Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 29 Ljósmynd/Halldór Bjöm. Mannlýsingar/Portrett Birgis Andréssonar frá 1999 á sýningunni í Slunkaríki, ísafirði. Ljósið í Slunkaríki kemur lang^t og mjótt MYJVDLIST Slunkarfki, Aðal- stræti 22, ísafirði MÁLVERK & LÁGMYNDIR BIRGIR ANDRÉSSON Til 30. apríl. Opið fímmtudaga - sunnudaga frá kl. 16 -18. BIRGIR Andrésson hefur komið auga á það sem ef til vill er augljóst en fáum tekst að koma í skilmerki- legan búning með góðu móti. Þó svo að íslensk menning og verkmenning geti ekki státað af mjög umfangs- mikilli og samfelldri arfleifð frá því land byggðist þá höfum við væntan- lega varðveitt eitthvað innra með okkur sem kallast getur stílsækni. Einhvers staðar hlýtur smekkvísi okkar og formskyn að leynast þótt ekki sé hægt að benda á nægilega mikið af leifum eða munum svo hægt sé að tala um íslenskan stíl með stór- um staf. En stíll með stórum staf er það sem Birgir virðist vera á höttunum eftir. Að minnsta kosti vill hann geta sett fingurinn á reglur og innri lög- mál íslenskrar verkmenningar sem hann þykist sjá að leynist víðar en í áþreifanlegum samsetningum. Auk þess að vera listamaður er Birgir grafískur hönnuður. Sem þaulvanur umbrotsmaður er hann vel verserað- ur í lögmálum ílataskiptingar og þeirri list að greina kjamann frá hisminu. Vera má að verklegur vani - myndræn hagræðing texta - hafi komið honum á slóð formgerðar- stefnunnar, alltént er Birgir sá ís- lenskra listamanna sem stendur næst strúktúralismanum í allri hugs- un og aðferðarfræði. Samsetningin í Slunkaríki lýsir því með aíbrigðum vel hvernig tung- umálið tekst á við formræn gildi í myndmáli. Það sem Birgir kallar málverk, nánar til tekið Mannlýs- ing/Portrett, eru jafnstórar lakk- myndir á MDF-plötur. Texti - lýsing á andlitsfalli og líkamsvexti - í einum lit er prentaður á gagnkvæman grunn þannig að lýsingin nær yfir helming flatarins. Litirnir eru skil- greindir neðst til vinstri - gegnt und- irritun listamannsins og ártali - sem íslenskir, hvor með sínu númeri. Öllu er haldið samviskusamlega til haga með næsta smásmugulegum hætti svo ekkert læðist inn í verkið sem ekki er vel merkt og skilgreint. Líta má á þann hluta sem textinn þekur sem andlit - höfuð sem situr á herðum - og væru þá hlutföll and- litsins miðað við það sem vanalega sést af hálsi og herðum nokkurn veg- inn samhljóma ýmsum þekktum mannamyndum í listasögunni. Hlut- follin í þessum myndum eru til dæm- is áþekk hlutföllunum í Mónu Lfsu Leonardós, sem telja verður þekkt- ustu mannlýsingu, eða portrett allra tíma. Móti textagerðinni eru svo skáp- arnir, sniðnir eftir hlutföllunum í gömlum, íslenskum frímerkjum. Fimmtíu aura Geysisfrímerkið og tveggja króna frímerkið með stytt- unni af Þorfinni karlsefni verða að geometrískri formgerð með opnan- legum hurðum að hirslum sem eru of grunnar til að hýsa nokkurn hlut. Innihaldið í verkum Birgis verður ekki aðgreint frá formi og litum. Ekkert býr að baki því sem ekki sést þegar í stað á yfirborðinu. Hvað þetta áhrærir gæti Birgir tekið undir með Frank Stella, en hann sagði í upphafi ferils síns að ekkert byggi að baki því sem hann málaði. Allt sem væri, væri það sem sæist; annað væri það ekki. Þetta skyldu þeir hafa í huga sem opna skápa Birgis og verða fyrir vonbrigðum með skort þeirra á dýpt. Það verður að ímynda sér hirslurnar nákvæmlega eins og andlit og vaxtarlag þeirra sem lýst er í málverkunum. Það er nú galdur- inn við sýninguna í Slunkaríki. Halldór Björn Runólfsson Ljómi valdsins MYJVDLIST i 8 g a 11 e r í CATHERINE YASS LJÓSMYNDIR Sýningin er opin frá 14 til 18 frá fimmtudegi til sunnudags og stend- ur til 7. maí. CATHERINE Yass hefur vakið töluverða athygli undanfarið fyrir ljósmyndir sínar af opinberum bygg- ingum. Myndunum er ekki ætlað að sýna húsin eða gefa af þeim heildar- mynd, heldur einbeitir Yass sér að smáatriðum sem hún notar til að gefa innsýn í anda byggingarinnar og áhrif hennar á fólkið sem þangað kemur. Myndröðin sem hún sýnir í Ingólfsstræti er tekin í fangaklefa á lögreglustöð í bænum Walsall nærri Birmingham í Englandi og myndefn- ið eru atriði á borð við vatnskassann yfir saleminu, klefahurðina séð inn- an frá, klósettskál og gang með rimlahliði. Myndimar framkallar hún síðan með aðferð sem nefnd er „sólarisasjón" og felst í því að þegar búið er að framkalla myndina til hálfs er sterku ljósi beint að henni þannig að hlutar myndarinnar verða negat- ífir. Þessi aðferð á sér langa sögu og var uppgötvuð af W. L. Jackson árið 1857 og þekktir ljósmyndarar á borð við Man Ray og Ansel Adams beittu henni með góðum árangri. Afleiðing þess að snúa framkölluninni við með þessum hætti er að munur á birtu og skugga ýkist en hlutir í myndfletin- um virðast glóa. Þetta er sérstaklega áhrifamikið í litmyndum og Yass ýkir áhrifin enn með því að festa mynd- irnar á Ijósakassa svo birtan Ijómar gegnum þær frá veggnum. Með þessu umbreytir Yass mynd- um sínum úr einfaldri skráningu á hversdagslegum og frekar fráhrind- andi hlutum í eins konar töfraraun- sæi þar sem húsnæðið og hlutirnir í því virðast þrungnir frásögn og merkingu, líkt og þeir eigi sér sitt eigið líf. Þessi sýn á fangaklefann getur maður ímyndað sér að endur- spegli sýn fangans á umhverfi sitt eftir langa dvöl - að smátt og smátt fari hið fábreytilega og niðurdrep- andi umhverfi hans að fá á sig ein- hvern undarlegan og dálítið ógnvekj- andi ljóma. Byggingin sem honum er haldið í verður sjálf að tákni fyrir fangelsunina og það vald sem hefur lokað fangann inni og heldur honum þar. Hið nærtæka umhverfi táknar og endurspeglar hið fjarlæga vald og samfélagsvaldið sem sjálft er dreift og illskilgreinanlegt verður áþreifan- legt í byggingunni. Margir hafa orðið til að velta því fyrir sér hvernig þetta gerist - hvernig byggingar verða tæki valds- ins til að stjórna og móta einstak- hnga - og er líklega helst að benda á umfjöllun Michel Foucault um fang- elsisfræði arkitektsins Jeremy Bent- ham frá átjándu öld. Verk Yass ganga inn í þessa umræðu og sýna á myndrænan og afar nærfærinn hátt hvernig opinber bygging sem hönn- uð er til að stjóma og móta hegðun fólks fær þar með hlutverk og líf sem er annað og meira en það sem lesa má úr steypunni og stálinu einu. Það að ljósmyndirnar skuli vera fallegar undirstrikar einfaldlega skilaboðin: Fangelsið er ekki bara hlutlaust búr heldur lifandi hlaðgerv- ing valdsins, ógnvekjandi og heill- andi í veldi sínu. Jón Proppé titímsfrumflutningur f Bcjjkjanílt Hallgrímskirkja, laugardaginn 29. apríl kl. 16:00 Frá miðaldarökkvaðri suður-Európu berst til íslands forn helgisöngur munka til dýrðar heilögum Jakobi. Codex Calixtinus hefur að geyma elstu heimildir um trúartónlist álfunnar og er uarðueitt í dómkirkjunni í Santiago de Compostela. JWisstu ekki af ÓDíöjafnanlegri upplífun. Heimsþekktir einsöngvarar: Damien Poisblaud, Frederic Tavernier, Christian Barriere, Robert Pozarski, Frederic Richard og Marcin Bornus- Szczycinski. Miðauerð kr. 2.500 Listrænn stjórnandi: Damien Poisblaud. Karlakórinn Fóstbræður syngur sem munkakór undir stjórn Árna Harðarsonar. Bnnið í samvinnu við Kraká, menningarborg Evrópu árið 2000, og Kristnihátíðamefnd. mm. : - Miðasala í Upplýsingamiðstöð ferðamála, Bankastræti 2,101 Reykjavík. Sími: 5S2B588 Dpið í dag og á föstudag frð kl. 9:00-17:00 og laugardag frá kl. 10:00-14:00. 15. maí - 8. júní: Opið alla daga vikunnar kl. 8:30-19:00. ■ R EYKJAVÍK MINNINOARBOBQ BVRðPU ARIB 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.