Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ____________LISTIR Kantötur, svít- ur og sónötur TOJVLIST S a 1 ii r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir og eignuð J.S. Bach. Laugardaginn 22. apríl. ÞRÁTT fyrir síbreytilega heims- mynd á liðnum öldum og margvís- legar nýjungar í kunnáttu og tækni, svo að fátt gamalt er lengur vart nýtilegt nema sem forvitnilegir safn- gripir, hefur listsköpun þá sérstöðu að enn halda listaverk frá öllum tím- um og menningarsvæðum gildi sínu, eru enn undrunar- og aðdáunarefni manna. Á sviði tónlistar hafa gömul tónverk haldið sínu þrátt fyrir marg- víslegar breytingar, bæði hvað varð- ar tækni og flutningsmáta, og verið lifandi list í sínýju umhverfi. Á síðari tímum hafa tónlistarmenn gert tölu- vert til að færa flutninginn til sem næst upphaflegrar gerðar, með því að leitast við að nota frumgerðir hljóðfæra og reyna sem best að líkja eftir flutningsmáta, sem þó mun áv- allt byggjast á getgátum og kenn- ingum, þótt studdar séu ýmsum rannsóknum á tiltæku bókefni. Slík- ar tilraunir hafa vakið forvitni en einnig leitt í ljós þann mun sem er á gömlum og nýjum flutningsmáta og Olíumál- verk í ÁTVR í Kringl- unni NÚ stendur yfir sýning á verk- um Guðrúnar Guðjónsdóttur í Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins í Kringlunni. Um er að ræða olíumálverk sem unnin eru á þessu og síðasta ári. Verkin samanstanda af nokkr- um kyrralífsmyndum auk óhlutbundinna verka. Guðrún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1977-99 og lauk BFA gráðu frá California College of Arts and Crafts í Bandaríkjun- um 1981. Guðrún hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í sam- sýningum. TONLIST HallgrímNkirkja KÓRTÓNLEIKAR Jóhannesarpassían eftir J.S. Bach. Marta G. Halldórsdóttir S; Sigríður Aðalsteinsdóttir A; Gunnar Guð- björnsson T; Davíð Ólafsson, Loftur Erlingsson, Benedikt Ingólfsson, B; Kári Þormar, orgel; Mótettukór og Kammersveit Hallp-ímskirkju. Stjómandi: Hörður Askelsson. Mið- vikudaginn 19. apríl kl. 20. FYRIR fáeinum áratugum var Jó- hannesarpassían frá 1724 meðal fá- heyrðustu óratóríustórvirkja Bachs í hérlendu tónlistarlífi. Þar hefur orð- ið veruleg breyting á, fyrst með frumflutningi Pólýfónkórsins, síðan vegna fjölda uppfærslna Kórs Lang- holtskirlyu og Mótettukórs Hall- grímskirkju á seinni árum, og undir- rituðum því varla kinnroðalaust að meðganga að hafa misst af verkinu í lifandi flutningi allt fram að hérum- ræddum tónleikum. Kór og hljómsveit voru uppstillt innst í kórhluta, þ.e. SÁ-enda kirkjunnar. Næstu sætaraðir voru þéttsetnar áheyrendum löngu fyrir byrjun, en þar eð ákveðin forvitni lék á að kanna hvort áralöng reynsla kórs og stjórnanda hefði e.t.v. náð að jafna alræmdan ofhljómburð kirkj- unnnar svo viðunandi yrði meiri- ekki síst gæðum hljóðfæra, bæði er varðar tóngæði og möguleika í leik- tækni. Það sem hefur flutninginn á það stig að vera hafinn yfir öll tímamörk er gæði tónverkanna, því þar mark- ar tíminn engin spor. Með öðrum orðum: Hver svo sem flutningsmát- inn er er það tónmál meistaranna sem öllu máli skiptir. Á vegum Tíbrár í Salnum sl. laugardag var flutt tónlist eftir og sögð eftir Johann Sebastian Bach og hófust tónleikarnir á Svítu nr. 4 í Es-dúr, BWV 1010, fyrir einleiksselló, er Sigurður Halldórsson flutti á barokkselló. Það hefur verið sagt um einleiksverk Bachs fyrir fiðlu og sel- ló að þar birtist mönnum mikilleiki þessa snillings, er ekki þurfti meira umleikis en eitt „einradda" hljóðfæri til að skapa einhver stórbrotnustu tónskáldverk sögunnar. Es-dúr-svít- an var mjög fallega flutt, forspilið af yfírvegun og Allemande- og Couran- te-kaflarnir af töluverðri leikni. Það var einkum í Sarabande-þættinum sem undirritaður saknaði meiri kyrrðar og syngjandi tóns, en bæði Bourrée-þættirnir og þá ekki síst lokakaflinn, „gikkurinn“, voru mjög vel fluttir og er Sigurður að festa sig í sessi sem mjög góður sellisti með sífellt vandaðri flutningi sem einleik- ari. „Útskriftar“-kantatan, Non sa che sia dolore, BWV 209, er meðal ver- aldlegra söngverka sem Bach samdi af ýmsu tilefni og hefst hún á löngum forleik en söngþátturinn saman- stendur af tveimur aríum. Þetta er skemmtileg tónlist, þótt mörgum þyki verkið í heild langdregið, aðal- lega vegna endurtekninganna. Það eina sem var stutt í formi voru tón- lesin, en bæði endurtekningarnar og hin löngu forspil á undan aríunum eru einmitt svo einkennandi fyrir barokktímann. Sigríður Gröndal söng kantötuna af öryggi og lék sér að flóknum „melisma“-tónlínum meistarans með glæsibrag. Sónata í G-dúr BWV 1038 er ekki eftir Bach, þótt ekki verði sagt hver þar um vélaði, nema ef væri einhver sona hans eða þá nemendur, en bassalínan er úr annarri sónötu, BWV 1021, eftir meistarann. Sónata í F-dúr BWV 1022 er svo útsetning nemanda á 1038, svona til að rugla málið enn meir. Eitt af því sem ein- kennir tónmál Bachs umfram aðra samtíðarmenn hans er gagnhverft tónferli, sem oft ber í sér sérkenni- leg einkenni tvíröddunar. Það má segja að hjá öðrum tónhöfundum sé tónmálið beint af augum eða ein- rödduð tónhugsun, svo sem heyra mátti í G-dúr-sónötunni, sem var fal- lega flutt af Martial Nardeau og Hildigunni Halldórsdóttur, en „cont- inuo“ léku Sigurður Halldórsson og Guðrún Óskarsdóttir. Lokaverkið var svo „brúðkaupsk- antan“ Weichet nur, betrubte Schatten, BWV 202, mikið listaverk, sem Sigríður Gröndal söng af glæsi- brag, en þar áttu auk þess einleik- sþætti Sigurður á selló (3. atriði), Hildigunnur á fiðlu (5. atriði) og í sjöunda atriði lék Peter Tompkins einleik af glæsibrag á barokkóbó. Þessi kantata er samin fyrir sópran- rödd, óbó, strengi og continuo, en til viðbótar við þá sem þegar er getið léku Lilja Hjaltadóttir á fíðlu og Sar- ah Buckley á lágfiðlu. í heild voru þetta mjög góðir barokktónleikar, þótt söng Sigríðar og einleik Sigurð- ar á selló hafi borið hæst af því sem þar gat að heyra. Jón Ásgeirsson Heimur Guðríðar í Seljakirkju LEIKRITIÐ Heimur Guðríðar - síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hall- gríms eftir Steinunni Jóhannes- dóttur verður sýnt í Seljakirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Sýningin er tekin upp í tengslum við sögulega guðs- þjónustu frá 17. öld, tíma Hall- gríms Péturssonar og Brynjólfs Sveinssonar biskups. Leikarar eru Margrét Guð- mundsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir í hlutverkum Guð- ríðar eldri og yngri en Jakob Þór Einarsson er í hlutverki Hallgríms. í aukahlutverkum eru Guðjón Davíð Karlsson, sem leikur son Guðríðar á ungl- ingsaldri en ungur drengur úr Seljasókn, Egill Ásbjamarson leikur son hennar sem barn. Tónlist í verkinu er eftir Hörð Áskelsson en Elín Edda Áma- dóttir er höfundur leikmyndar og búninga. Höfundur leikrits- ins, Steinunn Jóhannesdóttir, er einnig leikstjóri. Davíð Ólafsson bassi, sem fór með ariosokafla Jesú, var dálítið mistæk- ur, einkum á hæstu nótum, en skilaði oft breidd og mildi hlutverksins með sóma og sýndi á beztu augnablikum það sem vænta má af þessum efni- lega unga söngvara. Þriðji bassinn, Benedikt Ingólfsson, söng hin dramatískari orð Pílatusar í seinni hluta með sérlega fallegum þýzkuframburði, en virtist aftur á móti vanta heldur meiri fókus til að fá það bezta úr góðri rödd. Aríósó og tvær bassaaríur vom í ömggum höndum Lofts Erlingsson- ar. Báðar aríumar tókust mjög vel, bæði hraður kólóratúrinn (að svo miklu leyti sem heyrt varð) í hinni fyrri, Eilt, ihr angefochtnen Seelen, og streymandi höfugleikinn í Mein teurer Heiland, lafi dich fragen. Ar- íurnar urðu sömuleiðis meðal há- punkta kvöldsins hjá hljómsveitinni, auk þess sem himnesk kórinnslögin til skiptis og bak við bassaeinsönginn gerðu þær að einhverjum eftirminni- legustu stöðum í öllu verkinu. Ekki varð annað séð en að Hörður Hallgrímskantor Áskelsson héldi ut- an um risavaxið snilldarverk Bachs eins og sá er þekkinguna hefur. Vel var að verki staðið í flestu sem mannlegur máttur fékk við ráðið, að ógleymdum vönduðum frágangi á tónleikaskrá, og aðeins sorglegt til þess að vita hvað úr hefði getað orðið í betra húsi. Ríkarður Ö. Pálsson Gestaleikarar í / Eg bera menn sá Morgunblaði/Inginiundur Ingvar E. Sigurðsson var gestaleikari á frumsýningunni í Borgarnesi. Hér er hann ásamt höfundum leikritsins Unni Guttormsdóttur og Onnu Kristínu Kristjánsdóttur. Borgarnesi. Morgunblaðið. LEIKDEILD Ungmennafé- lagsins Skallagríms sýnir um þessar mundir í félags- miðstöðinni Óðali í Borgarnesi leikritið Ég bera menn sá, eft- ir Unni Guttormsdóttur og Onnu Kristínu Kristjánsdótt- ur. Höfundar verksins eru báðar starfandi sjúkraþjálfar- ar í Reykjavík og stofnfélagar Hugleiks, áhugaleikfélags sem stofnað var 1984. Höfund- ur sönglaganna er Árni Hjart- arson. I verkinu er valin þjóðsagan um sauðamannahvörfin og raunir álfadrottningarinnar sem Ienti upp á kant við tengdamóður sína og var rek- in úr álfabyggð í mannheima. Kemur fram í verkinu mikil menningarleg gjá á milli mannheima og álfabyggðar og sagðar raunir álfastúlkunnar sem gerist vinnustúlka í Gröf. Áhorfendur fá að kynnast heimafólkinu, skessum sem voma yfir bænum, rappandi sauðum og hugleiknum sauða- manni. Mikið er sungið í leik- ritinu en leikarar eru þrettán talsins. Á hverri sýningu kemur fram einn gestaleikari. Ingvar E. Sigurðsson leikari var gestaleikari á frumsýningu en hann hóf sinn leikferil sem áhugamaður Iijá Ieikdeild Skallagríms. Á næstu sýning- um koma fram þekktir ein- staklingar í Borgarbyggð. Má m.a. nefna Stefán Kalmansson bæjarstjóra og Kristján Snorrason bankastjóra. Leik- ritið var frumsýnt 14. apríl og sýningar verða yfír páska- helgina. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Himneskur hrærigrautur hluta hlustenda var maður ekki að trana sér framar. Því miður verður að segja sem var, að biblíuorðið um að síðastir skuli verða fyrstir snerist hér öldungis við. Með hliðsjón af frábærum hljómi kórsins áður í návígi eða á góðum stað eins og í Skálholtskirkju voru tónleikarnir að þessu eina en mikil- væga leyti mikil vonbrigði. Mann grunaði svosem fyrir að ekki dygði minna til en kraftaverk, en hér fékkst endanleg staðfesting: Ekki einu sinni fremsti blandaði kór landsins, valinkunnir einsöngvarar né úrvalshljómsveit megnuðu að skila óbrengluðu lagferli við núver- andi hljómburð Hallgrímskirkju, nema helzt í allrahægasta flutningi. Langflestir fúgatókaflar, flúr, kól- óratúr, rytmískar áherzlur og fíng- erðari dýnamík, hvað þá orðaskil úr söngtexta, skoluðust svo til á leið að aftari bekkjum, að hinn heyranlegi árangur af erfiði flytjenda var eigin- lega varla aðgangseyris virði. Að halda öðru fram bæri annaðhvort vott um kæruleysi eða uppgerð. Það varð að sama skapi óárenni- legt, svo ekki sé meira sagt, að reyna að meta framlög einstakra flytjenda við slíkar aðstæður. En svo eitthvað sé klórað í bakkann, þá var sjálfgefið að hægir kóralar verksins kæmu einna skást út í stöðunni, ekki sízt hinn ægifagri In meines Herzens Grunde, enda hver kórallinn öðrum yndismeiri í innilegri tjáningu Mót- ettukórsins, þrátt fyrir nokkra yfir- vikt í sópran sem hefði náð fullkomn- ara jafnvægi í fimmröddun. Þá voru hin mörgu ofsafengnu „túrba“-kór- innslög verksins (múgur, prestar, hermenn) hádramatísk að upplagi, enda þótt spjöll raddfærslulist Bachs hlyti að mestu að kafna í hrærigrautnum. Einsöngshlutverk voru öll sungin af íslendingum af yngri kynslóð, og verður vonandi til eftirbreytni við slík tækifæri eftirleiðis, enda tókst þeim víðast hvar dável upp. Viða- mestu ábyrgðina axlaði Gunnar Guð- bjömsson sem guðspjallamaðurinn. Hann virtist sig lítt mega hræra í til- finningalegri tjáningu sönglesanna af margnefndum sökum, þar sem flest tilþrif vildu straujast út, en virt- ist takast prýðilega í dramatísku ar- íunni Ach, mein Sinn. Gunnar mótaði vel en svolítið óstöðugt í rytma í hinni mildari Erwáge, wie sein blut- gefárbter Rúcken (við mjög fallegan concertino-strengjameðleik) og reisti hár á hverju höfði á hinum strengjaeffektahlaðna sönglesstað þegar fortjald musterisins rifnaði með eftirfarandi hrollvekjandi ten- ór-arioso. Marta Guðrún Halldórsdóttir söng tvær sópranaríur sínar af alúð, enda röddin í eftirtektarverðri fram- för um þessar mundir, þótt mætti kannski skarta aðeins meiri mýkt og fyllingu í hæðinni. Sérstaklega kom seinni aría hennar fallega út, Zerflie- J3e, mein Herze, við pastoralan sam- leik úr flautum og ensku horni. Hin fyrri, Ich folge dir gleichfalls mit freudigen Schritten og í svipuðum anda, hefði í skýrari hljómburði verkað fullhæg, en slapp hér. Sigríð- ur Aðalsteinsdóttir söng og tvær ar- íur með hljómmikilli altrödd, og bar af sú seinni, Es ist vollbracht! við kliðmjúkan gömbusamleik, þrátt fyrir einstaka óstöðuga hátóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.