Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 45 MINNINGAR + Valgerður Ingi- björg Tómas- dóttir fæddist 21. maí 1913. Hún lést á Landakotsspítala 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústa Lovísa Einarsdóttir kennari og Tómas Jón Brandsson, kaup- maður á Hólmavík. Systkini: Brandur, yfirflugvirki, Krist- ín, húsfrú og Elsa, söngkona. Valgerður giftist Einari Halldóri Björnssyni, bif- reiðarstjóra frá Blönduósi, f. 29.11. 1912. Þau eignuðust tvo syni: 1) Björn Ágúst, lögreglu- mann og trésmið, f. 8.6. 1944, kvæntur Emiliu Jónsdóttur, leik- skólakennara og aðstm. tann- Nú hefur amma mín gengið þessa lífsgötu á enda. Ég man fyrst eftir henni ömmu minni þegar ég var smápolli. Síðan þá hef ég kynnst henni betur með árunum. Ámma kenndi okkur systkinunum m.a. að tefla og spila vist þegar við heim- sóttum þau afa á Hjarðarhagann. Alltaf fékk maður höfðinglegar mót- tökur sama hvað til var í búinu. En aldrei mátti snerta á kræsingunum sem bornar voru fram fyrr en búið var að segja gjörið svo vel. Þá fyrst mátti byrja að borða. Þessi regla var alltaf í hávegum höfð þegar maður kom í heimsókn. Amma kunni marga málshætti og notaði þá við ýmis tækifæri, og höfðum við gaman af. Heiðarleiki, stundvísi og hrein- læknis. Þeirra börn eru Einar Halldór, fangavörður, sam- býliskona Áslaug Bragadóttir starfs- maður Barnavernd- arstofu og Helga, aðstm. tannlæknis, maður hennar Björn Arnar Ólafs- son prentsmiður. Þeirra börn eru Arnar Óli og Unnur Karen. 2) Tómas Ásgeir, tannlæknir, f. 30.4. 1949, kvænt- ur Elísabetu Ing- unni Benediktsdóttur, kennara. Þeirra börn eru Benedikt Ingi, verkfræðinemi HÍ, Valgerður, lífefnafræðinemi HI og Tryggvi Rafn, menntaskólanemi. Utför Valgerðar fór fram frá Neskirkju 18. apríl. skilni voru boðorð ömmu. Hún var einnig mjög námsfús og lærði m.a. þýsku og ensku í kvöldskóla. Einnig tefldi hún með kvennadeild Taflfé- lags Reykjavíkur. Núna síðustu tvö árin hefur amma dvalist á Landakoti og þangað hefur maður farið reglu- lega í heimsókn alveg þar til yfir lauk. En nú veit ég að henni líður vel þar sem hún er. Hvíl þú í friði elsku amma. Þitt barnabarn Tryggvi Rafn Tómasson. Amma mín og nafna hefur loksins fengið að sofna svefninum langa. I mínum augum hefur amma Val- gerður alltaf verið merkileg kona. Hún var mjög ákveðin og hógvær kona og mikill bindindismaður..Hún var mjög gáfuð enda semi-dúx úr Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem hún tók þriggja vetra nám á ein- um vetri og hafði hún alla tíð mikinn áhuga á námi og menntun. Amma var mjög sjálfstæð kona og sjálfri sér nóg og sagði mér eitt sinn að hún hefði aldrei ætlað að gifta sig en rétt fyrir þrítugt kynntist hún afa og þá varð ekki aftur snúið og eignuðust þau tvo syni, pabba minn, Tomma, og bróður hans, Bjössa. Við systkinin vorum oft í pössun hjá þeim afa og var þar ýmislegt haft fyrir stafni. Amma hafði mjög gam- an af því að tefla og hjá henni lærð- um við mannganginn. En aldrei leyfði hún okkur að vinna fyrirhafn- arlaust og er mér það mjög minnis- stætt þegar ég, sjö ára barnið, vann hana í fyrsta og eina skiptið með heimaskítsmáti. Einnig eru mér mjög minnisstæðar ferðirnar á Wolkswagen-rúgbrauðinu í sumar- bústaðinn þeirra afa í Skorradal og aðrar ferðir um landið. Amma hafði alltaf meðferðis mikið nesti og ekki kom til greina að stoppa í sjoppum þó svo allir í bílnum vildu það og þar á meðal afi. En þannig var hún amma, hún var ekki að eyða pening- um í óþarfa vitleysu enda mjög spar- söm og nýtin kona. Amma Valgerður var mjög mús- ikölsk og hafði gaman af að spila á orgelið. Hjá henni steig ég líka mín fyrstu spor í píanóleik þar sem ég fékk að glamra eins og mig lysti á orgelið hennar og seinna eftir að ég fór að læra hafði hún mjög gaman af að heyra mig spila og söng oft með. Fyrir u.þ.b. sjö árum fór minni ömmu að versna svo tekið var eftir og með árunum ágerðist þetta þar til ekkert var eftir nema skugginn af þessari merku konu. Fyrir rúmu ári fluttist amma inn á Landakotsspít- ala þar sem var komið fram við hana og hugsað um hana eins og drottn- ingu. Þar lést hún nú föstudaginn 14. apríl og var förinni örugglega fegin. Elsku amman, takk fyrir okkar samverustundir, minning þín mun lifa í hjarta mínu um aldur og ævi. Þín nafna, Valgerður Tómasdóttir (yngri). Mig langar að minnast systur minnar því nú er ég ein eftir ofan- jarðar af okkur fjórum systkinum og orðin æði gömul. Það er yndislegt að hugsa aftur í tímann þegar við vor- um að alast upp á Hólmavík. Á okk- ar heimili var alltaf glatt á hjalla, mikil músík og söngur. Faðir okkar átti fyrsta orgelið sem til Hólmavík- ur kom, Valgerður lærði þá að spila hjá honum og spilaði ótrúlega fljótt af kunnáttu. Heima æfði pabbi kóra og sá um alla hljómlist í sambandi við allan kirkjulegan söng meðan við systur vorum heima. Brandur bróðir okkar spilaði á harmóníku og frænd- ur okkar Magnús og Matthías frá Kollafjarðarnesi, ágætir hljóðfæra- leikarar bæði á harmóníku og orgel, komu oft í heimsókn og til að spila fyrir dansi á böllum. Þetta voru miklar gleðistundir fyrir okkur öll. Mér er sérlega minnisstætt vorið 1935 erég náði í nótur að söngvunum úr Meyjaskemmunni eftir Schubert hversu mikil heimilisgleði varð af því þegar Valgerður spilaði og Elsa systir okkar söng. Valgerður, sem við kölluðum Valimmu, var falleg stúlka með rauðgyllt hár, þykkt og mikið. Hún var há og grönn, dansaði vel, hafði lært það í Reykjavík, og bar sig einkar vel, ekki síst eftir að hafa „forframast" í Kaupmannahöfn og tileinkað sér nýtt göngulag, Kaupmannahafnargöngulagið eins og við kölluðum það, á sléttlendinu þar, dálítið annað en þúfnagöngu- lagið okkar hinna. Hún var afar vel gefin til náms, sýndi hún það best þegar hún fékk að fara til náms í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún tók ekki í mál að fara nema í efsta bekkinn og fékk að taka próf þangað inn og um vorið við útskrift var hún næstefst yfir skólann, munaði 1/100 á henni og þeirri efstu. Hún fékk að auki stóra silfurskeið í verðlaun fyr- ir handavinnu. Nokkrum árum síðar fór hún til Kaupmannahafnar og vann þar í bakaríi um tíma en síðar annaðist hún gamla konu þar jafn-^r. framt því sem hún gekk í skóla og lærði m.a. hraðritun. Valimma og Elsa voru báðar mikl- ir grínistar og ekki spillti móðir okk- ar fyrir, hún og þær báðar hentu gjarnan fram vísum af litlu öðru til- efni en að vekja hlátur. Móðir okkar var mjög vel hagmælt og tók inni- lega þátt í ærslum okkar unga fólks- ins. Eg ætla að segja eina sögu til að staðfesta það. Valimma var ráðs- kona í tjaldi á engjum og þótti henni einn herrann sérlega leiðinlegur. Þessi sami herra gekk daglega framhjá eldhúsglugganum okkar á ieið í sinn daglega morgunverð, þá segir mamma: Þama gengur tilvonandi tengdasonur minn tii að fá sér venjulegan árdagsbitann sinn hugfanginn á eftir honum horfir dóttir mín og hugsar hversu mikil verði ástargleðin sín. Við hinar systur gátum lengi hleg- ið að þessu og strítt systur okkar. Eftir að Valgerður giftist var síð- ur en svo að hún missti löngun til að læra, hún var í Námsflokkum Reykjavíkur að læra þýsku og ensku þar til hún hafði lokið allri námsskrá sem þar var á boðstólum í þessum greinum. Hún hafði líka ánægju af að fylgjast með sonunum í þeirra námi, ekki af því að þess væri þörf heldur til þess að auka við sína þekk- ingu. Ég er afar þakklát fyrir að lengst af ævi okkar systra nutum við þess að vera saman. Síðustu sam- komur okkar voru að við spiluðum saman vist með öðrum góðum vinum okkar. Einar maður Valimmu og synirnir reyndust henni með af- brigðum góðir aila tíð, ekki síst í löngum veikindum hennar. Vil ég votta þeim mfnar innilegustu þakkir og bið Valgerði og öllum hennar aðstandendum guðsblessunar. v Kristfn Tómasdóttir. VALGERÐUR INGIBJÖRG TÓMASDÓTTIR + Sigurlaug Björg Pétursdóttir fæddist í Reykjavík hinn 10. júlí 1956. Hún lést á Amager hospitalet hinn 18. aprfl síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Steinunnar Guðmundsdóttur húsmóður, f. 1913, d. 1990 og Péturs Krist- inssonar blikksmiðs, f. 1917, d. 1984. Allt frá árinu 1976 bjó Sigurlaug í Dan- mörku, síðast var hún til heimilis að Obdams Allé 7 í Kaupmannahöfn. Árið 1976 giftist Sigurlaug Tryggva Tryggvasyni, f. 1956, þau skildu. Árið 1982 gift- ist Sigurlaug Gert Thomsen, f. 16. júní 1957. Þau eignuðust þijú börn, Nínu Björgu, f. 3. maí 1982, Thomas Dan, f. 28. mars 1987 og Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. (Fyrra bréf Páls til Korintumanna: 13.) Eftir að hafa litið á minningar- greinar afa og ömmu, þá verður manni eitt ljóst, fjölskylda okkar er óvenjulega samrýmd. í hverju ein- asta eftirmæli eftir þau er minnst á hve einstaklega náin við höfum allt- af verið. Því er það mikill missir að hún Laulau frænka okkar sé látin. Þrátt fyrir að hafa búið í Dan- mörku í nærri tuttugu og fjögur ár, vorum við í meira sambandi við hana heldur en flestir eru við sínar móðursystur. Laulau var einstaklega falleg kona og þrátt fyrir veikindin föln- aði fegurð hennar aldrei, hún var ein af þeim manneskjum þar sem innra og ytra útlit renna saman. Við munum alltaf minnast hennar Júlíu Björgu, f. 29. júlí 1993. Sigurlaug var menntuð sem þroskaþjálfi og vann við störf tengdum menntun sinni allt til dauðadags. Hér á Islandi skilur Sigur- laug eftir sig fjórar systur; Guðrúnu, f. 1941 gift Þorkeli Þorsteinssyni, f. 1933, þau eiga þrjú börn; Onnu Guð- laugu, f. 1945, gift Haraldi Kristófers- syni, f. 1950, þau eiga eina dóttur; Steinunni Bryndísi, f. 1948, hún á einn son og Kristínu, f. 1952, gift Ólafi Stefánssyni, f. 1953, og eiga þau tvær dætur. Utför Sigurlaugar fer fram frá Filips kirke í Kaupmannahöfn í dag og verður jarðsett þar. af góðu eins og allir sem þekktu hana. Þrátt fyrir að hún sé nú horf- in úr lífi okkar skyldi hún eftir þrjú falleg frændsystkini og í þeim mun minning hennar lifa. Öll munum við sakna góðrar frænku en þetta áfall einsog önnur munu styrkja fjölskylduna. Þess má geta að Laulau lést á afmælis- degi ömmubarns Gullu systur sinn- ar, Halldórs Birkis, en hann dó fyr- ir fimm árum. Halldór var jafn gamall Júlíu, yngstu dóttur Laulau- ar. Hvar sem þau eru nú geta þau huggað hvort annað. Við vonum að Laulau líði sem allra best hvar sem hún er og allir ættingjarnir sem á undan henni fóru hjálpi henni að sætta sig við að þurfa að yfirgefa börn sín svona ung. En Laulau vissi að fjölskylda hennar myndi að henni farinni sjá til þess að börn hennar skorti ekki neitt, hvorki af veraldlegum gæðum né kærleika. Ennfremur viljum við benda þeim sem vilja minnast Sigurlaugar Bjargar Pétursdóttur að styrkja Krabbameinsfélagið í baráttu sinni við þennan hræðilega sjúkdóm, sem tók fyrst frá okkur afa og ömmu og nú síðast Laulau frænku. Einnig hafa systur hennar, Steina og Gulla, fengið þennan sjúkdóm. Steina sigraðist á krabbameininu fyrir nokkrum árum en Gulla berst enn við sjúkdóminn. Gert, Nína, Thomas og Júlía, við hugsum til ykkar á þessum erfiðu tímum og verðum alltaf til staðar fyrir ykkur. Systrabörnin. Elskuleg mágkona mín, Sigur- laug Björg Pétursdóttir, Laulau, er látin eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Laulau var í blóma lífsins, aðeins rúmlega fer- tug að aldri og mikið er það sárt að hún sé kölluð frá fjölskyldu sinni svo fljótt og að hún fái ekki notið þess að fylgja börnunum sínum úr grasi né þau hlotið lengur stuðning hennar í uppvextinum Laulau fæddist í Granaskjóli 6 hér í Reykjavík, nýju húsi sem fjöl- skylda hennar var þá nýlega flutt í. Áður hafði fjölskyldan búið á Rán- argötunni í grennd við æskustöðvar föður hennar sem voru á Vestur- götunni. Þar bjuggu afi hennar og amma en fjölskyldan hafði við þau mikil tengsl og hún dvaldi þar oft í æsku. Laulau aldist upp í fjörugum systrahópi en systurnar eru alls fimm talsins og var hún yngst í hópnum. Ung að árum fluttist hún til Danmerkur og lærði þar þroska- þjálfun en slíka menntun var ekki hægt að fá hér á landi á þeim tíma en áður hafði hún unnið hér heima við umönnun geðfatlaðra. Hugur hennar hafði snemma hneigst til málefna geðfatlaðra og má segja að þau mál hafi verið henni nokkurs konar köllun í lífinu. Að námi loknu starfaði hún síðan á sambýlum og stofnunum fyrir geðfatlaða í Kaup- mannahöfn, fyrst í almennum störf- um en fljótlega voru henni falin forystuhlutverk í geðheilbrigðis- þjónustunni. Það sýnir vissulega SIGURLAUG BJÖRG PÉTURSDÓTTIR hve vel hún var metin og hæf í starfi en ég held að þó að henni hafi fundist stjórnunarstörfin út af fyrir sig mjög áhugaverð þá hafi hin almennu störf við umönnun geðfatlaðra fallið henni best. Ég fékk nokkrum sinnum tækifæri til að fylgjast með henni í starfi og það var sérlega ánægjulegt og fróðlegt að sjá hve ljúflega hún kom fram við það geðfatlaða fólk sem hún annaðist, laðaði fram það besta í hverjum og einum, fann þeim verkefni við hæfi og sá til þess að öllum liði svo vel sem kost- ur var. Laulau giftist fyrst íslenskum manni, Tryggva Tryggvasyni arki- tekt en þau skildu. Síðan giftist Laulau dönskum manni, Gert Thomsen, þroskaþjálfa og eiga þau saman þrjú börn, Nínu Björgu 17 ára, Thomas Dan 12 ára og Júlíu sem er aðeins sex ára. Það vill svo skemmtilega til að sama vorið og hún átti sitt fyrsta barn, Nínu, áttu tvær aðrar systur hennar sín fyrstu börn, annars vegar konan mín, Kristín, og hins vegar Stein- unn og segir það sína sögu um hve þær systur voru samstiga. Bömin voru síðan öll þrjú fermd saman hér á íslandi fyrir fjórum árum. Fjölskyldan hefur alla tíð haldið mjög góðu sambandi við sitt ís- lenska skyldfólk og komið hingað í fjölmargar heimsóknir gegnum ár- in ekki síst fyrir tilstuðlan Gerts en hann hefur alla tíð lagt mikið upp- úr nánu og góðu sambandi við okk- ur hér á Fróni og ég veit að hans vilji stendur til að svo verði um ókomin ár. Nú eru erfiðir tímar hjá fjöl- skyldunni þar sem Gert stendur einn eftir með börnin. Baráttan við veikindi Laulauar og umönnun hennar hefur tekið mjög mikið á hann og jafnframt er erfitt að horfa fram á veginn. Systur Laulauar hafa eftir því sem kostur hefur ver- ið hjálpað til og farið til skiptis til Danmerkur til að hjúkra systur sinni síðustu mánuðina. Jafnframt1 ' munu þær eftir því sem kostur er reyna að hjálpa fjölskyldunni yfir þennan erfiða hjalla í lífinu og leggja þeim það lið sem þær geta. Við skulum vona að minningin um einstaka eiginkonu og móður ásamt því að nú fer í hönd hækkandi sól og sumarbirta hjálpi til við að létta á sorgum og trega fjölskyldunnar. Elsku Laulau, mig langar til að þakka þér fyrir allar þær fjölmörgu samverustundir sem ég og mín fjöl- skylda hefur notið með þér á lífs- leiðinni og fyrir þá ást og hlýju sem þú hefur sýnt okkur öllum. Kæri Gert, Nína, Thomas og Júl- ía og aðrir ættingjar og vinir Lau- lauar, megi minningin um yndis-fl*- lega konu lifa og hjálpa okkur öllum til að sefa sorgina. Ólafur Stefánsson og fjölskylda. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að biríast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrii- birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útnmninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.