Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 21 Nýjar deilur um fjármögnun stjórnmálaflokka í Þýzkalandi SPD verst ásök- Líbanar samþykkja friðar- gæslusveitir við landamærin unum um lögbrot Bcrlín. Morgunblaðið. EFTIR þann styr sem staðið hefur mánuðum saman um fjármál Kristi- lega demókrataflokksins í Þýzka- landi (CDU) hafa þýzkir fjölmiðlar nú beint athyglinni að fjármálum þýzka Jafnaðarmannaflokksins, SPD. Inge Wettig-Danielmeier, fjármálastjóri SPD, hefur vísað því á bug, að 18,4 milljóna marka arð- greiðsla, jafnvirði um 670 milljónir króna, frá eignarhaldsfyrirtæki í eigu SPD, hafi árið 1998 ekki verið færð til bókar með réttum hætti. Þýzka dagblaðið Die Welt sagði frá því um páskahelgina að þessar tekjur kæmu aðeins að litlu leyti fram í bókhaldi flokksins, þar sem viss útgjöld fiokksins hafi verið dregin frá og aðeins mismunurinn talinn fram í hinu lögboðna opin- bera bókhaldi. Að sögn Die Welt er með þessu farið á svig við gildandi lög um fjármögnun stjórnmála- flokka. Þessari ásökun vísar Wettig- Danielmeier á bug. „Ákvæðum lag- anna um stjórnmálaflokka var fylgt út í æsar,“ sagði hún í sjónvarps- viðtali. Um er að ræða arð af rekstri eignarhaldsfélagsins „Deutsche Druck- und Verlagsgesellschaft" (DDVG), en því tilheyrir fjöldinn allur af fyrirtækjum sem tengjast útgáfustarfsemi. Die Welt segir frá því að Wilhelm Strobel, fyrrverandi við- skiptafræðiprófessor og sérfræð- ingur í endurskoðun, hafi sent Wolfgang Thierse, forseta þýzka þingsins, bréf þar sem hann vekur athygli á því, að í ársreikningi SPD fyrir árið 1998 hafi þessar 18,4 milijónir marka frá DDVG ekki verið taldar fram. Að mati Strobel sé það ekki í samræmi við ákvæði laganna að draga útgjöld frá slíkum tekjum og telja aðeins mismuninn fram. Þar með kemur ekki fram í ársreikningnum hve háar tekjurnar voru né heldur hver útgjöldin voru. CSU vill rannsókn Die Welt lætur að því liggja að með arðgreiðslunum frá DDVG hafi hluti kostnaðarins við byggingu nýrra höfuðstöðva SPD í Berlín verið greiddur. Wittig-Danielmeier hafi sjálf sagt það í viðtali við blað- ið fyrr á þessu ári. Eftir Strobel er haft að hann telji að Thierse þing- forseti, sem sjálfur er í SPD, verði nú að nýta sér það vald sem hann hefur til að krefjast upplýsinga um það hvernig SPD standi að greiðslu byggingarskulda Willi-Brandt- hússins. Og Peter Ramsauer, talsmaður þingmanna CSU (bæversks systur- flokks) á sambandsþinginu, segir að hin sérskipaða nefnd þingsins sem nú hefur fjármálahneyksli CDU til rannsóknar eigi hiklaust að líta á bókhaldsmál SPD lika. „Með brögðum sínum hefur SPD brotið gegn þeim vinnureglum um gegn- sæi sem hann hefur sjálfur krafizt að CDU virði,“hefur Die Welt eftir honum. Beirút. AP. STJÓRNVÖLD í Líbanon staðfestu í íyrsta sinn í gær að friðargæslusveit- ir Sameinuðu þjóðanna yrðu sendar á þau svæði í suðurhluta landsins, sem ísraelskar hersveitir eiga að fara af í júlí, til að koma í veg fyrir að líb- anskir skæruliðar gerðu árásir á ísrael. Salim Hoss, forsætisráðherra Líb- anons, fagnaði áformum stjórnarinn- ar í ísrael um að flytja hersveitir sín- ar frá suðurhluta Líbanons í júlí og lýsti þeim sem „gagngerum straum- hvörfiim“ í samskiptum landanna. Hann bætti við að „alþjóðlegar her- sveitir" ættu að vernda þau svæði sem ísraelsher færi af í samræmi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjómvöld í Líbanon samþykkja að friðargæslusveitir SÞ verði sendar á svæðið. Israelsstjóm tilkynnti Sameinuðu þjóðunum í vikunni sem leið að hún hygðist binda enda á tæplega tveggja áratuga hernám ísraela í suðurhluta Líbanons í júlí. Óttast var að brott- flutningur ísraelska herliðsins yrði til þess að líbanskir skæraliðar færa að íandamærunum til að gera árásir á Israel. Stjórn Israels hefur varað við því að slíkra árása verði hefnt með hörðum hernaðaraðgerðum. 4.500 friðargæsluliðar era þegar í suðurhluta Líbanons og líklegt þykir að þeir geti haldið skæraliðunum í skefjum. Friðargæsluliðið hefur ver- ið í Líbanon frá 1978 en það hefur ekki haft umboð til að hindra átök milli líbanskra skæraliða og ísra- elskra hermanna. Her ísraels réðst fyrst inn í Líban- on 1978 og aftur 1982 þegar stór svæði í Líbanon, meðal annars Beir- út, vora hertekin. ísraelar drógu Blair í viðræðum við Ford vegna frétta af samdrætti London. Morgunblaðið. STEPHEN Byers, viðskipta- og iðn- aðarráðherra Bretlands, hefur beðið forráðamenn BMW að taka sér lengri tíma en til föstudags að ákveða framtíð Rover-bílasmiðjunn- ar í Longbridge og Tony Blair, for- sætisráðherra, hefur hitt aðalfor- stjóra Ford að máli vegna frétta af fyrirætlunum fyrirtækisins um að draga úr starfsemi sinni í Englandi. Forsætisráðherrann er staðráðinn í að láta ekki taka sig aftur í bólinu eins og gerðist, þegar BMW til- kynnti um söluna á Rover á sínum tíma. Um leið og fréttir bárust af því að Ford hygðist draga saman seglin í Evrópu og þá líklegast í Bretlandi, hitti Tony Blair forstjóra Ford, Jack Nasser, að máli. Og Stephen Beyers átti fundi með Nick Scheele, yfir- manni Ford í Evrópu. Talað er um að Ford leggi bíla- framleiðslu í Dagenham í Austur- London af á næsta ári, en haldi ef til vill áfram vélsmíði þar. Gangi það eftir munu 3.000 manns missa vinn- una til viðbótar þeim 1.350 sem þeg- ar er búið að tilkynna um, en þessar uppsagnir era sagðar munu hafa áhrif á störf 7.000 annarra í skyldum iðngreinum, þjónustu og viðskiptum. Of mikil framleiðslugeta í Evrópu Ástæður samdráttarins hjá Ford eru sagðar þær, að vegna minni hlut- deildar fyrirtækisins í bílamarkaði Evrópu, sé því nauðsynlegt að minnka framleiðslugetuna. í stöð- unni sé hentugast að draga saman seglin í Bretlandi og þá Dagenham, enda þótt verksmiðjan þar hafi 1998 verið með hæsta framleiðni Reuters Ford-verksmiðjurnar í Dagen- ham á Bretlandi sem búist er við að verði lokað á næstunni í hag- ræðingarskyni. evrópskra verksmiðja Ford og hærri en verksmiðjur í Þýzkalandi, Belgíu og Spáni. Ford er að hefja fram- leiðslu á nýrri Fiesta-bifreið, sem allra hluta vegna, þar á meðal sterkrar stöðu pundsins, sé hentug- ast að smíða á meginlandinu. Fiesta er nú framleidd í Dagenham og þess vegna verði dagar bílasmiðjunnar þar taldir, þegar nýi bíllinn kemur á markaðinn. Samkvæmt yfirliti um framleiðni bílaverksmiðja í Evrópu 1988, er hagkvæmnin mest hjá Nissan- verksmiðjunum í Bretlandi, Volkswagen-verksmiðjurnar á Spáni vora í öðra sæti og GM í Þýzkalandi í þriðja sæti. í fjórða sæti var Fiat á Italíu og í fimmta Toyota í Bretlandi. Honda í Bretlandi var í tíunda sæti og Ford-verksmiðjan í Dagenham í því ellefta. BMW biður um lengri frest Fyrirætlanair BMW um sölu á Rover-smiðjunum brezku virtust koma brezku ríkisstjórninni í opna skjöldu og hefur hlotizt af mikill vandræðagangur, sérstaklega hjá Stephen Byers, sem varð að mæta fyrir sérstaka þingnefnd vegna málsins. Skömmu eftir tilkynningu BMW um sölu á Rover kom tilboð frá brezka fjármálafyrirtækinu Al- chemy, en áætlanir þess ganga út á sportbílaframleiðslu og eru taldar fela í sér fækkun um allt að 19.000 störf í vesturmiðlöndum Englands. Síðar kom fram tilboð frá Phoenix, sem John Towers fyrrverandi for- stjóri Rover er í forsvari fyrir, en fyrirætlanir hans ganga út á mun minni samdrátt í framleiðslu Long- bridge-smiðjunnar. Alchemy er reiðubúið til undirskriftar á föstu- daginn, en forráðamenn BMW höfðu sett þann dag sem úrslitadag sölunn- ar. Phoenix hefur hins vegar ekki tekizt að ljúka við fjármögnun síns tilboðs og John Towers segist þurfa lengri frest. Ríkisstjórninni og verkalýðsfélögunum líst betur á fyr- irætlanir Phoenix og hafa því beint þeim tilmælum til BMW að fyrirtæk- ið gefi Phoenix meiri tíma og taki sér sjálft lengri tíma til þess að gaum- gæfa bæði tilboðin. AP Líbönsk börn fagna friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í þorpinu Qana í suðurhluta Líbanons. herlið sitt til baka en komu á „örygg- Þeir sögðu það nauðsynlegt til að issvæði“ við landamæriri, sem náði til koma í veg fyrir árásir skæruliða yfir 10% landsvæða Líbanons, árið 1985. landamærin á þorp í Norður-ísrael. Lokað á morgur ► I 7 föstudaginn 28. aprfl vegna starfsmannaferöar S. Guðjónsson ehf. ^ n n Auðbrekku 9-11 • 200 Kópavogur • Slmi 520 4500 ESTEE LAUDER Nýr Pure Color varalitur sem endist Uppgötvaðu lit í þrívídd! Hreinan, sterkan, djúpan. Áferð sem er engu lík- og 24 ótrúleg litbrigði. Komdu og lóttu okkur hjólpa þér að finna hvaða litir fara þér best. Sterkur litur Sindrandi gljói Einstök ending Sérfræðingar frá ESTEE LAUDER verða í versluninni e.h. fimmtudag, föstudag og laugardag. Snyrtivörudeild Kringlunni, sími 568 9300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.