Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ballet er okkar ær og kýr Ballettskóli Eddu Scheving hélt upp á fjörutíu ára afmæli sitt í síðustu viku með tveimur stórum nemendasýningum í Borg- arleikhúsinu. Allir nemendur skólans tóku þátt í sýningunum eða hátt í þrjúhundruð börn. Hrafnhildur Hagalín ræddi við Eddu Scheving og dóttur hennar, Brynju, en saman standa þær að rekstri skólans. Morgunblaðið/Jim Smart Edda og dóttir hennar Brynja leiðbeina einum nemenda sinna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Haldið var upp á fjörutíu ára afmæli skólans með tveimur sýningum fyrir troðfullu Borgarleikhúsi. „ÉG hafði áhuga fyrir ballett og dansi allt frá því ég var smástelpa í Vestmannaeyjum,“ segir Edda Scheving. „Þá kom Konunglegi danski ballettinn þangað, ásamt Friðbimi Bjömssyni, íslenskum karldansara sem starfaði með þeim í mörg ár en hann var ættaður frá Vestmannaeyjum. Ég fékk sem sagt að fara á sýninguna og hreifst mjög af henni. Á þessari sömu sýningu var einmitt Helgi Tómasson, sem þá var fímm ára gamall, en mamma hans hafði hlaupið heim í hléi og sótt hann af því að henni fannst sýningin svo glæsileg. Og þama fékk Helgi sem sagt bakteríuna. Þegar ég svo fluttist til Reykjavíkur var ég fyrst í ballett- námi í skóla sem rekinn var í Skáta- heimilinu af Sif Þórz og Ástu Norð- mann. Þetta var árið 1946. Félag íslenskra listdansara var svo stofnað árið 1947 af þeim Ástu Norðmann, Sif Þórz, Sigríði Armann, Ellý Þorláks- son og Rigmor Hansen. Um sama leyti var Dansskóli Félags íslenskra listdansara stofnaður en aðalkennar- ar þar vom Sigríður Armann og Sif Þórz. Það var mikil gróska í dansin- um á þessum tíma og sá skóli starfaði óslitið með góðum árangri þangað til Listdansskóli Þjóðleikhússins var stofnaður árið 1952 en eftir það fóra allir þangað, bæði kennarar og nem- endur. Eg hætti að dansa á tímabili vegna veikinda, en þegar góður vinur minn, Jón Valgeir Stefánsson, sem hafði dansað mikið með okkur hér heima kom heim frá námi og stofnaði skóla með Hermanni Ragnari þá fór ég þangað. Stuttu seinna fór ég út og tók kennarapróf og byijaði svo að kenna upp úr því ásamt Jóni Valgeiri, en hann fluttist svo fljótlega til út- landa og þá hélt ég áfram sjálf. Ég tel því skólann vera orðinn minn skóla veturinn 1959-1960. Og ég er búin að kenna óslitið síðan. Með dansinn í genunum Edda Scheving kenndi bæði ballett og samkvæmisdansa fyrstu árin, en sneri sér svo eingöngu að ballett árið 1965. Skólinn var fyrst til húsa í KR- heimilinu við Frostaskjól, síðan lengi á Skúlagötu 34 og í Skúlatúni 4 og nú undanfarin tvö ár í Safnaðarheimili Háteigskirkju. í Ballettskóla Eddu Scheving hafa margir af helstu döns- uram landsins stigið sín fyrstu spor. Ljósmynda- sýning í Oneoone KRISTINN Már Ingvarsson hefur opnað ljósmyndasýning- una „looking good“ í Oneoone gallerí. Sýningin stendur til 22. maí. Galleríið er opið mánudaga til föstudaga 12-19, laugardaga 12-16. „Það era auðvitað nokkrir aðrir mjög góðir ballettskólar starfandi hér, t.d. Ballettskóli Sigríðar Ár- mann o.fl., en ég er mjög hreykin af því að margir af þeim sem hafa kom- ist áfram í íslenska dansflokknum, t.d. margar af stelpunum sem upp- haflega stofnuðu hann, vora nemend- ur sem byijuðu hjá mér.“ Dóttir Eddu, Brynja Scheving, hefur aðstoðað móður sina við kennsluna frá unga aldri. Hún sneri sér svo alfarið að kennslunni upp úr tvítugu og hefur kennt við skólann síðan. „Ég byijaði fimm ára í skólan- um hjá mömmu og fór svo í Þjóðleik- hússkólann um leið og ég hafði aldur til, eða níu ára, og þar var ég til tví- tugs,“ segir Brynja. „Um tíma fékk ég að æfa með dansflokknum og tók þátt í sýningu með honum en eftir menntaskólann fór ég að starfa ein- göngu við kennsluna. Á þessum tíma þegar ég var að útskrifast var mjög lítið að gera fyrir dansara, margar stelpur fóra út og reyndu fyrir sér þar en ég hafði ekki áhuga á því. Minn hugur stóð fyrst og fremst til kennslunnar. Mér hefur alltaf þótt mjög gaman og gefandi að kenna, ekki síst yngstu krökkunum. Dans- inn er líklega eitthvað sem er í gen- unum. Fyrir mig var þetta aldrei nein spurning. Og dóttir mín virðist vera eins. Hún er búin að vera hér í skól- anum frá því hún var pínulítil og finnst mjög gaman að dansa.“ Reka skólann tvær Böm mega hefja nám í Ballett- skóla Eddu Scheving fjögurra ára og að sögn Eddu geta þau verið eins lengi og þau vilja. „Þær elstu í skól- anum núna era sextán ára en hér áð- ur fyrr voram við með mun eldri nemendur eða allt upp í tvítugt. Nú er svo margt annað í boði, t.d. líkams- ræktarstöðvamar o.fl., en við eram með mismunandi hópa frá fjögurra ára aldri og upp í sextán ára. Til að byrja með er námið mikið til leikur en við reynum svona smátt og smátt að mata þau á alvöranni, t.d. kennum við þeim að strekkja vel og hneigja sig fallega og setjum þetta allt upp í leikdansform meðan þau era lítil. Oll- um bömum finnst gaman að trítla á tánum og nota hendumar ef það heit- ir að herma eftir fiðrildi eða fiigli. Það getur verið heilmikil vinna að fá þau til að gera einföldustu hluti eins og að hneigja sig með því að setja annan fótinn aftur fyrir hinn o.s.frv. Edda segir þær mæðgur bera allan hita og þunga af skólastarfinu en að Brynja dóttir sín sé nú yfirkennarinn við skólann. „Ég fer náttúrlega ekki í splitt lengur, en ég kenni ennþá og við geram allt sjálfar, kennum, þríf- um, svöram í síma og sinnum innrit- unarstarfi. Þetta era okkar ær og kýr.“ Brynja segir þær kenna tímana með yngstu krökkunum saman. „Það þarf tvo til að sinna hópi af litlum bömum því ef eitt dettur og meiðir sig þá þarf að sinna hinum á meðan. Það er ekki hægt að stoppa þegar þessi aldurshópur á í hlut.“ Settu upp Pétur og úlfinn í tilefni af fjöratíu ára afmæli skól- ans settu þær mæðgur upp tvær stórar ballettsýningar í Borgarleik- húsinu með öllum nemendum skólans eða um þijúhundrað krökkum. Brynja segir að sýningarnar hafi ver- ið í undirbúningi í allan vetur. „Þetta var mikil vinna og margir sem spyrja okkur hvemig við höfum farið að þessu. Sumir kalla okkur galdrakon- umar. En við fáum góða hjálp frá mörgum mæðram og þær sem era kannski búnar að vera með böm í skólanum lengi eru orðnar vanar og vita hvað þær eiga að gera og ganga í að stjóma. Það er ómetanlegt." Hún segir sýningarnar hafa samanstaðið af mismunandi atriðum. „Við voram með atriði þar sem litlu bömin vora með dýralátbragð eins og við geram mikið með þeim í tímunum, atriði með blönduðum aldri sem við kölluð- um „Vorboðann" og svo sýndum við „Pétur og úlfinn" eftir hlé. Edda segist vera búin að ganga með það í maganum í mörg ár að setja upp Pétur og úlfinn en að hún hafi aldrei getað fundið tónlistina eina og sér án sögumanns. „Svo frétti ég af því að Öm Ámason hefði verið að lesa inn á Pétur og úlfinn og ég hringdi í hann og hann gaf mér leyfi til að nota tónlistina. Við vorum líka svo heppin að fá lánaða sviðsmynd úr leikritinu Afaspili en þar fengum við heilan skóg sem hentaði verkinu full- komlega. Öll bömin fengu svo sinn búning en margir þeirra vora saum- aðir sérstaklega fyrir þessar sýning- ar. Hulda Jónsdóttir hannaði alla búningana í Pétur og úlftnn af mikilli útsjónarsemi, t.d. var trýnið á úlfin- um gert úr gömlum hnakk af reiðhjóli og tennumar klipptar út úr majones- dós. Þetta leit nú samt út fyrir að vera mjög hættulegur úlfur.“ Þær Edda og Brynja segja það mjög mik- ilvægt fyrir bömin að fá að taka þátt I sýningum sem þessum en þær setji upp skólasýningar á hveijum vetri. „Böm era eins og aðrir listamenn, aðalmálið er að komast upp á svið til að tjá sína list. Og þessari þörf reyn- um við að sinna eins vel og mikið og við getum.“ „Vorið í Foss- vogsdal“ TOJVLIST Hjallakirkja KÓRTÓNLEIKAR Kór Snælandsskóla söng íslensk og erlend lög; píanóleikarar: Lóa Björk Jóelsdóttir og Kristinn Öm Kristinsson; söngstjóri: Heiðrún Hákonardóttir. Þriðjudagskvöld kl. 20.00. KÓR Snælandsskóla er farinn í söngferð til Bandaríkjanna. Á þriðju- dagskvöldið hélt kórinn kveðjutón- leika og flutti þá h'tið brot af því sem sungið verður í Ameríkuferðinni. Kór Snælandsskóla hefur ekki verið meðal þeirra barnakóra sem mest hefur borið á hér á landi, en þar kann að verða breyting á. Söngstjóranum Heiðrúnu Hákonardóttur hefur tek- ist að byggja upp skínandi góðan kórhljóm og agaðan söng í kórnum sínum, og trúlega mikils af lionum að vænta í framtíðinni. Á tónleikunum nú gætti svolítillar þreytu og ekki laust við að spennan væri orðin mikil fyrir ferðalagið morgunin eftir. Það er algengt að tónn lækki þegar sung- ið er án nægilegs þindarstuðnings, en það var ekki vandamál Kórs Snæ- landsskóla. Söngurinn hafði frekar tilhneigingu til að hækka, um jafnvel allt að hálftóni, og slíkt gerist gjam- an af spennu. Þetta var langt frá því að vera stórvægilegt vandamál í söng kórsins, en var þó áberandi í nokkr- um lögum og gegnumgangandi. Góð- ur kórhljómur er nokkuð sem allir kórstjórar vilja hafa í sínum kór, - hljómur sem er einn og heilsteyptur, þar sem raddirnar allar, hversu margar sem þær era, syngja einum rómi. Þessu hefur Heiðrún Hákonar- dóttir náð vel í söng kórsins; - hljóm- ur kórsins er mjög tær og fallegur. Texti hefði mátt vera skýrar borinn fram, og börnin almennt skýrmælt- ari. Það var glatt yfir söngnum og mikil útgeislun af þessum krökkum; - þeim fannst greinilega gaman að syngja. Einsöngvarar úr röðum kór- félaga, þær Erna, Erla Hlín og Odd- rún (að því er mér heyrðist stúlkurn- ar nefndar), vora allir mjög góðir og sungu listavel. Best lét kómum að syngja ís- lensku þjóðlögin og var t.d. fyrsta lagið, Island farsælda frón, fram- úrskarandi fallega flutt sem og út- setning Jóns Ásgeirssonar á Vísum Vatnsenda-Rósu. Smaladrengur Skúla Halldórssonar var vel sunginn og Afmælisdiktur eftir Atla Heimi Sveinsson var sérstaklega líflegur og húmorinn í ljóðinu skilaði sér í söngnum. Kórinn söng lög sem ætl- unin er að syngja með bandarískum barnakór úti, þar á meðal Appalas- íusvítu númer tvö eftir Christine Jodanoff, sem var gleðiríkt verk sem krakkamir kunnu augljóslega bæði vel að meta og vel að syngja. Lag Mistar Þorkelsdóttur við kvæði Sig- urbjöms Einarssonar um Snælands- skóla er rismikill einkennissöngur kórsins, lagið var samið fyrir afmæli skólans í fyrra. Hápunktur tónleik- anna nú var frumflutningur nýs verks eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, sem Hildigunnur samdi í tilefni Am- erikuferðar kórsins. Móðir blómanna heitir lagið, samið við ljóð eftir kórfé- laga, Sigrúnu ísleifsdóttur, sem orti það þegar hún var tólf ára. Ljóðið er sérstaklega hrífandi og auðvelt að verða snortinn af einlægni þess og sannleika. Lag Hildigunnar fellur ákaflega vel að ljóðinu. Það er byggt á moll-þríhljómi; þríraddað, þar sem efri og neðri rödd vega salt um mið- rödd sem oft syngur sama tóninn um hríð. Þetta var fallegt lag sem líklegt er til að njóta vinsælda meðal ís- lenskra bamakóra. Með slíkt lag er Kór Snælandsskóla sannarlega vel nestaður til ferðarinnar yfir hafið. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.