Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 1
96. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS fbúar í Belgrad um morðið á Petrovic Gruna mafíuna eða stjórnvöld Belgrad. Reuters. Samsæriskenningar var að finna á hverju strái í Belgrad í gær eftir að Zika Petrovic, forstjóri júgóslavneska ríkisflugfé- lagsins, var myrtur á þriðjudagskvöldið. Petrovic er sá síðasti í hópi þekktra einstaklinga í Belgrad, sem myrtir hafa verið að undanförnu, og telja íbúar Belgrad ýmist serbnesku mafíuna eða stjórnvöld bera ábyrgð á morð- inu. Flestir voru þeirrar skoðunar að Petrovic yrði ekki sá síðasti. „Það eru of margir hákarlar að synda í of litlum polli,“ sagði Dragan, maður á fimmtugsaldri, og Rada, kona á áttræðis- aldri, var sama sinnis. Dragoljub Jankovic, dómsmálaráðherra Ser- bíu, hélt því hins vegar fram að Vesturlönd bæru ábyrgð á tilræðinu. Margir Belgradbúar töldu, að stjórnvöld ættu einhvern þátt í morðun- um. „I þessu landi sjá yfir- völd um að drepa fólk, það eru þau sem standa að baki öllum óleystu morðmálunum," sagði ónefndur leigubílstjóri við Reuters-fréttastofuna. ■ Samstarfsmaður/24 Petrovic ESB-ríki ráðgera að flytja hvíta menn frá Zimbabwe Berlín, Madrid, Kariba. AFP, AP. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar segir „endalok einræðis Mugabes“ í nánd Þurrkar ógna 50 milljónum manna GÍFURLEGIR hitar og þurrkar eru í sumura héruðum Indlands og ná- grannarfkinu Pakistan. Á Indlandi er óttast, að afkoma 50 milljóna manna sé í hættu, einkum í ríkjun- um Rajasthan og Gujarat, en þar hefur lítið rignt í þrjú ár. Er orðið mjög djúpt á vatn víða og úlfaldar eru jafnvel farnir að falla þótt þeir þoli betur vatnsleysið en margar aðrar skepnur. Á myndinni eru konur í Rajasthan í atvinnu- bótavinnu á vegum indverskra stjórnvalda. Þær vinna í ellefu tíma á dag og fá fyrir það mest rúmar 100 ísl. kr. AÐILDARRÍKI Evrópusambands- ins hafa lagt á ráðin um brottflutn- ing allra hvítra manna frá Zimba- bwe ef óöldin í landinu versnar enn. Kemur þetta fram í þýska blaðinu Frartkfwter Allgemeine Zeitung nú í morgun. Frankfurter Allgemeine Zeitung segir, að breska stjórnin hafi sett á laggirnar sveit, sem fær aðstöðu í Mósambík, nágrannaríki Zimbabwe, og þýsk, bresk og portúgölsk hem- aðaryfirvöld hafi í sameiningu skipulagt ákveðnar undankomuleið- ir fyrir hvítt fólk í Zimbabwe. Er fullyrt í frétt blaðsins, að stjórnvöld í Suður-Afríku, Zambíu og Botswana auk Mósambík hafi leyft afnot af landi sínu í þessu skyni. Ofbeldið í Zimbabwe virðist vaxa með degi hverjum en það hefur kost- að 11 manns lífið, tvo hvíta bændur og níu blökkumenn, vinnumenn á búgörðunum og stjórnarandstæð- inga. í Zimbabwe búa eða dveljast um 270 þúsund hvitra manna. Spænskir fjölmiðlar höfðu í gær eftir Morgan Tsvangirai, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, að „einræði Mugabes" væri senn á enda. „Hann reynir eins og allir ein- ræðisherrar á undan honum að beita ofbeldi til að komast hjá því óumflýj- anlega," sagði Tsvangirai. Óttast er, að jarðanámið í Zimba- bwe hafi alvarlegar aíleiðingar fyrir efnahagslífið í landinu, sem er þó mjög bágborið fyrir. ■ Óttast/25 Mannrán fílippseyskra uppreisnarmanna Gíslarnir á Joloeyju Jolo. Reuters, AP, AFP. MÖNNUNUM, sem uppreisnar- menn úr hópi múslima á Filippseyj- um rændu í Malasíu, er nú haldið á Jolo-eyju á Suður-Filippseyjum. Skýrðu filippseyskir embættismenn frá því í gær en gíslamir eru tuttugu og einn, þar af tíu erlendir ferða- menn. Orlando Mercado, varnarmálaráð- herra Filippseyja, sagði á frétta- mannafundi í gær, að gíslunum væri haldið nálægt bænum Talipao á fjallaeyjunni Jolo, en hún hefur um aldaraðir verið aðsetur sjóræningja og annarra óaldarflokka. Sagði hann að samkvæmt heimildum væru allir gíslarnir heilir á húfi. Mercado sagði að þeir sem hefðu staðið að mannráninu væru hreyfing bókstafstrúaðra múslíma sem berst fyrir sjálfstæðu múslimaríki á sunn- anverðum Filippseyjum og auk þess glæpaflokkar sem hafa mannrán að atvinnu. í gíslahópnum eru tíu Mala- síumenn, einn Filippseyingur, þrír Þjóðverjar, tveir Frakkar, tveir Suð- ur-Afríkumenn, tveir Finnar og einn Líbani. Bókstafstrúarmenn halda auk þess nærri þrjátíu manns, þar af tuttugu og tveimur börnum, í gísl- ingu á eyjunni Basilan. Þai’ hefur stjórnarherinn gert harða hríð að uppreisnarmönnunum síðustu daga. AP 58. stjórnin eftir stríð Ný ríkisstjóm Giuliano Amato sór embættiseið sinn í gær og er hún sú 58. á Ítalíu eftir stríð. Standa að henni sömu flokkar og stóðu að fyrri stjóm, mið- og vinstriflokkar, og ágreiningurinn er sá sami og áður. Sýndi það sig í gær en þá var stóll Evrópuráðherrans auður. Edo Ronchi, þingmaður Græningja, sem átti að skipa þann sess, móðgaðist er hann fékk ekki að vera umhverfis- ráðherra áfram. Ekki er búist við, að stjórn Amatos verði langlíf, en hér takast þeir í hendur að embættis- tökunni lokinni, þeir Amato (t.v.) og Carlo Azeglio Ciampi, forseti Italiu. Mikill barna- dauði í Kosovo Pristina. AP. HELMINGUR Kosovobúa er undir 25 ára aldri og barnadauði er þar meiri en annars staðar í Evrópu. Kemur þetta fram í könnun Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana. Könnunin verður birt í heild í júní en hún var gerð í 21 bæ og 34 þorpum vítt og breitt um Kosovo. Sýnir hún m.a., að enn býr fjórð- ungur Kosovobúa á aldrinum 20 til 40 ára, um 224.000 manns, ut- an héraðsins. 43% þeirra eru í Þýskalandi og 16% í Sviss. Frá nóvember 1998 og til nóv- ember 1999 dóu í héraðinu 9.000 manns, þrír fjórðu voru karl- menn, og 90% dóu meðan á mestu átökunum stóð. Þá dóu 35 af hverjum 1.000 nýburum en nú 25. Lækkun á Wall Street New York. AP. ALLNOKKUR lækkun varð á gengi hlutabréfa á Wall Street í gær og var hún fyrst og fremst rakin til ótta við nýja vaxtahækkun. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll um 179,32 stig eða 1,6% og Nas- daq-tæknivísitalan um 81,14 stig eða 2,2%. í fyrradag hækkuðu báð- ar vísitölurnar um meira en 200 stig en uggur var í mönnum í gær vegna talna sem birtar verða í dag um þjóðarframleiðslu og launa- kostnað. Bandaríska viðskiptaráðuneytið skýrði frá því í gær að eftirspurn eftir fjárfestingarvörum á borð við flugvélar og iðnaðarvélar hefði auk- ist í mars og almennt er búist við að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið um 6%. Er það meiri þensla en seðlabankinn vill sætta sig við. Vegna þess er óttast að vextir verði hækkaðir 16. maí. MORGUNBLAÐIÐ 27. APRÍL 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.