Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stjórnarandstaðan krefst tafarlausrar afsagnar innanríkisráðherra Júgdslavíu Þriðji sam- starfsmaður Milosevics myrtur Belgrad. AP, AFP. ZIKA Petrovic, forstjóri júgó- slavneska ríkisflugfélagsins, sem myrtur var á þriðjudagskvöld, er þriðji náni samstarfsmaður Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, sem drepinn hefur verið á þessu ári. Lög- regla hefur lýst skotárásinni sem hryðjuverki, þótt hún segi ekki vitað hverjir stóðu að tilræðinu. „Hér er óumræðanlega um hryðjuverk að ræða, sem beint er gegn hátt settum manni í viðskipta- lífi Júgóslavíu," hafði hin ríkisrekna Ta/y'ug-fréttastofa eftir lögreglu. Sérfræðingur í glæparannsóknum, sem ekki vildi láta nafns síns getið, segir lögreglu þó of snemma á ferð- inni með að lýsa því yfir að hér sé um hryðjuverk að ræða. „Að lýsa morði sem hryðjuverki er lýsandi fyrir þessa stjóm, en það er enginn grund- völlur fyrir því,“ sagði sérfræðingur- inn. Morð í hveijum mánuði Petrovic er sá síðasti í hópi vel þekktra einstaklinga í Belgrad sem myrtir hafa verið undanfarið og hafa margir þeirra sem drepnir hafa verið sl. áratug verið vinir og samstarfs- a armu menn Milosovics. Þrír þeirra hafa verið myrtir í ár. Serbneski stríðsmaðurinn Zeljko Raznatovic, betur þekktur sem Ark- an, var skotinn til bana á hóteli í Belgrad í janúar. Lögregla hefur handtekið meintan morðingja, en ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld fari fram. Svartfellingur- inn Pavle Búlatovic, varnarmálaráð- herra Júgóslavíu, sem var hlynntur því að Svartfjallaland tilheyrði áfram júgóslavneska sambandsríkinu, var síðan myrtur á veitingastað í Belgr- ad af óþekktum árásarmanni í byrj- un febrúar og í lok mars var Branis- lav Lainovic, eða Dugi, fyrrum yfirmaður í uppreisnarsveitum Serba myrtur nærri hóteli í Belgrad. Hvorki hefur gengið né rekið með rannsókn þessara tveggja mála. Auk vina og samstarfsmanna Milosevics og hinnar áhrifaríku eig- inkonu hans Miru Markovic hafa vafasamir kaupsýslumenn og ein- staklingar sem tengjast undirheim- um Belgrad verið myrtir sl. áratug. Að mati óháðra fjölmiðla og sumra stjómmálafræðinga tengdust flestir þeirra þó stjóminni í Belgrad á einn eða annan hátt. Þá hefur V7P-frétta- bréfið bent á að svipaðri morðaðferð hafi verið beitt í flestum þessara mála. Tilræðismennirnir sagðir tveir Petrovic var skotinn til bana er hann var úti að ganga með hund sinn nærri heimili sínu og segja bæði vitni og óháðir fjölmiðlar í Belgrad tilræð- ismennina hafa verið óþekkta. Að sögn hinnar einkareknu Studio P-sjónvarpsstöðvar sást til tveggja manna flýja fótgangandi frá morð- stað og útvarpsstöðin B2-92 hafði eftir nágrönnum Petrovics að fimm til sex skotum hefði verið hleypt af. Þá sagði Politika-sjónvarpsstöðin, sem hefur tengsl við stjórn Milosev- ics, Petrovic hafa verið skotinn með sjálfvirkri Skorpion-byssu. Petrovic var ættaður frá heimabæ Milosevics. Hann var að sögn AP- fréttastofunnar meðlimur í Jafnaðar- mannaflokki Milosevic. Bæði BBC- og AFP-fréttastofan segja hann hins vegar hafa tilheyrt nýkommúnistaf- lokki Markovic. Petrovic virðist hafa haft lítil afskipti af stjórnmálum og var þekktari sem vinur Milosevic- fjölskyldunnar. Hann var jafnframt einn þeirra sem bannað var að ferð- ast innan Evrópusambandsins vegna tengsla sinna við forsetann. Æ meira stjórnleysi er nú sagt ríkja í Serbíu og og hefur Dragan Covic, einn leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, hvatt Vlajko Stojiljkovic, inn- anríkisráðherra Serbíu, til að segja af sér vegna sífellt fleiri óleystra morðmála. „Það er fáránlegt að það hafi aldrei verið fleiri lögreglumenn starfandi í Serbíu og samt höfum við aldrei búið við minna öryggi,“ sagði Covic og kvað Stojiljkovic og aðra þá sem ábyrgð bæru á öryggismálum eiga að segja af sér. Fjórir ákærðir fyrir brunann í Seinni umferð þingkosninga í fran haldin 5. maí næstkomandi Umbótasinnar vara við valdaránsáætlunum AP Tvær íranskar námsmeyjar í Teheran lesa umbótasinnaða dagblaðið Mosharekat. Hundruð námsmanna efndu til friðsamlegra mótmæla vegna ákvörðunar yfirvalda um að loka 13 fjölrniðlum umbótasinna. Teheran. AP, AFP, Reuters. INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ í íran tilkynnti í gær að seinni um- ferð þingkosninga í landinu fari fram fimmta maí næstkomandi. Fyrri umferð kosninganna fór fram 18. febrúar og lyktaði með stórsigri umbótasinnaðra stjórnmálaafla á kostnað íhaldssamari frambjóð- enda. Umbótasinnar styðja stefnu Mohammads Khatamis, forseta Ir- ans, sem miðar að auknu frjálsræði í samfélaginu en íhaldsmenn vilja halda fast. í þá skipan sem grund- völluð var í byltingu heittrúar- manna árið 1979. Byltingarráðið, sem er 12 manna ráð lögfræðinga og klerka, frestaði nýverið seinni umferð kosninganna en stefnt hafði verið að því að halda þær í lok apríl. Höfðu margir um- bótasinnar óttast að ráðið, sem er ein helsta valdastofnun íhalds- manna, kynni að halda áfram að fresta seinni umferðinni til að koma í veg fyrir að umbótamenn tækju sæti á þingi. Samkvæmt stjórnar- skrá landsins á þingið að koma saman til síns fyrsta fundar í lok maí. Bróður forsetans hótað Víða í Iran héldu námsmenn áfram friðsamlegum mótmælum í gær vegna ákvörðunar dómsmála- ráðuneytis landsins frá því á mánu- dag að banna 13 írönsk dagblöð og tímarit sem styðja umbótasinna. Stúdentar við Teheran-háskóla komu saman til hljóðrar bænar á háskólalóðinni og hliðstæð mómæli fóru fram í austurhluta landsins. Mótmælin höfðu ekki áhrif á dómara við fjölmiðladómstól í land- inu, Said Mortazavi, sem í gær gaf út formlega viðvörun til ritstjóra dagblaðsins Mosharekat, Mohamm- ad-Reza Khatami. í bréfi til Khata- mis, sem er bróðir forseta landsins, sagði dómarinn að blaðið hefði breytt útliti sínu, efni og fyrirsögn- um án tilskilinna leyfa og krafðist þess að breytingarnar yrðu aftur- kallaðar. Hótaði dómarinn að gripið yrði til „viðeigandi ráðstafana" ef ekki yrði farið að þessum tilmælum. Mosharekat er gefið út í um 150.000 eintökum daglega og er málgagn hreyfingar umbótasinna, IIPF, sem vann stóran sigur í fyrri umferð þingkosninganna. Mohammad-Reza Khatami hlaut sjálfur 62% atkvæða í Teheran, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöð- um sem innanríkisráðuneytið hefur birt. Er verið að undirbúa valdarán? Forystumenn umbótasinna hafa hvatt almenning til að sýna stillingu og efna ekki til óeirða vegna að- gerða stjórnvalda gegn fjölmiðlum þeirra. Telja margir skýrendur að umbótasinnar vilji með þessu kom- ast hjá því að egna íhaldsöflin til að grípa til enn róttækari aðgerða. Skýrendur telja að atburðir síð- ustu daga kunni að vera til marks um að íhaldsöflin séu að ná vopnum sínum á ný eftir áfallið sem fyrri umferð kosninganna var þeim. Hins vegar er óljóst hversu langt íhalds- menn eru reiðubúnir að ganga til að vemda ríkjandi fyrirkomulag. Lokun blaða og handtökur blaða- manna hófust í kjölfar ræðu sem Ayatollah Ali Khameini, æðsti klerkur Irans, hélt nýlega þar sem hann sakaði blaðamenn um að ganga erinda óvina Irans. Umbóta- sinnar segjast hafa komist á snoðir um áætlun leyniþjónustu landsins og tengdra afla um að stöðva fram- gang umbótastefnunnar og jafnvel ræna völdum í landinu. Þeir halda því fram að séstök nefnd hafi verið mynduð sem eigi að hafa það hlut- verk að undirbúa hugsanlegt vald- arán. Peuters-fréttastofan segist hafa komist yfir fundargerð nefnd- arinnar og að þar sé að finna lista yfir aðgerðir sem gripa þurfi til. Meðal þess sem lagt er til að verði gert er að handtaka leiðtoga um- bótasinna og loka fjölmiðlum þeirra og beita hótunum til að hræða stuðningsmenn Khatamis frá því að láta að sér kveða. Vitað er að ekki verður auðsótt fyrir íhaldsmenn að taka öll völd í sínar hendur án stuðnings hersins. Varnarmálaráðherra Irans, Ali Shamkani, sagði á þriðjudag að herinn hygðist ekki blanda sér í deilur andstæðra pólitiskra fylk- inga í landinu. Gautaborg Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FJÓRIR ungir menn, þrír nítján ára og einn 21 árs, voru í gær formlega ákærðir fyrir að hafa kveikt í sam- komuhúsi í Gautaborg 29. október 1998 og þar með orðið 63 ungmenn- um að bana. I ákæruskjalinu segir að ástæðan fyrir verknaðinum hafi ver- ið hefnd þar sem strákarnir hafi ekki fengið ókeypis aðgang eins og þeir hafi verið búnir að heimta. Allir neita að hafa skipulagt morðbrennu, en einn ungu mannanna hefur viður- kennt að hafa kveikt í, en ekki séð fyrir hverjar afleiðingamar yrðu. Fyrir þennan verknað gætu þeir hlotið allt frá sex ára fangelsi upp í lífstíðardóm. I ákærunni kemur fram að þegar nokkrum vikum fyrir skemmtunina hafi strákarnir ki-afist þess að fá ókeypis inn. Þegar það var ekki tekið í mál af félögum þeirra, sem sáu um skemmtunina, höfðu þeii- í hótunum um að hefna sín þá á þeim. Um kvöldið komu þeir í samkomu- húsið, fóru inn og lentu þar í rifrildi við krakka á skemmtuninni. Þrír þeirra fóru þá út og einn fékk þá hugmynd að setja brunavarnarbún- að af stað til að slökkviliðið kæmi á staðinn og samkoman leystist upp. Fyrir utan fundu þeir brúsa með eld- fimu efni. Fjórði félaginn inni opnaði bakuppgang og þar komust félag- amir inn. Þegar inn kom varð fyrir þeim hrúga af stólum. Þeir helltu vökvan- um yfir þá, rifu blöð yfir og kveiktu í. Einn þeirra tók síðan ruslapoka sem lá þama og bætti á bálið. Ruslið or- sakaði mikinn reyk. Það sem síðan gerði að það eldurinn breiddist svo hratt út var að hann læstist í línó- leumdúk á gólfinu, sem reyndist óskaplegur eldsmatur. Auk þeirra 63 sem létust slösuðust á þriðja hundr- að manns, margir svo að þeir bera þess menjar alla ævi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.