Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR sprell. í fylgd með honum var gjarn- an efnilegt skáld, Jóhann Hjálmars- son, seinna stórskáld á akri Morgunblaðsins. Flóki hafði fundið upp surrealismann og myndir hans í -»íngu líkar öðru í íslenskri myndlist. Hann átti sér hóp aðdáenda og þar á meðal var Nína Björk sem síðar skrifaði bók um meistarann. Trú- lega hefur þetta verið þroskandi fé- lagsskapur og næsta bók hennar, Undarlegt er að spyrja mennina, þótti mér bera þess merki. Svo yfirgaf ég þennan háskóla og fór að sandblása grjót í stað þess að leggjast í skáldskap svo bömin mín gætu fengið að éta og tilað borga húsaleiguna. Ég fylgdist þó með Nínu Björk úr fjarlægð og hitti hana stöku sinnum. Mér virtist henni 'Á’egna vel, hún átti ágætan mann og efnileg böm, hélt áfram að semja ljóð og leikrit og fékk svonefndar viðurkenningar úr þar til gerðum höndum. En þegar ég kom í bæinn aftur eftir tuttugu ára útlegð í Breiðholtinu var Mokka að vísu enn óbreytt en heimur þess horfinn. Er ég hitti Nínu Björk hér á götunum sá ég að henni var bmgðið. Hún var ekki lengur fiðrildi. Hún hafði ekki þolað veruleikann þrátt fyrir bæri- leg ytri skilyrði og þann guð sem hún batt traust sitt við. Það var eins- og hjá César Vallejo: „Öll þessi ást og þó máttlaust gegn dauðanum." Það hefur aldrei verið auðvelt að jVera fiðrildi hér á landi. Því veldur ekki aðeins blásturinn frá jöklunum, en ekki síður kuldinn í þjóðlífinu, hinir sjálfstæðu bændur einsog Bjartur í Sumarhúsum og félagi hans hreppstjórinn með sitt eilífa fjámag og ævinlega sparkandi í allt sem ekki borgaði sig fyrir þá sjálfa. Og nú hefur maddaman á Rauðs- mýri með sitt kalda bros tekið völdin ásamt börnum sínum kaupfélags- stjóranum, sem ekki er lengur kaup- félagsstjóri, og fegurðardrottning- unni, sem ekki er lengur ^fegurðardrottning. Þau hafa tekið ’ próf útúr finum skólum án þess að hafa lært nokkuð um mannlífið og nú skulu allar konur gerðar að búkonum og fiðrildi bannsungin, enda hafa þau aldrei borgað sig. Ég kveð Nínu Björk með söknuði, votta fjölskyldu hennar samúð mína um leið og ég þakka henni það sem hún var, fiðrildi sem brá lit og hlýju yfir kaldar stéttamar hér í þorpinu. Megi guð vera sál hennar náðugur. Jdn frá Pálmholti. Tindrustu tindrandi augun, bjartasta bjarta brosið, djúpustu djúpu spékoppamir: fyrir sig, fyrir mig, fyrir okkur. Lífið getur verið svo ótótlegt og erfitt, þótt það sé það eina sem við eigum. Erfitt að taka á móti því: þola sig og mig og okkur - allt. Elskulegúst Nína Björk: farin ertu - vertu sæl mín kæra, vertu sæl. Birna Þórðardóttir. Ég gleymi því aldrei þegar ég heyrði Nínu Björk lesa upp eftir sig ljóð í útvarpið í fyrsta sinn. Ég var þá unglingur og röddin hennar og ljóðin runnu saman og fluttu mig í ■^pá töfraveröld sem umlukti alltaf Nínu Björk. Löngu seinna lágu svo leiðir okkar saman í kór Landakots- kirkju og við áttum eftir að verða miklar vinkonur. Fyrir utan að vera það mikla skáld sem hún var, var Nína Björk skarpgáfuð og með hæfileika á nán- ast öllum sviðum. Hún var líka ákaf- lega góð og skilningsrík manneskja og bjó yfir mikilli mannþekkingu. Sérstaklega hafði hún mikinn skiln- ing á hlutskipti þess fólks sem af einhverjum ástæðum getur ekki gengið þann breiða og slétta veg sem öllum er gert að halda sig á. Þetta gilti um hvaða svið sem var. Nína Björk var kaþólikki og mjög trúuð en trú hennar var hafin yfir allar kreddur. Meira en allir aðrir sem ég hef þekkt tókst Nínu Björk að varðveita barnið í sjálfri sér. Nína Björk hafði óskaplega falleg og tjáningarfull augu. Og sjötta skilningarvitið hafði hún lika í ríkara mæli en fólk gerði sér grein fyrir. Það fannst mér koma sérstaklega í ljós á Þingvöllum. Reyndar fannst mér enginn staður hæfa henni betur en Þingvellir, hún hafði nefnilega ýmsa eiginleika huldufólksins. Nína Björk var manna skemmti- legust og hafði mikið skopskyn. Fáir voru skemmtilegri en hún á góðri stundu. Hún gat sagt þannig frá að fólk veltist um af hlátri. Það er mikill harmur að Nína Björk skuli nú vera burtkölluð úr þessum heimi svona snemma því að hún hafði ennþá svo mikið að gefa. Nína Björk studdi svo oft annað fólk miklu meira en hún sjálf gerði sér grein fyrir. Nína Björk bar alltaf hag sona sinna og Braga mjög fyrir brjósti og kunni vel að meta þá einstöku um- hyggju sem þeir sýndu henni allir ef eitthvað bjátaði á. Hún elskaði börn og litla sonardóttir hennar var sólar- geislinn í lífi hennar. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur og er sannfærð um að Nína Björk er nú komin í bjartari veröld en þá sem við nú gistum. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Nína Björk Árnadóttir skáldkona er látin. Ég þekkti hana í sjón af fé- lagsfundum í Rithöfundasambandi íslands, en þar hafði hún verið félagi frá 1968, og er skráð í félagatali þess sem ljóðskáld, skáldsagnahöfundur, leikskáld og þýðandi. Auðvitað þekkti ég hana líka af ljóðum henn- ar, og sá hana í fleiri en eitt skipti vera að vitja að sölu bóka sinna í Bókabúð Máls og menningar. Hún var um áratug eldri en ég, en hins vegar kynntist ég betur Ara Gísla Bragasyni rithöfundi, syni hennar, sem er um áratug yngri en ég. Var það árið 1994, þegar hann ritstýrði bókinni Ljóð og laust mál; 60 ára afmæli Hressingarskálans. Var þar Nína Björk þá látin vera þar annað skáldið í virðingarröðinni, með ljóð er nefnist Stjömur. Tveir rithöfundafélagar mínir hafa sagt mér að hún væri í katólska söfnuðinum á íslandi, ásamt þeim. Þykir mér því við hæfi að kveðja hana með því að vitna í kafla úr þýð- ingu minni á helgileiknum Morð í dómkirkjunni eftir T.S. Eliot. (En hann gengur um þessar mundir í endumýjun lífdaga sem handrits- höfundurinn að söngleiknum Cats.) Vitna ég hér í upphaf verksins; en þar er kór alþýðufólks saman kom- inn, til fulltingis Tómasi Becket Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaöur Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. erkibiskupi í Kantaraborg á Eng- landi á tólftu öld: Hér lát oss standa, þétt upp að dómkir- kjunni. Hérlátossbíða. Togar hættan okkur hingað? Er þaðvitundinum öryggi sem dregur fætur okkar hingað að dómkirkjunni? Hvaða hætta má bíða okkar, hinna fátæku, hinna vesælu kvenna Kantaraborgar? Hvaða prófraunir sem okkur eru ei nú þegar kunnar? Okkurerekkihætt ogþaðerenginvemd í dómkirkjunni. Einhver fyrirboði at- hafnar sem augu vor eru neydd til að verða vitni að hefur neytt fætur okkar hingað til dómkirkjunnar. Við erum neydd til að bera vitni. Tryggvi V. Líndal. Eiginlega er vart annað við hæfi en yrkja ljóð eftir hana Nínu Björk svo ljóðræn var öll hennar sál. En okkur venjulegum dauðlegum er fæstum fært að yrkja sem skyldi og því verða nokkur fátækleg kveðju- orð í lausu máli að duga. í ljóðunum og á leiksviðinu var rödd hennar sterk, svo mikið strá sem hún þó stundum var í tilverunni. Hún hafði sem sagt ekki þykkan skráp og því var sársauki hennar sárari en flestra; en gleði hennar var líka glaðari. Ljóð hennar og leikrit bera þessu vitni. Nú þegar litið er til baka verður manni ljóst að Nína Björk var harla afkastamikill höfundur. Ljóðabæk- urnar urðu ekki færri en níu, leikrit- in enn fleiri; auk þess var skáld- sagan Móðir kona meyja, sem er býsna athyglisverð, og hin einnig, Þriðja ástin, og svo ævintýrabókin um Alfreð Flóka. Ég átti þess kost að fylgjast all- náið með leikritasmíð Nínu, enda var hún í hópi þeirra leikskálda sem héldu uppi myndarlegri framrás ís- lenskrar leikritunar í Þjóðleikhús- inu á áttunda áratugnum. Nína gekk ung á leiklistarskóla Leikfélags Reykjaríkur og bjó að því sem leik- skáld. Úr þeim skóla kom hópur, sem stóð að Litla leikfélaginu í Tjarnarbæ á sjöunda áratugnum; ótrúlega margir úr þeim hóp hafa látið að sér kveða sem leikskáld, auk Nínu Bjarkar Kjartan Ragnarsson, Þórunn Sigurðardóttir, Jón Hjart- arson og fleiri. Þau hin staðnæmd- ust í leikhúsinu en Nína Björk gerð- ist atvinnumaður á ritvellinum. Til þess þarf bæði þor og þrá og hvort tveggja átti hún í ríkum mæli. Kom reyndar fljótt í ljós, að hún hafði er- indi sem erfiði og tóku tvær fyrstu Ijóðabækurnar, Ung ljóð (1965) og ekki síst Undarlegt er að spytja mennina (1968) af öll tvímæli um það. Síðan rak hver Ijóðabókin aðra og hróður hennar sem ljóðskálds óx jafnt og þétt; sú síðasta nefndist Alla leið hingað (1996). Sem leikskáld vakti hún fyrst verulega athygli einmitt í hópi þeirra í Litla leikfélaginu með ein- þáttungnum Hælið, sem seinna kom fyrir alþjóð í Sjónvarpinu. Þar kom fram hennar ríka samúð með lítil- magnanum og þeim sem heyja erf- iða lífsbaráttu, samfara næmu skyni fyrir formi og möguleikum leiksviðs- ins. Þetta var 1969, en tveimur árum síðar var leikrit hennar Fótatak í hópi þeirra íslensku verka sem Leikfélag Reykjavíkur valdi til sýn- ingar í tilefni af 75 ára afmæli sínu og staðfesti enn hæfileika hennar. Atvik höguðu því þannig að tvö af bestu leikverkum Nínu Bjarkar, Hvað sögðu englarnir? (1979) og Súkkulaði handa Silju (1982), voru sýnd í Þjóðleikhúsinu í leikhús- stjóratíð minni. í hinu fyrra kom skýrt fram hinn sérstæði Ijóðræni stíll Nínu Bjarkar, allt annars konar en hjá öðrum íslenskum leikritahöf- undum. Sú ljóðræna var þó engan veginn á kostnað hins dramatíska, sem teflt var fram með ýmsum stíl- brigðum í báðum þessum verkum, þó að Súkkulaði handa Silju sé raun- sæilegra í byggingu. Báðar sýning- arnar voru skínandi vel úr garði gerðar og mér til efs, að rými Litla sviðs Þjóðleikhússins í kjallaranum hafi í annan tíma verið betur nýtt en í þessari sýningu þeirra Stefáns Baldurssonar og Þórunnar Sigríðar Þorgrímsdóttur á Englunum. En í Silju fóru leikkonurnar Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Anna Kristín Arngrímsdóttir á kostum. Súkkulaði handa Silju var síðar einnig leikið á Akureyri. Af síðari leikritum Nínu Bjarkar fannst mér mest til um Fugl sem flaug á snúru hjá Nemendaleikhús- inu. Aftur á móti hafði ekki reynt nóg á öll hennar verk; ég sé fyrir mér að Lftill, trítill og fuglarnir gætu tekið sig harla vel út í sjón- varpi. Ljóð Nínu Bjarkar voru auðvitað misgóð eins og Ijóð allra dauðlegra skálda. En í hinum bestu kvað við einlægan og sáran tón sem hitti mann í hjartastað. Og þannig var Nína Björk sjálf, að hún hitti mann í hjartastað. Þess vegna er hún nú kvödd með miklum söknuði. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Einarsson. Elsku Nína mín! Nú hefurðu öðl- ast hvíldina sem þú hefur þráð svo lengi. Eitt af ljóðunum þínum sem þú ortir til vinkonu þinnar heitir „Heimurinn bar þig ofurliði - Lorraine" og það var einmitt það sem henti þig. Þú varst svo viðkvæm að sársaukinn sem fylgir því að lifa var þér ofviða. Það er svo undarlegt að þó að þrjátíu ára aldursmunur hafi verið á okkur töluðum við alltaf saman eins og jafnöldrur og við skiptumst á leyndarmálum. Ég hikaði aldrei við að segja þér allan sannleikann því ég vissi að þú myndir aldrei dæma mig. Við skild- um hvor aðra. Þegar ég heimsótti þig í síðasta sinn fyrir nokkrum dög- um spurði ég þig hvort ljóðið þitt „Hvíti trúðurinn" fjallaði um það hvemig þú upplifðir sjálfa þig, þ.e. manneskju sem er alltaf öðruvísi en aðrir og passar hvergi inn í. Þegar þú sagðir svo vera varð ég þess fullviss að í þér hefði ég fundið sálu- félaga minn eins og mig hafði svo lengi grunað. Svo fórum við saman með Ijóðið, héldumst í hendur og grétum báðar. Það sem ég er að reyna að segja þér er að ég skil þetta allt of vel og ásaka þig ekki en ég má samt sakna þín. Þú varst ekki aðeins vinkona mín sem sýndir mér væntumþykju án skilyrða. Þú varst líka kona sem gerðir heiminn fallegri með skrifum þínum og fylltir hann blíðu. Ég man þig alltaf, elsku vinkona. Hvíti trúðurinn Ekkibakviðhurð Ekkibakvið tjald heldurátorginumiðju heldur í veislunni miðri berandi vel ydd vopnin þau eru hálfopnir hlátrar þau eru kæfð óp enþúverðurhjámér í nótt kveikirokkureldinn brennur næturbáhð allt gleymist - allt grær uns dagurinn kemur aftur ogopnarsárin Ogégstend á torginu miðju íveislunnimiðri Trúðurinn hvíti trúðurinn Þín (Nína Björk Ámadóttir; úr bókinni Hvíti trúðurinn) Ragna Sól. Nína Björk Árnadóttir var ekki lík neinum sem ég hef kynnst, hvorki í sinni né skinni. Hún minnti ekki á nokkurn mann nema sjálfa sig. Hún var í senn dyggðug og breysk, veik og sterk, innan hins borgaralega ramma og utan hans. Stundum fannst mér hún frekar vera ljóð en ljóðskáld. Nú þegar hún er öll og minningarnar þyrpast inn í hugann, er mér ekki hugstæð- ast andríki hennar og skáldskapur, ekki sérstætt útlit hennar og þokki og ekki viðkvæmni hennar, heldur hvað hún gat verið ólýsanlega skemmtileg. Hvernig hún gat gert hversdagslegustu umræður um menn og málefni að andans veislu með beittri en sakleysislegri íroníu. Hún var næm og fundvís á sjálfs- blekkingu og leikaraskap í mannleg- um samskiptum og í þeim húmor hlífði hún ekki sjálfri sér. Við kynntumst í hópi ungmenna sem hélt saman um tíma og urðum vinkonur. Tvær gjörólíkar mann- eskjur sem nutu þess að tala sam- an. Nína bjó þá hjá fósturforeldrum sínum í húsi við Garðastræti. Her- bergi hennar var innaf eldhúsinu, þar sem móðir hennar var gjarnan að sýsla, fádæma stillt og hæglát kona. Við sátum þar löngum stund- um og ræddum allt milli himins og jarðar; trúmál, sem við báðar velt- um fyrir okkur, hún þó af mun dýpri alvöru en ég, leituðumst við að skilgreina það sem einkenndi hin ýmsu ljóðskáld og muninn á eldri skáldum og yngri. Við rædd- um líka um framtíðina sem og mál dagsins; skemmtanalíf bæjarins eins og það var þá og þá sem þar létu ljós sitt skína. Þótt Nína Björk væri næm og við- kvæm, var hún mun einbeittari og kraftmeiri en framkoma hennar og fas benti til. Allt sem hún ræddi um að hana langaði til að gera við líf sitt á þessum stundum í Garðastrætinu gerði hún og meira til. Hún útskrifaðist úr leiklistar- skóla, lærði dramaturgi, sem í orða- bókum kallast sjónleikjafræði, skrif- aði mörg leikrit, og annan skáldskap, varð Ijóðskáld, sem var hjarta hennar næst á þessum árum, þýðandi og virtur upplesari. Þar að auki tók hún kaþólska trú, sem var henni mikils virði. Þar með er ekki sagt að lífið hafi leikið við hana. Fjarri því. En þegar það valdi henni lífsförunaut, var gæfan hennar meg- in í heiminum. Fundum okkar hafði fækkað, ég var flutt vestur á land með manni og barni, þegar ég hitti hana eitt vetrarsíðdegi á Barónsstígnum og hún vildi endilega að ég kæmi með henni heim í mat. Mamma hennar væri með kálböggla, sagði hún. Eft- ir matinn settumst við inn í her- bergið hennar og hún sagði mér frá stúdentinum sínum. Hún var ekki sérlega upphafin í þeirri frásögn, en ég skildi að þessi maður væri öðruvísi en aðrir menn og þar að auki skemmtilegur, sagði hún og augun hurfu í brosinu. Arin liðu og við komumst smám saman á viðverðumendilegaaðfara- aðhittast-stigið, enj)að er minninga- safn vináttunnar. Á það safn kemur maður öðru hvoru til að minnast þess sem var en er ekki lengur, þótt væntumþykjan búi með manni æv- ina á enda, hafi hún á annað borð verið fyrir hendi. Við Nína lifðum hvor í sínum heimi næstu áratugi, hittumst stöku sinnum á fömum vegi, en sjaldan þess utan. Ég hafði spumir af því að henni og lífinu gengi misvel að ná saman, þyrftu ítrekað aðstoð til að ná sáttum og að henni gengi æ verr að sætta sig við þá skilmála sem lífið setti henni. Nú hafa fjötrarnir verið leystir af vængjum andans og himn- arnir opnast. Á kveðjustund þakka ég ógleym- anleg kynni og samvistir við þessa konu sem hafði einhvern tæran streng sem engir skuggar náðu til. Braga Kristjónssyni sendi ég hlýj- ustu kveðjur og dýpstu virðingu. Sonum þeirra og öðram aðstand- endum votta óg einlæga samúð. Guð blessi minningu Nínu Bjark- ar Árnadóttur. Jónína Michaelsdóttir. # Fleirí minningargrcinar um Nínu Björk Ámadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.