Ég ætla að skreppa til jarðarfarar að gamni mínu“. I hinni bókinni Mörg era geð guma segir hann meðal annars frá móður sinni. Hennar ævi var erfið, en hún gat haft Halldór bróður minn með sér þar til hann var fermdur. Hann var mesti efnispiltur og rann upp einsog fífill í túni. En eftir tvö ár veiktist hann og dó skömmu síðar. Mikla erf- iðleika átti hún við að stríða eftir þetta. En eitt var sem létti henni lund alla ævi en það vora Ijóð og lausavís- ur. Hún var einnig hagmælt og hefur Ágúst sótt hagmælskuna til hennar. Ágúst sagðist hafa komið til henn- ar eitt sinn skömmu áður en hún dó Hafði hann orð á því við hana hvað hárið á henni væri orðið þunnt. Já, sagði hún. Það er að fara eins og annað. Mér datt í hug þessi vísa: Gisna hárin gráu mín. Göngu minnkar hraði. Byrgjatekursólarsýn, sveigtaðhinstavaði. Ágúst hefur ekki haft langt að sækja hagmælskuna. Ágúst var mjög góður ræðumaður og lét þar ekki á sig halla. Hann stóð fast með verka- lýðnum og þeim sem minna máttu sín. En aldrei hallaði hann réttu máli eða talaði með óvirðingu til nokkurs manns. Ég harma að ritverk hans urðu ekki fleiri. Lífsbaráttan þá var hörð. Hann vann mikð í félagsmálum í Bolungar- vík. Hygg ég að tími hans til að setj- ast við skriftir hafi ekki verið mikill fyrr en þau hjón fluttust suður og hann gerðist kennari í Kársnesskóla í Kópavogi. Hann skrifaði hka fjölda greina sem birtust í blöðum og tímaritum. Einnig flutti hann mörg erindi í út- varpi. Þá veit ég að eftir hann liggur fjöldi vísna (ferskeytlna) mjög vel gerðar og oft með skemmtilegan húmor. En nú hefur Ágúst vinur minn sveigt að hinsta vaði eins og móðir hans kvað svo snilldarlega. Ég vil að lokum þakka Ágústi inni- lega fyrir hans miklu vinsemd og all- ar þær skemmtilegu sögur og vísum- ar sem hann lét mig heyra. Hulda Runólfsdóttir. Minningarkort Styrktarsjóðs hjartasjúklinga LANDSSAMTÖK HJARTASjÚKLINGA Sími 552 5744 Innhelmt með gíróseðl! INGIMUNDUR HÖRÐDAL KRIS TJÁNSS ON Ingimundur Hörðdal Krist- jánsson fæddist í Tungu íHörðudal 24. maí 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. apríl siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Gestsson frá Tungu (f. 21.12. 1880, d. 22.9. 1949) og kona hans Sigurlaug Dan- íelsdóttir frá Stór- ugröf í Stafholts- tungum (f. 7.2. 1877, d. 8.2. 1974). Bjuggu þau fyrst í Tungu en síðar á Hreðavatni. Bræður Ingimundar eru Daníel (f. 25.8. 1908, d. 24.4. 1982) bóndi og skógarvörður á Hreðavatni. Gestur (f. 3.11. 1910) fyrrverandi deildarstjóri í Borg- arnesi, Haukur (f. 3.9. 1913) fyrr- verandi yfirlæknir í Reykjavík, Magnús (f. 28.6.1916) fyrrverandi bóndi í Norðtungu og Þórður (f. 8.6. 1921) fyrrverandi bóndi á Látinn er gamall, tryggur vinur, Ingimundur í Heyholti. Ekki var ég gamall þegar ég heyrði fyrst minnst á hann. Sú vinátta sem tókst með honum og pabba heitnum, Birni Hjartarsyni, varð þess valdandi, að sumarhús var reist í Svignaskarðs- landi við Skarðslæk. Ingimundur tilheyrði þeirri kyn- slóð sem upplifði hvað mestar breyt- ingar í íslensku samfélagi. Úr sjálfs- þurftarbúskap í þjóðfélag allsnægta. En það raskaði ekki ró Ingimundar. Á sínum yngri áram átti hann góð hross. Og þegar tæknin tók við keypti hann manna fyrstur dráttar- vél að Svignaskarði. Alla sína bú- skapartíð var hann vel tækjaður og nýjungagjarn. Eftir að sumarhúsið okkar reis var Ingimundur tíður gestur. Kom hann yfirleitt alltaf á morgnana, í tíma til að hlusta á veðurskeytin. Þáði hann þá vínarbrauð og appelsínu-límon- aði, því hann var sælkeri hinn mesti. Margar urðu ferðirnar að vitja um í Hópinu á þessum áram. Veiðarnar vora hans aðal-áhugamál. Við Ingimundur kynntumst hvað best á námsáram mínum á Hvann- eyri, er ég dvaldi löngum stundum í sumarhúsinu. Ekki brást það, drátt- arvélin stoppaði á melnum margan morguninn. Á þessum áram lengd- ust alltaf þær stundir sem við Ingi- mundur sátum og spjölluðum í bú- staðnum. Ingimundur var að upplagi hlé- drægur maður, sem bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg. En stríðinn var hann, og gat stundum hleypt manni upp með ádeilu á vísindaleg vinnu- brögð, og þegar það hafði tekist neistuðu augun í honum af glettni. Hann var mjög vel lesinn, og mundi nánast allt sem hann las. I rökræð- um við hann kom það vel fram. Hann hlustaði mikið á útvarp, og hafði gott eyra fyrir tónlist. Heimili Ingimundar í Svigna: skarði var honum einkar kært. í góðu yfirlæti var hann hjá Rósu og Skúla, og þó stundum hafi þau greint á um einstaka framkvæmd í daglegu amstri, studdu þau alltaf við bakið á hvert öðra, þegar á reyndi. Og óx virðing þeirra og kærleikur eftir því sem árin liðu. Ingimundur var í góðu símasambandi við Svignaskarð, eftir að hann flutti á Dvalarheimilið í Borgarnesi. Ráðlagði hann þá, að gott væri að leggja núna eða annað varðandi búskapinn. Veikindastríði Ingimundar er lok- ið, en lífsviljinn var mikill. Um leið og þökkuð er samfylgd þessa trygg- lynda höfðingja, sem hafði manngild- ið ofar auðgildi. Færi ég vandamönn- um hans hugheilar samúðarkveðjur. Hann er öragglega búinn að leggja netin hinum megin. Sigbjörn Björnsson. Hreðavatni og síðar umsjónarmaður BSRB í Munaðar- nesi. Einnig ólu for- eldrar þeirra upp Reyni Ásberg Níels- son (f. 26.4.1931). Ingimundur var tekinn í fóstur árið 1914 af hjónunum í Svignaskarði, Guð- mundi Danielssyni móðurbróður sinum og konu hans Guð- björgu Sæmunds- dóttur. Þau voru barnlaus en ólu upp auk Ingimundar Sigurbjörgu Guðmundsdóttur (f. 7.1. 1899, d. 28.5. 1981) og Arndísi Magnús- dóttur (f. 18.8.1901, d. 29.7.1942). Ingimundur átti heimiii í Svignaskarði, en stundaði búskap í Heyholti. Hann var ókvæntur og barnlaus. Utför Ingimundar fór fram frá Borgarneskirkju 15. apríl. Mig langar að minnast Ingimund- ar. Hann og amma mín heitin vora uppeldissystkini og á bernskuheimili mínu í Svignaskarði átti Ingimundur heima. Hann var á vissan hátt mikið náttúrabarn og naut þess að geta ró- ið út á Hópið, veitt silung eða lax og ekki hafði hann minni ánægju af að gefa aflann. Það muna sjálfsagt margir eftir Ingimundi á traktorn- um, en á honum fór hann alltaf á milli Svignaskarðs og Heyholts. Ingi- mundur var fróður um margt og ótrúlegt minni hafði hann, það var gaman að vera með honum úti í nátt- úranni og fræðast af honum um örn- efni, fugla og gamlar sagnir. Fjöl- skyldan í Svignaskarði vill með þessum fáu línum kveðja góðan vin. Á fjallsins hljóðu eyðilöndum átt þú upptök þín við grænan dýjablett, þar sýgur grasið sól og jarðarmátt, þar sýngur heiðló milt við barð og klett. I hyljum þínum speiglast grjótið grett, hið gráa ský og heiðið fagurblátt, uns haust og vetur hefta glaðan sprett og hneppa þig í kaldan fjötur brátt Þitt spor mun eigi að sumri siður létt, þitt sönglag eigi að vori miður kátt, en ævi manns var eigi fyrirsett að öðlast nýjan styrk á slíkan hátt. Því hrukkan verður aldrei aftur slétt, og aldrei dökknar framar hárið grátt. (Jón Helgason.) Sigríður Helga Skúladóttir. Frágangur afmælis- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.