Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 67 1-: FÓLK í FRÉTTUM Þetta myndbandsverk Haraldar Jónssonar heitir „gravity" og á sér systkini að nafni „impressions“. Fullt var út úr dyrum á opnuninni í Eisernes Haus í Graz. Josef Danner, Haraldur Jónsson, Ásmundur Ásmundsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Sandra Abrams standa við verk Birgis Andréssonar „Das Blau des Meeres". STERK OG FALLEG SÝNING íslenskir listamenn fara víða og sex þeirra eru ný- komnir heim frá Graz þar sem þeir tóku þátt í skemmtilegri samsýningu. Hildur Loftsddttir talaði við Osk Vilhjálmsdóttur. EIN AF fjölmörgum skiptisýningum sem Nýlistasafnið hefur staðið fyrir var kölluð ísland - Austur- ríki 6-7 og var haldin í haust. Eins og nafnið ber með sér sótti austur- rískur hópur um að sýna í Nýlistasafninu og valdi með sér íslenska myndlistarmenn. Þannig myndaðist hópur af sjö Austurríkis- mönnum og sex íslendingum: Ósk Vil- hjálmsdóttur, Birgi Andréssyni, Haraldi Jónssyni, Ásmundi Ásmundssyni, Margréti Blöndal og Pétri Erni Friðrikssyni. „Það voru ákveðnir þættir sem eru svip- aðir með þessum listamönnum sem þeir voru að leita að. Einhver ákveðin tegund af kaldhæðni og húmor,“ útskýrir Ósk. „Josef Danner, sem hefur verið mikið á Islandi, er ákveðinn hvatamaður að þessari sýningu og tók sjálfur þátt í henni. Þetta var eitthvað sem hann sá fyrir sér.“ Sýnt í friðuðu húsi Nýlega opnaði síðan sama sýning í Graz í Austurríki, á árlegri myndlistarhátíð sem þar er haldin undir nafninu Galleriens Tag, en þá hafa öll söfn og gallerí opið og ókeypis aðgang og fólk streymir að frá öðrum borg- um og löndum. Graz er myndlistarborg, svipað og Salzburg er tónlistarborg, og þar ríkir mikil myndlistarhefð. Þótt borgin sé ekki stór hafa verið þar stórar og miklar sýningar. Ósk, Haraldur og Ásmundur voru ein ís- lensku myndlistarmannanna sem gátu verið viðstödd opnun sýningarinnar, enda veitti menntamálaráðuneytið hópnum aðeins 100 þúsund króna styrk til að kynna íslenska myndlist á erlendri grund. Hófst Gallerien Tag-dagskráin með opnun á sýningu þeirra. Osk segir að að sýningarsalurinn hafi ver- ið troðfullur. „Við vorum alveg hissa. Ein af ástæðunum fyrir því hversu margir komu er sú að sýningarsalurinn er í húsi sem heitir Eisernes Haus sem er gamalt, friðað hús þar sem stendur til að byggja stórt lista- safn. Allar tillögur að viðbyggingu úr al- þjóðlegri keppni voru kynntar á hæðunum fyrir ofan og úrslitin tilkynnt þennan dag. Það var breskur arkitekt sem hlaut fyrstu verðlaun með alveg brjálæðislega flotta módern hugmynd. Þetta verður eitt mikil- vægasta listasafn í Austurríki í framtíðinni." Mikilvægt fólk úr listaheimum Ósk segir það vissulega hafa verið heiður fyrir þau að sýna þarna, bæði sé húsið mjög skemmtilegt, og einnig í ljósi þess að oft þegar listafólki er boðið að taka þátt í sýn- Ásmundur Ásmundsson var með kvikmyndahátíð í klefa. Undarleg upplifun," segir Ósk og kímir. „Það er bara einhver röð tilviljana sem olli því að við vorum í þessari sérstöðu. Sýningarstjórinn, Sandra Abr- ams, sótti það mjög hart að fá þetta húsnæði og gekk í gegn- um ýmislegt til að fá það sam- þykkt. En það var flott hjá henni að koma okkur inn á þessa hátíð, Gallerien Tag, þvi hún er mjög mikilvæg." Á Gallerien Tag var einnig mjög stór afturlitssýning með verkum Ólafs Elíassonar í stóru húsnæði á mörgum hæð- um. Og Franz Graf, mjög þekktur listamaður og prófes- sor í Vín, tók þátt í samsýn- ingu þarna líka. „Þetta trekkir allt; góðar sýningar í borginni sem styrkja hver aðra og það er mjög sniðugt að hafa fjóra daga þar sem ekkert kostar inn og fólk er að ráfa á milli sýninga. Það væri líka góð hugmynd fyrir galleríin hér í Reykjavík." Styrkleikinn í and- stæðunum ingum erlendis, viti það oft ekkert hversu merkilegar þær eru. „En þetta var alvöru dæmi og mikilvægt fólk úr listheiminum kom á sýninguna. Það er heilmikið sem kemur út úr þessu ssm maður getur aldrei gert ráð fyrir. Peter Weibel kom en hann er í úthlutunarnefnd Austurríkismanna fyrir Feneyjatvíæringinn. Lykilmaður sem var ofboðslega hrifinn af sýningunni og keypti listaverk af einum íslensku listamannanna á opnuninni. Sýningarstjóri frá Kunsthalle í Hamborg kom á sýninguna en hann hefur mikinn áhuga á okkur. Hann var með heilan hóp af fólki sem hann var að kynna verkin okkar fyrir og setja þau í listrænt samhengi og það var mjög fyndið að hlusta á hann. Flestir austurrísku lista- mannanna voru með ný verk og í þeim mátti sjá sterk viðbrögð við hinu pólitíska ástandi í landinu. Aðspurð hvort henni finnist íslenskir og austurrískir listamenn eiga eitthvað sameig- inlegt, svarar Ósk því að henni finnist það ekki skipta máli. „Þetta var bara falleg sýn- ing, og eiginlega kom mér það á óvart hversu sterkt hún kom út. Mér finnst líka leiðinlegt að vera að flokka listamenn eftir þjóðerni. Það að eiga eitthvað sameiginlegt gerir sýningar aldrei neitt betri. Styrkleik- inn getur einmitt falist í því að setja mjög ólíka hluti saman, það dregur fram það sem sérstakt er hjá hverjum og einum,“ segir Ósk að lokum. Ljósmyndasýningin looking good í oneoone I Meyjan og óvætturinn í gallerí@hlemmur.ís Líf í ljósmyndum Eg er þín... UM SIÐUSTU helgi opnaði í Gallerí oneoone ljósmyndasýning Kristins Más Ingvarssonar og voru viðbrögð sýningargesta almennt góð. Á sýningunni eru ljósmyndir sem Kristinn Már hefur verið að taka á síðustu mánuðum, en hann lærði sína list í skólanum Fatamorgana í Kaupmannahöfn. Kristinn bregður frá því í mynda- tökunni að ramma inn myndefnið, eins og ljósmyndara er siður. Sumar myndimar líta því út fyrir að vera teknar af handahófi, eiginlega útí bláinn, þar sem ekki er litið í gegn- um linsuna. Svo er þó ekki og þær em útpældar með öllu og þykja hafa sína eigin fegurð. Þannig þykja niargar myndanna minna á myndir úr fjölskyldualbúmum, og aðrar á þær sem aldrei komast inní fjöl- skyldualbúmið. Myndimar segja sögu síðustu mánaða í lífi Kristins og má þar sjá drykkju og sukk, rassa, jafnvel klám og sora, „fokkmerki", brenni- vín og tattú, enlíka böm, byggingar, lömb og blóm. í rauninni allt það Morgunblaðið/Kristinn Kristinn Már hjá einu verka sinni í Galleríi oneoone. sem hefur gerst í lífi Kristins á hveijum tíma og virðist býsna fjöl- breytt. Myndimar hafa samt allar ein- hverja sögu, ekki bara á yfirborðinu, þær þykja rista dýpra og koma með nýja sýn á hversdagslega hluti sem venjulega er jafnvel litið framhjá. Gallerí oneoone er á Laugavegi 48b og er opið alla daga nema sunnudaga á afgreiðslutíma versl- ana og sýningin stendur til 22. maí. Á LAUGARDAGINN kl. 16 opnar Elsa D. Gísladóttir sýningu sem hún kallar Meyjan og óvætturinn í gallerí- @hlemmur.is í Þverholti 5. Áhrifa- verkunum eru valdar að ævintýri, þjóð- sögur og helgisögur. Elsa hefur áð- ur fengist við þessar sögur -þegar hún gekk iyrir tveimur ár- um með til- búna belju í bandi um v . alla Reykja- erk‘ú „aftur" cftir EIS„ D. Ólafsdóttur vík og merkti sér land sem samanstóð af öllum galler- íum bæjarins. Sýningin, sem verður opnuð nú á laugardaginn, er samansett af tölvu- unnum myndum ásamt ljósmyndum og heyrst hefur að dýr hafi verið fleg- ið í þágu listarinnar. Eins hefur Elsa gert myndræna könnun, bæði skriflega og verklega, á þjóðsögu- og draugatrú nýbúa og út- lendinga búsettra á íslandi. Mun afrakstur þeirrar könnunar liggja fyrir á sýningunni undir nafn- inu „Ég er þín, segðu mér hver ég er“. ^ Sérstakir verndarar sýningarinn- ar eru Sig- urður Fáfn- isbani, Heilagur Georg með drekanum sem og Kat- anesskrímslið og allai' heimsins prin- sessur. Elsa hyggst fara hamförum á sýningunni og sýna á sér nýjar og svo óvæntar hliðar að þær hafa ekki sést áður í íslenskri myndlistarfánu. Sýningin stendur til 21. maí og er galleríið opið fimmtudaga til sunnudaga írá kl. 14:00-18:00 og allir eru velkomnir og líka að kíkja á netið á http://galleri.hlemmur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.