Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 63 FRÉTTIR [ - «||§| Morgunblaðið/Jim Smart Aðstandendur hár- og snyrtistofunnar Silfurtungls. Ný hár- og snyrtistofa AÐ SKIPHOLTI51 v/Holtaveg hef- hársnyrtingu, förðun, neglur, ur verið opnuð ný snyrtistofa, Silf- handsnyrtingu, lit og plokkun, urtungl. augnahárapermanent, varanlega Boðið er upp á alla almenna förðun (tattoo) og Artec hárvörur. Málþing um framtíð höfuðborg- ar Islands AÐALFUNDUR Samtaka um betri byggð verður haldinn í stofu 101 í Odda föstudaginn 28. apríl kl. 15. Á dagskrá aðalfundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Að aðalfundi loknum kl. 16 hefst málþing um framtíð höfuðborgar- innar sem Egill Helgason stjórnar. Þar mun Guðjón Erlendsson arki- tekt vera með framsöguerindi um ný viðhorf í aðferðafræði skipulags og kynningu á rannsóknai'verkefni um framtíðarþróun byggðar á höf- uðborgarsvæðinu, Sigurður Ein- arsson arkitekt mun fjalla um svæðisskipulag fyrir höfuðborgar- svæðið 2000 - 2020 og arkitektarn- ir Anna Jóhannsdóttir og Örn Sig- urðsson munu kynna Nesið, þróun til vesturs: Tillögudrög vinnuhóps Samtaka um betri byggð að svæð- isskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2000 - 2040. Umræður verða á eftir hverjum framsögumanni og að framsöguerindum loknum verður Össur Skarphéðinsson alþingis- maður með stutt erindi. Málþinginu lýkur síðan með pall- borðsumræðum þar sem fyrir svör- um sitja: Anna S. Jóhannsdóttir, Guðjón Erlendsson, Sigurður Ein- arsson, Örn Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson. Sænsku- námskeið í Framnás NORRÆNA félagið á íslandi, í sam- vinnu við Norræna félagið í Norr- botten í Norður-Svíþjóð, gefur 15 ís- lendingum kost á tveggja vikna sænskunámskeiði við lýðháskólann í Framnas dagana 30. júlí til 11. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 7. maí nk. Umsóknareyðublað og allar nán- ari upplýsingar um kennsluform og kostnað er hægt að fá á skrifstofu Norræna félagsins, Bröttugötu 3b, Reykjavík. Námskeið í dansi HALDIÐ verður námskeið helgina 28.-30. apríl sem kallast „Dansað inn í dýpri vitund", í Reykjadal í Mos- fellsbæ. „Námskeiðið byggir á svokölluð- um 5Rhythms-dansi, sem er vestræn aðferð, sambærileg jóga, aikido og Tai Chi. Þessi aðferð við hreyfingu, sem einnig kallast „The Wave“ eða Aldan, var þróuð í Bandaríkjunum af Gabrielle Roth, í gegnum 30 ára kennslu og tilraunir hennar í dansi og leiklist. Kennari er Alain Allard sem kem- ur frá Bretlandi. Hann er leikari, dansari og trommai-i. Hann hefur hlotið 7 ára ítarlega þjálfun hjá Ya- Aeov og Susannah Darling Khan, en þau eru fremstu 5Rhythms-kennar- ar í Evrópu. Auk þess hefm- hann að- stoðað þau á ýmsum námskeiðum sl. 3 ár. Eftir að hann lauk kennaranámi sínu hjá Gabrielle Roth í Bandaríkj- unum hefur hann verið í stöðugu læri hjá henni,“ segir í fréttatilkynningu. Skipuleggjandi námskeiðsins er Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Skemmti- kvöld skák- áhugamanna SKEMMTIKVÖLD skákáhuga- manna verður haldið föstudaginn 28. apríl kl. 20. Skemmtikvöldin eru sem fyrr haldin í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1. Dagski-á skemmtikvöldanna er venjulega þannig saman sett að fyrst heldur gestm’ kvöldsins fyiirlestur og svarar spumingum. Síðan er sest að tafli. Skipt er í tvo til þrjá riðla eftir styrkleika. Að þessu sinni verður Hannes Hlíf- ar Stefánsson aðalgestur kvöldsins en Hannes vann sem kunnugt er Reykjavíkurskákmótið fyrir skemmstu með yfírbm'ðum. Aðgangseyrir er 500 kr. Hann fer til styrktar skákmótahaldi hér á landi. www.mbl.is v ■» %k Grensási/egi 16 (inni í portinu) Sprenghlægilegt verð! Enn meiri verðlækkun Öll föt á kr. 1.000. Opið alla daga frá kl. 12-18 Fyrirlestur um upp- runa gammablossa VÍSINDAFÉLAG íslendinga held- ur opinn fund í Norræna húsinu fimmtudaginn 27. apríl kl. 20:30. Þar flytur Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur fyrirlestur sem hann nefnir: Frá gammabloss- um til gervalls heimsins. í fréttatilkynningu segir: „í rúmlega þrjátíu ár hafa stjarnvís- indamenn glímt við gátuna um uppruna svonefndra gammablossa, en það eru hrinur orkumikillar geislunar sem skella á jörðinni að jafnaði einu sinni á sólarhring. Höfðu þeir lengi ekki erindi þrátt fyrir umtalsvert erfiði. Á síðast- liðnum þremur árum hafa orðið stórstígar framfarir í rannsóknum á þessum fyrirbærum. I ljós hefur komið að geislarnir eru upprunnir í afar fjarlægum vetrarbrautum, nánast á hjara veraldar og þurfa því að vera gríðarlega orkumiklir til að sjást svo langt að. Renna má styrkum stoðum undir þá hug- mynd að gammageisla-hrinurnar myndist þegar kjarni risastórrar sólstjörnu í fjarlægri vetrarbraut fellur saman og myndar svarthol í miklum hamförum. í lestrinum verður saga rannsókna á gamma- blossum rakin stuttlega, helstu eiginleikar þeirra útskýrðir og tengdir við myndun svarthola sem lokastig í þróun massamikilla sól- stjarna. Þá verður greint frá hug- myndum um að nýta athuganir á slíkum blossum til glöggvunar á sögu stjörnumyndunar í alheimi allt aftur til árdaga.“ Að fyrirlestri og umræðum lokn- um verður kaffistofa Norræna hússins opin. snmTOKin nisí m nÚÐJÖF | UPPIVSMGRR 552 7878 |7fimmtudögumhL2^y Kringlunni, sími 568 6062 1.000 nriTim Ertu klár í sumarið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.