Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. DEILURNAR í ZIMBABWE TVEIMUR áratugum eftir að Robert Mugabe tók við völdum í Zimbabwe virðist fátt gefa ástæðu til bjartsýni. Efnahagur landsins er í molum og vopnaðir hóp- ar manna ganga um sveitir í því skyni að leggja undir sig búgarða hvítra bænda.Virðist þetta gert með samþykki Mugabes, sem neitar að skipa lögreglu að vernda bændur gegn ofbeldi, þrátt fyrir að dómstólar hafi úrskurðað að- gerðir af þessu tagi ólöglegar. Virðist hann ætla að gera endurúthlutun lands að sínu helsta stefnumáli fyrir næstu kosningar. Um nauðsyn þess hefur þó ekki verið deilt í Zimbabwe. Það hefur lengi ríkt pólitísk samstaða um það í landinu að nauðsynlegt sé að taka á þessu máli, enda ráða hvítir bændur enn yfir stærstum hluta ræktaðs lands í Zimb- abwe. Þrátt fyrir að vestrænar ríkisstjórnir, ekki síst Bretar, hafi á undanförnum áratugum greitt háar upp- hæðir til að fjármagna endurúthlutun lands hefur lítið gerst. Flestar þær jarðir er keyptar voru upp lentu í hönd- um stuðningsmanna Mugabes eða eru í eigu ríkisins. Hef- ur þetta valdið því að erlend ríki eru orðin treg til að að- stoða við fjármögnun frekari „umbóta“. I Suður-Afríku, þar sem svipaður vandi var til staðar, var ákveðið að fara aðra leið. Ef landeigendur eru reiðu- búnir að selja fá þeir greitt markaðsverð fyrir eignir sínar en ella er þeim er gera tilkall í jarðirnar greidd sama upp- hæð. Vandinn þar í landi er hins vegar að hægt hefur geng- ið að afgreiða þær kröfur er liggja fyrir, sem kyndir undir óánægju og hættu á að stuðningur aukist við aðgerðir á borð við þær er Mugabe hefur beitt. Það virðist ekki vera einlægur vilji til umbóta sem liggur að baki aðgerðum síðustu vikna heldur örvæntingarfull til- raun til að tryggja Zanu-PF, flokki Mugabes, sigur í yfir- vofandi kosningum. Ósigur hans í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í febrúar síðastliðnum bendir til að vinsældir hans meðal þjóðarinnar fari dvínandi. Efnahagur landsins er í molum og er það fyrst og fremst vegna slælegrar efnahagsstjórnar. Þrátt fyrir það hefur stjórn Mugabes um nokkurra ára skeið haldið úti hersveit- um í Kongó til að styðja við bakið á Laurent Kabila, með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir. Með því að reyna að ala á reiði í garð hvítra landeigenda og heita því að jarðir verði gerðar upptækar og þeim úthlutað til almennings virðist Mugabe telja að kjósendur muni líta framhjá því hversu lítið hefur miðað varðandi endurúthlutun lands síð- astliðna tvo áratugi. Aðgerðir hans draga hins vegar enn frekar máttinn úr hinu veikburða efnahagslífi og hræða erlenda fjárfesta frá landinu og jafnvel nálægum ríkjum. OPINN HÁSKÓLI MENNTASTOFNUN á borð við Háskóla íslands þarf ekki aðeins að vera í góðum tengslum við atvinnulífið í landinu eins og mikil áhersla hefur verið lögð á, heldur og menningarlíf og almenning. Háskólinn hefur sinnt þessari hlið í starfsemi sinni í auknum mæli á síðustu misserum, til dæmis með ríkara ráðstefnuhaldi og kynningarstarfí en áður tíðkaðist. Nú á sumarmánuðum mun hann svo opna sig upp á gátt er hann býður almenningi að sækja námskeið sér að kostnaðarlausu í tengslum við menningarborgarverkefnið. Á dagskránni verða meðal annars námskeið er tengjast bók- menntum og listum, sögu og náttúru Reykjavíkur og daglegu lífí. Jafnframt verður boðið upp á sérstök námskeið fyrir börn og unglinga í tungumálum, stærðfræði og heimspeki. Með opnum háskóla vakir það fyrir háskólamönnum að stuðla að aukinni þekkingarleit almennings, eins og fram kom í máli Páls Skúlasonar háskólarektors í Morgunblaðinu í gær. „Framlag háskólans varðar sérstaklega þátt vísinda og fræða í sköpun menningar,“ sagði Páll, „og mikilvægi þess jafnframt að allur almenningur tileinki sér vísindi og fræði eftir því sem kostur er og geri þau að eðlilegum og sjálfsögðum hluta af neyslu sinni og menningarþátttöku.“ Þetta framtak Háskóla íslands og menningarborgarverk- efnisins er lofsvert. Það getur stuðlað að almennri þekkingar- leit og eflt jákvæðan hug í garð fræða, vísinda og menningar. Það er ekki ofsagt að í menntun og menningu felist framtíðar- möguleikar ungs fólks og þjóðarinnar allrar nú á árþúsunda- mótum. Umhverfí okkar er alltaf að verða alþjóðlegra og sam- keppnin harðari. Það hefur því sennilega aldrei verið mikilvægara en nú að halda öllum samskiptaleiðum milli menntastofnana og fólksins í landinu opnum. SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavfloir gengur í dag frá samningi við landbúnað- arráðneytið um að félagið taki að sér og hafí umsjón og eftirlit með ríkisjörðunum Kollafirði og Mógilsá. Þar mun félagið hefja skó- grækt og uppbyggingu á fjölbreyttu útivistarsvæði og er skipulagsvinna við svæðið þegar hafín. Svæðið allt er um 1.000 hektarar, en stærstur hluti þess liggur yfír hæðarmörkum skógræktar og verður fyrst og fremst útivistar- svæði. Þetta svæði, sem forsvarsmenn fé- lagsins hafa kosið að kalla „Esjuhh'ðar" fyrst um sinn, hefur um langt skeið ver- ið vinsælt útivistarsvæði í nágrenni höf- uðborgarinnar og talsverð vinna við skógrækt farið fram á Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Hópur fólks undir forystu Rannsóknastöðvar- innar hefur jafnframt unnið þar að stígagerð og fleiri landbótum og mun starfa þar áfram, en hópurinn nefnir sig „Esjuvini". Einnig mun Skógrækt- arfélag Reykjavíkur hafa samstarf við Skógræktarfélag Kjalarneshrepps, sem er einn af frumherjum skógræktar í Esjuhlíðum. Þorvaldur S. Þoivaldsson, skipulags- stjóri Reykjavíkurborgar og stjómar- maður í Skógræktarfélaginu, segir að tildrög verkefnisins megi rekja til hug- myndar Aðalsteins Sigurgeirssonar, forstöðumanns Rannsóknastöðvar Skógræktar rfldsins á Mógilsá, sem benti Skógræktarfélaginu á að þarna væru ýmsir möguleikar fyrh- hendi og að Rannsóknastöðin þyrfti í sjálfu sér ekki að hafa umsjón með öllu þessu stóra landi í Esjunni. Skógræktarfélag- ið hefur lagt mikla áherslu á að finna land nálægt höfuðborginni, þar sem starfið verður auðveldara og sýnilegra. Þorvaldur segir samninginn við landbúnaðarráðuneytið snúast um að fá félaginu þetta svæði til umsjár, gagngert í þeim tilgangi að rækta þar skóg og skipuleggja útivistarsvæði. Guðmundui- Bjamason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gaf Skógræktr arfélaginu fyrirheit um að félagið fengi að taka við jörðunum ef samkomulag næðist við Rannsóknastöð Skógræktar rfldsins og Stofnfisk hf. í Kollafirði. Það samkomulag náðist í lok síðasta árs og tekur félagið formlega við jörðunum í dag. „Eitt af þeim löndum sem við höfum fengið er austur í Mýrdal og þangað er nokkuð langt fyrir fólk að sækja. Þetta verður miklu sýnilegra fyrir borgarbúa svona nálægt. Og við emm nýbúnir að ganga frá svona landi uppi í Hvamms- vík, en þar er búið að gera svipað skipu- lag og við emm að byrja að vinna að í Esjuhlíðunum," segir Þorvaldur. I Hvammsvík er þegar farið að út- hluta löndum, sem að sögn Þorvaldar ganga út jafnóðum og þau em tilbúin, enda er mikill áhugi hjá félögum, fyrir- tækjum og hópum að taka að sér shkar skógræktarspildur. í Hvammsvfldnni kaupa þeir einnig plöntumar, en fá landið að láni og eigna sér það, eins lengi og þeir sinna sínum reit. Möguleiki á íbúðarbyggð inni í skóginum Ólafur Sigurðsson, formaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, segir að Esjuhlíðar verði byggðar upp sam- kvæmt ákveðnu og vönduðu skógrækt- arskipulagi þar sem trjárækt skipar stóran sess, en svæðið verði jafnframt aðlaðandi útivistarsvæði fyrir sem flesta. Hann segir að við vinnu og skipulag á svæðinu verði fyrst og fremst horft til þeirrar landnemavinnu sem reynst hefur vel í Heiðmörk, þar sem stofnanir, félög og hópar taka sig til, fá úthlutað landi og sjá um að planta þar trjám og öðmm gróðri. „Eflaust verður þetta svona í Esju- hlíðunum, en þetta er ennþá í skipu- lagningu og ekki enn búið að fastmóta hvemig svæðið verður skipulagt. Eitt- hvað verður ábyggflega alfarið á vegum félagsins, sem getur verið miðsvæði eða annað í þeim dúr, en uppistaðan í þessu starfi verða væntanlega land- nemar.“ Þorvaldur segir Esjuhlíðar afar spennandi sem ræktunarland, sökum þess að ákveðið hafi verið í framtíðar- aðalskipulagi fyrir þetta svæði, þegar Reykjavík og Kjalames sameinuðust, að svæðið frá Mógilsá og inn Esjuhlíðar yrði tekið undir skógrækt og hugsan- lega skógræktarjarðir. Á flötunum hafi menn jafnvel séð fyrir sér skógar- Skógræktarfélagi Reyk. Horft upp í Esjuhlíðar með Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá í f Uppbygj útivistars ✓ I dag tekur Skógræktarfélag Reykjavíkur í sína umsjá stórt svæði í Esjuhlíðum og held- ur þar áfram skógrækt og uppbyggingu á útivistarsvæði, en þetta svæði hefur um langa hríð verið eitt vinsælasta útivistar- svæðið í nágrenni höfuðborgarinnar. Eirikur P. Jörundsson ræddi við forsvarsmenn Skóg- ræktarfélagsins um starfíð og framtíðina. byggð, þar sem skipulögð yrði íbúða- byggð inni í skógi, þegar skógurinn væri farinn að vaxa upp eftir nokkra áratugi. „Þetta er gríðarlega stórt svæði og sums staðar á svæðinu gæti maður séð fyrir sér einhverjar byggðir. Það mætti ímynda sér hálfs árs byggðir, sem er farið að tala um að verði kannski búset- umáti manna í framtíðinni. Menn búi þá í þéttbýlinu eða borginni á veturna þegar allir em uppteknir í skóla og starfi, en eigi síðan gott hús, ekki mjög langt frá borginni, sem flutt er í á vorin þar sem hægt er að vera t.d. með hesta og njóta útivistar. Maður sér alveg fyr- ir sér að slíkt svæði gæti orðið tfl héma meðfram hhðum Esju. Nú eram við að vinna upp á nýtt aðalskipulag fyrir hina stækkuðu Reykjavík eftir sameiningu við Kjalames, sem á að koma út á þessu ári og þetta útivistarsvæði verður hluti af því.“ Ótrúlegur fjöldi fólks sækir á skógræktarsvæðin Svæðið sem Skógræktarfélagið tek- ur við er um 1.000 hektarar, ef allt er talið, upp á fjallseggjar Esjunnar. Þeir Ólafur og Þorvaldur telja að líklega sé þó ekki hægt að rækta trjágróður með góðu móti nema á um 100 hektara svæði. Ákveðnir hlutar á svæðinu verða því nýttir til ræktunar á meðan aðrir verða fyrst og fremst útivistarsvæði. Mikill áhugi er á þvi að fá spildu í þessu landi og bárast félaginu fyrir- spurnir frá ýmsum aðilum, um leið og tíðindin spurðust út, um það hvort hægt væri að fá land og vera með í ræktuninni. Ólafur segir svæðið sem félagið fær núna til afnota vera gríðarlega spenn- andi sem útivistarsvæði, enda fara nú þegar tugþúsundir manna þama um á hverju ári. Á svæðinu er komin ákveðin aðstaða; bílastæði, upplýsingaskilti og annað, og hyggst Skógræktarfélagið setja upp á svæðinu svipaða hluti og í Heiðmörk; koma þar upp einhvers kon- ar þjónustu, jafnvel verði þama ein- hverjir staðir sem tjalda megi á, sér- stakir staðir með aðstöðu fyrir útigrill o.s.frv. til þess að fólk fái sem mest út úr því að vera á svæðinu. Ólafur sér jafnvel fyrir sér að þama verði settir upp veitingastaðir eða hótel, verði ein- hverjir aðilar tilbúnir í slíkar fram- kvæmdh•. „Það er mikil ásókn í þetta og verður ennþá meiri. Við höfum talið þá sem fara um Heiðmörk, en það era um 200 þúsund manns sem koma þangað á hverju ári. Flestir aka þar í gegn, en svo koma þangað einnig mjög margir aðrir, bæði hestamenn og fjöldi manna sem eru famir að vera þama á göngu- skíðum eftir að félagið eignaðist snjó- troðara. Fjöldinn sem fer um þessi svæði er ótrúlegur og fólk sækir í slík svæði. Þar skiptir máh gróðurinn og skjólið sem hann veitir, enda fer skíða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.