Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 76
i SR*f0tutMjifeife Siðan 1972 Leitið tilboðai Trausti íslenska murvorui ■I steinpi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIB691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R ITSTJtSMBL-IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Afli í neta- ralli 15% minni en í fyrra HEILDARAFLI úr árlegu netaralli Hafrannsóknastofnunar, sem nú er nýlokið, var sá minnsti frá því athug- anirnar hófust árið 1996. I netaralli fara fram mælingar á hrygningar- stofni þorsks með stöðluðum netum á hrygningarsvæðum. Fimm bátar taka þátt í rallinu sem nær frá Breiðafirði og austur fyrir Hornafjörð. Afli bátanna var á þessu vori um 350-370 tonn, sem er um 15% minni afli en í rallinu á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að afli í netarallinu 1998 var um 757 tonn. Vilhjálmur Þorsteinsson, fiski- fræðingur og verkefnisstjóri ralls- ins, segir enn of snemmt að draga ályktanir af þessum lélega afla þar sem endanlegar niðurstöður liggi ekki fyrir. Einnig verði að skoða nið- urstöðurnar í samhengi við aðra gagnasöfnun Hafrannsóknastofnun- ar. ■ Minnsti afii/23 Reykjavík y Sólskins- met sett í aprfl HIÐ 75 ára gamla sólskinsstunda- met fyrir aprílmánuð í Reykjavík var slegið í gær. Fyrra metið var 220 stundir en þegar starfsmenn Veðurstofunnar litu á mæla sína eftir sólarlag í gær- kvöldi voru sólskinsstundirnar orðn- ar tæpar 229. Rétt er þó að hafa fyr- irvara á um mínúturnar þar til búið er að fara nákvæmlega yfir niður- stöðumar. I dag er spáð rigningu í Reykjavík ~'3og óvíst að sólskinsstundirnar verði fleiri í mánuðinum. ------------------ Mjólkur- fræðing- ar boða verkfall Morgunblaðið/Ásdís Starfsmenn Smithsonian-safnsins í Washington voru í gær að Ijúka við að setja upp víkingasýninguna sem opn- uð verður í dag að viðstöddum þjúðhöfðingjum Norðurlanda. Þjóðhöfðingjarvið opnun víkingasýningarinnar Washington. Morgunblaðið. ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Norðurland- anna verða viðstaddir opnun viða- mikillar víkingasýningar í Smith- sonian-safninu í Washington, höfuðborg Bandarikjanna, í dag. Sýningin, sem ber heitið Víking- ar: Saga Norður-Atlantshafsins, er með merkari viðburðum vest- anhafs f tilefni landafundanna. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Gnmsson, verður viðstaddur opn- unina ásamt þeim Haraldi Nor- egskonungi og Sonju drottningu, Tarja Halonen Finnlandsforseta, Viktoríu, krónprinsessu Sviþjóð- ar, og Jóakim Danaprins. Þá verða menningarmálaráðherrar Norðurlandanna viðstaddir, þar á meðal Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, auk fjölmargra annarra gesta, þeirra á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri og Jón Baldvin Hanni- balsson sendiherra. Sýningin verður formlega opn- uð almenningi næstkomandi laug- ardag en Smithsonian-stofnunin í Bandarikjunum hefur undirbúið hana í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og helstu söfn á Norðurlöndum og Bretlandi. Hlutur íslands er veglegur og hafa Þjóðminjasafn Islands og stofnun Árna Magnússonar lánað til hennar nokkrar af helstu þjóð- argersemum íslendinga. Má þar nefna næluna frá Tröllaskógi, sverðið sem fannst á Hrafnkelsdal og blöð úr Eiriks sögu rauða og Egils sögu Skallagrímssonar. ■ Leifur heppni/32 MJÓLKURFRÆÐINGAFÉLAG Islands boðaði í gær verkfall frá og með 4. maí næstkomandi. Hafi samningar ekki náðst leggst af öll mjólkurmóttaka og vinnsla eftir viku. Samninganefndir mjólkurfræð- inga og vinnuveitenda hafa átt all- marga samningafundi á undanförn- um vikum og mánuðum. Síðasti fundurinn var fyrir viku og segir Geir Jónsson, formaður Mjólkur- fræðingafélags íslands, að patt- staða sé í samningunum. „Við erum búnir að reyna til þrautar og teljum okkur ekki komast lengra nema með einhverjum aðgerðum," segir hann. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilunni í dag. Mjólkurvinnsla stöðvast strax Ef samningar nást ekki fyrir 4. maí stöðvast þegar þann dag öll mjólkurmóttaka og mjólkurvinnsla í mjólkursamlögum landsins. Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, segir að verkfallið komi í fyrstu verst við kúabændur, því þeir komi þá ekki frá sér neinni mjólk. Það muni þó fljótlega hafa áhrif á neyt- endur. Pétur reiknar með að Mjólkur- samsalan muni geta átt birgðir af neyslumjólk til örfárra daga. Versl- anir komi einnig til með að eiga ein- hverjar birgðir. Hægt verður að dreifa mjólk á meðan einhverjar birgðir eru til en búast má við að erfitt verði að fá neyslumjólk í versl- unum fáeinum dögum eftir að verk- fall hefst. Síðasti söludagur mjólkur er átta dögum eftir pökkun og fljót- lega eftir það fer hún að skemmast. Ákæruefni stóra fikniefnamálsins varða innflutning á annað hundrað kflóa Fíkniefnin voru oftast falin í Elliðaárdal Barist við sinuelda SLÖKKVILIÐ Hafnarfjarðar barð- ist við sinuelda norðan við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ í gærkvöldi og varð að kalla út liðsauka er líða tók að miðnætti. Tveir dælubílar voru þar að störfum og einn sjúkrabíll. Mikinn reyk lagði yfir vesturbæ Kópavogs, Reykjavík og Seltjarnar- nes og höfðu fjölmargir samband við fi' *lögreglu. Slökkviliðið í Reykjavík var einng kallað út vegna sinubruna í Fossvogi og við gróðrarstöðina AI- aska í Breiðholti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. NÍU sakborningum í hinu svonefnda stóra fíkniefnamáli hafa verið birtar ákærur ríkissaksóknara. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verða ákærurnar þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur 9. maí og ákærðu þá gef- inn kostur á að tjá sig um sakarefnin. Ákært er m.a. fyrir innflutning á hátt á annað hundrað kílóa af ýmiss konar fíkniefnum frá Danmörku, Hollandi og Bandaríkjunum og gerð krafa um eignaupptöku á þriðja hundrað milljóna króna. Lögreglan hefur í vörslu sinni 24 kg af hassi, 6 þúsund e-töflur, 4 kg af amfetamíni og eitt kg af kókaíni auk ýmissa verð- mæta s.s. bifreiðir og aðrar eignir íyrir milljónatugi sem talið er að hafi verið fjármagnaðar með íikniefna- ágóða. Fyrir liggur í málinu að sterkustu fikniefnunum hafi verið smyglað til landsins frá Amsterdam en kannabis- efnunum frá Danmörku. Minnstur hluti fíkniefnanna kom frá Banda- ríkjunum Notfærðu sér aðstöðu sína Sjö sakbomingum er gefið að sök að hafa staðið að fíkniefnainnflutn- ingi frá Danmörku með þeim hætti að einn ákærðu kom fíkniefnunum íyrir í gámum sem fluttir vom til landsins með skipum Samskipa hf. en ákærði var starfsmaður félagsins í Kaup- mannahöfn. Segir í ákæm ríkissak- sóknara að hann hafi notfært sér að- stöðu sína til að koma efnunum fyrir. I ákæmnni er rakin sú atburðarás að þegar gámamir hafi verið komnir til Islands hafi fyrrnefndur starfsmaður Samskipa í Kaupmannahöfn gefið tveimur meðákærðu í málinu, starfs- mönnum félagsins á íslandi, upplýs- ingar um hvaða gám væri um að ræða. Hann hafi gefið þeim sjálfur, og eftir atvikum í samráði við enn annan meðákærðan mann í málinu, fyrirmæli um hveijum skyldi afhenda fíkniefnin eða hvar ætti að skilja þau eftir, til hvaða manna þeir skyldu sækja afrakstur af sölu þeirra og hvað gera skyldi við hann. Starfs- menn Samskipa hérlendis notfærðu sér aðstöðu sína til að fjarlægja fíkni- efnin úr gámunum eða vörugeymsl- um félagsins og afhentu þau þremur ákærðum mönnum til viðbótar og öðrum mönnum eða skildu þau eftir á ýmsum stöðum í borginni, þó oftast í Elliðaárdal. Einum starfsmanni Samskipa hér- lendis er þannig m.a. gefið að sök að hafa fjarlægt sendingar 20 sinnum úr vörslum Samskipa sem innihéldu samtals um 140 kg af kannabis á tímabilinu júní 1998 til september 1999 og afhent þau þremur með- ákærðu vitandi að fíkniefnin væru ætluð til söludreifingar hérlendis. Áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað sakborningana, sem sæta gæsluvarðhaldsvist vegna málsmeð- ferðarinnar, níu að tölu, í áframhald- andi gæsluvarðhald til 28. júní að kröfu ríkissaksóknara. Þrír sakborn- inganna kærðu úrskurðinn til Hæsta- réttar. Ríkissaksóknari gaf út ákærur á hendur mönnunum í síðustu viku auk átta annarra sem ekki eru í gæslu- varðhaldi að lokinni sex vikna ákæru- meðferð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.