Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Síðbúin gagnrýni Á SÍÐARI hluta ársins 1999, þegar ég var að viða að mér efni í grein um föður minn, Guðmund Ágúst Jóhannsson prentsm- iðjustjóra, í tilefni al- darafmælis hans, rak á fjörur mínar bókar- korn sem ber heitið „Prent eflir mennt“ (Safn til iðnsögu ís- lendinga - VIII. bindi) og hugði ég nú gott til glóðarinnar, hér væri fræðibók, sem ég gæti nýtt mér. En - vonbrigðin urðu mikil. Höfundur bókarinnar Ingi Rúnar Eðvarðs- son, sem í aðfaraorðum bókarinnar er sagður „víkka hinn atvinnusögu- lega akur eftirminnilega“, hefur því miður ekki hirt um að leita langt eftir heimildum, og atriði sem eitt símtal hefði nægt að laga eru rangfærð í bókinni. Til dæmis eru allar dagsetningar um prentnám föður míns rangar, og í skrá um prentsmiðjur á íslandi stendur: „Prentsmiðja Guðmundar j Jóhannssonar 1946-?“, og þetta er ritað 1994, 13 árum eftir andlát föður míns, en rekstri Prentsmiðju Guðmundar Jóhannssonar var hætt við andlát hans, árið 1981. Faðir minn, Guðmundur Á. Jó- hannsson, var frumkvöðull að of- fsetprentun, eða lithoprentun, hér á landi. Tók hann til samstarfs gamlan vin sinn Einar Þorgríms- son, sem hann hafði kynnst í Bandaríkjunum, og stofnuðu þeir fyrirtækið Lithoprent. Þeir ráku þetta fyrirtæki í tæpt eitt ár, en þá slitnaði upp úr samstarfi þeirra. Eg ætla ekki að fjalla um ástæður þessara slita á samstarfi þeirra Guðmundar og Einars, en einungis að benda á nokkrar hrópandi rang- færslur í þessari bók varðandi upphaf offsetprentunar hér á landi, og vona að þessar ábending- ar verði til þess að endurskoðuð útgáfa bókarinnar líti dagsins ljós, og það fyrr en síðar. í bókinni er sagt að Lithoprent hf. hafí verið stofnað 12. maí 1938, ekki skal ég nú efast um dagsetn- inguna, þó minnisblað sem ég hef undir höndum, dagsett 29. maí 1938, bendi til þess að félag þeirra sé þá óstofnað. En hlutafélag stofnuðu þeir Guðmundur og Einar aldrei. Félag þeirra var sameign beggja, sem var slitið 20. janúar 1939, þó svo að handrit að op- inberri auglýsingu um félagsslitin telji þau vera 16. janúar 1939. I bókinni segir enn- fremur „... Guðmund- ur vann að setningu og kynnti sér prent- myndagerð. Af þessu má ráða, að upphafs- menn offsetprentunar hérlendis höfðu litla þekkingu á off- setprentun í fyrstu eða ljósprentun eins og þeir nefndu hina nýju prentaðferð." Þessi setning er beinlínis móðgun við fagmanninn Guðmund Á. Jó- hannsson prentara, hann hefði Prentverk Faðir minn, Guðmimdur --7----------------- A. Jóhannsson, segir Garðar Jóhann Guðmundarson, var frumkvöðull að off- setprentun, eða litho- prentun, hér á landi. ekki byrjað á þessari tilraun, nema hann vissi gjörla hvað hann var að gera. Bæði hafði hann í Banda- ríkjunum unnið í prentsmiðjum sem notuðu offsettækni, og einnig kynnti hann sér þessa aðferð sér- staklega, og þá með það í huga að stofna offsetprentsmiðju á íslandi. Og ekki var prentsmiðjan skírð Lithoprent af því að þeir kölluðu aðferðina „ljósprentun", bréfsefni Lithoprent kallar hana „offset- lithography" og auglýsingabréf frá fyrirtækinu í ágúst 1938 býður upp á lithoprentun og lithofjölritun. Ljósprentun er síðari tíma orð- mynd, sem ég heyrði föður minn aldrei nota. í „Prent eflir mennt“ segir: „Þegar Einar fluttist heim 1937, endurnýjuðu þeir Guðmundur kunningsskapinn, og Guðmundur kynnti hugmyndir sínar um off- setprentun. Viðbrögð voru góð, og ákváðu þeir að stofna félag og hefjast handa.“ Það er náttúrlega rétt að Guðmundur kynnti hug- myndir sínar um offsetprentun, bæði Einari og öðrum. Og rétt er að staldra hér við og árétta að þessar hugmyndir um stofnun off- setprentsmiðju eru frá Guðmundi komnar en ekki Einari, sem er þó oftsinnis í „Prent eflir mennt“ nefndur „frumkvöðull" og „faðir" offsetprentunar á íslandi. Hug- myndirnar átti Einar ekki, Guð- mundur pantaði vélina fyrir tilurð félags þeirra, og Guðmundur Jó- hannsson var menntaður prentari, sem hafði kynnt sér offsetprentun. Það er kannski ekki tilviljun að mynd Einars á bls. 152 í bókinni „Prent eflir mennt“ er spegil- snúin? Eg ætla ekki að elta ólar við að tíunda fleiri villur í bókinni „Prent eflir mennt“, en get þó ekki látið hjá líða að leiðrétta eftirfarandi: „Um skamma hríð unnu Sigurgeir Jóhannsson, bróðir Guðmundar, og Halldór Pálsson í Lithoprenti.“ Sigurgeir heitinn föðurbróðir minn var Friðriksson, sammæðra föður mínum. Þetta atriði, að geta ekki einu sinni feðrað fólk réttilega, er lítið dæmi þess hvernig heimiída- öflun og staðreyndakönnun hefur verið háttað við samningu þessarar „fræðibókar". Við útgáfu bókarinnar árið 1994, en ritun hennar hófst árið 1991, voru bæði móðir mín, Hulda Sig- urðardóttir, sem studdi dyggilega við bak föður míns við stofnun Lithoprents, og föðurbróðir minn Sigurgeir Friðriksson, sem vann þar um tíma, bæði lifandi og minni þeirra í lagi. En höfundi bókarinn- ar þótti greinilega ekki ástæða til að leita til þeirra um heimildir. Og það þarf varla að taka það fram að við mig hefur hann aldrei rætt. Ég er alls ekki dómbær um prentsögu íslendinga, en við laus- lega athugun á öðru efni bókarinn- ar rakst ég á leiða villu, vini okkar feðga Einari Inga Jónssyni heitn- um prentara í Leturprent er í nafnaskrá ruglað saman við Einar Jónsson prentara úr Hafnarfírði. Skal nú látið staðar numið, með þeirri frómu ósk að höfundur bók- arinnar „Prent eflir mennt“ athugi heimildir betur næst er hann ritar „fræðibók" og kanni mál frá sem flestum hliðum. Höfundur er lærður prentari og starfarsem vefhönnuðurí Reykjavfk. Garðar Jóhann Guðmundsson Konur til forystu - jafnara náms- val kynjanna í FEBRÚAR síð- astliðnum stóð jafn- réttisnefnd Stúdent- aráðs Háskóla íslands fyrir ráðstefnu sem bar nafnið Kynjadag- ar. Þessi ráðstefna stóð yfír í þrjá daga og var vel sótt bæði af nemendum skólans sem og öðru áhuga- fólki um kynjafræði og jafnréttismál. Með- al annars var fjallað um kynbundið nám- sval sem byggist á þeirri staðreynd að kynin sækja ákveðnar námsgreinar í Há- skóla Islands vegna kynferðis en ekki endilega áhuga eða getu. Þetta sýnir sig þegar könnuð eru hlutföll kynjanna í ýmsum deildum Háskólans. Leikur því enginn vafí á því að taka þarf til hendinni og vekja athygli á vandanum. Átaksverkefni í jafnréttismálum Jafnréttisnefnd Háskóla íslands hefur í samvinnu við Jafnréttisráð unnið að átaksverkefni sem ber nafnið Konur til forystu - jafnara námsval kynjanna. Föstudaginn 14. apríl var skrifað undir tveggja ára samstarfssamning milli Há- skóla Islands og Jafnréttisráðs annars vegar og forsætisráðuneyt- isins, félagsmálaráðuneytisins, iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins, Eimsk- ipafélags íslands hf., Gallup-Ráð- garðs ehf., Orkuveitu Reykjavíkur, Félags íslenskra framhaldsskóla og Stúdentaráðs Háskóla íslands hins vegar. Jafnari kynjaskiptingu í námsgreinum Átaksverkefni þetta er hugsað til að jafna kynjaskiptingu í hefð- bundnum karlafögum eins og stærðfræði, eðlisfræði, tölvunar- og verkfræði og í kvennafögum á borð við hjúkrunarfræði. Jafn- framt verður lögð áhersla á að mannauður kvenna úr öllum deild- um Háskólans verði nýttur betur, meðal annars með því að búa kvennemendur háskólans undir þeirra starfsframa með því að bjóða upp á margs konar leið- togaþjálfunar-, stjórn- unar- og tölvunotkun- arnámskeið fyrir konur. Átaksverkefnið verður undirbúið í vor og sumar og hefjast fyrstu verkefnin í haust. Jafnréttisnefnd Háskóla íslands í samráði við Jafnrétt- isráð mun bera ábyrgð á verkefninu og ráða til þess verk- efnisstjóra sem hefur yfirumsjón með átakinu. Skipuð verður sér- stök verkefnisstjórn með fulltrúum Jafnrétti Það er staðreynd, segir Sara Hlfn Hálfdanardóttir, að kynin sækja í ákveðnar námsgreinar vegna kyn- ferðis en ekki endilega áhuga eða getu. allra aðila samstarfssamningsins. Stúdentaráð tekur virkan þátt í verkefninu Fulltrúar Stúdentaráðs munu taka virkan þátt í verkefninu, enda er það hlutverk okkar unga fólks- ins að vera í forystu í jafnréttis- málum. Það er óskandi að verkefn- ið skili þeim árangri sem lagt er upp með, enda er hér um mjög þarft og áhugavert verkefni að ræða. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu, er fonnaður jafnrét tis- nefndar ráðsins og situr íjafnréttis- nefndHÍ. Sara Hlín Hálfdanardóttir Bifreið boðin upp vegna 50 króna? ÞEGAR ég frétti á sínum tíma að yfírvöld höfðu orðið sér úti um lagaheimild til þess að selja bifreiðar á nauð- ungaruppboði vegna vangoldinna stöðu- mælasekta brá mér heldur í brún. Ég spurði sjálfan mig. Hvenær verður þetta ákvæði að slysi? í Degi 13. apríl sl. er frétt um það að Héraðs- dómur Norðurlands eystra hafi ógilt fjár- námsgerð Sýslumanns- ins á Akureyri vegna T kröfu Akureyrarbæjar gegn konu vegna tveggja ógreiddra stöðumælasekta. Jafnframt var Ak- ureyrarbæ gert að greiða 60 þús. kr. í málskostnað. Einnig kemur fram að konan er öryrki og nánast ekki ferða- fær nema til stuttra ferða og þá í fylgd aðstoðarmanns. Hún fékk styrk frá Tryggingastofnun rfldsins til kaupa á umræddri bifreið þar sem nauðsyn fyrir bifreiða- eign konunnar er ótví- ræð. Við lestur þessarar stuttu fréttar, sem eng- in viðbrögð hefur feng- ið, kemur ýmislegt upp í hugann. Yfírvöld hafa allt of sterkar valdheimildir, sem þau eru farin að beita af mikilli hörku og blindu miskunnarleysi. Hvemig stendur á því að löggjafinn hefur veitt yfirvöldum slíkt ofurvald? Hvaða nauð- syn ber til þess að veita þeim rétt til að selja bif- reiðir manna á nauðungaruppboði vegna svo hlutfallslega lítilla upp- hæða og stöðumælasektir eru? Þetta fyrirkomulag þjónar þeim tilgangi einum að veita yfirvöldum allt of mik- il völd, sem þeim er ekki treystandi til að fara með. Þau eru látin skjóta á spörfugla með fallbyssum. Réttarör- yggi almennings verður minna fyrir Uppbod Það á ekki að vera glæp- ur, segir Jóhann J. Ól- afsson, að skulda gjöld fyrir afnot bílastæða. vikið, sérstaklega þegar litið er til hins harkalega framgangsmáta, sem fréttin í Degi ber með sér. Bifreiðar eru orðnar ómissandi hjálpartæki öryrkja og forsenda ferðafrelsis þeirra. Hvemig dettur mönnum í hug að gera fjámám í slík- um hlutum af jafnlitlu tilefni? í 2. mgr. 43. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 segir: „Heimilt er gerðarþola að auki að undanþiggja eftirfarandi lausa- fjármuni fjámámi: 2. tl. muni, sem eru nauðsynlegir honum eða heimil- ismanni hans vegna örorku hans eða heilsubrests." Eins og frétt Dags er sett fram virðist niðurstaða Héraðs- dóms fremur byggjast á hagsmunum Jóhann J. Ólafsson Tryggingastofnunar, en þessum rétt- indum öryrkja. í umferðarlögum nr. 50/1987, 108. og 109. gr„ er að finna lagaheimildir fyrir þeim ofsavöldum, sem þeim eru lögð í hendur, sem inn- heimta eiga stöðumælasektir. I 109. gr. segir m.a. „Gjaldið nýtur lögtaks- réttar og lögveðs í viðkomandi öku- tæki. Lögveð þetta gengur fyrir öll- um öðrum réttindum í ökutækinu ..." Síðar í sömu grein stendur: „Einnig má krefjast fjárnáms hjá þeim, sem ber ábyrgð á greiðslu gjaldsins skv. 1. mgr. án undangengins dóms eða sáttar.“ Hver talaði máli almennings á Al- þingi, þegar þessi ákvæði voru sett í lög? Ég hef skrifað um það áður að aðskilnaður löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds hefur mistekist á ís- landi. Yfirvöld stöðumælasjóðs panta lög og ofurvöld, sem Alþingi afgreiðir með áhugaleysi stimpilsins. Hinn mikli opinberi rekstur er farinn að lifa sínu eigin lífi á eigin forsendum þar sem velferð einstaklinganna vill stundum gleymast. Það á ekki að vera glæpur að skulda gjöld fyrir af- not bílastæða. Það er algjör harð- stjóm að setja þessi mál undir með- ferð opinberra mála. Notkun bílastæða er viðskiptalegs eðlis og á að heyra undir einkamálaréttarfar og ekki lúta frekari viðurlögum en al- mennt gerist í viðskiptum manna á milli. Hlutverk hins opinbera er síðan að miðla málum en ekki sífellt að koma fram sem hagsmunaaðili gagn- vart umbjóðendum sínum, gerandi, sem hefur sjálfstæða hagsmuni fram yfír almenning. Hvar er hið félags- lega í þessu máli? Hvers vegna er gengið svona hart fram? Hér er það harkan sex, sem gildir. Kostað er til hundruðum þúsunda til að kippa fót- unum undan öryrkja, ef tillit er tekið til heildarkostnaðar allra af þessu máli. Er þetta tal um hið félagslega stundum aðeins pólitísk slagorð þeirra, sem gleyma skjólstæðingum sínum þegar völdin eru tiyggð? Þessi kerfi, sem ætla að gera allt fyrir alla fyrir ekki neitt snúast oft upp í andhverfu sína vegna þess að aðhald skortir. Vegna samruna löggjafarvalds og framkvæmdavalds hér á landi á al- menningur réttindi sín í ríkari mæli undir dómstólunum og fjölmiðlum. Fyrir nokkrum árum hefðu sýslu- mannsembættin bæði framkvæmt fjárnámið og dæmt um réttmæti þess. Nauðsyn á aðhaldi fjölmiðla og umfjöllun um valdhafa verður seint ofmetin. Dagur á þakkir skildar fyrir að hafa komið þessu máli á blað. Hins vegar finnst mér umfjöllun blaðsins ansi dauf og áhugalaus. Ekki kemur fram að blaðið hafi nokkra skoðun á málinu og fréttin gæti alveg eins hafa birst á textavarpinu með veðurfrétt- unum. Þetta er ef til vill ekki mikið mál í augum blaðsins, en þetta eru grund- vallaratriði fyrir allan almenning. Höfundur er stórkaupmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.