Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 37 wagonR* Hláturgas til Sauðárkróks FARANDSÝNINGIN Hláturgas, læknaskop frá vöggu til grafar, verð- ur opnuð á Heilbrigðisstofnun Sauð- árkróks á morgun, föstudag, kl. 15. Á sýningunni er að finna fjölda skopteikninga eftir innlenda og er- lenda höfunda, en af íslenskum teiknurum má nefna Þorra Hrings- son, Hallgrím Helgason, Brian Pilk- ington, Gísla Ástþórsson og Halldór Baldursson. Efnið er ýmist gamalt eða unnið sérstaklega fyrir Hlátur- gasiA Hláturgas er unnið í samstarfi við íslandsdeild Norrænna samtaka um læknaskop (Nordisk Selskap for Medisinsk Humor). Sýningin er í boði Glaxo Wellcome á Islandi og fer 26. maí til Heilbrigðisstofnunar Eg- ilsstaða. -----+++------ Sýningu lýkur Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Ljósmyndsýning Báru Kristins- dóttur lýkur í dag, fimmtudag. Á sýningunni eru portrett nokkurra íslendinga, unnin með sömu tækni og Kaldal vann með á sínum tíma. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sfmi 482 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 2617. Isafjörður: Bllagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavfk: BG bflakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Drungi og dulúð efniviðarins Félag íslenskra leikara Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ingvar E. Sigurðsson afhenti Friðrik Þór Friðrikssyni viðurkenningar- skjöld og Edda Þórarinsdóttir nældi Silfur-FILnum, heiðursmerki Fé- lags Islenskra Leikara, í barm Friðriks Þórs. Friðrik Þór hlýtur viðurkenningu FÉLAG íslenskra leikra, FÍL, hefur veitt Friðriki Þór Friðrikssyni kvik- myndaleikstjóra viðurkenningu fyrir fagmennsku og framsýni við gerð kvikmynda sinna. FÍL sæmir hann einnig merki félagsins, en það var veitt í fyrsta skipti árið 1966 og voru fyrstu merkisberarnir leikar- arnir Anna Guðmundsdóttir, Bessi Bjarnason, Brynjólfur Jóhannes- son, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Klemens Jónsson, auk velunnara fé- lagsins, Wilhelm Norðfjörð. í fréttatilkynningu segir að það sé trú félagsins að íslensk kvik- myndagerð dafni best þegar at- vinnumenn á öllum sviðum taka höndum saman. I þeirri trú, vonar félagið að Friðrik Þór haldi áfram á þeirri braut sem hann hefur valið fram til þessa, sem er að nýta list- ræna og faglega krafta atvinnu- leikara í þau hlutverk sem koma fyrir í kvikmyndum hans, hvort sem hann er leikstjóri eða framleið- andi. MYIVDLIST Hafnarborg, Ilal narl iröi MÁLVERK & HÖGG- MYNDIR - JÓNAS VIÐAR & SÓLVEIG BALDURS- DÓTTIR Til 1. maí. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 12-18. Aðgangur 200 kr. TVEIR listamenn deila með sér stóra salnum á hæðinni í Hafnar- borg. Það eru Sólveig Baldursdóttir myndhöggvari og Jónas Viðar list- málari, en bæði dvöldu þau í Carrara, nyrst og vestast í Toscana-héraði á Ítalíu á árunum 1990 til 1994. Án þess að það skipti höfuðmáli hvar frómur flækist verðm' ekki hjá því komist að sjá töluverð ítölsk áhrif í verkum beggja. Sólveig nýtir sér auðvitað marm- ara frá Carrara í verkunum sem prýða stóra salinn, enda er Carrara með sínum fjögur hundruð marmara- námum mikilvægasta framleiðslu- svæði þeirrar steintegundar í veröld- inni. Jónas Viðar byggir stór málverk sín nær eingöngu á einlitum flötum, dökkum og gljáandi, og sver sig með því í ætt við hinn rómantíska þung- lyndisstreng sem liggur eins og rauð- ur þráður þvert yfir Italíu frá Genúu til Ravenna og litar allt þar fyrir norðan dumbri dulúð. Aðrir segja að hann liggi eilítið sunnar eða frá Liv- omo þvert yfir skagann til Ancona á strönd Adríahafsins. Hvað sem er satt í þeim efnum breytir það litlu um það að málverk Jónasar Viðars eru eins og komin í beinan karllegg frá þeim Fetti, Rosa og Lissandrino. Vissulega er hann ekki einn um að fara þessa leið því obbinn af því mál- verki sem mótast hefur á síðustu ára- tugum á Italíu er með einum eða öðr- um hætti tengt þeirri rómantísku dulúð sem þróaðist sem hliðarstreng- ur við meginæðina og lét svo lítið yfir sér að ítalir voru aldrei sakaðir um rómantík. Þó svo að rekja megi allt aftur til Giorgione mjög skýran, dramatískan streng með viðkomu hjá fjölmörgum norður-ítölskum meist- urum er eins og menn vilji almennt ekki kannast við þess háttar tjáning- armáta hjá svo suðrænum mönnum. Sem forgrunnur þessara nær ein- litu fleka standa höggmyndir Sól- veigar eins og tilhöggnir sykurmolar, en svo hvítur sem marmarinn er frá Carrara þá minnir hann á risastóra, bleikta sykurmassa. Þeir eru mýktir upp af listakonunni sem heggur þá lífrænt og gi-efur í toppa þeirra blómamynstur líkast einhvers konar signeti. Þessar mjallahvítu högg- myndir eru fullkomlega yfirlætis- lausar og ríma því býsna vel við mál- verk Jónasar Viðars. Einkum eru það einlitu myndirnar hans - samsetta myndröðin af sæbláma Mývatns og grænleitu mosamyndimar tvær - sem eru eins og sniðnar til að vera sýndar með marmaramyndum Sólveigar. Þær bera af öðrum málverkum lista- mannsins sökum kyrrðarinnar sem í þeim ríkir. Jónas skeytir upphleypt- um texta við málverk sín, neðst eftir fletinum endilöngum. Þar stendur: Portrett of Iceland og sjö stafa núm- er sem byrjar á fimm núllum. Þar fyrir aftan er svo heiti kenni- leitisins ef eittvert er. I litla salnum út af þeim stóra hef- ur Sólveig komið fyrir annars konar verkum, að vísu úr marmara, en að þessu sinni rauðbrúnum. Þetta eru fígúratífar höggmyndir og fara bil beggja, egypskrar listar og róm- anskrar kirkjulistar. Á gagnstæðum vegg eru frumstæðar fígúrur greypt- ar í blágrýtisflögur. Framan við sitj- andi fígúru í hásæti með goðum líkri ásýnd er ferhyrningur af sandi sem mynstraður er með höndunum. Öll þessi uppsetning dregur dám af frumstæðri helgUist. Misslípun styttnanna eykur enn á þá túlkun. Verk þeirra Jónasar Viðars og Sól- veigar færa okkur heim sanninn um það að milli íslenskrar og ítalskrar listar liggja margir leyndir þræðir. Afstaða beggja þjóða til nútímans sem tímaskeiðs á mörkum reglufestu fomra gilda og fullkominnar óreiðu samtímans er menningarlega séð all- íhaldssöm. Svo virðist sem íslendingar og Italir eigi það sameiginlegt að óttast þá tegund firringar sem fyrirgerir gömlum og grónum hefðum. Þau Jónas og Sólveig eru því væntanlega á heimavelli hvort sem þau kjósa að fylgja ítalskri hefð eða íslenskri því munurinn þar á milli virðist vera hverfandi. Halldór Björn Runólfsson 4^4 w w Vissir þú að Wagon R+ hefur verið söluhæsti bíllinn í Japan sl. 3 ór og var að auki verölaunaður fyrir góöa hönnun og nýtingu ó rými? Langar þig í rúmgóðan og sparneytinn verólaunabíl? Rýmið í Wagon R+ er ótrúlega mikið miðað við utanmál hans. Það er auðvelt að breyta honum i sendi- bil, bara eitt handtak og þú fellir sætið ofan í gólfið. Við hönnun Wagon R+ er notuð sú útfærsla að hafa hjólin eins framarlega og aftarlega og hægt er. Þetta eykur stöðugleika bílsins og einnig nýtingu innanrýmis. Það er mjög gott að setjast inn (Wagon R+, útsýni vitt og hann þægilegur í þungri borgar- umferð. Eins og aðrir bílarfrá Suzuki er hann sérlega sparneytinn - eyðir að meðaltali aðeins um 6 lítrum á hundraðiðl $ SUZUKI Wagon R+ - Fjölnolabíllinn TEGUND: VERÐ: Wagon R+ 1.099.000 KR. WagonR+4x4ABS 1.299.000 KR. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.