Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGTJNBLAÐIÐ OLOF SIGURÐARDÓTTIR + ÓIöf Sigurðar- dóttir var fædd að Hraunbóli á Brunasandi í V.- Skaftafellssýslu 12. nóveraber 1906. Hún lést að hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 16. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Sigurður Jónsson, f. 11.11.1872, d. 30.6. 1964 bóndi á Hraun- bóli og síðar á Hvoli í Fljótshverfi og kona hans Guðleif Jóns- dóttir, f. 5.12.1878, d. 27.10.1967. Ólöf var önnur í röð átta barna þeirra hjóna, hin voru: Jóel, f. 21.6.1904, d. 27.3.1986, maki Jón- ína Hólmfríður Jóhannsdóttir, lát- in; Steinunn, f. 6.1. 1909, d. 25.5. 1996, maki Sigurður Jónsson, lát- inn; Siguijón, f. 12.8.1910, d. 2.10. 1999, maki Sigurlilja Þorgeirs- dóttir, Iátin; Magnús Þorbergur, f. 29.11. 1913 maki Hanna Guðrún Jóhannesdóttir; Gróa, f. 28.5. 1916, d. 11.11. 1916; Jón, f. 26.12. 1917, maki var Ágústa Þorbjörg Hannesdóttir; Gróa f. 3.9. 1923, maki var Þórður Helgason. Eiginmaður Ólafar var Runólf- Opið til kf: 22 9120 ur Bjarnason frá Skaftafelli, f. 2.12. 1884, d. 17.8. 1962, foreldrar Bjarni Jónsson, f. 22.11. 1854, d. 25.4. 1891 bóndi að Hofi í Öræf- um og kona hans Þu- ríður Runólfsdóttir, f. 6.10. 1859, d. 21.10.1942. Böm Ólafar og Runólfs eru: 1) Þu- ríður, f. 10.10. 1940, maki Ólafur Gústafs- son, f. 8.8. 1934, d. 19.11. 1988. 2) Sig- urður Bergmann, f. 13.9. 1943, maki María Emma Suarez, f. 5.4. 1954. 3) Bjarni Óskar, f. 13.9. 1943, maki Erla Stefánsdóttir f. 24.11. 1948. 4) Margrét, f. 24.6. 1946, maki Jón Steinþórsson, f. 27.12. 1940. Sonur Ólafar og Sig- ursteins Guðlaugssonar er Dag- bjartur, f. 10.12. 1934, maki Bjargey Júlíusdóttir f. 27.4. 1940. Ömmubörnin eru 13 og lang- ömmubörnin orðin 17. Útför Ólafar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Það var á haustdögum 1958 er fundum okkar Ólafar bar fyrst sam- an. Ég var að koma norðan af landi og inn á heimili hennar sem verðandi tengdadóttir. Ég var boðin velkomin og þar með orðin ein af fjölskyldunni eins og ég hefði alltaf átt þar heima. Ólöf bjó þá í Hveragerði ásamt manni sínum, Runólfi Bjarnasyni frá vSkaftafelli, og fjórum börnum þeirra auk syni er hún átti áður, en það var mapnsefnið mitt. Ólöf var alin upp hjá móðurfor- eldrum sínum, hjónunum Ólöfu Bergsdóttur og Jóni Jónssyni á Teygingalæk í Vestur-Skaftafells- sýslu frá tveggja ára aldri og vann í uppvextinum öll venjubundin sveita- störf. Um tvítugt hleypir hún svo heimdraganum og ræðst í vist til Reykjavíkur hjá sæmdarhjónunum Helga Bergs, forstjóra SS, og konu hans, Elínu Jónsdóttur. Vistin þar var góður skóli, heimilið myndar- legt, veisluhöld talsverð svo kunn- átta í matargerð óx hratt. Ráðskonu- störfum sinnti Ólöf á nokkrum stöðum svo sem á Elliðavatni, en í þá " daga var rekið þar stórt bú, tvo vet- (Daíta ur vann hún á Bessastöðum en þar rak þá Björgúlfur Ólafsson, læknir og rithöfundur, og Þórunn, kona hans, stórbú. Einn vetur vann Ólöf við karlmannafatasaum hjá Guð- steini Eyjólfssyni sem rak herra- fataverslun í Reykjavík. Haustið 1939 ræðst Ólöf svo sem ráðskona að Skaftafelli í Öræfum og urðu það ör- lagaspor því 7. nóv. 1941 giftast þau Runólfur Bjarnason. Þau búa síðan í Skaftafelli til ársins 1946 að þau flytja í Hveragerði, 1961 flytja þau svo til Reykjavíkur og þar andast Runólfur 1962. Til Kópavogs flyst Ólöf svo 1971 og hefur átt þar heima síðan. Ólöf var viljasterk og ákveðin kona en góður vinur vina sinna og ekki man ég eftir að eitt styggðarorð hafi gengið á milli okkar þessi rúm- lega fjörutíu ár sem liðin eru frá okkar kynnum. Ólöf var ákaflega myndarleg í öllum verkum sínum sem kom sér einkar vel því ekki var alltaf úr miklu að spila en með ráð- deild og nýtni blessaðist allt. Svo til allur fatnaður á fjölskylduna var saumaður af henni og var síst óvand- aðri en sá er í búðum fékkst. Matar- gerðin hjá tengdamóður minni var einstök og að koma til hennar í mat eða kaffi var sem í veislu að koma hverju sinni enda hafði hún yndi af að búa til góðan mat og kunni það. Fyrstu árin í Kópavogi bjó hún hjá Margréti, dóttur sinni, og Jóni Steinþórssyni, tengdasyni sínum, en síðar bjó hún sér lítið og notalegt heimili að Fannborg 1 og bjó þar meðan heilsa og kraftar leyfðu. A heimili hennar í Fannborginni var miðstöð fjölskyldunnar því þangað komu fjölskyldumeðlimir í heimsókn og þar var alltaf vitað um hagi hvers og eins ekki síst smáfólksins sem Ólöf fylgdist vel með. Ólöf tók mikinn þátt í samstarfi eldri borgara og undi bæði þar og heima hjá sér við allskonar föndur sem hún kallaði, svo sem taumálun, bókband, leðuriðju og útsaum að ógleymdum prjónaskapnum en þeir voru ófáir vettlingarnir og sokkarnir sem hún prjónaði og gaf yngri kyn- slóðinni. Olöf hafði alla tíð haft mik- inn áhuga fyrir ferðalögum og landa- fræði bæði síns lands og annarra og eftir að hún fluttist í Kópavoginn gat hún farið að sinna þessum áhuga- málum sínum meira þar sem börnin voru þá uppkomin og flogin úr hreiðrinu og hún gat þá notið þess að ferðast allmikið með eldri borgurum í Kópavogi bæði innanlands og eins til sólarlanda nokkrum sinnum. Er kraftarnir fóru að þrjóta og heilsan að bila naut Ólöf mikils ást- ríkis afkomenda sinna og tengda- barna, einkum dætranna tveggja sem reyndust henni einstaklega vel fram á síðustu stundu. Starfsfólk Sunnuhlíðar í Kópavogi á einnig miklar þakkir skildar fyrir góða umönnun síðustu árin. Að end- ingu vil ég biðja algóðan Guð að ann- ast elskulega tengdamóður mína og styrkja eftirlifandi ástvini hennar alla. Minn Guð ég bið þig, gættu mín ég gangi veginn heim til þín. Svo varist alla villu slóð mér veittu sanna trúar glóð. Sú bón er mín, ég bið til þín að bænin þessi heyrist mín. Eg bið um vernd, ég bið um trú ég bið að veginn vísir þú. Ég bið að sérhvert bænar mál þér berist æ, frá minni sál. Sú ósk er mín um eilíf ár að öll þú græðir lífsins sár. (D.Sig.) Bjargey Júlíusdóttir. í dag kveðjum við hinstu kveðju hana ömmu Ólu. Elsku amma okkar Ólöf Sigurðar- dóttir er látin 93 ára gömul. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi að morgni 16. apríl sl., um- ERNST PETER REIN- HOLT SIG URÐSSON + Emst Peter Rein- holt Sigurðsson, Grænumörk 3, Sel- fossi, fæddist á fsa- firði 6. ágúst 1918. Hann lést 5. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans vom hjónin Ól- afur Sigurðsson, f. 11. september 1886, d. 12. apríl 1951, kaupmaður á Isa- firði, og Peta H.K. Sigurðsson (f. Peter- sen), f. 26. október 1897, d. 6. febrúar 1947, frá Danmörku. Þau eignuðust þijú börn, Emst, sem var elstur, Preben Jón, f. 4. júlí 1920, d. 9. ágúst 1965, og Dorit Reinholdt, f. 1. nóvember 1926, d. 25. júlí 1997. Emst kvæntist 26. desember 1947 Ingeborg Bodil Sigurðsson (f. Jensen), f. 10. september 1917, d. 10. júní 1992, frá Árósum í Dan- mörku, dóttir Jens R. Jensen verk- fræðings og konu hans Kristine Marie Jensen. Emst og Ingeborg eignuðust tvær dætur. 1) Kristín Marie Sigurðsson, f. 27. júlí 1948, maki Einar L. Gunnars- son, f. 5. júní 1946. Börn þeirra eru: Eva María, f. 11.12.1969, Gunnar Ólafur, f. 5. 7. 1971, og Anna Kristín, f. 1.6. 1976. 2) Margrét Sigurðs- son, f. 12. ágúst 1953, maki Baldur Jónasson, f. 4. janúar 1949. Böm þeirra eru Pétur, f. 18.10. 1981, Guðrún Inga, f. 23.12. 1987, og Jónas f. 6.9.1991. Ernst hóf störf hjá Mjólkurstöð- inni í Reykjavík í mars 1939 en fór til Danmerkur 1945 og nam mjólk- urfræði í Norre Lyngelse Mejeri í eitt ár. Eftir heimkomuna starfaði hann áfram í Mjólkurstöðinni í Reykjavík þar til hann flutti til Selfoss í maí 1961 og hóf starf í Mjólkurbúi Flóamanna þar sem hann vann til starfsloka 1988. Útfór Ernst fór fram frá Sel- fosskirkju 15. apríl síðastliðinn. vafin elsku og umhyggju dætra sinna. Sameiginleg og kær æskuminning okkar systkinanna er tengd heim- sóknum okkar til ömmu Ólu á Laugaveginn. Þar var nú tekið vel á móti smáfólkinu, hvort sem um var að ræða smá bið eftir strætó, nætur- heimsóknir eða lengri dvöl þegar yngri systkinin bættust í hópinn. Ómissandi hluti af heimsóknum til ömmu var að fara með henni í vinn- una í Mjólkurstöðina í Reykjavík, þar sem hún vann við ræstingar um árabil. Þar heilluðu okkur stór og mikil húsakynni og ekki var nú síðra að vera leystur út með pinnaís úr ís- gerðinni. Aldrei féll henni ömmu verk úr hendi og ófá voru þau skiptin sem hún kom færandi hendi að hausti með prjónavettlinga og lopasokka handa okkur systkinunum. Einnig er það okkur minnisstætt hve mikinn áhuga amma hafði á ým- iskonar náttúrulækningum og átti hún oft „skrýtna" plástra og svoleið- is í fórum sínum. Annað brennandi áhugamál henn- ar til margra ára voru andleg mál- efni og sótti hún oft fundi hjá sálar- rannsóknarfélaginu. Eftir að amma hætti störfum bjó hún í Kópavogi og lengi vel í Fann- borg 1 þar sem hún tók virkan þátt í félagsstarfi aldraðra. Þar eignaðist hún góðan og tryggan vinahóp og saman ferðuðust þær víða, spiluðu á spil og skemmtu sér vel. Síðast en ekki síst var mikið um allskonar föndur og þar komu eiginleikar hennar vel í ljós, bæði afkastageta og listfengi. Um það vitna hinar fjöl- mörgu heimatilbúnu gjafir til okkar barnabarnanna og síðar barna- barnabarnanna og engum var gleymt. Allra síðustu árin var amma Óla orðin heilsulítil og hvíldar þurfi en hugurinn var alltaf skýr og hún fylgdist vel með fólkinu sínu, ásamt fréttum og viðburðum líðandi stund- ar. Við kveðjum hana með þakklæti fyrir allt og vitum að hún á góða heimvon. Gústaf Bjarki, Víðir, _ Runólfur Ingi, Ólöf María og Berglind. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgarþraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Ossþykirþungt aðskilja, enþaðerguðsaðvilja og gott er allt, sem guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja ídauðandimmumval. úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Kveðja frá Maríu Ósk. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði en jafnframt vissu um að nú munir þú uppskera erfiði lífs þíns sem auðlegð á vöxtum í ríki góðs Guðs. Við systkinin nutum þeirra for- réttinda að þú bjóst hjá foreldrum okkar í allnokkur ár er við vorum börn og svo lengst af í nánd við okk- ur. Þær voru ófáar sögurnar sem þú sagðir okkur af konungum í ríki sínu, álfum og tröllum, lífinu í sveit- inni og svo ótalmörgu, því þótt skóla- ganga þín hafi ei verið löng þá skorti ekki á fróðleiksfýsn þína og sjálfs- bjargarviðleitni til að afla þér vitn- eskju. Úr dagblöðum útbjóstu báta sem gátu silgt um heimsins höf og úr skeljum kenndirðu okkur að byggja heilu búgarðana. Þér virtist vera lagið að gera gott úr flestu, enda af þeirri kynslóð sem ekki naut allra þeirra tækifæra sem við unga fólkið höfum í dag. Um afa okkar og eiginmann þinn hafði Þórbergur Þórðarson skáld þau orð að honum fyndist Skeiðará minnka í samanburði við hann og svo sannarlega má hafa ekki minni lýs- ingarorð um þig. Þú varst kona sem hafðir einstaka reisn, ósérhlífin en umfram allt örlát á þitt, hvort sem það fól í sér hlýja vettlinga eða um- hyggju þína fyrir okkur afkomend- um þínum. Fyrir þér var sælla að gefa en þiggja. Komið er að kveðjustund, við þökkum þér samfylgdina, minningin um þig lifir ávallt með okkur. Hvíl þú í friði. Höndin er blá og bólgin, bognir fingur og hnýttir, kartnögl sprungin í kviku, knúarmarðir.ísárum. Sótið situr í sprungum, sigg eru hörð í lófa, velkterhúnogívosi, veröld tók fast á henni. Þóhefurenginönnur, innilegar né hlýrra verið lögð yfir ljósa lokka mína en þessi. (Kristján frá Djúpalæk.) Þín dótturbörn, Steinþór og Harpa Rós. Þeir eru ekki margir sem eru þeim eiginleikum gæddir að geta alla ævi haldið sínu striki og sinni ró og látið hraða og streitu sem vind um eyru þjóta þótt öllum öðrum finnist heimurinn vera að farast í kringum sig. Einum slíkum fengum við svilarnir að kynnast þegar við kvæntumst dætrum Ernst Sigurðs- sonar. Það er vægt til orða tekið að okk- ur þótti stundum nóg um rósemina sem við iðulega tókum sem merki um skort á áhuga eða skilningi á því sem fram fór í kringum hann. En eftir því sem við kynntumst honum betur skildist okkur að því fór fjarri. Hans lífsmynstur var bara miklu einfaldara en okkar og við áttuðum okkur ekki alltaf á honum. Hvernig er hægt að komast í gegnum lífið á íslandi nútímans án þess að búa í eigin húsnæði? Og án þess eignast nokkurntíma bíl? Slíka hluti lét tengdapabbi ekki stjórna lífi sínu. Nægjusemi og samviskusemi voru hans aðalsmerki alla tíð. Og ekki var Ingeborg tengdamamma kröfu- hörð, heldur deildi hún með honum þessum lífsstíl og undi vel við. Hann var maður heimakær og hafði lítinn áhuga á heimshornaflakki en þótti alltaf gott að geta heimsótt vini og ættingja í Danmörku. Dæturnar og barnabörnin voru honum alltaf kær. Eitt áhugamál hafði hann - frí- merkin. Félagsstörf á þeim vett- vangi voru honum kær og nutu margir góðs af áhuga hans og þekk- ingu. I félagsskap frímerkjanna gat hann gleymt sér og fékk þá ekkert raskað ró hans. Ernst var einlægur maður og heiðarlegur, sem öðrum vildi gott gera - og tókst bara vel til. Það hlýtur að teljast verðugur minnis- varði. Tengdasynir, Einar L. Gunnarsson og Baldur Jónasson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.