Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 76
i SR*f0tutMjifeife Siðan 1972 Leitið tilboðai Trausti íslenska murvorui ■I steinpi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIB691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R ITSTJtSMBL-IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Afli í neta- ralli 15% minni en í fyrra HEILDARAFLI úr árlegu netaralli Hafrannsóknastofnunar, sem nú er nýlokið, var sá minnsti frá því athug- anirnar hófust árið 1996. I netaralli fara fram mælingar á hrygningar- stofni þorsks með stöðluðum netum á hrygningarsvæðum. Fimm bátar taka þátt í rallinu sem nær frá Breiðafirði og austur fyrir Hornafjörð. Afli bátanna var á þessu vori um 350-370 tonn, sem er um 15% minni afli en í rallinu á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að afli í netarallinu 1998 var um 757 tonn. Vilhjálmur Þorsteinsson, fiski- fræðingur og verkefnisstjóri ralls- ins, segir enn of snemmt að draga ályktanir af þessum lélega afla þar sem endanlegar niðurstöður liggi ekki fyrir. Einnig verði að skoða nið- urstöðurnar í samhengi við aðra gagnasöfnun Hafrannsóknastofnun- ar. ■ Minnsti afii/23 Reykjavík y Sólskins- met sett í aprfl HIÐ 75 ára gamla sólskinsstunda- met fyrir aprílmánuð í Reykjavík var slegið í gær. Fyrra metið var 220 stundir en þegar starfsmenn Veðurstofunnar litu á mæla sína eftir sólarlag í gær- kvöldi voru sólskinsstundirnar orðn- ar tæpar 229. Rétt er þó að hafa fyr- irvara á um mínúturnar þar til búið er að fara nákvæmlega yfir niður- stöðumar. I dag er spáð rigningu í Reykjavík ~'3og óvíst að sólskinsstundirnar verði fleiri í mánuðinum. ------------------ Mjólkur- fræðing- ar boða verkfall Morgunblaðið/Ásdís Starfsmenn Smithsonian-safnsins í Washington voru í gær að Ijúka við að setja upp víkingasýninguna sem opn- uð verður í dag að viðstöddum þjúðhöfðingjum Norðurlanda. Þjóðhöfðingjarvið opnun víkingasýningarinnar Washington. Morgunblaðið. ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurland- anna verða viðstaddir opnun viða- mikillar víkingasýningar í Smith- sonian-safninu í Washington, höfuðborg Bandarikjanna, í dag. Sýningin, sem ber heitið Víking- ar: Saga Norður-Atlantshafsins, er með merkari viðburðum vest- anhafs f tilefni landafundanna. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Gnmsson, verður viðstaddur opn- unina ásamt þeim Haraldi Nor- egskonungi og Sonju drottningu, Tarja Halonen Finnlandsforseta, Viktoríu, krónprinsessu Sviþjóð- ar, og Jóakim Danaprins. Þá verða menningarmálaráðherrar Norðurlandanna viðstaddir, þar á meðal Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, auk fjölmargra annarra gesta, þeirra á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri og Jón Baldvin Hanni- balsson sendiherra. Sýningin verður formlega opn- uð almenningi næstkomandi laug- ardag en Smithsonian-stofnunin í Bandarikjunum hefur undirbúið hana í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og helstu söfn á Norðurlöndum og Bretlandi. Hlutur íslands er veglegur og hafa Þjóðminjasafn Islands og stofnun Árna Magnússonar lánað til hennar nokkrar af helstu þjóð- argersemum íslendinga. Má þar nefna næluna frá Tröllaskógi, sverðið sem fannst á Hrafnkelsdal og blöð úr Eiriks sögu rauða og Egils sögu Skallagrímssonar. ■ Leifur heppni/32 MJÓLKURFRÆÐINGAFÉLAG Islands boðaði í gær verkfall frá og með 4. maí næstkomandi. Hafi samningar ekki náðst leggst af öll mjólkurmóttaka og vinnsla eftir viku. Samninganefndir mjólkurfræð- inga og vinnuveitenda hafa átt all- marga samningafundi á undanförn- um vikum og mánuðum. Síðasti fundurinn var fyrir viku og segir Geir Jónsson, formaður Mjólkur- fræðingafélags íslands, að patt- staða sé í samningunum. „Við erum búnir að reyna til þrautar og teljum okkur ekki komast lengra nema með einhverjum aðgerðum," segir hann. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilunni í dag. Mjólkurvinnsla stöðvast strax Ef samningar nást ekki fyrir 4. maí stöðvast þegar þann dag öll mjólkurmóttaka og mjólkurvinnsla í mjólkursamlögum landsins. Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, segir að verkfallið komi í fyrstu verst við kúabændur, því þeir komi þá ekki frá sér neinni mjólk. Það muni þó fljótlega hafa áhrif á neyt- endur. Pétur reiknar með að Mjólkur- samsalan muni geta átt birgðir af neyslumjólk til örfárra daga. Versl- anir komi einnig til með að eiga ein- hverjar birgðir. Hægt verður að dreifa mjólk á meðan einhverjar birgðir eru til en búast má við að erfitt verði að fá neyslumjólk í versl- unum fáeinum dögum eftir að verk- fall hefst. Síðasti söludagur mjólkur er átta dögum eftir pökkun og fljót- lega eftir það fer hún að skemmast. Ákæruefni stóra fikniefnamálsins varða innflutning á annað hundrað kflóa Fíkniefnin voru oftast falin í Elliðaárdal Barist við sinuelda SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarðar barð- ist við sinuelda norðan við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ í gærkvöldi og varð að kalla út liðsauka er líða tók að miðnætti. Tveir dælubílar voru þar að störfum og einn sjúkrabíll. Mikinn reyk lagði yfir vesturbæ Kópavogs, Reykjavík og Seltjarnar- nes og höfðu fjölmargir samband við fi' *lögreglu. Slökkviliðið í Reykjavík var einng kallað út vegna sinubruna í Fossvogi og við gróðrarstöðina AI- aska í Breiðholti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. NÍU sakborningum í hinu svonefnda stóra fíkniefnamáli hafa verið birtar ákærur ríkissaksóknara. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verða ákærurnar þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. maí og ákærðu þá gef- inn kostur á að tjá sig um sakarefnin. Ákært er m.a. fyrir innflutning á hátt á annað hundrað kílóa af ýmiss konar fíkniefnum frá Danmörku, Hollandi og Bandaríkjunum og gerð krafa um eignaupptöku á þriðja hundrað milljóna króna. Lögreglan hefur í vörslu sinni 24 kg af hassi, 6 þúsund e-töflur, 4 kg af amfetamíni og eitt kg af kókaíni auk ýmissa verð- mæta s.s. bifreiðir og aðrar eignir íyrir milljónatugi sem talið er að hafi verið fjármagnaðar með íikniefna- ágóða. Fyrir liggur í málinu að sterkustu fikniefnunum hafi verið smyglað til landsins frá Amsterdam en kannabis- efnunum frá Danmörku. Minnstur hluti fíkniefnanna kom frá Banda- ríkjunum Notfærðu sér aðstöðu sína Sjö sakbomingum er gefið að sök að hafa staðið að fíkniefnainnflutn- ingi frá Danmörku með þeim hætti að einn ákærðu kom fíkniefnunum íyrir í gámum sem fluttir vom til landsins með skipum Samskipa hf. en ákærði var starfsmaður félagsins í Kaup- mannahöfn. Segir í ákæm ríkissak- sóknara að hann hafi notfært sér að- stöðu sína til að koma efnunum fyrir. I ákæmnni er rakin sú atburðarás að þegar gámamir hafi verið komnir til Islands hafi fyrrnefndur starfsmaður Samskipa í Kaupmannahöfn gefið tveimur meðákærðu í málinu, starfs- mönnum félagsins á íslandi, upplýs- ingar um hvaða gám væri um að ræða. Hann hafi gefið þeim sjálfur, og eftir atvikum í samráði við enn annan meðákærðan mann í málinu, fyrirmæli um hveijum skyldi afhenda fíkniefnin eða hvar ætti að skilja þau eftir, til hvaða manna þeir skyldu sækja afrakstur af sölu þeirra og hvað gera skyldi við hann. Starfs- menn Samskipa hérlendis notfærðu sér aðstöðu sína til að fjarlægja fíkni- efnin úr gámunum eða vörugeymsl- um félagsins og afhentu þau þremur ákærðum mönnum til viðbótar og öðrum mönnum eða skildu þau eftir á ýmsum stöðum í borginni, þó oftast í Elliðaárdal. Einum starfsmanni Samskipa hér- lendis er þannig m.a. gefið að sök að hafa fjarlægt sendingar 20 sinnum úr vörslum Samskipa sem innihéldu samtals um 140 kg af kannabis á tímabilinu júní 1998 til september 1999 og afhent þau þremur með- ákærðu vitandi að fíkniefnin væru ætluð til söludreifingar hérlendis. Áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað sakborningana, sem sæta gæsluvarðhaldsvist vegna málsmeð- ferðarinnar, níu að tölu, í áframhald- andi gæsluvarðhald til 28. júní að kröfu ríkissaksóknara. Þrír sakborn- inganna kærðu úrskurðinn til Hæsta- réttar. Ríkissaksóknari gaf út ákærur á hendur mönnunum í síðustu viku auk átta annarra sem ekki eru í gæslu- varðhaldi að lokinni sex vikna ákæru- meðferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.