Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 23 Reglubundnu netaralli Hafrannsóknastofnunar á þessu vori lokið Mínnsti afli frá upphafi FYRSTU fréttir af árlegu neta- ralli Hafrannsóknastofnunar, sem nú er nýlokið, benda til að þorsk- afli hafi dregist töluvert saman frá því sem var á síðasta ári sem þó var það lélegasta frá upphafi þess- ara athugana. í netarallinu fara fram mæling- ar á hrygningarstofni þorsks með stöðluðum þorskanetatrossum á hrygningarsvæðum hans. Að sögn Vilhjálms Þorsteinssonar, fiski- fræðings og verkefnisstjóra ralls- ins, er áætlaður þorskafli í rallinu í ár um 350 til 370 tonn miðað við óaðgerðan fisk við löndun. Árið 1996 veiddust rúmlega 550 tonn af þorski, 680 tonn árið eftir, 757 tonn árið 1998 en um 400 tonn á síðasta ári. Sem fyrr hafa fimm bátar tekið þátt í rallinu og hafa verið lögð net á hrygningarsvæð- um þorsks frá Homafirði vestur í Breiðafjörð. Endanlegar niðurstöður úr neta- rallinu munu ekki liggja fyrir fyrr en í haust. Vilhjálmur segir að ekki sé enn tímabært að draga ályktanir af þessum lélegu afla- brögðum. Skoða þurfi niður- stöðurnar í samhengi við önnur gögn, svo sem úr togararallinu svokallaða og annarri gagnasöfnun Hafrannsóknastofnunarinnar sem er mjög umfangsmikil. Hafrannsókastofnun gerði í vor tilraunir með netarall fyrir Norð- urlandi en Vilhjálmur segir það ekki vera hluta af hinu eiginlega netaralli enn sem komið er, heldur tilraunir eða undirbúningsvinna ef farið verði út í netarall fyrir Norð- urlandi á næstu árum. Tveir vél- bátar, Níels Jónsson frá Haugan- esi og Geir frá Þórshöfn, voru fengnir til að leggja sömu stöðluðu netatrossurnar og notaðar eru í netaralli á ýmsum stöðum við Norður- og Norðausturland allt frá Húnaflóa að Bakkaflóa. Niður- stöður úr þessum athugunum verða ekki tilbúnar fyrr en seint á þessu ári. .Töfriisf ii it d i r Borgaðu meö VISA þú gaetir hitt á töfrastund! V/SA ALLT SEM ÞARF! Chile eykur útflutning VERÐMÆTI fiskútflutnings frá Chile jókst um 6,6% á síðasta ári frá árinu 1998. Verðmæti útflutningsins var í fyrra um 1,9 milljarðar Banda- ríkjadala, en var tæpir 1,7 milljarðar dala árið áður. Utflutningurinn jókst um 15% í magni talið en hann var ríf- lega ein milljón tonna í fyrra og er munurinn skýrður með 7,3% meðal- talslækkun á fiskafurðum frá Chile. Til dæmis lækkaði verð á bæði mjöli og laxi á síðasta ári. Aukinn útflutn- ingur helgast einkum af aukinni sölu á frosnum afurðum, aðallega laxi. EG Skrifstofubúnaður ehf. Armiila 20 sími 533 5900 fax 533 5901 S I M I N N styrkir bjprguijárstárf Ný björgunarsvéit á gömlum grunni ■ *' *: Tökum vel á mótí sölufólki okkar og styrkjum öfluga björgunarsveit til góðra verka. BJÖRGUNARSVEITIN ÁRSÆLL REYKJAVfK - SELTJARNARNES Björgunarsveitin Ársæll er ný björgunarsveit sem stendur á gömlum grunni. Hún var stofnuð þegar björgunarsveitirnar Ingólfur í Reykjavík ogAlbert á Seltjarnarnesi sameinuðust Björgunarsveitin Ársæll heitir eftir fýrsta formanni Björgunarsveitarinnar Ingólfs, Ársæli Jónssyni kafara. Ársæll var um tíma fyrsti og eini atvinnukafari íslendinga og mikil frumkvöðull í björgunarmálum á sjó. Björgunarsveitin Ingólfur var stofnuð árið 1944 og d 55 ára starfstíma sínum var hún öflug björgunarsveit á sjó og landi. Björgunarsveitin Albert var stofhuð árið 1968 og heitir eftirAlberti Þorvarðarsyni heitnum sem var vitavörður í Gróttu. Björgunarsveitin Albert starfaði bæði á sjó og landi þau 31 ár sem hún starfaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.